Keldur vilja vera áfram að Keldum og fá hlutdeild í söluandvirði landsins

Í upphafi mánaðar lagði Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fram þrjár kröfur til mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin vill vera áfram að Keldum, eiga samráð um skipulagningu landsins og fá hlutdeild í söluágóða þess.

Tilraunastöðin tók til starfa að Keldum í botni Grafarvogs árið 1948. Til stendur að selja landið og nýta ágóðann af sölunni til samgöngumála. Tilraunastöðin krefst samráðs um skipulag og hlutdeildar í ágóðanum af sölunni.
Tilraunastöðin tók til starfa að Keldum í botni Grafarvogs árið 1948. Til stendur að selja landið og nýta ágóðann af sölunni til samgöngumála. Tilraunastöðin krefst samráðs um skipulag og hlutdeildar í ágóðanum af sölunni.
Auglýsing

Fram­tíð Keldna, Til­rauna­stöðvar Háskóla Íslands í meina­fræði er í Keldna­land­inu, þar sem stofn­unin hefur verið stað­sett allt frá stofnun árið 1948. Þetta segir Sig­urður Ingv­ars­son, for­stöðu­maður stofn­un­ar­innar og pró­fessor við lækna­deild HÍ, að hafi verið nið­ur­staðan úr nýlegri stefnu­mót­un­ar­vinnu sem ráð­ist var í hjá stofn­un­inni og allir starfs­menn Keldna tóku þátt í, auk ytri ráð­gjafa.

Sig­urður segir einnig, í sam­tali við Kjarn­ann, að háskóla­stofn­unin geri kröfu um það að fá að vera aðili að öllum við­ræðum sem lúta að fram­tíð­ar­skipu­lagi á svæð­inu og að ábati af sölu lands­ins renni að hluta til upp­bygg­ing­ar­starfs að Keld­um, bæði hvað varðar húsa­kost og tæki. 

Ljóst er á for­stöðu­mann­inum að Keldna­fólk telur að gengið hafi verið fram hjá sér í þeim ákvörð­unum sem teknar hafa verið um landið á síð­ustu miss­er­um.  Í erindi sem Sig­urður sendi á Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í upp­hafi þessa mán­aðar er þess­ari skoðun og kröfum háskóla­stofn­un­ar­innar komið form­lega á fram­færi. 

„Óboð­legt“ sam­ráðs­leysi við stofn­un­ina

Sig­urður segir í erind­inu að honum þyki „óboð­legt“ að Til­rauna­stöð­inni hafi ekki verið gef­inn kostur á því að koma að laga­setn­ingu sem snerti fram­tíð Keldna­lands­ins og umræðu um málið í fyrra og hvetur mennta- og menn­ing­ar­mála til þess að verja hags­muni stofn­un­ar­inn­ar.

Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Í sam­tali við Kjarn­ann útskýrir Sig­urður að þegar opin­bera hluta­fé­lagið Betri sam­göngur var stofnað síð­asta sumar hafi málið fengið hálf­gerða „flýti­með­ferð“ hjá stjórn­völdum og ekki komið inn á sam­ráðs­gátt­ina. „Við höfum ekki haft neina aðkomu að þess­ari ráð­stöfun Keldna­lands­ins og þess­ari laga­setn­ingu og erum að gera athuga­semdir svona eft­irá. Það hefur verið gengið fram­hjá okk­ur,“ segir Sig­urð­ur.

Betri sam­göngur ohf. hefur sam­kvæmt stofn­sam­þykktum félags­ins það hlut­verk að gera eins mikil verð­mæti og hægt er úr landi rík­is­ins að Keldum og sam­kvæmt samn­ingi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið á allur ábati af þróun þess og sölu að renna óskertur til sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þetta er á skjön við þær kröfur sem Til­rauna­stöðin gerir til ráð­herra.

Bréf frá 1983 um for­ræði og for­sjá lands­ins

Í erindi sínu vísar Sig­urður til bréfs sem Til­rauna­stöð­inni barst 26. maí 1983 frá Ingvari Gísla­syni, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ráð­herra fól þá Til­rauna­stöð­inni umsjón og for­ræði með land­inu í eigu rík­is­ins að Keld­um, nema því land­svæði sem er á Keldna­holti utan um rann­sókn­ar­stofn­anir atvinnu­veg­anna. 

Auglýsing


Það ár hafði náðst svo­kallað Keldna­sam­komu­lag um skipt­ingu lands­ins á milli rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar, eftir ára­langt þref.

Til­rauna­stöðin geti vel starfað í bland­aðri byggð

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­urður að hann sjái ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að Til­rauna­stöðin starfi áfram að Keldum þrátt fyrir að þar bygg­ist upp ein­hvers­konar blönduð byggð, íbúa­byggð í bland við atvinnu­starf­semi, eins og talað er um að stefnt sé að. Til fram­tíðar er litið til þess að borg­ar­línu­leið gangi í gegnum svæð­ið. 

Borgarlínan á að ganga í gegnum Keldnalandið í framtíðinni. Mynd: Úr frumdragaskýrslu 1. lotu Borgarlínu.

„Við sjáum nú ekki að við þurfum að fara úr Keldna­landi út af því,“ segir Sig­urð­ur. „En við viljum að þetta sé skipu­lagt með þarfir Til­rauna­stöðv­ar­innar í huga.“

Keldur starfa í húsa­kynnum sem eru um 5.000 fer­metrar og húsa­kynnin eru mjög sér­hæfð. „Hérna er til dæmis örygg­is­rann­sókn­ar­stofa, full­komn­asta örygg­is­rann­sókn­ar­stofan á land­inu og aðrar rann­sókn­ar­stofur með sér­hæfðum útbún­aði og hérna er krufn­ings­hús og til­rauna­dýra­að­staða og svo er aðstaða fyrir dýra­hald hér bæði utan- og inn­an­dýra,“ segir Sig­urð­ur.

Sig­urður segir að það sé heil­mikið pláss sem fari undir bæði hross og kindur og beit á svæð­inu og það sé einna helst það sem ekki geti þrif­ist innan bland­aðrar byggðar til fram­tíð­ar.  „Það gæti verið að við þyrftum að hafa ann­ars staðar starfs­stöð undir dýra­hald stærri dýra,“ segir for­stöðu­mað­ur­inn, en telur það þó ekki vand­kvæðum bund­ið.

Húsa­kost­ur­inn að vissu leyti barn síns tíma

Hann segir að Keldur hafi þó þörf á því að upp­færa tækja­kost­inn og við­halda hent­ugu hús­næði á svæð­inu til fram­tíð­ar. „Elstu húsin hérna eru orðin orðin 73 ára göm­ul,“ en um er að ræða rann­sókn­ar­hús og „skipu­lag þeirra er kannski barn síns tíma,“ segir Sig­urður og bætir við að menn myndu vilja sjá upp­bygg­ingu að Keldum til að bæta flæðið í rann­sókn­ar­um­hverf­in­u. 

Sig­urður segir að stofn­unin hafi séð fyrir að fá ein­hvern ágóða af sölu Keldna­lands­ins til þess að þróa húsa- og tækja­kost sinn frekar og notið „af­skipta­lauss vel­vilja“ af hálfu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins.

„En við erum ekki með neitt í hendi með sölu­and­virði lands­ins. Það er talað um að þetta renni til sam­gangna hérna, Borg­ar­línu og fleira, og það er það sem við höfðum viljað sjá renna eitt­hvað hérna til upp­bygg­ing­ar­starfs­ins hjá okk­ur. En það er ekk­ert komið á fjár­lög eða neitt, það ger­ist ekk­ert fyrr en eitt­hvað fer á fjár­lög,“ segir Sig­urð­ur.

Tæki mörg ár að skipu­leggja starfið á nýjum stað

„Ég veit svo sem ekki hvenær á að fara að byggja hérna en það líða árin og það hlýtur að fara að stytt­ast í það,“ segir Sig­urð­ur. Hann segir þó að honum hafi skilist á full­trúum Reykja­vík­ur­borgar til þessa að lítið myndi ger­ast í Keldna­land­inu fram til árs­ins 2030.

„En það þarf að huga að fram­tíð­inni. Svona sér­hæfð starf­semi eins og okk­ar, ef það á að byggja upp frá ein­hverjum grunni þá tekur all­mörg ár að fara í gegnum allt skipu­lag í því.“

Sig­urður segir aðspurður að engar nýlegar kostn­að­ar­á­ætlun liggi fyrir um hvað það gæti kostað að finna Til­rauna­stöð­inni nýjan stað. Kostn­að­ar­á­ætlun hafi verið gerð á árunum fyrir hrun um mögu­lega upp­bygg­ingu stofn­un­ar­innar á háskóla­svæð­inu í Vatns­mýri og hún hafi hljóðað upp á um það bil þrjá millj­arða króna. Það séu þó orðnar 13 ára gamlar töl­ur.

Kjarn­inn hefur beint fyr­ir­spurn til Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um mál­ið, meðal ann­ars um hvort mögu­legt sé að ein­hver hluti ágóð­ans af fyr­ir­hug­aðri sölu og þróun lands­ins renni til upp­bygg­ingar á húsa­kosti og tækjum stofn­un­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent