Lilja: Fjármála- og efnahagsráðherra þegar byrjaður að axla ábyrgð

Viðskiptaráðherra telur að Bjarni Benediktsson sé þegar byrjaður að axla ábyrgð á sölunni á Íslandsbanka með því að óska eftir því að Ríkisendurskoðun skoði málið.

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Auglýsing

Lilja D. Alfreðs­dóttir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra segir að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra hafi einnig haft áhyggjur af fram­kvæmd sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í mars síð­ast­liðn­um. Hún segir jafn­framt að Bjarni sé nú þegar far­inn að bera ábyrgð á mál­inu með því að óska eftir því að Rík­is­end­ur­skoðun skoði mál­ið.

Þetta kom fram í máli hennar í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag. Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata spurði hana hvort hinir ráð­herr­arnir hefðu tekið hana alvar­lega þegar hún viðr­aði áhyggjur sínar á fundum ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál.

Hall­dóra hóf fyr­ir­spurn sína á því að segja að umræðan um ábyrgð og traust hefði verið hávær síð­ustu daga. Ábyrgð í stjórn­málum væri grund­völlur trausts og traust almenn­ings væri for­senda stöð­ug­leika.

Auglýsing

„Traustið er límið sem heldur sam­fé­lag­inu sam­an. Þetta held ég að hæst­virtur ráð­herra viti vel og henni sé umhugað um að traust ríki um störf hennar og rík­is­stjórn­ar­inn­ar. En þrátt fyrir þetta þá virð­ast stjórn­ar­lið­arnir flestir stað­ráðnir í því að firra fjár­mála­ráð­herra ábyrgð, ábyrgð sem maður hefði haldið að ætti að vera veiga­mikið atriði í máli þar sem traust almenn­ings er í húfi. Í kjöl­far banka­söl­unnar kom þó í ljós að ekki hefði ríkt ein­hugur innan rík­is­stjórn­ar­innar um fyr­ir­komu­lag útboðs­ins,“ sagði hún.

Rifj­aði Hall­dóra upp að Lilja hefði sagt í fjöl­miðla­við­tölum að á fundi ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál hefði hún gagn­rýnt fyr­ir­komu­lag­ið, til dæmis á þeim for­sendum að gæði fram­tíð­ar­eigna ættu að fá for­gang fram yfir verð og að vanda ætti sér­stak­lega til verka í ljósi hruns­ins.

Halldóra Mogensen Mynd: Bára Huld Beck

„Við­skipta­ráð­herra virð­ist hafa verið sann­spá því afar margt fór úrskeiðis við þessa sölu. Við seldum brösk­urum með vafa­sama for­tíð bréfin á afslætti, inn­herjar og starfs­menn Íslands­banka fengu aðgang að við­skipt­un­um, sölu­að­ilar fengu sjálfir að kaupa, faðir fjár­mála­ráð­herra tók þátt og svo mætti lengi telja,“ sagði Hall­dóra og bætti því við að aðfinnslur sem við­skipta­ráð­herra flagg­aði í ráð­herra­nefnd­inni væru mik­il­væg­ar, sér­stak­lega í ljósi þess að ráð­herra­nefnd­inni væri ætlað að vera vett­vangur sam­ráðs og sam­ræm­ingar við end­ur­skoðun fjár­mála­kerf­is­ins.

„Að­koma og athuga­semdir við­skipta­ráð­herra hljóta því að vega þungt í allri ákvarð­ana­töku,“ sagði hún og spurði hvernig Katrín og Bjarni hefðu brugð­ist við gagn­rýnum sjón­ar­miðum Lilju í ráð­herra­nefnd­inni. „Voru þau tekin alvar­lega? Hvers vegna var ekki tekið mark á rétt­mætum áhyggjum og for­spá við­skipta­ráð­herra?“ spurði hún.

Mik­il­vægt að vanda sig – og huga að mik­il­vægi trausts­ins

Lilja svar­aði og sagði að hún væri henni hjart­an­lega sam­mála um traust­ið. „Traust er lík­lega eitt mik­il­væg­asta og mesta hreyfi­afl sam­fé­laga, það er ef ekki er traust er mjög erfitt að vinna að fram­fara­mál­um. Þetta á við um að það þarf að ríkja traust innan rík­is­stjórna, það þarf að vera traust hér inni í þing­sal og það þarf að ríkja gott traust svo við getum unnið sam­an. Við getum líka litið til þeirra sam­fé­laga þar sem ríkir lítið traust. Þeim gengur bara frekar illa.“

Þannig væri það hár­rétt hjá Hall­dóru að traustið væri afar mik­il­vægt.

„Ég get upp­lýst þingið um að þau höfðu líka þessar áhyggj­ur. Það var þannig að það kemur til­laga frá Banka­sýslu rík­is­ins um að þessi aðferð sé til þess fallin að hámarka verð á þess­ari eign og þessi aðferð sé sú sem sé alls staðar beitt um allan heim. Ég verð bara að við­ur­kenna það að ég hafði ákveðnar efa­semdir um þetta, sér­stak­lega í ljósi þess að hér varð risa­stórt fjár­mála­hrun og traustið í íslensku sam­fé­lagi fór. Það er gríð­ar­lega alvar­legt og þús­undir fjöl­skyldna misstu heim­ili sín og áttu um mjög sárt að binda. Þess vegna var afskap­lega mik­il­vægt að við myndum vanda okkur og huga að mik­il­vægi trausts­ins,“ sagði Lilja.

Hvernig á fjár­mála­ráð­herra að axla ábyrgð?

Hall­dóra kom aftur í pontu og sagði að það væri áhuga­vert að heyra við­skipta­ráð­herra segja að fjár­mála­ráð­herra hefði deilt áhyggjum hennar af því ferli sem var ákveðið að fara í.

„Þessi til­laga Banka­sýsl­unn­ar, það var ákveðið að fara þá leið þrátt fyrir áhyggjur allra sem sitja í þessum hóp, þess­ari ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál. Nú voru fleiri en ein til­laga. Það hlýtur að sæta furðu að ákvörðun hafi verið tekin um að fara þessa leið á meðan allir þrír ráð­herr­arnir höfðu áhyggjur af því og nið­ur­stöð­unni af því,“ sagði hún og vís­aði í við­tal við Morg­un­blaðið þar sem Lilja benti „rétti­lega á“ að póli­tíska ábyrgðin lægi vænt­an­lega hjá þeim stjórn­mála­mönnum sem ákvarð­an­irnar tóku, að ekki væri hægt að skella skuld­inni alfarið á stjórn­endur Banka­sýsl­unn­ar.

Hall­dóra spurði Lilju hvernig fjár­mála­ráð­herra, sem hefði valið að fara þessa leið þrátt fyrir áhyggjur sínar og ann­arra ráð­herra sem sátu í ráð­herra­nefnd, bæri að axla ábyrgð á nið­ur­stöð­unni af sínum ákvörð­un­um.

„Við öll tökum þetta auð­vitað til okk­ar“

Ráð­herr­ann svar­aði í annað sinn og sagði að sú umræða sem hefði átt sér stað í þing­sal og hjá stjórn­ar­and­stöð­unni, og þau sterku við­brögð sem væru við þess­ari sölu, væri einmitt dæmi um það hversu upp­lýst íslenskt sam­fé­lag væri og að ráð­herra­nefndin hefði jafn­vel van­metið hversu stutt væri frá fjár­mála­hrun­inu.

„Ég tel að við öll tökum þetta auð­vitað til okk­ar,“ sagði hún.

Hún sagði að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra væri þegar byrj­aður að axla ábyrgð með því að óska eftir því að Rík­is­end­ur­skoðun skoði mál­ið. „Við sjáum að Seðla­banki Íslands fer strax inn í málið og er að skoða hvort eitt­hvað hafi farið úrskeiðis er varðar sölu og ein­staka aðila. Það hvarflar ekki að mér að fara eitt­hvað nánar út í það fyrr en ég sé hvað kemur út úr þeirri rann­sókn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent