Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi

Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.

Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Auglýsing

Rúss­nesk-ísra­elski auð­mað­ur­inn Roman Abramovich, sem helst er þekktur fyrir að vera eig­andi enska knatt­spyrnu­liðs­ins Chel­sea, hefur verið helsti styrkt­ar­að­ili félaga­sam­taka að nafni Elad, sem hafa stuðlað að því að auka ítök og búsetu ísra­el­skra land­nema í hverfi Palest­ínu­manna í Aust­ur-Jer­úsal­em.

Fjallað er um þetta bæði í frétta­skýr­ing­ar­þætti frá BBC og í ísra­elska miðl­inum Haar­etz, en Abramovich er sagður hafa styrkt Elad um yfir 100 millj­ónir banda­ríkja­dala á árunum 2005 til 2018 í gegnum fjögur félög sem skráð eru á Bresku Jóm­frú­areyj­unum í Karí­ba­haf­inu.

Ísra­elsku félaga­sam­tök­in, sem eru einnig styrkt af rík­is­stjórn Ísra­els, hafa for­ræði yfir forn­leifa­svæði í Silwan-hverf­inu í Aust­ur-Jer­úsal­em, sem liggur skammt utan við gömlu borg­ina í Jer­úsal­em. 

Auglýsing

Þau hafa nýtt sér umdeildar laga­heim­ildir Ísra­els­stjórnar til þess að þrengja að búsetu palest­ínskra fjöl­skylda í hverf­inu. BBC seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að sam­tökin hafi fjár­magnað mál­sóknir gegn palest­ínskum fjöl­skyldum sem berj­ast gegn því að vera neydd til að flytja úr húsum sínum í hverf­inu.

Sam­tökin hafa legið undir ámæli fyrir að nýta sér forn­leifa­upp­gröft­inn og sögu­legar skír­skot­anir til þess að breyta ásýnd hverf­is­ins og opna á búsetu gyð­inga þar í land­nema­byggð­um. Evr­ópu­sam­bandið gagn­rýndi þetta sér­stak­lega í skýrslu sem Guar­dian kom höndum yfir fyrir um tveimur árum síð­an.

Sam­kvæmt alþjóða­lögum eru land­nema­byggðir á öllum hernumdum svæðum Palest­ínu­manna ólög­mæt­ar, þar með talið í Aust­ur-Jer­úsal­em. Ísra­els­ríki segir þó alla Aust­ur-Jer­úsalem til­heyra sér, en afar fá ríki við­ur­kenna það.

Styrkir rúss­neska auð­jöf­urs­ins, sem fékk ísra­elskan rík­is­borg­ara­rétt árið 2018, komu í ljós við yfir­ferð fjöl­miðla á FinCEN-skjöl­unum svo­nefndu, en fram að því hafði eign­ar­hald Abramovich á félög­unum fjórum ekki verið á almanna­vit­orð­i. 

Tals­maður Abramovich sagði við BBC að rúss­neski auð­mað­ur­inn hefði um ára­bil styrkt ýmis verk­efni í Ísr­ael og öðrum sam­fé­lögum gyð­inga með alls yfir 500 millj­óna doll­ara fram­lögum og myndi halda því áfram.

Kom í ljós vegna gagna­leka

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær eru FinCEN-skjölin gagna­leki frá lög­gæslu- og eft­ir­lits­stofnun innan banda­ríska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, The Fin­ancial Crimes Enforcem­ent Network.

Blaða­menn frá yfir hund­rað fjöl­miðlum hafa unnið með gögnin í meira en ár og hófu á sunnu­dag að svipta hul­unni af því hversu gríð­ar­lega mikið fé með óljósan og oft vafa­saman upp­runa er milli­fært með hjálp stærstu banka Vest­ur­landa. Einnig, hve eft­ir­lits­kerfi banda­rískra stjórn­valda vegna milli­færslna í banda­ríkja­dölum (sem þau eiga að fylgj­ast með) er óskil­virkt. Stærstu bankar Vest­ur­landa eru ein­fald­lega sagðir horfa í hina átt­ina þegar þeir eru beðnir um að ann­ast slíkar milli­færsl­ur. Þeir stöðva sjaldn­ast vafasömu greiðsl­urn­ar, þrátt fyrir að hafa til þess heim­ild, heldur þiggja þókn­ana­tekj­urn­ar.Reglu­verðir bank­anna senda svo inn til­kynn­ingar eftir á ef þeir reka augun í eitt­hvað mis­jafnt. Og það er oft. Til­kynn­ing­arnar enda ásamt millj­ónum ann­arra slíkra hjá eft­ir­lits­stofn­un­inni banda­rísku, sem virð­ist lít­inn tíma hafa til að rýna í þær. En það hafa blaða­menn um allan heim verið að gera, eftir að Buzz­Feed News, sem upp­haf­lega fékk gögn­in, deildi þeim með ICIJ, alþjóða­sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, snemma í fyrra.

Fót­bolta­menn í hluta­eigu aflands­fé­lags

Fréttir um styrk­veit­ingar til land­nema­sam­tak­anna í Aust­ur-Jer­úsalem eru ekki þær einu um Roman Abramovich sem hafa birst í því frétta­flóði sem unnið hefur verið upp úr gagna­lek­an­um, en einnig hefur ljósi verið varpað á leyni­legt eign­ar­hald hans á knatt­spyrnu­mönnum í gegnum félag á Bresku Jóm­frú­areyj­unum sem heitir Leiston Hold­ings.

Fjallað var um þetta á BBC í gær. Þar var meðal ann­ars dregið fram að knatt­spyrnu­mað­ur­inn Andre Carrillo hefði spilað með portú­galska lið­inu Sport­ing Lissa­bon gegn Chel­sea í tveimur evr­ópu­leikjum árið 2014, er leik­mað­ur­inn var í hluta­eigu pró­sent eigu aflands­fé­lags­ins, sem hjálp­aði Sport­ing Lissa­bon að fjár­magna kaupin á hon­um. 

Abramovich „átti“ því í raun hlut í 12 leik­mönnum á vell­in­um, í þessum leikjum Sport­ing og Chel­sea árið 2014.

Leiston Hold­ings átti á árum áður hlut í fleiri fót­bolta­mönn­um, meðal ann­arra seb­neska sókn­ar­mann­inum Lazar Markovic, sem keyptur var til Liver­pool frá Ben­fica árið 2014. Hluti kaup­verðs­ins á þeim tíma rann til Leiston Hold­ings, eins og áður hefur verið opin­ber­að, meðal ann­ars í ítar­legri úttekt Der Spi­egel á alls konar fjár­mála­gjörn­ingum í heimi fót­bolt­ans árið 2018. Tengsl Abramovich við félagið hafa þó ekki legið fyr­ir.

Árið 2015 breytti Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bandið FIFA reglum sínum til þess að koma í veg fyrir að þriðju aðilar færu með eign­ar­hald leik­manna, en slíkt var frekar algengt. Á það lagði tals­kona Abramovich áherslu í svörum við fyr­ir­spurn BBC vegna máls­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
Kjarninn 26. október 2020
Arnar Gunnar Hilmarsson, háseti á Júlíusi Geirmundssyni, sagði frá aðbúnaðinum um borð í viðtali við RÚV.
Frásögn hásetans „alveg í takt“ við upplifun annarra háseta
Varaformaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga segist ekki vita hvað yfirvélstjóranum á Júlíusi Geirmundssyni gangi til með því að segja það „bull“ sem hásetarnir upplifðu um borð.
Kjarninn 26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
Kjarninn 26. október 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni Th.: Armbeygjur eru ekki verri á grasi en plastdýnu
Í síðustu viku braut Guðni Th. Jóhannesson forseti þá reglu sína um að læka ekki efni á samfélagsmiðlum. Það var líksamræktarstöðin Hress í Hafnarfirði sem fékk lækið.
Kjarninn 26. október 2020
Daði Már Kristófersson
Enn til varnar málamiðlun í gjaldeyrismálum
Kjarninn 26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
Kjarninn 26. október 2020
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent