Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu

Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.

Orri Hauksson, forstjóri Símans
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Auglýsing

Fjár­festar hafa lagt fram óform­legar fyr­ir­spurnir til Sím­ans um mögu­leg kaup á inn­viða­hluta fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins, Mílu. Sím­inn bendir á alþjóð­lega þróun hjá fjar­skipta­fyr­ir­tækjum í aðskiln­aði á rekstri sín­um, en for­stjóri Sýnar hefur einnig viðrað slíkar hug­myndir fyrir sitt fyr­ir­tæki nýlega.

Guð­mundur Jóhann­son, sam­skipta­full­trúi Sím­ans, greindi blaða­manni Kjarn­ans frá áhuga fjár­festa á mögu­legum kaupum á Mílu í svari við fyr­ir­spurn. Þó bætti hann við að Sím­inn hafi ekki haft frum­kvæði að því að kynna sölu á inn­viða­hluta fyr­ir­tæk­is­ins og að engar ákvarð­anir hafi verið teknar um söl­una. 

Aðskiln­aður þegar haf­inn

Sím­inn hefur nú þegar aðskilið inn­viða­starf­semi sína frá þjón­ustu­starf­sem­inni að ein­hverju leyti, en í síð­asta árs­fjórð­ungs­upp­gjöri kynnti félagið fyr­ir­hug­aðan flutn­ing á far­síma­dreifi­kerfi og IP-­neti til Mílu. Sam­kvæmt Sím­anum myndi þetta styrkja Mílu sem inn­viða­fé­lag og skerpa á hlut­verki Sím­ans sem þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is. Enn fremur sagði Orri Hauks­son for­stjóri félags­ins að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjár­mögnun Mílu frá fjár­mögnun Sím­ans í til­kynn­ingu sinni til fjár­festa með­fram upp­gjör­inu.

Mögu­lega að bjóða hluta fjar­skipta­kerf­is­ins á sölu

Sam­hliða mögu­legri sölu á Mílu hafa sams konar vanga­veltur verið á teikni­borð­inu hjá Sýn. Í síð­asta árs­helm­ings­upp­gjöri félags­ins segir Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar að verið sé að færa meiri rekstur og fjár­fest­ingar í Senda­fé­lag­ið, inn­viða­hluta fjar­skipta­fé­lags­ins sem er rekið með Nova. Þetta telur Heiðar munu bæta arð­semi rekstrar far­síma­kerf­is­ins.

Auglýsing

„Það er svo til athug­unar að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, sem myndi skila umtals­verðu fjár­magni til hlut­hafa.  Alþjóð­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­fest­ingum í innviðum sím­fyr­ir­tækja og marg­fald­arar í við­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­mark­að­i,“ bætir Heiðar svo við.

For­dæmi frá Dan­mörku, Tékk­landi og Ítalíu

Mögu­legur aðskiln­aður inn­viða­hluta og þjón­ustu­starf­semi Sím­ans og Sýnar er ekki án for­dæma, en fjar­skipta­fyr­ir­tæki víða um Evr­ópu hafa farið í sams konar end­ur­skipu­lagn­ingar á síð­ustu árum. Árið 2014 skap­aði tékk­neski hluti fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins O2 sér­stakt félag fyrir inn­viða­starf­sem­ina sína, en sam­kvæmt umfjöllun ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey um málið græddu hlut­hafar mjög á þessum aðskiln­að­i. 

Í fyrra lauk svo aðskiln­aði inn­viða-og þjón­ustu­hluta danska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins TDC, að frum­kvæði nýrra fjár­festa sem komu inn í félag­ið. 

Ítalska rík­is­stjórnin hefur einnig viljað aðskilja inn­viða­starf­semi fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Tel­ecom Italia (TIM) frá þjón­ustu­starf­semi þess, en fyrir þremur vikum síðan til­kynnti TIM sölu á þriðj­ungi land­lína fyr­ir­tæk­is­ins til hins opin­bera. Sam­kvæmt frétt Yahoo um málið ætti salan að leiða til þess að fjar­skipta­inn­viðir á Ítalíu séu í höndum hins opin­bera, rétt eins og orku-og raf­magns­inn­viðir lands­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent