Eigandi Chelsea styrkti landnemasamtök í Jerúsalem og átti fótboltamenn í aflandsfélagi

Rússneski auðmaðurinn Roman Abramovich hefur styrkt samtök sem hafa þrengt að Palestínumönnum í Austur-Jerúsalem um yfir 100 milljónir dala. Einnig átti hann hlut í fótboltamönnum á laun, samkvæmt umfjöllunum upp úr FinCEN-skjölunum.

Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Roman Abramovich er eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea. Hann er einn ríkasti maður heims.
Auglýsing

Rúss­nesk-ísra­elski auð­mað­ur­inn Roman Abramovich, sem helst er þekktur fyrir að vera eig­andi enska knatt­spyrnu­liðs­ins Chel­sea, hefur verið helsti styrkt­ar­að­ili félaga­sam­taka að nafni Elad, sem hafa stuðlað að því að auka ítök og búsetu ísra­el­skra land­nema í hverfi Palest­ínu­manna í Aust­ur-Jer­úsal­em.

Fjallað er um þetta bæði í frétta­skýr­ing­ar­þætti frá BBC og í ísra­elska miðl­inum Haar­etz, en Abramovich er sagður hafa styrkt Elad um yfir 100 millj­ónir banda­ríkja­dala á árunum 2005 til 2018 í gegnum fjögur félög sem skráð eru á Bresku Jóm­frú­areyj­unum í Karí­ba­haf­inu.

Ísra­elsku félaga­sam­tök­in, sem eru einnig styrkt af rík­is­stjórn Ísra­els, hafa for­ræði yfir forn­leifa­svæði í Silwan-hverf­inu í Aust­ur-Jer­úsal­em, sem liggur skammt utan við gömlu borg­ina í Jer­úsal­em. 

Auglýsing

Þau hafa nýtt sér umdeildar laga­heim­ildir Ísra­els­stjórnar til þess að þrengja að búsetu palest­ínskra fjöl­skylda í hverf­inu. BBC seg­ist hafa heim­ildir fyrir því að sam­tökin hafi fjár­magnað mál­sóknir gegn palest­ínskum fjöl­skyldum sem berj­ast gegn því að vera neydd til að flytja úr húsum sínum í hverf­inu.

Sam­tökin hafa legið undir ámæli fyrir að nýta sér forn­leifa­upp­gröft­inn og sögu­legar skír­skot­anir til þess að breyta ásýnd hverf­is­ins og opna á búsetu gyð­inga þar í land­nema­byggð­um. Evr­ópu­sam­bandið gagn­rýndi þetta sér­stak­lega í skýrslu sem Guar­dian kom höndum yfir fyrir um tveimur árum síð­an.

Sam­kvæmt alþjóða­lögum eru land­nema­byggðir á öllum hernumdum svæðum Palest­ínu­manna ólög­mæt­ar, þar með talið í Aust­ur-Jer­úsal­em. Ísra­els­ríki segir þó alla Aust­ur-Jer­úsalem til­heyra sér, en afar fá ríki við­ur­kenna það.

Styrkir rúss­neska auð­jöf­urs­ins, sem fékk ísra­elskan rík­is­borg­ara­rétt árið 2018, komu í ljós við yfir­ferð fjöl­miðla á FinCEN-skjöl­unum svo­nefndu, en fram að því hafði eign­ar­hald Abramovich á félög­unum fjórum ekki verið á almanna­vit­orð­i. 

Tals­maður Abramovich sagði við BBC að rúss­neski auð­mað­ur­inn hefði um ára­bil styrkt ýmis verk­efni í Ísr­ael og öðrum sam­fé­lögum gyð­inga með alls yfir 500 millj­óna doll­ara fram­lögum og myndi halda því áfram.

Kom í ljós vegna gagna­leka

Eins og Kjarn­inn sagði frá í gær eru FinCEN-skjölin gagna­leki frá lög­gæslu- og eft­ir­lits­stofnun innan banda­ríska fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, The Fin­ancial Crimes Enforcem­ent Network.

Blaða­menn frá yfir hund­rað fjöl­miðlum hafa unnið með gögnin í meira en ár og hófu á sunnu­dag að svipta hul­unni af því hversu gríð­ar­lega mikið fé með óljósan og oft vafa­saman upp­runa er milli­fært með hjálp stærstu banka Vest­ur­landa. Einnig, hve eft­ir­lits­kerfi banda­rískra stjórn­valda vegna milli­færslna í banda­ríkja­dölum (sem þau eiga að fylgj­ast með) er óskil­virkt. Stærstu bankar Vest­ur­landa eru ein­fald­lega sagðir horfa í hina átt­ina þegar þeir eru beðnir um að ann­ast slíkar milli­færsl­ur. Þeir stöðva sjaldn­ast vafasömu greiðsl­urn­ar, þrátt fyrir að hafa til þess heim­ild, heldur þiggja þókn­ana­tekj­urn­ar.Reglu­verðir bank­anna senda svo inn til­kynn­ingar eftir á ef þeir reka augun í eitt­hvað mis­jafnt. Og það er oft. Til­kynn­ing­arnar enda ásamt millj­ónum ann­arra slíkra hjá eft­ir­lits­stofn­un­inni banda­rísku, sem virð­ist lít­inn tíma hafa til að rýna í þær. En það hafa blaða­menn um allan heim verið að gera, eftir að Buzz­Feed News, sem upp­haf­lega fékk gögn­in, deildi þeim með ICIJ, alþjóða­sam­tökum rann­sókn­ar­blaða­manna, snemma í fyrra.

Fót­bolta­menn í hluta­eigu aflands­fé­lags

Fréttir um styrk­veit­ingar til land­nema­sam­tak­anna í Aust­ur-Jer­úsalem eru ekki þær einu um Roman Abramovich sem hafa birst í því frétta­flóði sem unnið hefur verið upp úr gagna­lek­an­um, en einnig hefur ljósi verið varpað á leyni­legt eign­ar­hald hans á knatt­spyrnu­mönnum í gegnum félag á Bresku Jóm­frú­areyj­unum sem heitir Leiston Hold­ings.

Fjallað var um þetta á BBC í gær. Þar var meðal ann­ars dregið fram að knatt­spyrnu­mað­ur­inn Andre Carrillo hefði spilað með portú­galska lið­inu Sport­ing Lissa­bon gegn Chel­sea í tveimur evr­ópu­leikjum árið 2014, er leik­mað­ur­inn var í hluta­eigu pró­sent eigu aflands­fé­lags­ins, sem hjálp­aði Sport­ing Lissa­bon að fjár­magna kaupin á hon­um. 

Abramovich „átti“ því í raun hlut í 12 leik­mönnum á vell­in­um, í þessum leikjum Sport­ing og Chel­sea árið 2014.

Leiston Hold­ings átti á árum áður hlut í fleiri fót­bolta­mönn­um, meðal ann­arra seb­neska sókn­ar­mann­inum Lazar Markovic, sem keyptur var til Liver­pool frá Ben­fica árið 2014. Hluti kaup­verðs­ins á þeim tíma rann til Leiston Hold­ings, eins og áður hefur verið opin­ber­að, meðal ann­ars í ítar­legri úttekt Der Spi­egel á alls konar fjár­mála­gjörn­ingum í heimi fót­bolt­ans árið 2018. Tengsl Abramovich við félagið hafa þó ekki legið fyr­ir.

Árið 2015 breytti Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bandið FIFA reglum sínum til þess að koma í veg fyrir að þriðju aðilar færu með eign­ar­hald leik­manna, en slíkt var frekar algengt. Á það lagði tals­kona Abramovich áherslu í svörum við fyr­ir­spurn BBC vegna máls­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent