Keldur vilja vera áfram að Keldum og fá hlutdeild í söluandvirði landsins

Í upphafi mánaðar lagði Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fram þrjár kröfur til mennta- og menningarmálaráðherra. Stofnunin vill vera áfram að Keldum, eiga samráð um skipulagningu landsins og fá hlutdeild í söluágóða þess.

Tilraunastöðin tók til starfa að Keldum í botni Grafarvogs árið 1948. Til stendur að selja landið og nýta ágóðann af sölunni til samgöngumála. Tilraunastöðin krefst samráðs um skipulag og hlutdeildar í ágóðanum af sölunni.
Tilraunastöðin tók til starfa að Keldum í botni Grafarvogs árið 1948. Til stendur að selja landið og nýta ágóðann af sölunni til samgöngumála. Tilraunastöðin krefst samráðs um skipulag og hlutdeildar í ágóðanum af sölunni.
Auglýsing

Fram­tíð Keldna, Til­rauna­stöðvar Háskóla Íslands í meina­fræði er í Keldna­land­inu, þar sem stofn­unin hefur verið stað­sett allt frá stofnun árið 1948. Þetta segir Sig­urður Ingv­ars­son, for­stöðu­maður stofn­un­ar­innar og pró­fessor við lækna­deild HÍ, að hafi verið nið­ur­staðan úr nýlegri stefnu­mót­un­ar­vinnu sem ráð­ist var í hjá stofn­un­inni og allir starfs­menn Keldna tóku þátt í, auk ytri ráð­gjafa.

Sig­urður segir einnig, í sam­tali við Kjarn­ann, að háskóla­stofn­unin geri kröfu um það að fá að vera aðili að öllum við­ræðum sem lúta að fram­tíð­ar­skipu­lagi á svæð­inu og að ábati af sölu lands­ins renni að hluta til upp­bygg­ing­ar­starfs að Keld­um, bæði hvað varðar húsa­kost og tæki. 

Ljóst er á for­stöðu­mann­inum að Keldna­fólk telur að gengið hafi verið fram hjá sér í þeim ákvörð­unum sem teknar hafa verið um landið á síð­ustu miss­er­um.  Í erindi sem Sig­urður sendi á Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í upp­hafi þessa mán­aðar er þess­ari skoðun og kröfum háskóla­stofn­un­ar­innar komið form­lega á fram­færi. 

„Óboð­legt“ sam­ráðs­leysi við stofn­un­ina

Sig­urður segir í erind­inu að honum þyki „óboð­legt“ að Til­rauna­stöð­inni hafi ekki verið gef­inn kostur á því að koma að laga­setn­ingu sem snerti fram­tíð Keldna­lands­ins og umræðu um málið í fyrra og hvetur mennta- og menn­ing­ar­mála til þess að verja hags­muni stofn­un­ar­inn­ar.

Sigurður Ingvarsson forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Mynd: Af vef Háskóla Íslands

Í sam­tali við Kjarn­ann útskýrir Sig­urður að þegar opin­bera hluta­fé­lagið Betri sam­göngur var stofnað síð­asta sumar hafi málið fengið hálf­gerða „flýti­með­ferð“ hjá stjórn­völdum og ekki komið inn á sam­ráðs­gátt­ina. „Við höfum ekki haft neina aðkomu að þess­ari ráð­stöfun Keldna­lands­ins og þess­ari laga­setn­ingu og erum að gera athuga­semdir svona eft­irá. Það hefur verið gengið fram­hjá okk­ur,“ segir Sig­urð­ur.

Betri sam­göngur ohf. hefur sam­kvæmt stofn­sam­þykktum félags­ins það hlut­verk að gera eins mikil verð­mæti og hægt er úr landi rík­is­ins að Keldum og sam­kvæmt samn­ingi við fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið á allur ábati af þróun þess og sölu að renna óskertur til sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þetta er á skjön við þær kröfur sem Til­rauna­stöðin gerir til ráð­herra.

Bréf frá 1983 um for­ræði og for­sjá lands­ins

Í erindi sínu vísar Sig­urður til bréfs sem Til­rauna­stöð­inni barst 26. maí 1983 frá Ingvari Gísla­syni, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins. Ráð­herra fól þá Til­rauna­stöð­inni umsjón og for­ræði með land­inu í eigu rík­is­ins að Keld­um, nema því land­svæði sem er á Keldna­holti utan um rann­sókn­ar­stofn­anir atvinnu­veg­anna. 

Auglýsing


Það ár hafði náðst svo­kallað Keldna­sam­komu­lag um skipt­ingu lands­ins á milli rík­is­ins og Reykja­vík­ur­borg­ar, eftir ára­langt þref.

Til­rauna­stöðin geti vel starfað í bland­aðri byggð

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Sig­urður að hann sjái ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að Til­rauna­stöðin starfi áfram að Keldum þrátt fyrir að þar bygg­ist upp ein­hvers­konar blönduð byggð, íbúa­byggð í bland við atvinnu­starf­semi, eins og talað er um að stefnt sé að. Til fram­tíðar er litið til þess að borg­ar­línu­leið gangi í gegnum svæð­ið. 

Borgarlínan á að ganga í gegnum Keldnalandið í framtíðinni. Mynd: Úr frumdragaskýrslu 1. lotu Borgarlínu.

„Við sjáum nú ekki að við þurfum að fara úr Keldna­landi út af því,“ segir Sig­urð­ur. „En við viljum að þetta sé skipu­lagt með þarfir Til­rauna­stöðv­ar­innar í huga.“

Keldur starfa í húsa­kynnum sem eru um 5.000 fer­metrar og húsa­kynnin eru mjög sér­hæfð. „Hérna er til dæmis örygg­is­rann­sókn­ar­stofa, full­komn­asta örygg­is­rann­sókn­ar­stofan á land­inu og aðrar rann­sókn­ar­stofur með sér­hæfðum útbún­aði og hérna er krufn­ings­hús og til­rauna­dýra­að­staða og svo er aðstaða fyrir dýra­hald hér bæði utan- og inn­an­dýra,“ segir Sig­urð­ur.

Sig­urður segir að það sé heil­mikið pláss sem fari undir bæði hross og kindur og beit á svæð­inu og það sé einna helst það sem ekki geti þrif­ist innan bland­aðrar byggðar til fram­tíð­ar.  „Það gæti verið að við þyrftum að hafa ann­ars staðar starfs­stöð undir dýra­hald stærri dýra,“ segir for­stöðu­mað­ur­inn, en telur það þó ekki vand­kvæðum bund­ið.

Húsa­kost­ur­inn að vissu leyti barn síns tíma

Hann segir að Keldur hafi þó þörf á því að upp­færa tækja­kost­inn og við­halda hent­ugu hús­næði á svæð­inu til fram­tíð­ar. „Elstu húsin hérna eru orðin orðin 73 ára göm­ul,“ en um er að ræða rann­sókn­ar­hús og „skipu­lag þeirra er kannski barn síns tíma,“ segir Sig­urður og bætir við að menn myndu vilja sjá upp­bygg­ingu að Keldum til að bæta flæðið í rann­sókn­ar­um­hverf­in­u. 

Sig­urður segir að stofn­unin hafi séð fyrir að fá ein­hvern ágóða af sölu Keldna­lands­ins til þess að þróa húsa- og tækja­kost sinn frekar og notið „af­skipta­lauss vel­vilja“ af hálfu mennta­mála­ráðu­neyt­is­ins.

„En við erum ekki með neitt í hendi með sölu­and­virði lands­ins. Það er talað um að þetta renni til sam­gangna hérna, Borg­ar­línu og fleira, og það er það sem við höfðum viljað sjá renna eitt­hvað hérna til upp­bygg­ing­ar­starfs­ins hjá okk­ur. En það er ekk­ert komið á fjár­lög eða neitt, það ger­ist ekk­ert fyrr en eitt­hvað fer á fjár­lög,“ segir Sig­urð­ur.

Tæki mörg ár að skipu­leggja starfið á nýjum stað

„Ég veit svo sem ekki hvenær á að fara að byggja hérna en það líða árin og það hlýtur að fara að stytt­ast í það,“ segir Sig­urð­ur. Hann segir þó að honum hafi skilist á full­trúum Reykja­vík­ur­borgar til þessa að lítið myndi ger­ast í Keldna­land­inu fram til árs­ins 2030.

„En það þarf að huga að fram­tíð­inni. Svona sér­hæfð starf­semi eins og okk­ar, ef það á að byggja upp frá ein­hverjum grunni þá tekur all­mörg ár að fara í gegnum allt skipu­lag í því.“

Sig­urður segir aðspurður að engar nýlegar kostn­að­ar­á­ætlun liggi fyrir um hvað það gæti kostað að finna Til­rauna­stöð­inni nýjan stað. Kostn­að­ar­á­ætlun hafi verið gerð á árunum fyrir hrun um mögu­lega upp­bygg­ingu stofn­un­ar­innar á háskóla­svæð­inu í Vatns­mýri og hún hafi hljóðað upp á um það bil þrjá millj­arða króna. Það séu þó orðnar 13 ára gamlar töl­ur.

Kjarn­inn hefur beint fyr­ir­spurn til Lilju Alfreðs­dóttur mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um mál­ið, meðal ann­ars um hvort mögu­legt sé að ein­hver hluti ágóð­ans af fyr­ir­hug­aðri sölu og þróun lands­ins renni til upp­bygg­ingar á húsa­kosti og tækjum stofn­un­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Stefán Jón Hafstein sendifulltrúi með orðið á veffundinum í dag.
Ísland lýsir yfir vilja til að halda áfram að styðja við úttekt FAO
Sendifulltrúi Íslands lýsti því yfir á veffundi Alþjóðamatvælastofnunarinnar (FAO) að Ísland vildi halda áfram að styðja við framkvæmd rannsóknarverkefnis sem lýtur að viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 25. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent