Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu

Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.

Orri Hauksson, forstjóri Símans
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Auglýsing

Fjárfestar hafa lagt fram óformlegar fyrirspurnir til Símans um möguleg kaup á innviðahluta fjarskiptafyrirtækisins, Mílu. Síminn bendir á alþjóðlega þróun hjá fjarskiptafyrirtækjum í aðskilnaði á rekstri sínum, en forstjóri Sýnar hefur einnig viðrað slíkar hugmyndir fyrir sitt fyrirtæki nýlega.

Guðmundur Jóhannson, samskiptafulltrúi Símans, greindi blaðamanni Kjarnans frá áhuga fjárfesta á mögulegum kaupum á Mílu í svari við fyrirspurn. Þó bætti hann við að Síminn hafi ekki haft frumkvæði að því að kynna sölu á innviðahluta fyrirtækisins og að engar ákvarðanir hafi verið teknar um söluna. 

Aðskilnaður þegar hafinn

Síminn hefur nú þegar aðskilið innviðastarfsemi sína frá þjónustustarfseminni að einhverju leyti, en í síðasta ársfjórðungsuppgjöri kynnti félagið fyrirhugaðan flutning á farsímadreifikerfi og IP-neti til Mílu. Samkvæmt Símanum myndi þetta styrkja Mílu sem innviðafélag og skerpa á hlutverki Símans sem þjónustufyrirtækis. Enn fremur sagði Orri Hauksson forstjóri félagsins að verið væri að skoða hvort aðskilja eigi fjármögnun Mílu frá fjármögnun Símans í tilkynningu sinni til fjárfesta meðfram uppgjörinu.

Mögulega að bjóða hluta fjarskiptakerfisins á sölu

Samhliða mögulegri sölu á Mílu hafa sams konar vangaveltur verið á teikniborðinu hjá Sýn. Í síðasta árshelmingsuppgjöri félagsins segir Heiðar Guðjónsson forstjóri Sýnar að verið sé að færa meiri rekstur og fjárfestingar í Sendafélagið, innviðahluta fjarskiptafélagsins sem er rekið með Nova. Þetta telur Heiðar munu bæta arðsemi rekstrar farsímakerfisins.

Auglýsing

„Það er svo til athugunar að bjóða hluta farsímakerfisins til sölu, sem myndi skila umtalsverðu fjármagni til hluthafa.  Alþjóðlegir aðilar hafa mikinn áhuga á fjárfestingum í innviðum símfyrirtækja og margfaldarar í viðskiptum eru mun hærri en gerist á almennum hlutabréfamarkaði,“ bætir Heiðar svo við.

Fordæmi frá Danmörku, Tékklandi og Ítalíu

Mögulegur aðskilnaður innviðahluta og þjónustustarfsemi Símans og Sýnar er ekki án fordæma, en fjarskiptafyrirtæki víða um Evrópu hafa farið í sams konar endurskipulagningar á síðustu árum. Árið 2014 skapaði tékkneski hluti fjarskiptafyrirtækisins O2 sérstakt félag fyrir innviðastarfsemina sína, en samkvæmt umfjöllun ráðgjafafyrirtækisins McKinsey um málið græddu hluthafar mjög á þessum aðskilnaði. 

Í fyrra lauk svo aðskilnaði innviða-og þjónustuhluta danska fjarskiptafyrirtækisins TDC, að frumkvæði nýrra fjárfesta sem komu inn í félagið. 

Ítalska ríkisstjórnin hefur einnig viljað aðskilja innviðastarfsemi fjarskiptafyrirtækisins Telecom Italia (TIM) frá þjónustustarfsemi þess, en fyrir þremur vikum síðan tilkynnti TIM sölu á þriðjungi landlína fyrirtækisins til hins opinbera. Samkvæmt frétt Yahoo um málið ætti salan að leiða til þess að fjarskiptainnviðir á Ítalíu séu í höndum hins opinbera, rétt eins og orku-og rafmagnsinnviðir landsins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent