Fjórðungur launafólks á erfitt með að láta enda ná saman

Erlendir ríkisborgarar misstu frekar vinnuna en innfæddir íbúar landsins þegar kórónuveirukreppan skall á. Fjárhagsstaða þeirra er verri, þeir eiga erfiðara með að láta enda ná sama og líða frekar skort. Ungt fólk glímir við verri andlegri heilsu.

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Um fjórð­ungur launa­fólks á erfitt með að láta enda ná saman og fimmt­ungur þess getur ekki mætt óvæntum útgjöld­um. Þeir sem eru atvinnu­lausir eiga erf­ið­ast með að láta enda ná sama og fleiri í hópi þeirra hafa þegið mat­ar- eða fjár­hags­að­stoð og líða efn­is­legan skort en í öðrum hóp­um. 

Fjár­hags­staða inn­flytj­enda er verri en þeirra sem telj­ast til inn­fæddra Íslend­inga. Þeir eiga erf­ið­ara með að láta enda ná sam­an, líða frekar efn­is­legan skort en inn­fæddir og hafa þegið mat­ar- og/eða fjár­hags­að­stoð í meira mæli. 

Þetta kemur fram í nið­ur­stöðu könn­unar sem lögð var fyrir félaga í aðild­ar­fé­lögum Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ) og BSRB í nóv­em­ber og des­em­ber 2020 þar sem staða launa­fólks var könn­uð. Könn­unin var gerð af Vörðu, rann­sókn­ar­stofnun vinnu­mark­að­ar­ins, sem ASÍ og BSB settu á fót í fyrra. 

Auglýsing
Könnunin var tví­skipt. Fyrri hluta könn­un­ar­innar svör­uðu allir þátt­tak­end­ur, þar voru spurn­ingar sem vörð­uðu fjár­hags­stöðu og heilsu. Seinni hluti könn­un­ar­innar var ein­göngu ætl­aður atvinnu­lausum og inni­hélt hann spurn­ingar um við­horf þeirra til atvinnu­leitar og þjón­ustu við atvinnu­leit­end­ur. Við grein­ingu gagn­anna var ákveðið að greina sér­stak­lega stöðu inn­flytj­enda og ungs fólks.

Kreppan bitnar verr á inn­flytj­endum

Alls voru 51.367 erlendir rík­is­borg­arar skráðir á Íslandi í byrjun des­em­ber 2020. Á sama tíma mæld­ist atvinnu­leysi á meðal erlendra rík­is­borg­ara um 24 pró­sent á meðan að almennt atvinnu­leysi í land­inu var 10,7 pró­sent. Rúm­lega 40 pró­sent allra sem voru atvinnu­lausir að öllu leyti voru því erlendir rík­is­borg­ar­ar. 

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar sýna að mun færri inn­flytj­endur búa í eigin hús­bæði en inn­fæddir Íslend­ing­ar. Hjá inn­flytj­endum er hlut­fallið 34,9 pró­sent en á meðal inn­fæddra er það 77,4 pró­sent. Það þýðir óhjá­kvæmi­lega að stærri hluti inn­flytj­enda (49,3 pró­sent) sé á almennum leigu­mark­aði en inn­fæddir Íslend­ing­ar, þar sem hlut­fallið er 11,1 pró­sent. 

And­legt heilsu­far inn­flytj­enda mæld­ist verra en inn­fæddra en lík­am­legt heilsu­far þeirra betra. Þá sýndi könn­unin að atvinnu­lausir inn­flytj­endur sýni almennt meiri virkni og sveigj­an­leika en inn­fæddir og að það eigi sér­stak­lega við atvinnu­lausar kon­ur. 

And­leg heilsa víða slæm

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar er and­leg og lík­am­leg heilsa atvinnu­lausra verri en ann­arra og þeir eru lík­legri til að hafa neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

Alls mæld­ist and­leg heilsa 40,5 pró­sent atvinnu­lausra slæm en 21,4 pró­sent alls launa­fólks. þá sögð­ust 15,6 pró­sent atvinnu­lausra lík­am­legt heilsu­far sitt slæmt og 54,6 pró­sent þeirra sögð­ust hafa neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ust­u. 

And­leg heilsa ungs fólks mæld­ist líka á alvar­legum slóð­um, en 41,6 pró­sent aðspurðra sögðu hana vera slæma. Til sam­an­burðar sögð­ust 21,4 pró­sent þeirra sem voru eldri að þeir teldu and­lega heilsu sína slæma. Ungt fólk var líka mun lík­legra til að hafa neitað sér um heil­brigð­is­þjón­ustu (58,9 pró­sent) á síð­ustu sex mán­uðum en þeir sem eldri voru (33,8 pró­sent).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent