Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi

Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.

Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Auglýsing

Rúss­nesk-ísra­elski auð­mað­ur­inn Roman Abramovich, sem helst er þekktur fyrir að vera eig­andi enska knatt­spyrnu­liðs­ins Chel­sea, hefur verið helsti styrkt­ar­að­ili félaga­sam­taka að nafni Elad, sem hafa stuðlað að því að auka ítök og búsetu ísra­el­skra land­nema í hverfi Palest­ínu­manna í Aust­ur-Jer­úsal­em.

Fjallað er um þetta bæði í frétta­skýr­ing­ar­þætti frá BBC og í ísra­elska miðl­inum Haar­etz, en Abramovich er sagður hafa styrkt Elad um yfir 100 millj­ónir banda­ríkja­dala á árunum 2005 til 2018 í gegnum fjögur félög sem skráð eru á Bresku Jóm­frú­areyj­unum í Karí­ba­haf­inu.

Ísra­elsku félaga­sam­tök­in, sem eru einnig styrkt af rík­is­stjórn Ísra­els, hafa for­ræði yfir forn­leifa­svæði í Silwan-hverf­inu í Aust­ur-Jer­úsal­em, sem liggur skammt utan við gömlu borg­ina í Jer­úsal­em. 

Auglýsing

Þau hafa nýtt sér umdeildar laga­heim­ildir Ísra­els­stjórnar til þess að þrengja að búsetu palest­ínskra fjöl­skylda í hverf­inu. BBC seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að sam­tökin hafi fjár­magnað mál­sóknir gegn palest­ínskum fjöl­skyldum sem berj­ast gegn því að vera neydd til að flytja úr húsum sínum í hverf­inu.

Sam­tökin hafa legið undir ámæli fyrir að nýta sér forn­leifa­upp­gröft­inn og sögu­legar skír­skot­anir til þess að breyta ásýnd hverf­is­ins og opna á búsetu gyð­inga þar í land­nema­byggð­um. Evr­ópu­sam­bandið gagn­rýndi þetta sér­stak­lega í skýrslu sem Guar­dian kom höndum yfir fyrir um tveimur árum síð­an.

Sam­kvæmt alþjóða­lögum eru land­nema­byggðir á öllum hernumdum svæðum Palest­ínu­manna ólög­mæt­ar, þar með talið í Aust­ur-Jer­úsal­em. Ísra­els­ríki segir þó alla Aust­ur-Jer­úsalem til­heyra sér, en afar fá ríki við­ur­kenna það.

Styrkir rúss­neska auð­jöf­urs­ins, sem fékk ísra­elskan rík­is­borg­ara­rétt árið 2018, komu í ljós við yfir­ferð fjöl­miðla á FinCEN-skjöl­unum svo­nefndu, en fram að því hafði eign­ar­hald Abramovich á félög­unum fjórum ekki verið á almanna­vit­orð­i. 

Tals­maður Abramovich sagði við BBC að rúss­neski auð­mað­ur­inn hefði um ára­bil styrkt ýmis verk­efni í Ísr­ael og öðrum sam­fé­lögum gyð­inga með alls yfir 500 millj­óna doll­ara fram­lögum og myndi halda því áfram.

Kom í ljós vegna gagna­leka

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær eru FinCEN-skjölin gagna­leki frá lög­gæslu- og eft­ir­lits­stofnun innan banda­ríska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, The Fin­ancial Crimes Enforcem­ent Network.

Blaða­menn frá yfir hund­rað fjöl­miðlum hafa unnið með gögnin í meira en ár og hófu á sunnu­dag að svipta hul­unni af því hversu gríð­ar­lega mikið fé með óljósan og oft vafa­saman upp­runa er milli­fært með hjálp stærstu banka Vest­ur­landa. Einnig, hve eft­ir­lits­kerfi banda­rískra stjórn­valda vegna milli­færslna í banda­ríkja­dölum (sem þau eiga að fylgj­ast með) er óskil­virkt. Stærstu bankar Vest­ur­landa eru ein­fald­lega sagðir horfa í hina átt­ina þegar þeir eru beðnir um að ann­ast slíkar milli­færsl­ur. Þeir stöðva sjaldn­ast vafasömu greiðsl­urn­ar, þrátt fyrir að hafa til þess heim­ild, heldur þiggja þókn­ana­tekj­urn­ar.



Reglu­verðir bank­anna senda svo inn til­kynn­ingar eftir á ef þeir reka augun í eitt­hvað mis­jafnt. Og það er oft. Til­kynn­ing­arnar enda ásamt millj­ónum ann­arra slíkra hjá eft­ir­lits­stofn­un­inni banda­rísku, sem virð­ist lít­inn tíma hafa til að rýna í þær. En það hafa blaða­menn um allan heim verið að gera, eftir að Buzz­Feed News, sem upp­haf­lega fékk gögn­in, deildi þeim með ICIJ, alþjóða­sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, snemma í fyrra.

Fót­bolta­menn í hluta­eigu aflands­fé­lags

Fréttir um styrk­veit­ingar til land­nema­sam­tak­anna í Aust­ur-Jer­úsalem eru ekki þær einu um Roman Abramovich sem hafa birst í því frétta­flóði sem unnið hefur verið upp úr gagna­lek­an­um, en einnig hefur ljósi verið varpað á leyni­legt eign­ar­hald hans á knatt­spyrnu­mönnum í gegnum félag á Bresku Jóm­frú­areyj­unum sem heitir Leiston Hold­ings.

Fjallað var um þetta á BBC í gær. Þar var meðal ann­ars dregið fram að knatt­spyrnu­mað­ur­inn Andre Carrillo hefði spilað með portú­galska lið­inu Sport­ing Lissa­bon gegn Chel­sea í tveimur evr­ópu­leikjum árið 2014, er leik­mað­ur­inn var í hluta­eigu pró­sent eigu aflands­fé­lags­ins, sem hjálp­aði Sport­ing Lissa­bon að fjár­magna kaupin á hon­um. 

Abramovich „átti“ því í raun hlut í 12 leik­mönnum á vell­in­um, í þessum leikjum Sport­ing og Chel­sea árið 2014.

Leiston Hold­ings átti á árum áður hlut í fleiri fót­bolta­mönn­um, meðal ann­arra seb­neska sókn­ar­mann­inum Lazar Markovic, sem keyptur var til Liver­pool frá Ben­fica árið 2014. Hluti kaup­verðs­ins á þeim tíma rann til Leiston Hold­ings, eins og áður hefur verið opin­ber­að, meðal ann­ars í ítar­legri úttekt Der Spi­egel á alls konar fjár­mála­gjörn­ingum í heimi fót­bolt­ans árið 2018. Tengsl Abramovich við félagið hafa þó ekki legið fyr­ir.

Árið 2015 breytti Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bandið FIFA reglum sínum til þess að koma í veg fyrir að þriðju aðilar færu með eign­ar­hald leik­manna, en slíkt var frekar algengt. Á það lagði tals­kona Abramovich áherslu í svörum við fyr­ir­spurn BBC vegna máls­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent