„Nú þurfum við að ákveða hvoru megin í sögunni við ætlum að vera“

Fjórtán manns hafa nú misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í COVID-19 próf þegar til stóð að vísa þeim úr landi til Grikklands. Nú stendur yfir neyðarsöfnun fyrir þessa flóttamenn sem margir eru frá Palestínu.

Flóttamenn frá Palestínu
Auglýsing

Neyð­ar­söfnun fyrir hús­næð­is­lausa flótta­menn á Íslandi stendur nú yfir en fjórtán ein­stak­lingar hafa nú misst þjón­ustu á vegum Útlend­inga­stofn­unar eftir að hafa neitað að fara í COVID-19 próf þegar til stóð að vísa þeim úr landi til Grikk­lands.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu sam­tak­anna Refu­gees in Iceland í dag en söfn­unin fer fram í gegnum Sol­aris – hjálp­ar­sam­tök fyrir hæl­is­leit­endur og flótta­fólk á Íslandi.

Tölu­vert var fjallað um mál­efni flótta­fólks í fjöl­miðlum lands­ins í síð­ustu viku en Kjarn­inn greindi frá því að ungir Palest­ínu­menn, sem hingað komu og sóttu um alþjóð­lega vernd, hefðu misst hús­næði sem þeir voru í á vegum Útlend­inga­stofn­unar sem og fram­færslu frá stofn­un­inni. Mál þeirra voru ekki tekin til efn­is­legrar með­ferðar hér á landi á þeim rökum að þeir hafi þegar fengið dval­ar­leyfi og stöðu flótta­manna í Grikk­landi.

Auglýsing

Sam­tökin Refu­gees in Iceland taka það sér­stak­lega fram á Face­book að umrætt fólk sé með öllu ein­kenna­laust og að eng­inn grunur sé um að þau séu smituð af COVID-19. Benda þau á að ástæðan fyrir því að Útlend­inga­stofnun vill senda fólkið í skimun sé til þess að hægt sé að senda þau úr landi. „Þar sem aðstæður í Grikk­landi eru óvið­un­andi fyrir flótta­fólk, líkt og Rauði Kross­inn og fleiri mann­rétt­inda­sam­tök hafa ítrekað bent á, hefur fólkið ekki viljað fara í COVID-19 próf þar sem það væri ígildi þess að aðstoða við eigin brott­vís­un. Vegna þessa hefur Útlend­inga­stofnun ákveðið að refsa flótta­fólk­inu með því að senda þau á göt­una, hús­næð­is­laus, fram­færslu­laus og kenni­tölu­laus.“

Bíður ekk­ert nema heim­il­is­leysi, atvinnu­leysi og skert eða ekk­ert aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu

Benda þau enn fremur á að mörg í þeim hópi sem nú eru á göt­unni hér á landi séu frá Palest­ínu. „Eins og allir vita hefur heima­land þeirra orðið fyrir loft­árásum nýverið þar sem sak­laust fólk hefur látið lífið í hrönn­um. Á þessum tíma­punkti ákveða íslensk yfir­völd að senda þau aftur til Grikk­lands. Önnur sem vísað hefur verið á göt­una koma frá stríðs­hrjáðum svæðum líkt og Afganistan, Írak, Sýr­landi, Sómalíu og Kúr­dist­an.

Líkt og fyrr segir eru aðstæður flótta­fólks í Grikk­landi bæði ómann­úð­legar og óör­ugg­ar. Þar bíður þeirra ekk­ert nema heim­il­is­leysi, atvinnu­leysi, skert eða ekk­ert aðgengi að heil­brigð­is­þjón­ustu, menntun og annarri grunn­þjón­ustu. Einnig þarf flótta­fólk þar að búa við for­dóma og ofbeldi af hálfu almenn­ings sem og yfir­valda. Þor­steinn Gunn­ars­son, stað­geng­ill for­stjóra ÚTL, hefur sagt að flótta­fólkið sem sent var á göt­una hafi haft val, en það kall­ast ekki val að neyða fólk til að velja um líf á göt­unni í Grikk­landi eða líf á göt­unni á Íslandi. Það kall­ast kúg­un,“ segir í færsl­unni.

„Nú þurfum við að ákveða hvoru megin í sög­unni við ætlum að vera. Tökum við afstöðu með náunga­kær­leika og sam­kennd eða fylgjum við í blindni ótta­á­róðri og íhalds­semi stjórn­valda?“ spyrja þau.

Sam­tökin telja það á ábyrgð Íslend­inga að aðstoða og sýna sam­kennd­ina í verki. Tek­ist hafi að skjóta þaki yfir þau sem búið er að henda á göt­una en enn sé von á að bæt­ist í hóp­inn og hafi þau ekk­ert á milli hand­anna.

NEYЭAR­SÖFNUN FYRIR HÚS­NÆЭIS­LAUSA FLÓTTA­MENN Á ÍSLAND­I! Fjórtán ein­stak­lingar hafa nú misst þjón­ustu á veg­um...

Posted by Refu­gees in Iceland on Tues­day, May 25, 2021

Efna­hags­legar ástæður ekki nægj­an­legar einar og sér svo að mál hæl­is­leit­enda séu tekin til efn­is­legrar með­ferðar

Íris Krist­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vernd­ar­sviðs Útlend­inga­stofn­un­ar, sagði í sam­tali við Kjarn­ann í síð­ustu viku að ákvarð­anir um að synja hópi Palest­ínu­manna um alþjóð­lega vernd hefðu verið teknar „áður en yfir­stand­andi átök brut­ust út á Gaza“ og að stríðið þar hefði „ekki endi­lega áhrif“ á flutn­ing þeirra úr landi sem nú standi fyrir dyr­um. „Við förum ekki út í þessar aðgerðir að gamni okk­ar,“ sagði hún um þá ákvörðun að stöðva fram­færslu til mann­anna og vísa þeim út á götu eftir að þeir neit­uðu að fara í sýna­töku. „Það er búið að reyna að vinna með þeim.“

Þór­hildur Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi stofn­un­ar­inn­ar, sagði enn fremur við Kjarn­ann að vissu­lega væru „sér­stakar aðstæð­ur“ í Palest­ínu en að þangað væri ekki verið að vísa þeim heldur aftur til Grikk­lands þar sem þeir hefðu þegar fengið dval­ar­leyfi. Hún við­ur­kenndi þó að ástandið í því landi væri ekki gott, á því léki eng­inn vafi. En efna­hags­legar ástæður á borð við hús­næð­is- eða atvinnu­leysi, eru að sögn Írisar ekki nægj­an­legar einar og sér svo að mál hæl­is­leit­enda séu tekin til efn­is­legrar með­ferðar hér á landi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent