Fjórðungur launafólks á erfitt með að láta enda ná saman

Erlendir ríkisborgarar misstu frekar vinnuna en innfæddir íbúar landsins þegar kórónuveirukreppan skall á. Fjárhagsstaða þeirra er verri, þeir eiga erfiðara með að láta enda ná sama og líða frekar skort. Ungt fólk glímir við verri andlegri heilsu.

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Um fjórð­ungur launa­fólks á erfitt með að láta enda ná saman og fimmt­ungur þess getur ekki mætt óvæntum útgjöld­um. Þeir sem eru atvinnu­lausir eiga erf­ið­ast með að láta enda ná sama og fleiri í hópi þeirra hafa þegið mat­ar- eða fjár­hags­að­stoð og líða efn­is­legan skort en í öðrum hóp­um. 

Fjár­hags­staða inn­flytj­enda er verri en þeirra sem telj­ast til inn­fæddra Íslend­inga. Þeir eiga erf­ið­ara með að láta enda ná sam­an, líða frekar efn­is­legan skort en inn­fæddir og hafa þegið mat­ar- og/eða fjár­hags­að­stoð í meira mæli. 

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu könn­unar sem lögð var fyrir félaga í aðild­ar­fé­lögum Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) og BSRB í nóv­em­ber og des­em­ber 2020 þar sem staða launa­fólks var könn­uð. Könn­unin var gerð af Vörðu, rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins, sem ASÍ og BSB settu á fót í fyrra. 

Auglýsing
Könnunin var tví­skipt. Fyrri hluta könn­un­ar­innar svör­uðu allir þátt­tak­end­ur, þar voru spurn­ingar sem vörð­uðu fjár­hags­stöðu og heilsu. Seinni hluti könn­un­ar­innar var ein­göngu ætl­aður atvinnu­lausum og inni­hélt hann spurn­ingar um við­horf þeirra til atvinnu­leitar og þjón­ustu við atvinnu­leit­end­ur. Við grein­ingu gagn­anna var ákveðið að greina sér­stak­lega stöðu inn­flytj­enda og ungs fólks.

Kreppan bitnar verr á inn­flytj­endum

Alls voru 51.367 erlendir rík­is­borg­arar skráðir á Íslandi í byrjun des­em­ber 2020. Á sama tíma mæld­ist atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara um 24 pró­sent á meðan að almennt atvinnu­leysi í land­inu var 10,7 pró­sent. Rúm­lega 40 pró­sent allra sem voru atvinnu­lausir að öllu leyti voru því erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna að mun færri inn­flytj­endur búa í eigin hús­bæði en inn­fæddir Íslend­ing­ar. Hjá inn­flytj­endum er hlut­fallið 34,9 pró­sent en á meðal inn­fæddra er það 77,4 pró­sent. Það þýðir óhjá­kvæmi­lega að stærri hluti inn­flytj­enda (49,3 pró­sent) sé á almennum leigu­mark­aði en inn­fæddir Íslend­ing­ar, þar sem hlut­fallið er 11,1 pró­sent. 

And­legt heilsu­far inn­flytj­enda mæld­ist verra en inn­fæddra en lík­am­legt heilsu­far þeirra betra. Þá sýndi könn­unin að atvinnu­lausir inn­flytj­endur sýni almennt meiri virkni og sveigj­an­leika en inn­fæddir og að það eigi sér­stak­lega við atvinnu­lausar kon­ur. 

And­leg heilsa víða slæm

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er and­leg og lík­am­leg heilsa atvinnu­lausra verri en ann­arra og þeir eru lík­legri til að hafa neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Alls mæld­ist and­leg heilsa 40,5 pró­sent atvinnu­lausra slæm en 21,4 pró­sent alls launa­fólks. þá sögð­ust 15,6 pró­sent atvinnu­lausra lík­am­legt heilsu­far sitt slæmt og 54,6 pró­sent þeirra sögð­ust hafa neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

And­leg heilsa ungs fólks mæld­ist líka á alvar­legum slóð­um, en 41,6 pró­sent aðspurðra sögðu hana vera slæma. Til sam­an­burðar sögð­ust 21,4 pró­sent þeirra sem voru eldri að þeir teldu and­lega heilsu sína slæma. Ungt fólk var líka mun lík­legra til að hafa neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu (58,9 pró­sent) á síð­ustu sex mán­uðum en þeir sem eldri voru (33,8 pró­sent).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent