Ábendingar um kynbundna áreitni af hendi formanns BHM borist bandalaginu

Ábendingar um kynbundna áreitni af hendi formanns BHM eru hluti af 14 óformlegum ábendingum um formann BHM sem hafa borist eftir að Friðrik Jónsson tók við sem formaður bandalagsins. Samkvæmt heimildum Kjarnans er m.a. um að ræða niðrandi ummæli um konur.

14 óformlegar ábendingar varðandi formann BHM hafa borist bandalagsins. Hluti þeirra snýr að kynbundinni áreitni.
14 óformlegar ábendingar varðandi formann BHM hafa borist bandalagsins. Hluti þeirra snýr að kynbundinni áreitni.
Auglýsing

Til­kynn­ingar um kyn­bundna áreitni af hálfu for­manns Banda­lags háskóla­manna eru á meðal fjórtán óform­legra ábend­inga sem borist hafa banda­lag­inu eftir að Frið­rik Jóns­son tók við sem for­mað­ur. Ábend­ing­arnar bár­ust til fyr­ir­tæk­is­ins Auðn­ast, sem er með þjón­ustu­samn­ing við BHM um úttekt á vinnu­staða­menn­ingu. Til­kynn­ing­arnar bár­ust á fimm mán­aða tíma­bili, frá októ­ber 2021 fram í febr­úar 2022. Sam­kvæmt gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum snýr hluti til­kynn­ing­anna að niðr­andi ummælum Frið­riks í garð kvenna.

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans til BHM vegna til­kynn­ing­anna segir að ekki sé um form­legar til­kynn­ingar að ræða heldur „óform­legar ábend­ingar varð­andi for­mann BHM“. Félagið hafi strax gripið til ráð­staf­ana vegna ábend­ing­anna og voru þær til umfjöll­unar hjá for­manna­ráði BHM. Frið­rik hafði ekki aðkomu að vinnslu máls­ins. Ekki var talin ástæða til frek­ari aðgerða en tekin var ákvörðun um „að kanna vinnu­staða­menn­ingu á breiðum grunn­i“. Sú vinna stendur yfir.

Auglýsing
Auðnast fram­kvæmdi vinnu­staða­út­tekt hjá BHM árið 2017 og síðan þá hafa starfs­menn haft aðgang að svo­kall­aðri for­varn­ar- og við­bragðs­á­ætl­un, EKKO, þar sem hægt er að til­kynna ein­elti, áreitni og ofbeldi á vinnu­stað. Frið­rik tók við for­mennsku í maí 2021. Í októ­ber sama ár fóru til­kynn­ingar um kyn­bundna áreitni af hendi for­manns BHM að ber­ast í gegnum EKKO. Allir sem starfa á starfsein­ingum BHM eða hjá aðild­ar­fé­lögum banda­lags­ins geta sent inn ábend­ing­ar, alls um 200 manns sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá BHM. Í febr­úar 2022 voru til­kynn­ing­arnar orðnar 14 tals­ins. Í kjöl­farið vann fagráð innan Auðn­ast minn­is­blað um til­kynn­ing­arn­ar.

BHM getur ekki stað­fest að um ábend­ingar vegna kyn­bund­innar áreitni sé að ræða en sam­kvæmt gögnum sem Kjarn­inn hefur undir höndum er meðal ann­ars um að ræða niðr­andi ummæli um konur innan BHM.

BHM „for­dæmir kyn­bundna áreitni“ í stefnu sinni

Starfs­menn Auðn­ast höfðu sam­band við til­kynn­endur en „eftir sam­töl við máls­að­ila, var mat Auðn­ast að málin væru þess eðlis að ekki væri lík­legt að þau færu í form­legt ferli,“ segir í svari BHM við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Þá var óháður þriðji aðili feng­inn til að fara yfir málið og var nið­ur­staða þeirrar vinnu að ekki var talið til­efni til aðgerða. „Mál­inu lauk því í vor,“ segir í svari BHM.

For­manna­ráði BHM þótti þó eðli­legt við­bragð að „kanna vinnu­stað­ar­menn­ing­una á breiðum grunn­i.“ Óháður aðili var feng­inn til að fram­kvæma almenna úttekt á vinnu­staða­menn­ingu innan BHM og aðild­ar­fé­laga banda­lags­ins. Sú vinna stendur enn yfir.

Í stefnu BHM, sem sam­þykkt var í febr­úar á þessu ári, er sér­stak­lega tekið fram að atvinnu­rek­endur verði að hlúa vel að þeim mannauði sem býr í starfs­fólki með því að tryggja öfl­uga vinnu­vernd og öruggar starfs­að­stæð­ur. „BHM for­dæmir ein­elti, kyn­ferð­is­lega áreitni, kyn­bundna áreitni og ofbeldi. Vinnu­staðir eiga að vera með skýra verk­ferla þegar kemur að slíkum mál­um. Óboð­leg hegðun á ekki að líðast, “ segir meðal ann­ars í kafla um vinnu­vel­ferð­ar­mál í stefn­unni. .

Sem fyrr segir tók Frið­rik Jóns­son við sem for­maður BHM í maí 2021. Hann var kjör­inn með 69,5 pró­sent atkvæða. Í vik­unni var greint frá því að Gissur Kol­beins­son hafi verið ráð­inn sem fram­kvæmda­stjóri BHM. Í til­kynn­ingu frá banda­lag­inu þar sem greint er frá ráðn­ing­unni segir að Gissur sé „flestum hnútum kunn­ugur innan BHM“, hafi starfað hjá banda­lag­inu um ára­bil, fyrst sem full­trúi sjóða og sem fjár­mála- og rekstr­ar­stjóri frá 2015. Þá hafi hann verið skil­greindur sem stað­geng­ill fram­kvæmda­stjóra síð­ustu tvö ár.

Ekki er greint frá ástæðum starfs­loka for­vera hans í starfi, Ernu Guð­munds­dótt­ur, sem hefur sinnt starfi fram­kvæmda­stjóra BHM frá 2017 en hún hafði þá gegnt starfi lög­manns BHM í um ára­tug. Samið var um starfs­lok hennar í mars en ekki greint sér­stak­lega frá starfs­lokum henn­ar.

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hafa ýmsar breyt­ingar orðið á starfs­um­hverfi skrif­stofu BHM síðan Frið­rik tók við for­mennsku. Auk til­kynn­ing­anna 14 sem bár­ust Auðn­ast fékk fyr­ir­tækið einnig tölvu­póst þar sem send­andi fann sig knú­inn til að greina frá hvernig við­kom­andi hafi mis­boðið hvernig for­maður banda­lags­ins talar um konur innan BHM.

Upp­fært klukkan 10:41: Í upp­haf­legu útgáfu frétt­ar­innar var full­yrt að allar ábend­ing­arnar 14 snúi að kyn­bund­inni áreitni. Athuga­semd barst frá BHM þar sem til­greint er að svo sé ekki. Beðist er vel­virð­ingar á því. Gögn sem Kjarn­inn hefur undir höndum sýna hins vegar fram á að hluti ábend­ing­anna snýr að kyn­bund­inni áreitni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar