Icelandair Group tapaði 51 milljarði króna á árinu 2020

Icelandair átti 29,7 milljarða króna í eigið fé í lok síðasta árs. Tap félagsins á árinu 2020 var gríðarlegt, enda dróst farþegafjöldi saman um 83 prósent milli ára. Forstjórinn segir óvissu enn vera verulega.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group
Auglýsing

Tap Icelandair Group á árinu 2020 var 51 millj­arður króna. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands vegna upp­gjörs síð­asta árs.

Tap félags­ins á árinu 2019 var 7,8 millj­arðar króna og á árinu 2018 var það um 6,8 millj­arðar króna. Því hefur sam­stæðan tapað tæp­lega 66 millj­örðum króna á síð­ustu þremur árum.

Í til­kynn­ing­unni segir að sæta­fram­boð Icelandair hafi dreg­ist saman um 81 pró­sent á síð­asta ári og far­þega­fjöldi um 83 pró­sent. 

Eigið fé nam 29,7 millj­örðum króna í lok síð­asta árs árs og eig­in­fjár­hlut­fall lækk­aði úr 29 pró­sent í 25 pró­sent frá fyrra ári, leið­rétt fyrir tíma­bundnum áhrifum áskrift­ar­rétt­inda. Lausa­fjár­staða félags­ins nam 42,3 millj­örðum króna í lok árs 2020, þar af var hand­bært fé og lausa­fjár­sjóðir að fjár­hæð 21,6 millj­arðar króna. 

Auglýsing
Í til­kynn­ing­unni segir að eft­ir­spurn eftir flugi sé enn sem komið er lítil vegna stöðu heims­far­ald­urs­ins á lyk­il­mörk­uðum Icelandair en að félagið geri ráð fyrir að  flug fari að aukast frá og með öðrum árs­fjórð­ungi. Þá hafi kyrr­setn­ingu Boeing 737 MAX vél­anna verið aflétt og verða þær teknar í rekstur á vor­mán­uð­um.

Enn mikil óvissa

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, segir að árið 2020 hafi verið mest krefj­andi ár flug­sög­unn­ar. En sé fyrir dyrum veru­leg óvissa. „Þróun far­ald­urs­ins, dreif­ing bólu­efna og hvernig reglur á landa­mærum þró­ast mun skipta sköpum varð­andi fram­hald­ið. Við erum hins vegar hóf­lega bjart­sýn að geta aukið flug frá og með öðrum árs­fjórð­ungi þessa árs.“ 

Hann seg­ist þess full­viss að það verði tals­verð tæki­færi fyrir Ísland og þar með leiða­kerfi Icelandair eftir far­ald­ur­inn. „Ís­land verður áfram eft­ir­sóttur áfanga­staður ferða­manna og, vegna breyt­inga í sam­keppn­isum­hverf­inu, sjáum einnig aukin tæki­færi í tengiflugi milli Evr­ópu og Norður Amer­íku í gegnum Ísland.“

Hlut­höfum fjölg­aði mikið í fyrra

Icelandair Group hélt hluta­fjár­út­boð í sept­em­ber í fyrra til að ná sér í nýtt fé vegna rekstr­ar­erf­ið­leika sem skap­ast höfðu vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. ­Fé­lagið ætl­­aði sér að safna að minnsta kosti 20 millj­­örðum króna í útboð­inu. Hægt yrði að hækka þá fjár­­hæð í 23 millj­­arða króna ef umfram­eft­ir­­spurn yrð­i. 

Alls bár­ust yfir níu þús­und áskriftir upp á alls 37,3 millj­­arða króna. Umfram­eft­ir­­spurn var því 85 pró­­sent, bæði frá fag­fjár­­­festum og almennum fjár­­­fest­­um. Nýjum hlutum fylgdu líka 25 pró­­sent áskrift­­ar­rétt­indi, eða sem nemur 5,75 millj­­örðum hluta. Það þýðir að hver og einn sem keypti getur bætt við sig 25 pró­­sent af því sem við­kom­andi skráði sig fyrir í við­­bót á sama gengi og var í hluta­fjár­­út­­­boð­inu, en það var ein króna á hlut. 

Stjórn Icelandair Group ákvað að sam­­þykkja ekki allar áskrift­­ir.

Mikil eft­ir­­spurn var hjá almennum fjár­­­festum í útboð­inu og fjöldi hlut­hafa í félag­inu varð yfir ell­efu þús­und í kjöl­far þess. Þeir eru nú um 13 þús­und tals­ins og hefur fjölgað um níu þús­und frá því sem áður var. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristinn Ágúst Friðfinnsson prestur hefur lagt róttæka tillögu fyrir kirkjuþing.
Fulltrúar almennings verði valdir handahófskennt til setu á kirkjuþingi
Prestur og sáttamiðlari hefur lagt fram róttæka tillögu til kirkjuþings þess efnis að fulltrúar almennra meðlima Þjóðkirkjunnar, sem eru í meirihluta á þinginu, verði valdir af handahófi. Hann segir biskupi Íslands þykja hugmynd sín skemmtileg.
Kjarninn 22. október 2021
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent