Virði íbúða í eigu Félagsbústaða jókst meira í fyrra en samanlagt fjögur árin á undan

Félagsbústaðir, sem halda utan um félagslegar íbúðir í eigu Reykjavíkur, eiga yfir þrjú þúsund íbúðir. Matsvirði þeirra hækkaði um 20,5 milljarða króna í fyrra. Frá byrjun árs 2017 og út árið 2020 hækkaði virði íbúða félagsins um 18 milljarða króna.

rvkmynd
Auglýsing

Þær íbúðir sem Félags­bú­stað­ir, félag utan um félags­legar leigu­í­búðir í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar, á voru metnar á 126,5 millj­arða króna sam­kvæmt nýbirtum árs­reikn­ingi borg­ar­inn­ar. Eigið fé félags­ins er nú um 67,3 millj­arðar króna. 

Virði íbúð­anna, sem eru rúm­lega þrjú þús­und tals­ins, hækk­aði um 20,5 millj­arða króna á síð­asta ári, sem er í takti við þær gríð­ar­legu hækk­anir sem hafa orðið á íbúð­ar­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu mán­uði. Sam­kvæmt nýj­ustu tölum frá Þjóð­skrá hækk­aði vísi­tala íbúð­ar­verðs á svæð­inu um 22,2 pró­sent frá mars 2021 og fram í mars 2022. 

Hækk­unin á eignum Félags­bú­staða end­ur­speglar hækkun á fast­eigna­mati á tíma­bil­inu febr­úar 2020 til febr­úar 2021 umfram vísi­tölu­hækkun febr­úar 2020 til ára­móta 2020 og hækkun vísi­tölu frá febr­úar 2021 og til ára­móta 2021. 

Auglýsing
Þetta er lang­hæsta mats­breyt­ingin á fjár­fest­inga­eignum Félags­bú­staða sem nokkru sinni hefur átt sér stað á einu ári. Fyrra metið var sett árið 2016 þegar verð­breyt­ing á þeim fast­eignum sem Félags­bú­staði á og ætl­aðar eru til útleigu hækk­uðu um 10,9 millj­arða króna. Árið 2017 hækk­uðu eign­irnar um 8,5 millj­arða króna, ári síðar um þrjá millj­arða og 2019 hækk­uðu eign­irnar um 4,8 millj­arða króna. Þær hækk­uðu svo um 1,8 millj­arð króna árið 2020. Sam­an­lagt hækk­uðu þær því um 18 millj­arða króna á fjórum árum. Í fyrra, á einu ári, hækk­uðu þær um 2,5 millj­arði króna umfram það sem þær höfðu hækkað fjögur árin á und­an. 

Halda á 3.012 íbúðum

Í Reykja­vík er 78 pró­­sent af öllu félags­­­legu hús­næði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu, þótt íbúar höf­uð­­borg­­ar­innar séu 56 pró­­sent íbúa á svæð­in­u. Íbúðir Félags­bú­staða eru 5,1 pró­sent af öllum íbúðum í Reykja­vík. 

Alls halda Félags­­­bú­­staðir á 3.012 íbúð­­um. Almennar íbúðir eru 2.182, 447 eru svo útbúnar fyrir fatl­aða og 383 eru fyrir aldr­aða. Að öllu með­­­­­töldu er 22 félags­­­­­leg íbúð á hverja 1.000 íbúa Reykja­víkur – en þeir voru 135.590 tals­ins um síð­ust ára­mót. Heild­­­ar­­­fjöldi félags­­­­­legra íbúða í Reykja­vík við árs­­­lok 2017 var sagður 2.513 og hefur þeim því fjölgað um 499  síðan þá.

Í könnun sem var gerð í fyrra kom fram að 84 pró­­sent leigj­enda óhagn­að­­ar­drif­inna leigu­fé­laga á borð við Félags­­­bú­­staði eru ánægðir með að leigja þar. Á­nægjan hjá þeim sem leigja hjá einka­reknu leigu­fé­lög­unum á Íslandi er hins vegar mun minni, en á meðal leigj­enda þeirra segj­­­ast 64 pró­­­sent vera ánægð með núver­andi hús­næði.

Tölu­verður munur er á því að leigja af einka­að­ila og því að leigja af hinu opin­bera. Í mán­að­­ar­­skýrslu Hús­næð­is- og mann­­virkja­­stofn­unar (HMS) sem birt var í októ­ber 2021 kom fram að það kosti að með­­­al­tali 168 þús­und krónur á mán­uði að leigja af einka­að­ila en 126 þús­und krónur á mán­uði að leigja íbúð í eigu ríkis eða sveit­­­ar­­­fé­laga. 

Því er þriðj­ungi dýr­­­ara að leigja af einka­að­ila en af opin­berum aðila.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent