Strokufanginn handtekinn í nótt ásamt fimm öðrum

Gabríel Douane Boama var handtekinn í nótt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglu sem fólu meðal annars í sér húsleitir og að ökutæki voru stöðvuð.

Lögreglan
Auglýsing

Stroku­fang­inn Gabríel Dou­ane Boama, sem strauk úr haldi lög­regl­unnar við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur fyrir þremur dög­um, var hand­tek­inn í nótt.

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir að lög­reglan hafi ráð­ist í umfangs­miklar aðgerðir í gær­kvöldi og í nótt þar sem hús­leitir voru gerðar og öku­tæki stöðv­uð. Þær aðgerðir leiddu til þess að Gabríel var hand­tek­inn undir morgun og er nú vistaður í fanga­geymslu lög­reglu. Fimm önnur voru hand­tekin í aðgerðum lög­reglu sem rann­sakar hvort stroku­fang­anum hafi verið veitt aðstoð við að losna undan hand­töku. Þau eru einnig í fanga­geymslu lög­reglu. Í til­kynn­ing­unni segir að þessar aðgerðir séu afrakstur mik­illar rann­sókn­ar­vinnu og vinnslu á upp­lýs­ingum sem lög­reglu hafi borist frá almenn­ingi.

Leit af Gabríel hefur staðið yfir síðan á þriðju­dags­kvöld þegar hann strauk úr haldi. Lög­reglu bár­ust fjöl­margar ábend­ingar frá fólki sem taldi sig hafa séð Gabrí­el. Kjarn­inn greindi frá því í gær að 16 ára drengur hafi tví­vegis verið stöðv­aður af lög­reglu á tveimur dögum vegna ábend­inga um að hann væri Gabrí­el. Í annað skipti var h ann í stræt­is­vagni og hitt skiptið að kaupa bakk­elsi í fylgd með móður sinni.

Auglýsing
Lögreglan hefur sætt harðri gagn­rýni fyrir þessi vinnu­brögð og sendi frá sér til­kynn­ingu í gær þar sem hún hvatti til „var­kárni í sam­skiptum um þetta mál og önnur mál sem tengj­ast minni­hluta­hóp­um. For­dómar eiga aldrei rétt á sér. Leit að hættu­legu fólki má ekki verða til þess að minni­hluta­hópar í okkar sam­fé­lagi upp­lifi óör­yggi eða ótta. Að því sögðu er mik­il­vægt að lög­regla fylgi ábend­ingum sem ber­ast að gættu með­al­hófi og virð­ingu fyrir öll­u­m.“

Í umfjöllun Kjarn­ans sem birt­ist í gær má meðal ann­ars lesa lýs­ingu af mynd­bandi sem tekið var þegar lög­reglu­menn höfðu afskipti af unga drengnum í bak­arí­inu í gær.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent