Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu

Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.

Orri Hauksson, forstjóri Símans
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Auglýsing

Fjár­festar hafa lagt fram óform­legar fyr­ir­spurnir til Sím­ans um mögu­leg kaup á inn­viða­hluta fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins, Mílu. Sím­inn bendir á alþjóð­lega þróun hjá fjar­skipta­fyr­ir­tækjum í aðskiln­aði á rekstri sín­um, en for­stjóri Sýnar hefur einnig viðrað slíkar hug­myndir fyrir sitt fyr­ir­tæki nýlega.

Guð­mundur Jóhann­son, sam­skipta­full­trúi Sím­ans, greindi blaða­manni Kjarn­ans frá áhuga fjár­festa á mögu­legum kaupum á Mílu í svari við fyr­ir­spurn. Þó bætti hann við að Sím­inn hafi ekki haft frum­kvæði að því að kynna sölu á inn­viða­hluta fyr­ir­tæk­is­ins og að engar ákvarð­anir hafi verið teknar um söl­una. 

Aðskiln­aður þegar haf­inn

Sím­inn hefur nú þegar aðskilið inn­viða­starf­semi sína frá þjón­ustu­starf­sem­inni að ein­hverju leyti, en í síð­asta árs­fjórð­ungs­upp­gjöri kynnti félagið fyr­ir­hug­aðan flutn­ing á far­síma­dreifi­kerfi og IP-­neti til Mílu. Sam­kvæmt Sím­anum myndi þetta styrkja Mílu sem inn­viða­fé­lag og skerpa á hlut­verki Sím­ans sem þjón­ustu­fyr­ir­tæk­is. Enn fremur sagði Orri Hauks­son for­stjóri félags­ins að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjár­mögnun Mílu frá fjár­mögnun Sím­ans í til­kynn­ingu sinni til fjár­festa með­fram upp­gjör­inu.

Mögu­lega að bjóða hluta fjar­skipta­kerf­is­ins á sölu

Sam­hliða mögu­legri sölu á Mílu hafa sams konar vanga­veltur verið á teikni­borð­inu hjá Sýn. Í síð­asta árs­helm­ings­upp­gjöri félags­ins segir Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar að verið sé að færa meiri rekstur og fjár­fest­ingar í Senda­fé­lag­ið, inn­viða­hluta fjar­skipta­fé­lags­ins sem er rekið með Nova. Þetta telur Heiðar munu bæta arð­semi rekstrar far­síma­kerf­is­ins.

Auglýsing

„Það er svo til athug­unar að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, sem myndi skila umtals­verðu fjár­magni til hlut­hafa.  Alþjóð­legir aðilar hafa mik­inn áhuga á fjár­fest­ingum í innviðum sím­fyr­ir­tækja og marg­fald­arar í við­skiptum eru mun hærri en ger­ist á almennum hluta­bréfa­mark­að­i,“ bætir Heiðar svo við.

For­dæmi frá Dan­mörku, Tékk­landi og Ítalíu

Mögu­legur aðskiln­aður inn­viða­hluta og þjón­ustu­starf­semi Sím­ans og Sýnar er ekki án for­dæma, en fjar­skipta­fyr­ir­tæki víða um Evr­ópu hafa farið í sams konar end­ur­skipu­lagn­ingar á síð­ustu árum. Árið 2014 skap­aði tékk­neski hluti fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins O2 sér­stakt félag fyrir inn­viða­starf­sem­ina sína, en sam­kvæmt umfjöllun ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey um málið græddu hlut­hafar mjög á þessum aðskiln­að­i. 

Í fyrra lauk svo aðskiln­aði inn­viða-og þjón­ustu­hluta danska fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins TDC, að frum­kvæði nýrra fjár­festa sem komu inn í félag­ið. 

Ítalska rík­is­stjórnin hefur einnig viljað aðskilja inn­viða­starf­semi fjar­skipta­fyr­ir­tæk­is­ins Tel­ecom Italia (TIM) frá þjón­ustu­starf­semi þess, en fyrir þremur vikum síðan til­kynnti TIM sölu á þriðj­ungi land­lína fyr­ir­tæk­is­ins til hins opin­bera. Sam­kvæmt frétt Yahoo um málið ætti salan að leiða til þess að fjar­skipta­inn­viðir á Ítalíu séu í höndum hins opin­bera, rétt eins og orku-og raf­magns­inn­viðir lands­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent