Helga Guðrún skorar Ragnar Þór á hólm í formannskjöri VR

Helga Guðrún Jónasdóttir býður sig fram gegn Ragnari Þór Ingólfssyni sitjandi formanni VR. Þau verða tvö í framboði, en framboðsfresturinn rann út í dag.

1. maí 2019 - VR
Auglýsing

Helga Guð­rún Jón­as­dóttir hefur boðið sig fram til þess að verða næsti for­maður VR. Fram­boð hennar er það eina sem barst gegn sitj­andi for­manni, Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni. Fram­boðs­frest­ur­inn rann út á hádegi í dag, sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef félags­ins.

Helga Guð­rún er fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Fjarða­byggðar og hefur einnig starfað sem sam­skipta­stjóri Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga. Þá hefur hún einnig verið for­maður Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna og sömu­leiðis tekið sæti sem vara­þing­maður flokks­ins.

Helga Guðrún JónasdóttirHún hefur áður boðið sig fram til for­manns VR, en laut í lægra haldi fyrir Stef­áni Ein­ari Stef­áns­syni, núver­andi blaða­manni, í kosn­ingu árið 2011.11 bít­ast um sjö stjórn­ar­sæti

Sam­kvæmt til­kynn­ingu á vef VR bár­ust 11 gild fram­boð til stjórnar félags­ins fyrir kjör­tíma­bilið 2021-2023. Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í vara­stjórn.

Á meðal fram­bjóð­enda er Sig­ríður Hall­gríms­dótt­ir, sem eitt sinn var aðstoð­ar­maður Ill­uga Gunn­ars­sonar fyrr­ver­andi mennta­mála­ráð­herra. Hún var um ára­bil reglu­legur dálka­höf­undur í Frétta­blað­inu.

Fram­bjóð­endur til stjórnar VR eru, í staf­rófs­röð þau ­Arn­þór Sig­urðs­son, Harpa Sæv­ars­dótt­ir, Helga Ing­ólfs­dótt­ir, Jón Steinar Brynjars­son, Jónas Yngvi Ásgríms­son, Krist­jana Þor­björg Jóns­dótt­ir, ­Sig­mundur Hall­dórs­son, ­Sig­ríður Hall­gríms­dótt­ir, ­Sig­urður Sig­fús­son, Svan­hildur Ólöf Þór­steins­dóttir og Þórir Hilm­ars­son

Fram kemur í til­kynn­ingu á vef VR að ekk­ert mót­fram­boð hafi borist gegn lista trún­að­ar­ráðs VR í trún­að­ar­ráð félags­ins og hann telj­ist því lög­lega kjör­inn.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent