Strokufanginn handtekinn í nótt ásamt fimm öðrum

Gabríel Douane Boama var handtekinn í nótt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu sem fólu meðal annars í sér húsleitir og að ökutæki voru stöðvuð.

Lögreglan
Auglýsing

Stroku­fang­inn Gabríel Dou­ane Boama, sem strauk úr haldi lög­regl­unnar við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur fyrir þremur dög­um, var hand­tek­inn í nótt.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir að lög­reglan hafi ráð­ist í umfangs­miklar aðgerðir í gær­kvöldi og í nótt þar sem hús­leitir voru gerðar og öku­tæki stöðv­uð. Þær aðgerðir leiddu til þess að Gabríel var hand­tek­inn undir morgun og er nú vistaður í fanga­geymslu lög­reglu. Fimm önnur voru hand­tekin í aðgerðum lög­reglu sem rann­sakar hvort stroku­fang­anum hafi verið veitt aðstoð við að losna undan hand­töku. Þau eru einnig í fanga­geymslu lög­reglu. Í til­kynn­ing­unni segir að þessar aðgerðir séu afrakstur mik­illar rann­sókn­ar­vinnu og vinnslu á upp­lýs­ingum sem lög­reglu hafi borist frá almenn­ingi.

Leit af Gabríel hefur staðið yfir síðan á þriðju­dags­kvöld þegar hann strauk úr haldi. Lög­reglu bár­ust fjöl­margar ábend­ingar frá fólki sem taldi sig hafa séð Gabrí­el. Kjarn­inn greindi frá því í gær að 16 ára drengur hafi tví­vegis verið stöðv­aður af lög­reglu á tveimur dögum vegna ábend­inga um að hann væri Gabrí­el. Í annað skipti var h ann í stræt­is­vagni og hitt skiptið að kaupa bakk­elsi í fylgd með móður sinni.

Auglýsing
Lögreglan hefur sætt harðri gagn­rýni fyrir þessi vinnu­brögð og sendi frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem hún hvatti til „var­kárni í sam­skiptum um þetta mál og önnur mál sem tengj­ast minni­hluta­hóp­um. For­dómar eiga aldrei rétt á sér. Leit að hættu­legu fólki má ekki verða til þess að minni­hluta­hópar í okkar sam­fé­lagi upp­lifi óör­yggi eða ótta. Að því sögðu er mik­il­vægt að lög­regla fylgi ábend­ingum sem ber­ast að gættu með­al­hófi og virð­ingu fyrir öll­u­m.“

Í umfjöllun Kjarn­ans sem birt­ist í gær má meðal ann­ars lesa lýs­ingu af mynd­bandi sem tekið var þegar lög­reglu­menn höfðu afskipti af unga drengnum í bak­arí­inu í gær.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
Kjarninn 7. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent