Arion má kaupa eigin bréf að andvirði 15 milljarða króna

Arion banka hefur verið veitt heimild til að kaupa aftur eigin bréf að andvirði 15 milljarða króna. Bankinn tekur ákvörðun um endurkaupin á miðvikudaginn.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Auglýsing

Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hefur veitt Arion banka heimild til að kaupa aftur eigin hlutabréf að andvirði 15 milljarða króna. Heimildin nær til allt að 8,7 prósent af útgefnu hlutafé bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birtist í Kauphöllinnni í dag.

Líkt og arðgreiðslur eru kaup á eigin bréfum (e. buyback) ein leið fyrirtækja til að gefa eigendum sínum hluta af eigin fé. Í slíkum kaupum greiðir fyrirtækið markaðsvirði ákveðins hluta af útgefnu hlutafé til hluthafa sinna. 

Samkvæmt tilkynningunni sem birtist á vef Kauphallarinnar veittu hluthafar Arion banka stjórn bankans endurnýjaða heimild til að kaupa allt að 10 prósent af útgefnu hlutafé þess á síðasta ársfundi bankans í fyrra. Hins vegar voru fyrirhuguð endurkaup sett á bið eftir að heimsfaraldurinn skall á og Seðlabankinn gaf út tilmæli til bankanna um að greiða ekki til hluthafa sinna á meðan hið opinbera yki framboð fjármagns í fjármálakerfinu með ýmsum aðgerðum.

Auglýsing

Á síðustu mánuðum hefur Arion banki svo gefið til kynna að hann hygðist greiða hluta af eigin fé til hluthafa, en í síðasta ársfjórðungsuppgjöri sagðist bankinn vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt væri að ávaxta í takt við eigin markmið. 

Arion banki minnist einnig á eiginfjárstöðu sína í tilkynningu sinni, en þar segir hann hana vera mjög sterka. Bankinn minnist einnig á skuldabréfaútboð bankans í fyrra, sem veitti bankanum fé að andvirði 13 milljarða króna. 

Ekki hefur enn verið ákveðið að ráðast í endurkaupaáætlunina, en áform un framkvæmd hennar bíða nú ákvörðunar stjórnar Arion banka. Upplýst verður um ákvörðun hennar samhliða birtingu ársuppgjörs bankans á miðvikudaginn. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent