Tekjur vegna fasteignaskatta í Reykjavík stóðu nánast í stað milli ára

Eftir mikla tekjuaukningu vegna innheimtu fasteignaskatta á árunum 2017, 2018 og 2019 hafa tekjur höfuðborgarinnar staðið nokkurn veginn í stað síðustu ár. Þær eru samt sem áður umtalsverðar, eða rúmlega 44 milljarðar króna á tveimur árum.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Tekjur Reykja­vík­­­ur­­borgar vegna inn­­heimtra fast­­eigna­skatta námu 22,4 millj­­örðum króna í fyrra og voru í sam­ræmi við gerða fjár­hags­á­ætl­un. Þær hækk­­uðu alls 368 millj­ónir króna milli ára og hafa sam­an­lagt verið 44,4 millj­arðar króna tveimur árum, 2020 og 2021. 

Þetta kemur fram í skýrslu fjár­­­mála- og áhættu­stýr­inga­sviðs Reykja­vík­­­ur­­borgar sem fylgdi með árs­­reikn­ingi henn­­ar.

Það þarf að leita langt aftur til að finna jafn litla hækkun á inn­­heimtum fast­­eigna­sköttum og á síð­­­ustu tveimur árum, en tekju­­stofn­inn hækk­­aði um 2,9 millj­­arða króna milli 2018 og 2019 og um þrjá millj­­arða króna milli 2017 og 2018. 

Það var 2,9 millj­­örðum krónum meira en borgin inn­­heimti í slíka skatta árið áður og 5,9 millj­­örðum krónum meira en árið 2017, þegar tekjur hennar vegna þeirra námu námu 15,1 millj­­arði króna. 

Miklar hækk­­­anir á fast­eigna­verði skýra auknar tekjur

Sveit­­­­ar­­­­fé­lög lands­ins eru með tvo meg­in­­­­tekju­­­­stofna. Ann­­­­ars vegar rukka þau útsvar, sem er beinn skattur á tekjur sem rennur til þess sveit­­­­ar­­­­fé­lags sem við­kom­andi býr í. Hins vegar rukka þau fast­­­­eigna­skatt.

Auglýsing
Slík gjöld eru aðal­­­­­­­lega tvenns kon­­­­ar. Ann­­­­ars vegar er fast­­­­eigna­skattur og hins vegar lóð­­­­ar­­­­leiga. Auk þess þurfa íbúar að greiða sorp­­­­hirð­u­­­­gjald og gjald vegna end­­­­ur­vinnslu­­­­stöðva sem hluta af fast­­­­eigna­­­­gjöldum sín­­­­um.

Tekjur Reykja­vík­­­ur­­borgar vegna fast­­eigna­skatta næstum tvö­­­föld­uð­ust frá árinu 2013 og fram til loka árs 2019, en á tíma­bil­inu fóru þær úr 11,6 millj­­örðum króna í 21,1 millj­­arð króna. 

Ástæðan er sú að fast­eigna­verð í höf­uð­­borg­inni hækk­­aði mikið á umræddu tíma­bili. Á íbúð­­ar­hús­næði hækk­­aði það til að mynda um 81 pró­­sent á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u. Frá mars í fyrra hefur íbúða­verð áfram hækkað stöðugt á svæð­inu, eða alls um 22,2 pró­­sent.

Fast­­­eigna­skattur á íbúð­­­ar­hús­næði var lækk­­­aður um tíu pró­­­sent á árinu 2017 úr 0,20 í 0,18 pró­­­sent. Þannig er hann enn. Auk þess voru afslættir aldr­aðra og öryrkja af slíkum gjöldum aukn­­­ir.

Á meðal þeirra aðgerða til að bregð­­ast við þeirri stöðu sem upp kom vegna efna­hags­­legra áhrifa útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­­dómn­um, og borg­­ar­ráð sam­­þykkti í lok mars 2020, var frestur á greiðslu allt að þriggja gjald­daga fast­­­­eigna­skatta á árinu 2020. Það úrræði hafði áhrif á tekjur vegna fast­­eigna­skatta á því ári. 

Borg­­ar­ráð ákvað á sama tíma ákveðið að flýta áformum sínum um að lækka fast­­eigna­skatta á atvinn­u­hús­næði úr 1,65 í 1,60 pró­­sent, en sú breyt­ing tók þó ekki gildi fyrr en í byrjun árs í fyrra, og hafði því nei­kvæð áhrif á tekjur vegna þeirra á árinu 2021. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent