Forseti ASÍ: Hægt að gera umbætur án þess að ráðast í hreinsanir

Forseti ASÍ segir engan veginn hægt að réttlæta aðgerðir eins og hópuppsögnina hjá Eflingu. Hún gefur lítið fyrir útskýringar formanns Eflingar um ástæður uppsagnarinnar og segir að hægt sé að gera umbætur án þess að ráðast í hreinsanir.

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, var með þeim fyrstu sem gagn­rýndi hóp­upp­sögn Efl­ingar sem til­kynnt var í vik­unni. Í við­tali á Sprengisandi í morgun ítrek­aði hún gagn­rýnin og segir hóp­upp­sögn­ina for­dæma­lausan gjörn­ing.

„Þetta kom mér mjög á óvart og ég held að þetta hafi komið flestum í algjör­lega opna skjöld­u,“ segir Drífa. Hóp­upp­sagnir eru einmitt það sem verka­lýðs­hreyf­ingin hefur barist gegn og segir Drífa það hafa komið henni á óvart að átta stjórn­ar­menn Efl­ingar sam­þykktu til­lögu Sól­veigar Önnu um að segja upp öllu starfs­fólki. „Ég held að verka­lýðs­sinnað fólk hljóti að gagn­rýna þetta.“

Líkt og fram hefur komið var öllum starfs­­mönnum á skrif­­stofu Efl­ingar sagt upp í lið­inni viku eftir að meiri­hluti stjórnar félags­­ins undir for­ystu for­­manns­ins Sól­­veigar Önnu Jóns­dóttur hafði sam­­þykkt að segja upp öllum ráðn­­ing­­ar­­samn­ing­­um. Hún sagði af sér for­­mennsku síð­­asta haust en bauð sig fram að nýju í odd­vita­­sæti Bar­átt­u­list­ans í kosn­­ingum sem fram fóru í febr­­ú­­ar. List­inn hlaut 54 pró­­sent atkvæða. Sól­­veig Anna tók svo við for­­mennsk­unni á aðal­­fundi Efl­ingar í byrjun apr­íl.

Veit af eigin reynslu að hægt er að gera umbætur án hóp­upp­sagnar

Í yfir­­lýs­ingu frá Bar­átt­u­list­­anum vegna upp­­sagn­anna í síð­­­ustu viku kom fram að ný ráðn­­ing­­ar­­kjör yrðu inn­­­leidd „með gegn­­sæi og jafn­­rétti að leið­­ar­­ljósi“ og að starfað yrði undir nýju skipu­lagi með breyttum hæfn­i­­kröfum og verka­­skipt­ingu. Breyt­ing­­arnar eru sagðar miða að bættri þjón­­ustu við félags­­­menn og auk­inni skil­­virkni í rekstri. Þar segir einnig að inn­­­leiða eðli­­legt bil milli hæstu og lægstu launa á skrif­­stof­un­um, og gera aðrar löngu tíma­­bærar og nauð­­syn­­legar breyt­ingar á skipu­lagi.

Auglýsing
Drífa segir þær ástæður sem nefndar hafa verið fyrir hóp­upp­sögn­inni eru ekki ástæður til að fara í upp­sagn­ir. „Ég veit það bara af eigin reynslu,“ segir hún og vísar í breyt­ingar sem gerðar hafa verið á skrif­stofu ASÍ síð­ast­liðin ár, sem snúa meðal ann­ars að jafn­launa­vott­un. „Það er hægt að gera það án þess að fara í hreins­an­ir.“

Í gær birt­ist aug­lýs­ing á for­síðu Atvinnu­blaðs­ins undir yfir­skrift­inni „Vilt þú taka þátt í að byggja upp metn­að­ar­fyllsta stétt­ar­fé­lag lands­ins?“ Aug­lýst er m.a. eftir fram­­kvæmda­­stjóra, fjár­­­mála­­stjóra, sviðs­­stjórum þjón­­ustu og vinn­u­rétt­inda, sér­­fræð­ingum á ýmsum svið­um, t.d. í vinn­u­rétti, vinn­u­­mark­aðs- og lífs­kjara­rann­­sóknum og í kjara­­samn­ingum og kjara­­samn­ings­­gerð. Fimmtán störf hjá Efl­ingu eru aug­lýst sam­­kvæmt vef Hag­vangs sem sér um ráðn­­ing­­arn­­ar.

Ekk­ert fyr­ir­tæki eða stofnun hér­­­lendis hefur leitað til Jafn­­rétt­is­­stofu með hug­­myndir um að segja upp öllu starfs­­fólki og end­­ur­ráða á ný til þess að leggja grunn að því að ná jafn­­­launa­vottun á vinn­u­­staðn­­­um.

Jafn­rétt­is­stofa myndi ekki mæla með slíkum aðgerðum og telur þær vart rétt­læt­an­­leg­­ar, segir Katrín Björg Rík­­arðs­dóttir fram­­kvæmda­­stjóri Jafn­­rétt­is­­stofu í skrif­­legu svari til Kjarn­ans.

Starfs­fólk Efl­ingar sett í hrylli­lega stöðu

Drífa segir vinnu­staða­menn­ingu á ábyrgð stjórn­enda og lík­lega hefði átt að fá utan­að­kom­andi aðstoð til að taka á þeim vanda­málum sem geisað hafa á skrif­stofu Efl­ing­ar.

„Nú er starfs­fólk sett í þá hrylli­legu aðstöðu að vera boðið að sækja um störfin sín aft­ur. Á hvaða kjörum það er, það liggur ekki ljóst fyr­ir. Þetta er svo­lítið eins og að bjóða þér að kyssa vönd­inn þegar þér hefur verið sagt upp þannig fólk er í erf­iðri stöð­u.“

Drífa hvetur stjórn­endur Efl­ingar til að leita fag­legrar aðstoðar til að taka á þeim vanda sem ríkir innan félags­ins. „En það er ekki hægt að rétt­læta svona aðgerð­ir, það er bara engan veg­inn hægt.“

Drífa segir ljóst að deilum innan Efl­ingar sé hvergi nærri lok­ið. „Það eru mjög margir sár­ir. Það þarf að finna ein­hverja leið til að bæði reka félagið og hin póli­tísku verka­lýðs­bar­áttu. Hlut­verk ASÍ í því er að veita lið­sinn­i.“

Ekki búin að ákveða hvort hún gefi áfram kost á sér sem for­seti

Aðspurð hvort mark­mið Efl­ingar felist jafn­vel í yfir­töku á ASÍ sagði Drífa ekki vita það. „En það getur svo sem vel verið og þá bara fer það sinn gang.“

Þannig vísar Drífa til árs­þings ASÍ sem fram fer í októ­ber. Sjálf hefur Drífa ekki ákveðið hvort hún ætli að gefa áfram kost á sér í emb­ætti for­seta. „Það bara kemur í ljós. Alveg heið­ar­lega sagt er ég ekki búin að ákveða mig.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent