Engin samskipti við virkjunaraðila eftir álit Skipulagsstofnunar

„Sveitarstjórn hefur ekki tekið neina ákvörðun varðandi Svartárvirkjun,“ segir Dagbjört Jónsdóttir, sveitarstjóri Þingeyjarsveitar. Frá því að svart álit Skipulagsstofnunar kom út hafa engin samskipti átt sér stað milli virkjunaraðila og sveitarstjórnar.

Virkjun Svartár í Bárðardal hefur staðið til í nokkur ár. Skipulagsstofnun telur hana hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér.
Virkjun Svartár í Bárðardal hefur staðið til í nokkur ár. Skipulagsstofnun telur hana hafa verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér.
Auglýsing

Sveit­ar­stjórn Þing­eyj­ar­sveitar hefur ekki átt í neinum sam­skiptum við fram­kvæmda­að­ila Svart­ár­virkj­unar síðan álit Skipu­lags­stofn­unar á hinni fyr­ir­hug­uðu virkjun lá fyrir í lok síð­asta árs. Fram­kvæmda­að­il­inn, SSB Orka, hefur ekki óskað eftir því að aðal­skipu­lagi sveit­ar­fé­lags­ins verði breytt og virkj­unin færð inn á það.Skipu­lags­stofnun komst að því í áliti sínu að umhverf­is­á­hrif virkj­unar Svartár yrðu veru­lega nei­kvæð og taldi nið­ur­stöðu umhverf­is­mats­ins gefa til­efni til að end­ur­skoða áform um að gera ráð fyrir virkj­un­inni á aðal­skipu­lagi Þing­eyj­ar­sveit­ar.

AuglýsingSSB Orka er í eigu Svart­ár­virkj­unnar ehf. Eig­endur þess félags eru Ursus ehf. (í eigu Heið­ars Guð­jóns­son­ar) sem á 42,9 pró­sent, Íslands­virkjun ehf. (í jafnri end­an­legri eigu Pét­urs Bjarna­sonar og Auð­uns Svaf­ars Guð­munds­son­ar) sem á 50 pró­sent og Íshóll (í eigu Stef­áns Áka­son­ar) sem á 7,10 pró­sent. Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn til Heið­ars Guð­jóns­son­ar, for­svars­manns verk­efn­is­ins í jan­úar um fram­haldið en engin svör hafa enn borist.SSB Orka hefur um ára­bil áformað að reisa 9,8 MW virkjun með því að stífla Svartá í Bárð­ar­dal um 500 metra fyrir ofan ármót Svartár og Grjótár. Vatn yrði leitt um aðrennsl­is­pípu um 3 kíló­metra leið að stöðv­ar­húsi sem yrði stað­sett um 1,5 kíló­metrum ofan við ármót Svartár og Skjálf­anda­fljóts. Virkj­unin mun leiða til skerð­ingar á rennsli Svartár á um þriggja kíló­metra kafla á milli stíflu og frá­rennsl­is­skurðar frá stöðv­ar­húsi.Áformin hafa vakið hörð við­brögð og bár­ust Skipu­lags­stofnun athuga­semdir frá tæp­lega 80 ein­stak­lingum og sam­tökum í umhverf­is­mats­ferl­inu. Að auki hefur málið verið hinu fámenna sam­fé­lagi í Bárð­ar­dal erfitt og sveit­ar­stjóri og odd­viti Þing­eyj­ar­sveitar hafa sagt Svart­ár­virkjun „heita kart­öflu“ sem muni kljúfa sam­fé­lagið í daln­um, hafi hún ekki þegar gert það.Álit Skipu­lags­stofn­unar var lagt fram til kynn­ingar á fundi sveit­ar­stjórnar Þing­eyj­ar­sveitar um miðjan jan­úar og svo vísað til kynn­ingar í skipu­lags- og umhverf­is­nefnd sveit­ar­fé­lags­ins. Sú kynn­ing fór fram á fundi nefnd­ar­innar 21. jan­ú­ar.„Sveit­ar­stjórn hefur ekki tekið neina ákvörðun varð­andi Svart­ár­virkj­un,“ segir Dag­björt Jóns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Þing­eyj­ar­sveit­ar, í skrif­legu svari til Kjarn­ans um stöðu máls­ins nú. „Næstu skref eru fram­kvæmda­að­il­ans; að sækja um breyt­ingu á aðal­skipu­lagi og í fram­hald­inu að óska eftir fram­kvæmda­leyfi, þá kemur til ákvörð­unar sveit­ar­stjórn­ar.“ Hún segir engin sam­skipti hafa verið milli sveit­ar­stjórnar og fram­kvæmda­að­il­ans frá því að álit Skipu­lags­stofn­unar var gefið út í lok des­em­ber í fyrra.  Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent