Brynjar: Rauðhærðir og skeggjaðir lenda oft í þessu veseni

Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra gefur lítið fyrir gagnrýni á verklag lögreglu í sambandi við leit að strokufanga.

Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Brynjar Níels­son fyrr­ver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og aðstoð­ar­maður dóms­mála­ráð­herra segir að þegar lög­regla leitar að eft­ir­lýstum mönnum fái hún ábend­ingar sem hún auð­vitað verði að kanna.

Þetta kemur fram í athuga­semd á Face­book þar sem hann er spurður hvort hann og dóms­mála­ráð­herra ætli að tjá sig um alvar­leika þess að lög­reglu­emb­ættið skuli hafa mætt í fullum skrúða í tvígang til að hand­taka 16 ára ung­ling sem hafði ekk­ert gert af sér annað en að vera brúnn og með „dr­ea­d­locks“. Brynjar var jafn­framt spurður hvort allir ungir brúnir menn og strákar þyrftu að vera heima hjá sér þangað til löggan hefur fundið mann­inn sem þeir töp­uðu.

„Það er ekki nýtt að slíkar ábend­ingar reyn­ist rangar og má segja að slíkt ger­ist í öllum svona mál­um. Rauð­hærðir og skeggj­aðir lenda oft í þessu ves­eni. Menn þurfa að vera sér­kenni­lega inn­rétt­aðir til að sjá ras­isma í þessu máli, og jafn­vel plebba­leg­ir,“ skrifar hann.

Auglýsing

Skelfi­legt að hann hafi lent í þessu tvisvar – en lög­reglan þarf að bregð­ast við ábend­ingum

­Sig­ríður Björk Guð­jóns­dóttir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði í sam­tali við RÚV í gær að það væri skelfi­legt að sak­laus drengur hefði í tvígang lent í að lög­regla hafði afskipti af honum því hún taldi hann vera stroku­fanga. Sak­laus ung­menni ættu ekki að þurfa að verða fyrir afskiptum lög­reglu og sér­sveit­ar.

„Það er alveg skelfi­legt að hann skuli hafa lent í þessu í tvígang. En þarna er lög­reglan að bregð­ast við ábend­ingum um að þarna sé á ferð­inni sá ein­stak­lingur sem við erum að leita að og sak­laus drengur verður fyrir því að við þurfum að kanna rétt­mæti þess­ara ábend­inga,“ sagði Sig­ríður Björk.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mynd: aðsend

Hún sagði að það væri flókið að koma í veg fyrir að svona gerð­ist vegna þess að lög­reglan vildi fá ábend­ingar frá almenn­ingi og þyrfti að bregð­ast við þeim. „En hins vegar þurfum við líka að tryggja það að ungt fólk hérna um göt­urnar án þess að verða fyrir afskiptum að ástæðu­lausu af hálfu lög­reglu og jafn­vel sér­sveit­ar.“

Sig­ríður Björk hitti for­eldra drengs­ins tvo daga í röð vegna atvikanna. „Þetta var bara mjög gagn­legt að setj­ast niður og fara yfir stöð­una, bæði þeirra upp­lifun og þeirra í raun og veru raun­veru­leika, reyna að setja sig inn í það. Og að sama skapi að fara yfir verk­ferla lög­reglu, finna út hvað við getum gert öðru vísi og bet­ur. En þetta voru gagn­leg sam­töl en ég vona inni­lega að við þurfum ekki að setj­ast niður í þriðja sinn út af sömu ástæð­u.“

„Að­stæður eru ekki ein­fald­­ar, þær eru flókn­ar og menn und­ir álagi hjá lög­­regl­unni“

Jón Gunn­­ar­s­­son dóms­­mála­ráð­herra sagði í sam­tali við mbl.is í gær að hann myndi eiga sam­­tal við rík­­is­lög­­reglu­­stjóra og óska eft­ir við­brögðum lög­­­reglu vegna máls­ins.

Að sögn Jóns er það afar óheppi­­legt að svona lagað skuli eiga sér stað í þess­­ari starf­­semi lög­­­reglu og að það sé mik­il­vægt að læra af þessu.

Spurður hvort dóms­­mála­ráðu­neytið hyg­ð­ist beina ein­hverj­um til­­­mæl­um til lög­­­reglu varð­andi verk­lag og fram­­kvæmd leit­­ar­inn­ar sagð­ist Jón ör­ugg­­lega leita eft­ir upp­­lýs­ing­um frá lög­­­reglu en ít­rek­aði að hvorki ráðu­neytið né ráð­herra gæti haft ein­hver af­­skipti af ein­staka mál­um hjá lög­­regl­unni.

Jón Gunnarsson Mynd: Bára Huld Beck

Ráð­herr­ann sagði enn­fremur að sýna þyrfti lög­­regl­unni skiln­ing. „Menn þurfa að hafa það í huga að þetta eru erf­iðar aðstæður sem lög­­regl­an vinn­ur við og það þarf að sýna því skiln­ing.“

Benti hann á að lög­­regl­an væri að leita að eft­ir­lýst­um ein­stak­l­ingi sem er tal­inn hætt­u­­leg­ur um­hverfi sínu. „Að­stæður eru ekki ein­fald­­ar, þær eru flókn­ar og menn und­ir álagi hjá lög­­regl­unn­i.“

Krefst þess að lög­reglan breyti verk­lagi sínu

Móðir drengs­ins sagði í sam­tali við Kjarn­ann í gær að hann hefði verið að algjöru áfalli eftir fyrra atvikið sem átti sér stað í strætó í fyrra­dag. Hann hefði fengið frí í vinn­unni í gær og hefðu þau mæðgin ætlað að eiga stund saman í bak­aríi í Mjódd­inni en í stað­inn mætti lög­reglan á svæð­ið. Hún sagði að það hefði verið nið­ur­lægj­andi.

Hún krefst breytts verk­lags án tafar þar sem barnið hennar sé nú fangi á eigin heim­ili fyrir glæp sem hann framdi ekki. Vit­und­­ar­vakn­ing hjá lög­­regl­unni og sam­­fé­lag­inu sé brýn og nauð­­syn­­leg.

Dreng­­ur­inn var sjálfur með ósk sem hann vildi koma á fram­­færi: „Ég væri til í að geta stigið út úr mínu eigin húsi og vera með vinum mínum án þess að lög­­reglan stoppi mig fyrir það hvernig ég lít út.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Að rækta með sér von er lykillinn að farsælu lífi
Kjarninn 28. nóvember 2022
Isabel dos Santos er elsta dóttir fyrrverandi forseta Angóla.
Forríka forsetadóttirin: „Ég er ekki í felum“
Dóttir fyrrverandi forseta Angóla, milljarðamæringurinn Isabel dos Santos, segist ekki á flótta undan réttvísinni. Stjórnvöld í heimalandi hennar hafa beðið alþjóða lögregluna, Interpol, um aðstoð við að hafa uppi á henni.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún skrifar undir umsögnina.
SFS styðja frumvarp Svandísar um að hækka veiðigjöld á næsta ári en lækka þau árin á eftir
Ríkisstjórnin setti inn heimild fyrir útgerðir til að fresta skattgreiðslum á meðan að á kórónuveirufaraldrinum stóð. Sjávarútvegur skilaði methagnaði á meðan. Allt stefndi í að veiðigjöld yrðu fyrir vikið mun lægri en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Litla-Sandfell í Þrengslum myndaðist í gosi undir jökli fyrir þúsundum ára.
„Til að búa til sement og steypu þarf að fórna“ Litla-Sandfelli
Eden Mining, sem ætlar að mylja Litla-Sandfell niður til útflutnings, er virkilega annt um loftslag jarðar ef marka má svör fyrirtækisins við gagnrýni stofnana á framkvæmdina. „Það er óraunhæft að öll íslensk náttúra verði ósnortin um aldur og ævi.“
Kjarninn 28. nóvember 2022
Ferðamenn við íshellana í Kötlujökli.
Vísa ásökunum um hótanir á bug
EP Power Minerals, fyrirtækið sem hyggur á námuvinnslu á Mýrdalssandi segir engan fulltrúa sinn hafa hótað ferðaþjónustufyrirtækjum svæðinu líkt og þau haldi fram. Skuldinni er skellt á leigjendur meðeigenda að jörðinni Hjörleifshöfða.
Kjarninn 28. nóvember 2022
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Ætti ríkið að greiða hverri nýrri kynslóð „heimanmund“ til þess að byrja ævina á?
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, veltir fyrir sér þriðju leiðinni sem sameini hagkvæmni húsnæðismarkaðar og réttlætiskennd okkar gagnvart því að allir eigi rétt á þaki yfir höfuðið.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, var í viðtali í Silfrinu á RÚV. Mynd / Aðsend.
Hugmyndir um útbreidd vindorkuver „alls ekki raunhæfar”
Bjarni Bjarnason forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur varar við því að reist verði mörg vindorkuver á skömmum tíma. Hann segir fyrirtæki sem sækist eftir því að reisa vindorkuver ekki gera það til að bjarga loftslaginu heldur hugsi um ágóða.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Búa til vistvæn leikföng og vörur fyrir börn
Tveir Íslendingar í Noregi safna fyrir næstu framleiðslu á nýrri leikfangalínu á Karolina Fund.
Kjarninn 27. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent