Friðrik Jónsson nýr formaður BHM

Nýr formaður Bandalags háskólamanna hefur verið kjörinn en hann tekur við af Þórunni Sveinbjarnardóttur.

Friðrik Jónsson
Friðrik Jónsson
Auglýsing

Frið­rik Jóns­son hefur verið kjör­inn nýr for­maður Banda­lags háskóla­manna (BHM) til tveggja ára í raf­rænni kosn­ingu sem lauk á hádegi í dag. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá BHM.

Frið­rik hlaut 69,5 pró­sent atkvæða í kosn­ing­unni en Mar­í­anna H. Helga­dótt­ir, for­maður Félags íslenskra nátt­úru­fræð­inga, sem einnig bauð sig fram í emb­ætt­ið, hlaut 30,5 pró­sent atkvæða. Raf­ræn kosn­ing hófst 13. maí og lauk sem fyrr segir á hádegi í dag. Sam­tals voru 189 aðal­fund­ar­full­trúar á kjör­skrá og af þeim greiddu 187 atkvæði í kosn­ing­unni. Kosn­inga­þátt­taka var því um 99 pró­sent.

Tekur hann við sem for­maður BHM á aðal­fundi banda­lags­ins næst­kom­andi fimmtu­dag, að því er fram kemur í tillkynn­ing­unni. Frið­rik er einnig for­maður Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins.

Auglýsing

„Frið­rik Jóns­son er fæddur árið 1967 og hefur und­an­farin 25 ár starfað innan utan­rík­is­þjón­ustu Íslands. Meðal ann­ars hefur hann starfað á vett­vangi Alþjóða­bank­ans, Atl­ants­hafs­banda­lags­ins og Sam­ein­uðu þjóð­anna og í sendi­ráðum Íslands í Was­hington og Kaup­manna­höfn. Hann hefur einnig verið for­stöðu­maður GRÓ, þekk­ing­ar­mið­stöðvar þró­un­ar­sam­vinnu, og full­trúi Íslands í emb­ætt­is­manna­nefnd Norð­ur­skauts­ráðs­ins. Frið­rik er með MA-gráðu í alþjóða­sam­skiptum og MBA-gráðu í alþjóða­við­skipt­um. Hann var kjör­inn for­maður Félags háskóla­mennt­aðra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins á aðal­fundi félags­ins síð­ast­liðið haust,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokki