Gjaldeyrisforðinn hefur minnkað um fimmtung

Allt frá miðju síðasta ári hefur gjaldeyrisforði Seðlabankans í krónum talið minnkað um tuttugu prósent, en rekja má stærsta hluta minnkunarinnar til gjaldeyrissölu Seðlabankans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Auglýsing

Seðla­bank­inn hefur selt að and­virði 120 millj­arða króna í erlendum gjald­eyri á síð­ustu sjö mán­uðum og hefur gjald­eyr­is­forði bank­ans minnkað um fimmt­ung á sama tíma. Gjald­eyr­is­sala bank­ans á þessu tíma­bili er sú mesta sem hefur átt sér stað á þessarri öld. 

Þetta kemur fram í upp­færðum hag­tölum frá Seðla­bank­anum sem birt­ust á heima­síðu hans í gær. Sam­kvæmt þeim seldi bank­inn gjald­eyri fyrir um 14,6 millj­örðum króna í jan­úar og voru þau við­skipti tæpur helm­ingur allra við­skipta á gjald­eyr­is­mark­aði þann mán­uð­inn. 

Inn­grip og reglu­bundin sala

Sam­kvæmt síð­asta hefti Pen­inga­mála er þessi mikla sala bæði vegna gjald­eyr­is­inn­gripa Seðla­bank­ans og reglu­bund­innar sölu hans á gjald­eyr­i. 

Auglýsing

Í fyrra­haust hóf Seðla­bank­inn reglu­bundna gjald­eyr­is­sölu í þeim til­gangi að auka dýpt gjald­eyr­is­mark­að­ar­ins og bæta verð­mynd­um. Á síð­ustu fjórum mán­uðum hefur reglu­bundna gjald­eyr­is­salan numið um 60 til 66 millj­ónum evra á mán­uði, eða um 9 til 11 millj­örðum króna. 

Til við­bótar við þessa sölu hefur bank­inn beitt sér­stökum inn­gripum á gjald­eyr­is­mark­aði, en Ásgeir Jóns­son seðla­banka­stjóri sagði á vaxta­á­kvarð­ana­fundi 18. nóv­em­ber að það hafi verið gert til að halda gengi krón­unnar stöð­ugu. Þegar slík inn­grip fela í sér sölu gjald­eyris styrkja þau gengi krón­unnar og geta komið í veg fyrir gjald­eyr­is­flótta þegar krónan hefur veikst snöggt.Heimild: Seðlabankinn. Mynd: Kjarninn

Skipt­ing gjald­eyr­is­sölu Seðla­bank­ans eftir teg­undum má sjá á mynd hér að ofan, þar sem gert er ráð fyrir að öll sala sem var ekki reglu­leg er vegna inn­gripa á gjald­eyr­is­mark­aði. Þar sést að reglu­bundin sala Seðla­bank­ans hefur verið stór hluti af gjald­eyr­is­sölu hans á mark­aði síð­ustu mán­uð­ina. Seðla­bank­inn hefur hins vegar minna þurft að grípa inn á gjald­eyr­is­mark­aði á sama tíma, ef miðað er við októ­ber í fyrra. 

20 pró­senta minnkun

Í júlí síð­ast­liðnum nam gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans rúmri billjón króna, eða þús­und millj­örð­um. Í jan­úar hafði forð­inn hins vegar lækkað um 20 pró­sent og stóð virði hans í 805 millj­örðum íslenskra króna. Meiri­hluti þess­arar minnk­unar er til­kom­inn vegna umfangs­mik­illar gjald­eyr­is­sölu bank­ans, sem seldi á sama tíma að and­virði 120 millj­arða af gjald­eyri, en einnig hefur forð­inn minnkað sökum styrk­ingar krón­unn­ar, sem gerir eignir í öðrum gjald­miðlum verð­minni. Gengi krón­unnar á tíma­bil­inu hefur styrkst um 7 pró­sent á tíma­bil­inu, en með því minnk­aði forð­inn um uþb 70 millj­arða. 

Sögu­lega mikið magn

Sala Seðla­bank­ans á gjald­eyri á síð­ustu mán­uðum er algjört eins­dæmi, ef litið er aftur til síð­ustu 20 ára. Frá því í júlí hefur salan numið um 19 millj­örðum króna að með­al­tali á hverjum mán­uði og er það lang­hæsta sjö mán­aða með­al­tal af gjald­eyr­is­sölu sem mælst hefur á þess­ari öld. Eina tíma­bilið sem kemst næst slíkri sölu voru fyrstu sjö mán­uð­irnir eftir fjár­mála­hrunið í októ­ber árið 2008, en þá seldi Seðla­bank­inn að með­al­tali virði 8 millj­arða króna í hverjum mán­uð­i. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent