Fjórðungur launafólks á erfitt með að láta enda ná saman

Erlendir ríkisborgarar misstu frekar vinnuna en innfæddir íbúar landsins þegar kórónuveirukreppan skall á. Fjárhagsstaða þeirra er verri, þeir eiga erfiðara með að láta enda ná sama og líða frekar skort. Ungt fólk glímir við verri andlegri heilsu.

Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Um fjórðungur launafólks á erfitt með að láta enda ná saman og fimmtungur þess getur ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þeir sem eru atvinnulausir eiga erfiðast með að láta enda ná sama og fleiri í hópi þeirra hafa þegið matar- eða fjárhagsaðstoð og líða efnislegan skort en í öðrum hópum. 

Fjárhagsstaða innflytjenda er verri en þeirra sem teljast til innfæddra Íslendinga. Þeir eiga erfiðara með að láta enda ná saman, líða frekar efnislegan skort en innfæddir og hafa þegið matar- og/eða fjárhagsaðstoð í meira mæli. 

Þetta kemur fram í niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir félaga í aðildarfélögum Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og BSRB í nóvember og desember 2020 þar sem staða launafólks var könnuð. Könnunin var gerð af Vörðu, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, sem ASÍ og BSB settu á fót í fyrra. 

Auglýsing
Könnunin var tvískipt. Fyrri hluta könnunarinnar svöruðu allir þátttakendur, þar voru spurningar sem vörðuðu fjárhagsstöðu og heilsu. Seinni hluti könnunarinnar var eingöngu ætlaður atvinnulausum og innihélt hann spurningar um viðhorf þeirra til atvinnuleitar og þjónustu við atvinnuleitendur. Við greiningu gagnanna var ákveðið að greina sérstaklega stöðu innflytjenda og ungs fólks.

Kreppan bitnar verr á innflytjendum

Alls voru 51.367 erlendir ríkisborgarar skráðir á Íslandi í byrjun desember 2020. Á sama tíma mældist atvinnuleysi á meðal erlendra ríkisborgara um 24 prósent á meðan að almennt atvinnuleysi í landinu var 10,7 prósent. Rúmlega 40 prósent allra sem voru atvinnulausir að öllu leyti voru því erlendir ríkisborgarar. 

Niðurstöður könnunarinnar sýna að mun færri innflytjendur búa í eigin húsbæði en innfæddir Íslendingar. Hjá innflytjendum er hlutfallið 34,9 prósent en á meðal innfæddra er það 77,4 prósent. Það þýðir óhjákvæmilega að stærri hluti innflytjenda (49,3 prósent) sé á almennum leigumarkaði en innfæddir Íslendingar, þar sem hlutfallið er 11,1 prósent. 

Andlegt heilsufar innflytjenda mældist verra en innfæddra en líkamlegt heilsufar þeirra betra. Þá sýndi könnunin að atvinnulausir innflytjendur sýni almennt meiri virkni og sveigjanleika en innfæddir og að það eigi sérstaklega við atvinnulausar konur. 

Andleg heilsa víða slæm

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar er andleg og líkamleg heilsa atvinnulausra verri en annarra og þeir eru líklegri til að hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. 

Alls mældist andleg heilsa 40,5 prósent atvinnulausra slæm en 21,4 prósent alls launafólks. þá sögðust 15,6 prósent atvinnulausra líkamlegt heilsufar sitt slæmt og 54,6 prósent þeirra sögðust hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu. 

Andleg heilsa ungs fólks mældist líka á alvarlegum slóðum, en 41,6 prósent aðspurðra sögðu hana vera slæma. Til samanburðar sögðust 21,4 prósent þeirra sem voru eldri að þeir teldu andlega heilsu sína slæma. Ungt fólk var líka mun líklegra til að hafa neitað sér um heilbrigðisþjónustu (58,9 prósent) á síðustu sex mánuðum en þeir sem eldri voru (33,8 prósent).

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent