Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna á árinu 2020

Icelandair átti 29,7 milljarða króna í eigið fé í lok síðasta árs. Tap félagsins á árinu 2020 var gríðarlegt, enda dróst farþegafjöldi saman um 83 prósent milli ára. Forstjórinn segir óvissu enn vera verulega.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Auglýsing

Tap Icelandair Group á árinu 2020 var 51 millj­arður króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna upp­gjörs síð­asta árs.

Tap félags­ins á árinu 2019 var 7,8 millj­arðar króna og á árinu 2018 var það um 6,8 millj­arðar króna. Því hefur sam­stæðan tapað tæp­lega 66 millj­örðum króna á síð­ustu þremur árum.

Í til­kynn­ing­unni segir að sæta­fram­boð Icelandair hafi dreg­ist saman um 81 pró­sent á síð­asta ári og far­þega­fjöldi um 83 pró­sent. 

Eigið fé nam 29,7 millj­örðum króna í lok síð­asta árs árs og eig­in­fjár­hlut­fall lækk­aði úr 29 pró­sent í 25 pró­sent frá fyrra ári, leið­rétt fyrir tíma­bundnum áhrifum áskrift­ar­rétt­inda. Lausa­fjár­staða félags­ins nam 42,3 millj­örðum króna í lok árs 2020, þar af var hand­bært fé og lausa­fjár­sjóðir að fjár­hæð 21,6 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir að eft­ir­spurn eftir flugi sé enn sem komið er lítil vegna stöðu heims­far­ald­urs­ins á lyk­il­mörk­uðum Icelandair en að félagið geri ráð fyrir að  flug fari að aukast frá og með öðrum árs­fjórð­ungi. Þá hafi kyrr­setn­ingu Boeing 737 MAX vél­anna verið aflétt og verða þær teknar í rekstur á vor­mán­uð­um.

Enn mikil óvissa

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að árið 2020 hafi verið mest krefj­andi ár flug­sög­unn­ar. En sé fyrir dyrum veru­leg óvissa. „Þróun far­ald­urs­ins, dreif­ing bólu­efna og hvernig reglur á landa­mærum þró­ast mun skipta sköpum varð­andi fram­hald­ið. Við erum hins vegar hóf­lega bjart­sýn að geta aukið flug frá og með öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs.“ 

Hann seg­ist þess full­viss að það verði tals­verð tæki­færi fyrir Ísland og þar með leiða­kerfi Icelandair eftir far­ald­ur­inn. „Ís­land verður áfram eft­ir­sóttur áfanga­staður ferða­manna og, vegna breyt­inga í sam­keppn­isum­hverf­inu, sjáum einnig aukin tæki­færi í tengiflugi milli Evr­ópu og Norður Amer­íku í gegnum Ísland.“

Hlut­höfum fjölg­aði mikið í fyrra

Icelandair Group hélt hluta­fjár­út­boð í sept­em­ber í fyrra til að ná sér í nýtt fé vegna rekstr­ar­erf­ið­leika sem skap­ast höfðu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. ­Fé­lagið ætl­­aði sér að safna að minnsta kosti 20 millj­­örðum króna í útboð­inu. Hægt yrði að hækka þá fjár­­hæð í 23 millj­­arða króna ef umfram­eft­ir­­spurn yrð­i. 

Alls bár­ust yfir níu þús­und áskriftir upp á alls 37,3 millj­­arða króna. Umfram­eft­ir­­spurn var því 85 pró­­sent, bæði frá fag­fjár­­­festum og almennum fjár­­­fest­­um. Nýjum hlutum fylgdu líka 25 pró­­sent áskrift­­ar­rétt­indi, eða sem nemur 5,75 millj­­örðum hluta. Það þýðir að hver og einn sem keypti getur bætt við sig 25 pró­­sent af því sem við­kom­andi skráði sig fyrir í við­­bót á sama gengi og var í hluta­fjár­­út­­­boð­inu, en það var ein króna á hlut. 

Stjórn Icelandair Group ákvað að sam­­þykkja ekki allar áskrift­­ir.

Mikil eft­ir­­spurn var hjá almennum fjár­­­festum í útboð­inu og fjöldi hlut­hafa í félag­inu varð yfir ell­efu þús­und í kjöl­far þess. Þeir eru nú um 13 þús­und tals­ins og hefur fjölgað um níu þús­und frá því sem áður var. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent