Auglýsingasalar RÚV á mun hærri launum að meðaltali en aðrir starfsmenn

RÚV Sala seldi auglýsingar fyrir rúma tvo milljarða í fyrra, sem var um fjórðungi hærri upphæð en árið áður. Starfsmönnum í sölu fjölgaði 2021 á meðan að þeim fækkaði heilt yfir hjá RÚV. Laun í sölu eru að meðaltali 20 prósent hærri en annarra innan RÚV.

RÚV Mynd: RÚV
Auglýsing

RÚV Sala, dótt­ur­fé­lag RÚV sem ber ábyrgð á allri sölu sem rík­is­fjöl­mið­il­inn skil­greinir sem tekju­aflandi sam­keppn­is­rekst­ur, þar með talið aug­lýs­inga­sölu, afl­aði tæp­lega 2,4 millj­arða króna í tekjur í fyrra. Þar af voru 2.206 millj­ónir tekjur af aug­lýs­inga­sölu, sem var 402 millj­ónum krónum meira en RÚV Sala afl­aði með sölu slíkra á árinu 2020. Tekjur RÚV af sölu aug­lýs­inga juk­ust því um næstum 25 pró­sent milli ára. Til sam­an­­burðar má nefna að rekstr­­ar­­styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem úthlutað er árlega, voru tæp­­lega 389 millj­­ónir króna í fyrra. Þeir dreifð­ust á 19 mis­­mun­andi miðla.

Hagn­aður af rekstri RÚV Sölu, það sem sat eftir inni í dótt­ur­fé­lag­inu eftir að það var búið að gjald­færa við­skipti við móð­ur­fé­lag sitt upp á tvo millj­arða króna og greiða laun starfs­manna, var 124 millj­ónir króna á árinu 2021.

Þetta má lesa úr árs­reikn­ingi RÚV Sölu fyrir árið 2021, en félagið tók til starfa í byrjun árs 2020.

Laun sölu­manna rúm­lega 20 pró­sent hærri

Hjá RÚV Sölu voru 16 stöðu­gildi að með­al­tali í fyrra sem höfðu það hlut­verk að afla þess­ara tekna. Kostn­aður vegna heild­ar­launa og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna hjá dótt­ur­fé­lag­inu var alls 227 millj­ónir króna. Það þýðir að með­al­tal kostn­aðar vegna launa og gjalda starfs­manna RÚV Sölu var 1.182 þús­und krónur á mán­uði. Einar Logi Vign­is­son, fram­kvæmda­stjóri RÚV Sölu var með um 1,7 millj­ónir króna í heild­ar­launa­kostnað að með­al­tali. Í árs­lok 2021 hafði starfs­mönnum RÚV Sölu fjölgað um einn í 17.

Auglýsing
Hjá RÚV sam­stæð­unni allri störf­uðu 252 í fyrra og heild­ar­kostn­aður vegna launa og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslna var tæp­lega þrír millj­arðar króna á árinu 2021. Þegar kostn­aður við heild­ar­laun og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur starfs­manna RÚV Sölu er dreg­inn frá launa­kostn­aði RÚV-­sam­stæð­unnar er með­al­tals­kostn­aður á hvern eft­ir­stand­andi starfs­mann 975 þús­und krón­ur. Því eru með­al­launa­kostn­aður starfs­manna RÚV Sölu 21 pró­sent hærri en með­al­tal launa­kostn­aðar allra ann­arra starfs­manna RÚV-­sam­stæð­unn­ar.

Þeim launum er þó nokkuð mis­skipt innan RÚV en Stefán Eiríks­son útvarps­stjóri er til að mynda með 2,5 millj­ónir króna í heild­ar­laun og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur í fyrra. Sam­kvæmt sam­an­tekt Frjálsrar versl­unnar um tekjur lands­manna á árinu 2020 voru tólf fjöl­miðla­menn sem starfa innan RÚV með meira en milljón krónur á mán­uði í laun. 

Kostn­anir og dag­skrár­liðir rofnir

Tekjur RÚV voru 7,1 millj­arðar króna í fyrra. Þær eru að upp­i­­­stöðu tvenns­­kon­­ar: tekjur af almanna­­þjón­­ustu sem koma í formi fram­lags úr rík­­is­­sjóði og tekjur af sam­keppn­is­­rekstri. Alls fékk RÚV næstum 4,7 millj­­arða króna úr rík­­is­­sjóði í fyrra sem var ívið minna en þeir 4,9 millj­­arðar sem rík­­is­­fjöl­mið­ill­inn fékk þaðan 2020. Síðan eru áður­nefndar sam­keppn­i­s­tekjur upp á 2,4 millj­arða króna þar sem aug­lýs­inga­salan skiptir mestu.

Til að ná inn þeim rúmu tveimur millj­örðum króna sem RÚV Sala afl­aði í fyrra seldi félagið hefð­bundnar aug­lýs­ingar í aug­lýs­inga­tíma á sjón­varps- og útvarps­stöðvum rík­is­mið­ils­ins, en RÚV má ekki aug­lýsa á net­inu.

Auk þess voru ákveðnir dag­skrár­liðir rofnir með aug­lýs­inga­hléum á síð­asta ári, og eru til­greint í árs­skýrslu RÚV hverjir þeir eru. Um er að ræða Alla leið, Bræðsl­una, Eddu­verð­laun­in, Eurovision, Vik­una með Gísla Mart­eini, Gettu bet­ur, Klassík­ina okk­ar, kosn­inga­sjón­varp­ið, Ólymp­íu­leika, Ólymp­íu­mót fatl­aðra, Reykja­vík­ur­leika, Silfrið, Skrekk, Skóla­hreysti, Söngvakeppn­ina, Söng­keppni fram­halds­skól­anna og Tóna­flóð. 

Þá voru fjöl­margir dag­skrár­liðir kost­aðir á árinu 2021. Þeir eru líka til­greindir í árs­skýrslu RÚV. um er að ræða bik­ar­keppni í hand­bolta, Bik­ar­keppni í körfu­bolta, Bik­ar­keppni í blaki, Ver­búð, Eurovision og Söngvakeppn­in, Hesta­í­þrótt­ir, HM í hand­bolta, HM félags­liða, HM og heims­bik­ar­mót í skíða­í­þrótt­um, HM í íshokkí, Íslands­mótið í fim­leik­um, Íslands­mótið í golfi, Lands­leikir í fót­bolta, Lands­leikir í hand­bolta, Lands­leikir í körfu­bolta, Ófærð, Ólymp­íu­leik­ar, Ólymp­íu­mót fatl­aðra, Reykja­vík­ur­leik­arn­ir, Skóla­hreysti, Tóna­flóð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent