Flokkur fólksins og Samfylkingin eyddu um milljón hvor á Facebook á 90 dögum

Þeir stjórnmálaflokkar sem mælast með möguleika á því að ná inn þingmanni í komandi kosningum hafa samtals eytt 25,6 milljónum króna í auglýsingar á Facebook á einu ári.

Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa verið dugleg við að nýta samfélagsmiðla til að kynna frambjóðendur sína og stefnumál undanfarið.
Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa verið dugleg við að nýta samfélagsmiðla til að kynna frambjóðendur sína og stefnumál undanfarið.
AuglýsingFlokkur fólks­ins aug­lýsti mest allra flokka á Face­book á þriggja mán­aða tíma­bili, frá miðjum maí og fram í miðjan ágúst­mán­uð. Alls keypti flokk­ur­inn aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðl­inum fyrir um 1,1 milljón króna. Sam­fylk­ingin var ekki langt und­an, en hún keypti aug­lýs­ingar fyrir rétt undir einni milljón króna á tíma­bil­inu.

Þetta má sjá í skýrslu aug­­lýs­inga­safns Face­­book. Þar kemur fram að á því 90 daga tíma­bili sem skýrslan nær til hafi þeir níu flokkar sem mæl­ast með mögu­leika á því að kom­ast inn á þing eytt um 3,5 millj­ónum króna í aug­lýs­ingar á Face­book. Frá því í ágúst í fyrra hafa flokk­arnir níu alls keypt 7.569 aug­lýs­ingar fyrir sam­tals 25,6 millj­ónir króna.

Flokkur fólks­ins og Sam­fylk­ingin skera sig úr í eyðslu á tíma­bil­inu. Á eftir þeim kemur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem hefur eytt 577 þús­und krónur og á eftir honum kemur Sós­í­alista­flokkur Íslands sem hefur eytt 190 þús­und krón­um. Þeir þrír flokkar sem hafa eytt mestu á Face­book síð­ustu þrjá mán­uði: Flokkur fólks­ins, Sam­fylk­ingin og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa sam­tals eytt 76 pró­sent af öllu því fé sem íslenskir stjórn­mála­flokkar hafa eytt í aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðl­inum á tíma­bil­inu. Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja flokka, sam­kvæmt nýbirtri kosn­inga­spá Kjarn­ans, er 40,3 pró­sent.

Auglýsing

Næst­kom­andi laug­ar­dag verða nákvæm­lega fimm vikur í kosn­ingar og í síð­ustu viku var þing form­lega rof­ið. Því má búast við því að kosn­inga­bar­átta flokka hefj­ist af fullri alvöru á allra næstu dög­um. Í tölum úr aug­lýs­inga­safni Face­book má sjá að síð­ustu 30 daga hefur Sam­fylk­ingin eytt mestu í aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðl­inum en þegar horft er til síð­ustu sjö daga þá hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vinn­ing­inn.

Flokk­arnir skiptu á milli sín 2,8 millj­örðum

Á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili ákváðu meiri­hluti þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi að hækka fram­lög til stjórn­mála­flokka um 127 pró­sent. Fyrir vikið hafa þeir skipt á milli sín 2,8 millj­örðum króna á kjör­tíma­bil­inu úr opin­berum sjóð­um.

­Síð­ustu birtu árs­reikn­ingar flokka sem eru aðgengi­legir almenn­ingi fyrir kom­andi kosn­ingar eru vegna árs­ins 2019. Inn í þá vantar því fram­lag árs­ins 2020 og 2021, en sam­an­lagt áttu flokk­arnir átta að fá um 1.456 millj­ónir króna til að skipta á milli sín á þeim tveimur árum.

Auglýsing

Sós­í­alista­flokkur Íslands er eini flokk­ur­inn sem mælist með mögu­leika á því að ná manni inn á þing sem nýtur ekki þess­arar opin­beru fyr­ir­greiðslu, heldur þarf að fjár­magna sig með fram­lögum frá stuðn­ings­fólki flokks­ins. Fylgi hans mælist 6,1 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans.

Til sam­an­burðar átti Flokkur fólks­ins, sá sem aug­lýsir mest á Face­book, 65,6 millj­ónir króna í hand­bæru fé í lok árs 2019. Flokk­ur­inn fékk um 62 millj­ónir króna í fram­lag úr rík­is­sjóði á árinu 2019 en þá kost­aði um 22 millj­ónir króna að reka flokk­inn. Ef reiknað er með að rekstur hans hafi verið svip­aður á árunum 2020 og 2021 má ætlað að Flokkur fólks­ins, sem mæld­ist með 4,4 pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spánni, hafi úr rúm­lega 100 millj­ónum króna að spila í kom­andi kosn­ing­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent