Auglýsingatekjur RÚV jukust um fjórðung í fyrra og voru rúmlega tveir milljarðar

RÚV fékk 4,7 milljarða króna úr ríkissjóði á árinu 2021. Auglýsingatekjur fyrirtækisins jukust um rúmlega 400 milljónir króna milli ára. Það er hærri upphæð en allir einkareknu miðlarnir fengu samanlagt í rekstrarstyrk úr ríkissjóði.

Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri RÚV.
Stefán Eiríksson er útvarpsstjóri RÚV.
Auglýsing

RÚV hagn­að­ist um 45,2 millj­ónir króna í fyrra eftir að hafa tapað 209 millj­ónum króna á árinu 2020, sem var í fyrsta sinn síðan 2014 sem RÚV skil­aði tapi. 

Tekjur RÚV juk­ust úr tæp­lega 6,9 millj­ónum króna í tæp­lega 7,1 millj­arð króna á árinu 2021 og rekstr­ar­hagn­aður var 299 millj­ónir króna. Hrein fjár­magns­gjöld átu hann hins vegar upp að mestu en þau voru 254 millj­ónir króna á síð­asta ári þrátt fyrir að geng­is­munur hafi verið jákvæður um 71 milljón króna. Hann var nei­kvæður um sömu krónu­tölu árið áður. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi RÚV sem birtur var í lið­inni viku.

Tekjur RÚV eru að uppi­stöðu tvenns­kon­ar: tekjur af almanna­þjón­ustu sem koma í formi fram­lags úr rík­is­sjóði og tekjur af sam­keppn­is­rekstri. Alls fékk RÚV næstum 4,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra sem var ívið minna en þeir 4,9 millj­arðar sem rík­is­fjöl­mið­ill­inn fékk þaðan 2020. 

Auglýsing
Tekjur af sam­keppn­is­rekstri juk­ust hins vegar um 424 millj­ónir króna milli ára og  voru tæp­lega 2,4 millj­arðar króna. Þar af námu tekjur af aug­lýs­inga­sölu 2.026 millj­ónum króna í fyrra, sem var 402 millj­ónum krónum meira en þær skil­uðu árið 2020. Tekjur RÚV af sölu aug­lýs­inga juk­ust því um næstum 25 pró­sent milli ára. Til sam­an­burðar má nefna að rekstr­ar­styrkir til einka­rek­inna fjöl­miðla, sem úthlutað er árlega, voru tæp­lega 389 millj­ónir króna í fyrra. Þeir dreifð­ust á 19 mis­mun­andi miðla.

Fast­eigna­brask og lengri greiðslu­fer­ill lag­aði stöð­una

Afkoma RÚV á árunum 2013 til 2019, sem var sam­tals jákvæð um 1,5 millj­­­­arða króna. Það skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­­ins við Efsta­­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­­ar­af­koma félags­­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­­kvæð um rúm­­lega 50 millj­­ónir króna. Án lóða­­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. því verið ógjald­­­­fært.

Auk þess samdi RÚV í maí 2019 við Líf­eyr­is­­­­­­sjóð starfs­­­­­­manna rík­­­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­­­lega var lengt í greiðslu­­­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða var höf­uð­­­­­­stóll hækk­­­­­­aður og vextir lækk­­­­­­aðir úr fimm pró­­­­­­sentum í 3,5 pró­­­­­­sent.

Þetta gerði það að verkum að greiðsla skuld­­­­­ar­innar mun teygja sig til nýrra kyn­slóða en fjár­­­­­­­­­magns­­­­­gjöld sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru, líkt og áður sagði, 254 millj­­­­­ónir króna í fyrra og lækk­uðu um næstum 100 millj­ónir króna milli ára.

Útvarps­stjóri með 2,5 millj­ónir á mán­uði

Stöðu­gildum fækk­aði um 14 milli ára og voru 252 á árinu 2021. Launa­kostn­aður dróst sam­hliða saman um 49 millj­ónir króna og var rétt undir þremur millj­örðum króna. 

Heild­ar­laun og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur Stef­áns Eiríks­sonar útvarps­stjóra námu 30 millj­ónum króna í fyrra. Það þýðir að Stefán var með 2,5 millj­ónir króna á mán­uði í laun og mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóð fyrir að stýra stærsta fjöl­miðla­fyr­ir­tæki lands­ins, og því eina sem er í eigu rík­is­ins. 

­Stefán var ráð­inn snemma árs 2020 og þá skip­aður til fimm ára. Hann er tíundi útvarps­stjóri RÚV frá upp­hafi og tók við starf­inu af Magn­úsi Geir Þórð­ar­syn­i. 

RÚV er rekið í sam­ræmi við þjón­ustu­samn­ing sem gerður er við það ráðu­neyti sem fer með mál­efni fjöl­miðla hverju sinni. Nú er það ráðu­neyti ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála sem stýrt er af Lilju Alfreðs­dótt­ur. Nýr þjón­ustu­samn­ingur var und­ir­rit­aður í lok árs 2020 og lát­inn gilda aft­ur­virkt frá 1. jan­úar á því ári. Hann rennur út í lok næsta árs.

Á mál­þingi sem Blaða­­manna­­fé­lag Íslands og Rann­­sókna­­setur um fjöl­miðlun og boð­­skipti við Háskóla Íslands stóðu fyrir í febr­úar síð­ast­liðnum sagði Lilja að hún ætl­aði að beita sér fyrir því að RÚV fari af aug­lýs­inga­mark­aði. Hún vill horfa til Dan­merkur sem fyr­ir­myndar fyrir íslenska fjöl­miðla­mark­að­inn. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent