Alþýðusambandið gagnrýnir stefnumörkun ríkisins um einkaframkvæmdir og veggjöld

Í umsögn ASÍ um Grænbók í samgöngumálum má finna gagnrýni á þá stefnu sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum um gjaldtöku af umferð á höfuðborgarsvæðinu og samstarf ríkisins við einkaaðila um einstakar vegaframkvæmdir.

rangarvallasysla_14357160377_o.original (2).jpg
Auglýsing

Alþýðu­sam­band Íslands telur að íslenska ríkið hafi getu til þess að fjár­magna stórar sam­göngu­fram­kvæmdir upp á eigin spýt­ur, án þess að ráð­ist verði í svokölluð sam­vinnu­verk­efni við einka­að­ila, öðru nafni einka­fram­kvæmd­ir.

Það setur einnig fram efa­semdir um þá stefnu sem mörkuð hefur verið á und­an­förnum árum, að nýfram­kvæmdir í sam­göngum verði fjár­magn­aðar með sér­stakri gjald­töku, í athuga­semdum sem hag­fræð­ingur ASÍ, Róbert Farest­veit, skil­aði inn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda fyrr í mán­uð­inum við drög að Græn­bók um sam­göngu­mál.

Í umsögn hag­fræð­ings­ins segir að í Græn­bók­inni, sem unnin er í sam­göngu­ráðu­neyt­inu og hefur að geyma lýs­ingu á helstu þáttum sam­göngu­mála, sé helst staldrað við þann kafla sem fjallar um fjár­mögnun sam­göngu­inn­viða.

Hag­fræð­ingur ASÍ gerir athuga­semdir við þá full­yrð­ingu að þörf sé orðin til staðar fyrir „nýja nálg­un“ í fjár­mögnun verk­efna vegna óvenju lágra opin­berra fram­laga til sam­göngu­fram­kvæmda sam­hliða örum vexti ferða­þjón­ustu á und­an­förnum árum.

„Engin til­raun er gerð til að rök­styðja þá full­yrð­ingu og ein­hverjir hefðu freist­ast til að álykta að við­brögð við slíku ófremd­ar­á­standi gætu ef til vill falist í auknum fram­lögum til mála­flokks­ins,“ segir í umsögn­inni frá ASÍ.

Veggjöld og flýtigjöld eru á dag­skránni

Í Græn­bók­inni er reifað að ný nálgun stjórn­valda feli í sér að tekin verði upp veggjöld og flýtigjöld í umferð­inni, til að fjár­magna stórar nýfram­kvæmdir og þær fram­kvæmdir sem fel­ast í sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þetta eru ákvarð­anir sem hafa verið teknar á vett­vangi stjórn­mál­anna á und­an­förnum árum.

Í fyrra voru sam­þykkt lög á Alþingi sem fela í sér að heim­ilt verður að fram­kvæma sex ný sam­göngu­verk­efni í sam­starfi við einka­að­ila sem síðan verða greidd niður með veggjöld­um. Sam­kvæmt sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er svo gert ráð fyrir því að 60 millj­arðar af þeim 120 millj­örðum sem áætlað er að verja til fram­kvæmda við stofn­vegi, Borg­ar­línu og hjóla­leiðir á svæð­inu til 2033 komi til vegna flýti- og umferð­ar­gjalda.

Auglýsing

Í umsögn ASÍ kemur fram að sam­bandið sé ósam­mála þess­ari nálgun og að verið sé með þessu að hverfa frá þeirri „sam­fé­lags­legu sátt“ að fjár­magn stýri ekki aðgengi að sam­göngu­innvið­um.

„Al­þýðu­sam­band Íslands gerir engan ágrein­ing um að opin­ber fjár­fram­lög til sam­göngu­mála hafi um langt skeið verið ófull­nægj­andi. Raunar hefur ASÍ um ára­bil lýst yfir áhyggjum af sam­drætti í fjár­fest­ingum hins opin­bera.

Leggja ber áherslu á að upp­söfnuð fjár­fest­inga­þörf var til staðar áður en núver­andi efna­hag­skreppa af völdum COVID-far­ald­urs­ins hófst. Í stuttu máli hefur opin­ber fjár­fest­ing ekki tekið mið af mann­fjölgun og breyt­ingum sam­fé­lags, atvinnu­lífs og umhverf­is. Gera verður alvar­legar athuga­semdir við þá skamm­sýni og slöku for­gangs­röðun sem skapað hefur ríkj­andi ástand,“ segir í umsögn­inni frá ASÍ, sem telur að „nauð­syn­leg fjár­fest­ing í innviðum og við­hald á þeim sé hluti af eðli­legum rekstri sam­fé­lags­ins.“

Ráðu­neytið segir sam­fé­lags­legt sam­þykki fyrir veggjöldum helstu áskor­un­ina

Í Græn­bók­inni sem ráðu­neytið hefur unnið segir að helsta áskorun fjár­mögn­unar sam­göngu­inn­viða með inn­heimtu veggjalda sé „sam­fé­lags­legt sam­þykki“ og minnst er á að í sam­tíma­sög­unni séu bæði dæmi um að þetta hafi tek­ist vel, eins og hvað Hval­fjarð­ar­göng varð­ar, en líka illa, varð­andi Kefla­vík­ur­veg.

Í skýrsl­unni segir að á sam­ráðs­fundum sem haldnir voru um allt land á meðan verið var að vinna að Græn­bók­inni hafi komið fram mik­ill stuðn­ingur við sér­tæka gjald­töku sem flýtt gæti upp­bygg­ingu sam­göngu­mann­virkja og að 86 pró­sent fund­ar­manna hafi verið fylgj­andi slíku í örkönn­unum sem fram­kvæmdar voru á þessum sam­ráðs­fund­um.

Í umsögn ASÍ kemur fram að sam­bandið sé ekki sam­mála því að sam­fé­lags­legt sam­þykki sé helsta áskor­un­in, þar sem því fari „víðs fjarri að borin hafi verið fram sann­fær­andi rök fyrir því að einka­fram­kvæmdir á sviði sam­göngu­mála séu bein­línis til hags­bóta fyrir almenn­ing“ og raunar bendi fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar til hins gagn­stæða.

Bent er að á að ekki sé til­tekið í drögum að Græn­bók­inni það sem fram kemur í grein­ar­gerð með frum­varpi um sam­vinnu­verk­efn­in, að reynsla frá Evr­ópu sýndi fram á að vegna til­færslu á áhættu og hærri fjár­magns­kostn­aðar einka­að­ila hefðu svokölluð sam­vinnu­verk­efni kostað 20-30 pró­sent meira en verk­efni sem fjár­mögnuð hefðu verið með hefð­bund­inni aðferð.

„Við hæfi sýn­ist að minna á að lána­kjör eru nú um stundir óvenju hag­stæð á alþjóð­legum mörk­uðum líkt og komið hefur fram í nýlegum lán­tökum íslenska rík­is­ins,“ segir í umsögn ASÍ, þar sem einnig er minnt á að hið opin­bera gengst iðu­lega í ábyrgð fyrir slíkar fram­kvæmd­ir.

„Stand­ist áætl­anir ekki er almenn­ingi gert að greiða umfram­kostn­að­inn. Reynslan er vel þekkt á Íslandi; hagn­að­ur­inn er einka­væddur en tapið lendir á almenn­ing­i,“ segir í umsögn­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent