Flokkur fólksins og Samfylkingin eyddu um milljón hvor á Facebook á 90 dögum

Þeir stjórnmálaflokkar sem mælast með möguleika á því að ná inn þingmanni í komandi kosningum hafa samtals eytt 25,6 milljónum króna í auglýsingar á Facebook á einu ári.

Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa verið dugleg við að nýta samfélagsmiðla til að kynna frambjóðendur sína og stefnumál undanfarið.
Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa verið dugleg við að nýta samfélagsmiðla til að kynna frambjóðendur sína og stefnumál undanfarið.
AuglýsingFlokkur fólks­ins aug­lýsti mest allra flokka á Face­book á þriggja mán­aða tíma­bili, frá miðjum maí og fram í miðjan ágúst­mán­uð. Alls keypti flokk­ur­inn aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðl­inum fyrir um 1,1 milljón króna. Sam­fylk­ingin var ekki langt und­an, en hún keypti aug­lýs­ingar fyrir rétt undir einni milljón króna á tíma­bil­inu.

Þetta má sjá í skýrslu aug­­lýs­inga­safns Face­­book. Þar kemur fram að á því 90 daga tíma­bili sem skýrslan nær til hafi þeir níu flokkar sem mæl­ast með mögu­leika á því að kom­ast inn á þing eytt um 3,5 millj­ónum króna í aug­lýs­ingar á Face­book. Frá því í ágúst í fyrra hafa flokk­arnir níu alls keypt 7.569 aug­lýs­ingar fyrir sam­tals 25,6 millj­ónir króna.

Flokkur fólks­ins og Sam­fylk­ingin skera sig úr í eyðslu á tíma­bil­inu. Á eftir þeim kemur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sem hefur eytt 577 þús­und krónur og á eftir honum kemur Sós­í­alista­flokkur Íslands sem hefur eytt 190 þús­und krón­um. Þeir þrír flokkar sem hafa eytt mestu á Face­book síð­ustu þrjá mán­uði: Flokkur fólks­ins, Sam­fylk­ingin og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafa sam­tals eytt 76 pró­sent af öllu því fé sem íslenskir stjórn­mála­flokkar hafa eytt í aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðl­inum á tíma­bil­inu. Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja flokka, sam­kvæmt nýbirtri kosn­inga­spá Kjarn­ans, er 40,3 pró­sent.

Auglýsing

Næst­kom­andi laug­ar­dag verða nákvæm­lega fimm vikur í kosn­ingar og í síð­ustu viku var þing form­lega rof­ið. Því má búast við því að kosn­inga­bar­átta flokka hefj­ist af fullri alvöru á allra næstu dög­um. Í tölum úr aug­lýs­inga­safni Face­book má sjá að síð­ustu 30 daga hefur Sam­fylk­ingin eytt mestu í aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðl­inum en þegar horft er til síð­ustu sjö daga þá hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn vinn­ing­inn.

Flokk­arnir skiptu á milli sín 2,8 millj­örðum

Á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili ákváðu meiri­hluti þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi að hækka fram­lög til stjórn­mála­flokka um 127 pró­sent. Fyrir vikið hafa þeir skipt á milli sín 2,8 millj­örðum króna á kjör­tíma­bil­inu úr opin­berum sjóð­um.

­Síð­ustu birtu árs­reikn­ingar flokka sem eru aðgengi­legir almenn­ingi fyrir kom­andi kosn­ingar eru vegna árs­ins 2019. Inn í þá vantar því fram­lag árs­ins 2020 og 2021, en sam­an­lagt áttu flokk­arnir átta að fá um 1.456 millj­ónir króna til að skipta á milli sín á þeim tveimur árum.

Auglýsing

Sós­í­alista­flokkur Íslands er eini flokk­ur­inn sem mælist með mögu­leika á því að ná manni inn á þing sem nýtur ekki þess­arar opin­beru fyr­ir­greiðslu, heldur þarf að fjár­magna sig með fram­lögum frá stuðn­ings­fólki flokks­ins. Fylgi hans mælist 6,1 pró­sent í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans.

Til sam­an­burðar átti Flokkur fólks­ins, sá sem aug­lýsir mest á Face­book, 65,6 millj­ónir króna í hand­bæru fé í lok árs 2019. Flokk­ur­inn fékk um 62 millj­ónir króna í fram­lag úr rík­is­sjóði á árinu 2019 en þá kost­aði um 22 millj­ónir króna að reka flokk­inn. Ef reiknað er með að rekstur hans hafi verið svip­aður á árunum 2020 og 2021 má ætlað að Flokkur fólks­ins, sem mæld­ist með 4,4 pró­sent fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spánni, hafi úr rúm­lega 100 millj­ónum króna að spila í kom­andi kosn­ing­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent