Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu

Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.

Orri Hauksson, forstjóri Símans
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Auglýsing

Fjár­festar hafa lagt fram óform­legar fyr­ir­spurnir til Sím­ans um mögu­leg kaup á inn­viða­hluta fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins, Mílu. Sím­inn bendir á alþjóð­lega þróun hjá fjar­skipta­fyr­ir­tækjum í aðskiln­aði á rekstri sín­um, en for­stjóri Sýnar hefur einnig viðrað slíkar hug­myndir fyrir sitt fyr­ir­tæki nýlega.

Guð­mundur Jóhann­son, sam­skipta­full­trúi Sím­ans, greindi blaða­manni Kjarn­ans frá áhuga fjár­festa á mögu­legum kaupum á Mílu í svari við fyr­ir­spurn. Þó bætti hann við að Sím­inn hafi ekki haft frum­kvæði að því að kynna sölu á inn­viða­hluta fyr­ir­tæk­is­ins og að engar ákvarð­anir hafi verið teknar um söl­una. 

Aðskiln­aður þegar haf­inn

Sím­inn hefur nú þegar aðskilið inn­viða­starf­semi sína frá þjón­ustu­starf­sem­inni að ein­hverju leyti, en í síð­asta árs­fjórð­ungs­upp­gjöri kynnti félagið fyr­ir­hug­aðan flutn­ing á far­síma­dreifi­kerfi og IP-­neti til Mílu. Sam­kvæmt Sím­anum myndi þetta styrkja Mílu sem inn­viða­fé­lag og skerpa á hlut­verki Sím­ans sem þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is. Enn fremur sagði Orri Hauks­son for­stjóri félags­ins að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjár­mögnun Mílu frá fjár­mögnun Sím­ans í til­kynn­ingu sinni til fjár­festa með­fram upp­gjör­inu.

Mögu­lega að bjóða hluta fjar­skipta­kerf­is­ins á sölu

Sam­hliða mögu­legri sölu á Mílu hafa sams konar vanga­veltur verið á teikni­borð­inu hjá Sýn. Í síð­asta árs­helm­ings­upp­gjöri félags­ins segir Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar að verið sé að færa meiri rekstur og fjár­fest­ingar í Senda­fé­lag­ið, inn­viða­hluta fjar­skipta­fé­lags­ins sem er rekið með Nova. Þetta telur Heiðar munu bæta arð­semi rekstrar far­síma­kerf­is­ins.

Auglýsing

„Það er svo til athug­unar að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, sem myndi skila umtals­verðu fjár­magni til hlut­hafa.  Alþjóð­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­fest­ingum í innviðum sím­fyr­ir­tækja og marg­fald­arar í við­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­mark­að­i,“ bætir Heiðar svo við.

For­dæmi frá Dan­mörku, Tékk­landi og Ítalíu

Mögu­legur aðskiln­aður inn­viða­hluta og þjón­ustu­starf­semi Sím­ans og Sýnar er ekki án for­dæma, en fjar­skipta­fyr­ir­tæki víða um Evr­ópu hafa farið í sams konar end­ur­skipu­lagn­ingar á síð­ustu árum. Árið 2014 skap­aði tékk­neski hluti fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins O2 sér­stakt félag fyrir inn­viða­starf­sem­ina sína, en sam­kvæmt umfjöllun ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey um málið græddu hlut­hafar mjög á þessum aðskiln­að­i. 

Í fyrra lauk svo aðskiln­aði inn­viða-og þjón­ustu­hluta danska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins TDC, að frum­kvæði nýrra fjár­festa sem komu inn í félag­ið. 

Ítalska rík­is­stjórnin hefur einnig viljað aðskilja inn­viða­starf­semi fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Tel­ecom Italia (TIM) frá þjón­ustu­starf­semi þess, en fyrir þremur vikum síðan til­kynnti TIM sölu á þriðj­ungi land­lína fyr­ir­tæk­is­ins til hins opin­bera. Sam­kvæmt frétt Yahoo um málið ætti salan að leiða til þess að fjar­skipta­inn­viðir á Ítalíu séu í höndum hins opin­bera, rétt eins og orku-og raf­magns­inn­viðir lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent