Arion má kaupa eigin bréf að andvirði 15 milljarða króna

Arion banka hefur verið veitt heimild til að kaupa aftur eigin bréf að andvirði 15 milljarða króna. Bankinn tekur ákvörðun um endurkaupin á miðvikudaginn.

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Íslands hefur veitt Arion banka heim­ild til að kaupa aftur eigin hluta­bréf að and­virði 15 millj­arða króna. Heim­ildin nær til allt að 8,7 pró­sent af útgefnu hlutafé bank­ans. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem birt­ist í Kaup­höll­innni í dag.

Líkt og arð­greiðslur eru kaup á eigin bréfum (e. buyback) ein leið fyr­ir­tækja til að gefa eig­endum sínum hluta af eigin fé. Í slíkum kaupum greiðir fyr­ir­tækið mark­aðsvirði ákveð­ins hluta af útgefnu hlutafé til hlut­hafa sinna. 

Sam­kvæmt til­kynn­ing­unni sem birt­ist á vef Kaup­hall­ar­innar veittu hlut­hafar Arion banka stjórn bank­ans end­ur­nýj­aða heim­ild til að kaupa allt að 10 pró­sent af útgefnu hlutafé þess á síð­asta árs­fundi bank­ans í fyrra. Hins vegar voru fyr­ir­huguð end­ur­kaup sett á bið eftir að heims­far­ald­ur­inn skall á og Seðla­bank­inn gaf út til­mæli til bank­anna um að greiða ekki til hlut­hafa sinna á meðan hið opin­bera yki fram­boð fjár­magns í fjár­mála­kerf­inu með ýmsum aðgerð­um.

Auglýsing

Á síð­ustu mán­uðum hefur Arion banki svo gefið til kynna að hann hygð­ist greiða hluta af eigin fé til hlut­hafa, en í síð­asta árs­fjórð­ungs­upp­gjöri sagð­ist bank­inn vera með of mikið eigið fé sem nær ómögu­legt væri að ávaxta í takt við eigin mark­mið. 

Arion banki minn­ist einnig á eig­in­fjár­stöðu sína í til­kynn­ingu sinni, en þar segir hann hana vera mjög sterka. Bank­inn minn­ist einnig á skulda­bréfa­út­boð bank­ans í fyrra, sem veitti bank­anum fé að and­virði 13 millj­arða króna. 

Ekki hefur enn verið ákveðið að ráð­ast í end­ur­kaupa­á­ætl­un­ina, en áform un fram­kvæmd hennar bíða nú ákvörð­unar stjórnar Arion banka. Upp­lýst verður um ákvörðun hennar sam­hliða birt­ingu árs­upp­gjörs bank­ans á mið­viku­dag­inn. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sasja Beslik
Boðorðin tíu um sjálfbærar fjárfestingar
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent