Flokkur fólksins safnar upp digrum kosningasjóði með framlögum úr ríkissjóði

Hagnaður Flokks fólksins á árinu 2019 var 68 prósent af veltu flokksins. Um síðustu áramót átti flokkurinn tæplega 66 milljónir króna í handbæru fé. Það mun bætast við þann sjóð í ár og á því næsta. Nær allar tekjur Flokks fólksins koma úr ríkissjóði.

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Auglýsing

Flokkur fólksins hagnaðist um tæplega 43 milljónir króna á árinu 2019. Tekjur flokksins komu nær einvörðungu úr opinberum sjóðum. Alls nam fjárframlag úr ríkissjóði 62,2 milljónum króna og fjárframlag frá Reykjavíkurborg var tæplega 1,1 milljón krónur. Einu öðru tekjurnar sem Flokkur fólksins hafði á árinu 2019 voru félagsgjöld upp á 295 þúsund krónur. Þau rúmlega helminguðust á milli ára. 

Kostnaðurinn við rekstur flokksins, sem er með tvo þingmenn á þingi og einn fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur, er einungis brot af tekjum hans. Í fyrra kostaði reksturinn alls 22,1 milljón króna og því sat meginþorri þeirrar fjárhæðar sem Flokkur fólksins fékk úr ríkissjóði eftir á bankareikningi hans í árslok. Svipað var uppi á teningnum árið 2018 þegar hagnaður Flokks fólksins var 27 milljónir króna.

Því á flokkurinn 65,6 milljónir króna í handbært fé og búast má við að nokkrir tugir milljóna króna bætist við þá upphæð í ár og á því næsta sem munu nýtast í kosningabaráttuna sem er framundan vegna þingkosninga í september 2021.  

Auglýsing
Fram­lög úr rík­is­sjóði hækk­­uðu veru­­lega í kjöl­far þess að til­­laga sex flokka sem sæti eiga á Alþingi um að hækka fram­lag rík­­­­­is­ins til stjórn­­­­­­­­­mála­­­­­flokka á árinu 2018 um 127 pró­­­­­sent var sam­­­­­þykkt í fjár­­­­­lögum sem voru afgreidd áður en þingi var slitið í lok des­em­ber 2017. 

Sam­an­lagt verða þau um 2,8 millj­arðar króna á kjör­tíma­bil­inu öllu. Þá eru ótalin fram­lög úr sjóðum sveit­ar­fé­laga. 

Einu flokk­­­­arnir sem skrif­uðu sig ekki á til­­­­lög­una voru Píratar og Flokkur fólks­ins.

68 prósent af veltu

Flokkur fólksins, með Ingu Sæland í broddi fylkingar, fékk 6,9 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og er minnsti flokkurinn á þingi. Upphaflega voru þingmennirnir fjórir en tveir þeirra, Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, voru reknir úr flokknum eftir Klaustursmálið og gengu skömmu síðar til liðs við Miðflokkinn. Flokkurinn hefur sjaldnast mælst inni á þingi á kjörtímabilinu í könnunum en á því varð þó breyting í könnun MMR sem birt var í vikunni. Þar mældist fylgið 6,2 prósent. 

Hagnaður Flokks fólksins í fyrra var um 68 prósent af veltu. Til samanburðar var hagnaður stærsta stjórnmálaflokks landsins, Sjálfstæðisflokks, tæplega 20 prósent af veltu.

Stjórn­mála­flokk­arnir áttu allir að skila inn árs­reikn­ingum til Rík­is­end­ur­skoð­unar fyrir 1. nóv­em­ber og eru reikn­ing­arnir birtir nú birtir í heild sinni í fyrsta sinn eftir að Rík­is­end­ur­skoðun fer yfir þá. Áður voru ein­ungis birtir útdrættir úr reikn­ing­un­um.

Sex flokkar skiluðu á réttum tíma og reikningar þeirra voru birtir 21. nóvember síðastliðinn. Þar kom fram að sam­an­lagt skil­uðu þessir sex flokk­ar, sem eru allir stjórn­mála­flokkar á þingi utan Pírata og Flokks fólks­ins, hagn­aði upp á 304 millj­ónir króna á árinu 2019.

Stjórn Flokks fólksins skrifaði undir reikning hans 4. desember, rúmum mánuði eftir að fresturinn rann út. 

Eini ársreikningur flokks sem er með sæti á þingi sem Ríkisendurskoðun hefur ekki birt er reikningur Pírata. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnar Þór Ingólfsson
Land tækifæranna, fyrir útvalda!
Kjarninn 18. september 2021
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent