Vilja að íslensk stjórnvöld bjóði einstaklingum frá Afganistan alþjóðlega vernd

Þrjátíu og einn Íslendingur sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóðlegum stofnunum í Afganistan krefst þess að íslensk stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða vegna ástandsins þar í landi.

Margir Afganir hafa gert tilraunir að flýja land eftir að Talíbanar hrifsuðu til sín völdin þar í landi.
Margir Afganir hafa gert tilraunir að flýja land eftir að Talíbanar hrifsuðu til sín völdin þar í landi.
Auglýsing

Hópur Íslend­inga sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóð­legum stofn­unum í Afganistan hefur sent ákall til íslenskra stjórn­valda um að grípa taf­ar­laust til aðgerða til að bregð­ast við þeim veru­leika sem blasir við almennum borg­urum – ekki síst konum og börnum – í Afganistan í ljósi atburða und­an­far­inna daga.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu Brynju Huldar Ósk­ar­s­dótt­­ur, ör­ygg­is- og varn­­ar­­mála­­fræð­ing­s með sér­­hæf­ingu í hryðju­verk­um, á Face­book í dag.

„Það hefur ekki farið fram­hjá neinum að ástandið í Afghanistan þessa dag­ana er grafal­var­legt, og öll sem hafa teng­ingar við landið þungt hugsi vegna ástand­ins,“ skrifar hún.

Auglýsing

Það hefur ekki farið fram­hjá neinum að ástandið í Afghanistan þessa dag­ana er grafal­var­legt, og öll sem hafa teng­ing­ar...

Posted by Brynja Huld Oskars­dottir on Tues­day, Aug­ust 17, 2021

Í ákall­inu kemur meðal ann­ars fram að Ísland sem her­laust og frið­sælt land, og eitt örugg­asta lands heims, auk þess að vera í efstu sætum á lista yfir ríki þar sem hvað mest kynja­jafn­rétti rík­ir, beri sið­ferði­leg og laga­leg skylda til þess að sýna í verki að ályktun um kon­ur, frið og öryggi sé raun­veru­lega horn­steinn íslenskrar utan­rík­is­stefnu.

Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana

Fer hóp­ur­inn á leit við íslensk stjórn­völd og Alþingi að þau bjóði ein­stak­ling­um, sér í lagi konum og stúlk­um, alþjóð­lega vernd. Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum og stúlkum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana m.a. vegna bar­áttu sinnar fyrir frelsi og rétt­indum kvenna og þátt­töku í verk­efnum sem voru studd af NATO eða öðrum alþjóð­legum stofn­un­um, sam­an­ber konur í leið­toga­stöð­um, blaða­kon­ur, mann­rétt­inda­fröm­uðir og konur sem til­heyra ofsóttum minni­hluta­hóp­um.

Íslensk stjórn­völd leiti enn fremur sam­starfs við önnur Norð­ur­lönd og/eða NATO ríki um flutn­ing fólks sem er í mik­illi hættu vegna starfa sinna fyrir og/eða með Íslenskum frið­ar­gæslu­liðum sem starfað hafa í Afganistan og veiti þeim ein­stak­lingum og fjöl­skyldum þeirra alþjóð­lega vernd.

Þá vill hóp­ur­inn að íslensk stjórn­völd beiti sér sér­stak­lega fyrir því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar standi vörð um rétt­indi og vernd kvenna og að stúlkum verði tryggður réttur til skóla­göngu og konum til atvinnu­þátt­töku. Íslensk stjórn­völd beiti sér jafn­framt fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­starfi í land­inu á grund­velli gagn­rýnnar end­ur­skoð­unar á þeirri aðstoð, sem veitt hefur ver­ið, og sem taki mið af Mars­hall-að­stoð­inni, þ.e. mark­miðs­setn­ing og fram­kvæmd verði mið­stýrð í auknum mæli og aðstoðin taki mið af aðstæðum í land­inu til að auka mögu­leik­ana á raun­veru­legum árangri.

Hér fyrir neðan má lesa ákall hóps­ins til íslenskra stjórn­valda í heild sinni:

Afghanistan hefur und­an­farna tvo ára­tugi verið eitt af fimm áherslu­löndum íslenska rík­is­ins í þró­un­ar­sam­vinnu og þátt­taka Íslands í upp­bygg­ingu í land­inu er ein umfangs­mestu aðkoma Íslands að verk­efnum á sviði örygg­is­mála, end­ur­reisnar og stjórn­ar­fars í einu fátæk­asta þró­un­ar­landi heims. Íslenskir friða­gæslu­liðar hafa tekið þátt í upp­bygg­ing­ar­verk­efnum á sviði jafn­rétt­is­mála víðs­vegar um landið og und­an­farin ár á sviði sam­skipta- og upp­lýs­inga­miðl­un­ar. Síð­ustu íslensku frið­ar­gæslu­lið­arnir komu heim sum­arið 2019 eftir alls 17 ára þátt­töku Íslands í hinum ýmsu verk­efnum í Afganist­an. Allan þennan tíma, einkum frá 2010, hefur verið lögð höf­uð­á­hersla á ályktun örygg­is­ráð Sam­ein­uðu þjóð­anna nr. 1325 um kon­ur, frið og öryggi.

Í utan­rík­is­stefnu Íslands seg­ir: „Jafn­rétt­is­sjón­ar­mið eru sam­þætt utan­rík­is­stefnu og starfi á alþjóða­vett­vangi, meðal ann­ars í tengslum við ályktun örygg­is­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna nr. 1325 um kon­ur, frið og örygg­i.“ Ísland var eitt af fyrstu ríkjum Sam­ein­uðu þjóð­anna sem setti sér árið 2008 lands­á­ætlun um fram­kvæmd álykt­unar örygg­is­ráðs­ins nr. 1325 um kon­ur, frið og öryggi og í sam­ræmi við áherslur hennar í Afganistan hefur m.a. starf­semi kvenna­mála­ráðu­neyt­is­ins og frjálsra félaga­sam­taka kvenna verið studd. Um tíma var íslenskur þró­un­ar­full­trúi m.a. tengiliður milli kvenna­sam­taka og upp­bygg­ing­arteym­is­ins (e. Provincial Reconstruct­ion Team) og vann að því að greiða fyrir þátt­töku full­trúa kvenna á fundum og í ýmissi starf­semi til að tryggja að sjón­ar­mið þeirra kæmust á fram­færi. Þá hafa íslenskir frið­ar­gæslu­liðar verið tengiliður við afghanskar blaða­konur og aðgerð­ar­sinna sem hafa verið að beita sér fyrir rétt­indum afganskra kvenna.

Þessi hópur kvenna í Afganistan er nú orð­inn að skot­marki Tali­bana fyrir það eitt að hafa und­an­farin ár komið sjón­ar­miðum kven­frels­is, kven­rétt­inda og jafn­réttis á fram­færi. Í land­inu er heill hópur kvenna sem hafa starfað í störfum hjá hinu opin­bera, í kvenna­mála­ráðu­neyt­inu og frjálsum félaga­sam­tökum á fjöl­miðlum og unnið hjá afgönsku lög­regl­unni eða öðrum stofn­un­um. Sumar hafa verið áber­andi í leið­toga­stöðum og unnið náið með vest­rænum banda­mönn­um. Unnið eftir því sem Tali­ban­arnir kalla „vest­ræn“ gildi sem í augum þeirra rétt­lætir dauða­refs­ingu.

Und­an­farnar vikur hafa banda­lags­lönd okk­ar, þar á meðal Banda­ríkin og Bret­land, gefið lof­orð þess efnis að bjóða upp á svokölluð „neyð­ar­land­vist­ar­leyfi“ eða hrað-­vega­bréfs­á­rit­anir til handa þeim sem unnu fyrir alþjóð­lega varn­ar­liðið eða ein­hver af sendi­ráðum Atl­ants­hafs­banda­lags þjóð­anna í Kab­úl. Starfs­fólk og sér í lagi kon­ur, sem unnu náið með íslenskum frið­ar­gæslu­liðum og öðrum banda­lags­þjóð­um, voru hins vegar fæstar á launa­skrá hjá Banda­ríkja­her eða vest­rænum sendi­ráðum og upp­fylla þar með ekki skil­yrðin fyrir veit­ingu þeirra sér­leyfa sem stendur til að opna umsóknir fyr­ir. Þetta er að hóp­ur­inn sem Ísland í sinni þró­un­ar- og utan­rík­is­stefnu hefur beitt sér fyrir og stutt hvað mest til auk­innar opin­berar þátt­töku og sýni­leika í sam­ræmi við ákvæði álykt­unar 1325.

Nú er komið að þeim átak­an­legu tíma­mótum að við þurfum að axla ábyrgð á þátt­töku okkar í þeim aðstæðum sem nú hafa skap­ast í Afganistan og beita okkur fyrir verndun kvenna og stúlkna á átaka­svæð­um, ekki síst þeim sem hafa verið að beita sér opin­ber­lega fyrir rétt­indum kvenna og stúlkna. Grípa það hug­rakka fólk, og sér í lagi kon­ur, sem við studdum og gerðu okkur kleift að koma okkar sjón­ar­miðum um jafn­rétti, menntun og lýð­ræði á fram­færi.

Með rökum má halda því fram að valda­rán Tali­bana og stjórn þeirra í land­inu feli sjálf­krafa í sér ofsóknir gegn fólki sem starf­aði fyrir erlenda aðila og sér í lagi gegn konum og stúlkum sem eiga hættu á dauða­refs­ingu, pynt­ingum eða van­virð­andi með­ferð, þar með talið kyn­ferð­is­of­beldi, eða refs­ingu.

Ísland sem her­laust og frið­sælt land, og eitt örugg­asta lands heims, auk þess að vera í efstu sætum á lista yfir ríki þar sem hvað mest kynja­jafn­rétti rík­ir, ber sið­ferði­leg og laga­leg skylda til þess að sýna í verki að ályktun 1325 um kon­ur, frið og öryggi sé raun­veru­lega horn­steinn íslenskrar utan­rík­is­stefnu. Það gera íslensk stjórn­völd með því að bjóða konum alþjóð­lega vernd – konum sem hafa barist fyrir auk­inni menntun kvenna, kven­rétt­ind­um, og því að koma konum í leið­toga­stöðu.

Við sem und­ir­ritum þetta bréf förum eft­ir­far­andi á leit við rík­is­stjórn Íslands og Alþingi:

Inn­an­lands

 • Íslensk stjórn­völd bjóði ein­stak­ling­um, sér í lagi konum og stúlk­um, alþjóð­lega vernd. Sjónum verði sér­stak­lega beint að konum og stúlkum sem stafar bein ógn af valda­töku Tali­bana m.a. vegna bar­áttu sinnar fyrir frelsi og rétt­indum kvenna og þátt­töku í verk­efnum sem voru studd af NATO eða öðrum alþjóð­legum stofn­un­um, sbr. konur í leið­toga­stöð­um, blaða­kon­ur, mann­rétt­inda­fröm­uðir og konur sem til­heyra ofsóttum minni­hluta­hóp­um.
 • Íslensk stjórn­völd leiti sam­starfs við önnur Norð­ur­lönd og/eða NATO ríki um flutn­ing fólks sem er í mik­illi hættu vegna starfa sinna fyrir og/eða með Íslenskum frið­ar­gæslu­liðum sem starfað hafa í Afganistan og veiti þeim ein­stak­lingum og fjöl­skyldum þeirra alþjóð­lega vernd.

Innan alþjóða­stofn­ana

 • Íslensk stjórn­völd beiti sér sér­stak­lega fyrir því að Sam­ein­uðu þjóð­irnar standi vörð um rétt­indi og vernd kvenna og að stúlkum verði tryggður réttur til skóla­göngu og konum til atvinnu­þátt­töku.
 • Íslensk stjórn­völd beiti sér fyrir áfram­hald­andi upp­bygg­ing­ar- og þró­un­ar­starfi í land­inu á grund­velli gagn­rýnnar end­ur­skoð­unar á þeirri aðstoð, sem veitt hefur ver­ið, og sem taki mið af Mars­hall aðstoð­inni, þ.e. mark­miðs­setn­ing og fram­kvæmd verði mið­stýrð í auknum mæli og aðstoðin taki mið af aðstæðum í land­inu til að auka mögu­leik­ana á raun­veru­legum árangri.
 1. Árni Arn­þórs­son, aðstoð­ar­rektor við Amer­ican Uni­versity of Afghanistan í Kabúl frá árinu 2018
 2. Brynja Dögg Frið­riks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi NATO í Afganistan 2018-2019
 3. Brynja Huld Ósk­ars­dótt­ir, sam­skipta­ráð­gjafi NATO í Afganistan 2018-2019
 4. Böðvar Þór Kára­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004-2005 og 2006-2008 og í eft­ir­lits- og upp­lýs­inga­sveit End­ur­reisn­arteymis alþjóða­sveita NATO í Ghor hér­aði 2005-2006
 5. Börkur Gunn­ars­son, aðstoð­ar­tals­maður sendi­herra NATO (Deputy Spokesper­son and Public Diplom­acy Officer on SCR Office) í Afganistan 2008 – 2009
 6. Erlingur Erlings­son, frið­ar­gæslu­liði í höf­uð­stöðvum alþjóð­aliðs NATO 2009 og starfs­maður Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNA­MA) 2009-2011
 7. Frið­rik Jóns­son, aðstoð­ar­yf­ir­maður þró­un­ar­mála hjá höf­uð­stöðvum alþjóð­aliðs NATO á vegum Frið­ar­gæslu Íslands 2009-2010 og starfs­maður Sam­ein­uðu þjóð­anna (develop­ment coor­dinator UNA­MA) 2010
 8. Frið­rik M. Jóns­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004 og 2006-2009 og í eft­ir­lits- og upp­lýs­inga­sveit End­ur­reisn­arteymis alþjóða­sveita NATO í Meyma­neh hér­aði 2005.
 9. Gerður Björk Kjærne­sted, upp­lýs­inga­full­trúi NATO, 2007-2008
 10. Gísli Gunn­ars­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007-2009
 11. Guð­rún S. Þor­geirs­dótt­ir, jafn­rétt­is­full­trúi NATO 2010-2011 og 2013
 12. Hall­dóra Brands­dótt­ir, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007-2008 og starfs­maður NATO á flug­vell­inum 2008-2021
 13. Har­aldur Sig­urðs­son, yfir­maður alþjóða­flug­vall­ar­ins í Kabúl á vegum Frið­ar­gæsl­unnar
 14. Heiða Björg Inga­dóttir Hjelm, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007-2009 og 2010-2012
 15. Helen María Ólafs­dótt­ir, starfs­maður Þró­un­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna í Afganistan 2007-2008
 16. Her­dís Sig­ur­gríms­dótt­ir, aðstoð­ar­kona sendi­herra NATO í Afganistan 2008
 17. Hörður Sig­urðs­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2008-2013
 18. Jón Mich­ael Þór­ar­ins­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2007- 2008 og póli­tískur ráð­gjafi borg­ara­legs sendi­full­trúa NATO í Afganistan 2016-2018
 19. Lára Jóns­dótt­ir, verk­efn­is­stjóri Lækna án landamæra (Medecins Sans Fronti­er­es) í Afganistan 2013 og 2015
 20. Magnea Mar­in­ós­dótt­ir, þró­un­ar- og mann­úð­ar­ráð­gjafi End­ur­reisn­arteymis NATO í Ghor hér­aði 2006-2007
 21. Magnús Árni Skjöld Magn­ús­son, póli­tískur ráð­gjafi borg­ara­legs sendi­full­trúa NATO í Afganistan 2018
 22. Ómar Þór Krist­ins­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004
 23. Pálína Ásgeirs­dótt­ir, sendi­full­trúi á vegum Rauða kross­ins í Afganistan 1992 og 2003-2005
 24. Sig­ríður Har­alds­dótt­ir, starfs­maður NATO alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2011-2014
 25. Sig­rún Andr­és­dótt­ir, frið­ar­gæslu­liði höf­uð­stöðvum NATO í Afganistan 2007-2009 og 2010-2011
 26. Steinar Axels­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2004-2005 og 2007
 27. Stein­unn Björk Bjark­ar­dóttir Pieper, frið­ar­gæslu­liði / jafn­rétt­is­full­trúi fjöl­þjóð­aliðs NATO 2011-2013 og 2014-2015
 28. Svafa H. Ásgeirs­dótt­ir, starfs­maður Creative Associ­ates International 2012-2016 og hjá Amer­ican Uni­versity í Kabúl frá 20210
 29. Una Sig­hvats­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi NATO í Afganistan 2016-2018
 30. Þor­steinn Páls­son, frið­ar­gæslu­liði alþjóða­flug­vell­inum Kabúl 2010-2013
 31. Þor­björn Jóns­son, Deputy Director Develop­ment, ISAF HQ 2010-2011

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent