Tólf fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV

Bogi Ágústsson fréttamaður á RÚV var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Broddi Broddason varafréttastjóri.

ruv-i-desember_15811520029_o.jpg
Auglýsing

Bogi Ágústs­son frétta­maður á RÚV var tekju­hæsti fjöl­miðla­mað­ur­inn á RÚV á síð­asta ári með rúmar 1.9 millj­ónir króna að með­al­tali á mán­uði, að því er fram kemur í Tekju­blaði Frjálsrar versl­un­ar. Þar á eftir kemur Broddi Brodda­son vara­f­rétta­stjóri RÚV með rúmar 1,4 millj­ónir króna á mán­uði í tekj­ur.

Tekju­blað­ið, þar sem tekjur 4.000 Íslend­inga eru opin­ber­aðar á grund­velli upp­lýs­inga á greiddu útsvari sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrám Rík­is­skatt­stjóra (RSK), kom út í dag. Í blað­inu er settur sá fyr­ir­vari að um sé að ræða útsvars­skyldar tekjur á árinu 2020 og þurfi þær ekki að end­ur­spegla föst laun við­kom­andi.

„Í launum sumra kann að vera fal­inn bónus vegna árs­ins 2019, sem greiddur var árið 2020. Miðað er við útsvars­stofn sam­kvæmt álagn­ing­ar­skrá. Í töl­unum eru ekki fjár­magnstekj­ur, t.d. af vöxt­um, arði eða sölu hluta­bréfa. Sleppt er skatt­frjálsum dag­pen­ing­um, bíla­styrkjum og greiðslum úr líf­eyr­is­sjóði. Hafa verður í huga að inni í tekj­unum getur líka verið ein­skipt­is­greiðsla vegna úttektar á sér­eign­ar­sparn­aði hjá líf­eyr­is­sjóð­i,“ segir í blað­inu.

Auglýsing

Davíð Odds­son, rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, var með tæpar 5,5 millj­ónir króna á mán­uði í laun árið 2020 og eru tekjur hans þær lang­hæstu á árinu meðal fjöl­miðla­fólks á Íslandi, eins og und­an­farin ár. Þess má geta að hluti launa Dav­íðs eru eft­ir­laun frá því hann var ráð­herra og þing­mað­ur. Eft­ir­laun Dav­íðs eru 80 pró­sent af launum for­sæt­is­ráð­herra en hann fær einnig eft­ir­laun vegna starfa sinna sem seðla­banka­stjóri eftir að hann hætti á þingi.

Á eftir Davíð kemur Björn Ingi Hrafns­son á Vilj­anum með tæpar 3,9 millj­ónir í tekjur á mán­uði. Har­aldur Johann­es­en, hinn rit­­stjóri Morg­un­­­blaðs­ins og fram­­kvæmda­­stjóri Ár­vak­urs, er í þriðja sæti yfir tekju­hæstu fjöl­miðla­menn­ina með rúmar 3,2 millj­ónir á mán­uði.

Alls eru tutt­ugu og fjórir starfs­menn RÚV á lista yfir fjöl­miðla­menn í Tekju­blað­inu í ár. Rakel Þor­bergs­dóttir frétta­stjóri RÚV var með 1.392 þús­und krónur á mán­uði í tekjur í fyrra og Egill Helga­son dag­skrár­gerð­ar­maður með 1.263 þús­und krón­ur. Sig­mar Guð­munds­son, fyrr­ver­andi dag­skrár­gerð­ar­mað­ur, var með 1.248 þús­und krón­ur, Bald­vin Bergs­son dag­skrár­stjóri Rásar 2 með 1.143 þús­und krónur í tekjur á mán­uði, Gísli Mart­einn Bald­urs­son, dag­skrár­gerð­ar­maður með 1.142 þús­und krón­ur, Þröstur Helga­son með 1.139 þús­und krónur og Sig­ríður Dögg Auð­uns­dótt­ir, frétta­maður og for­maður Blaða­manna­fé­lags Íslands, með rúma milljón á mán­uði í tekjur á síð­asta ári.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Gas streymir upp á yfirborðið í Eystrasalti út úr leiðslunum á hafsbotni.
Hvað gerðist eiginlega í Eystrasalti?
Allur vafi hefur nú verið tekinn af því hvort að rússneskt gas muni streyma til Evrópu í vetur. Sprengingar sem mældust á jarðskjálftamælum og gerðu risastór göt á leiðslurnar í Eystrasalti hafa veitt þeim vangaveltum náðarhöggið.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent