„Nú þurfum við að ákveða hvoru megin í sögunni við ætlum að vera“

Fjórtán manns hafa nú misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í COVID-19 próf þegar til stóð að vísa þeim úr landi til Grikklands. Nú stendur yfir neyðarsöfnun fyrir þessa flóttamenn sem margir eru frá Palestínu.

Flóttamenn frá Palestínu
Auglýsing

Neyðarsöfnun fyrir húsnæðislausa flóttamenn á Íslandi stendur nú yfir en fjórtán einstaklingar hafa nú misst þjónustu á vegum Útlendingastofnunar eftir að hafa neitað að fara í COVID-19 próf þegar til stóð að vísa þeim úr landi til Grikklands.

Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu samtakanna Refugees in Iceland í dag en söfnunin fer fram í gegnum Solaris – hjálparsamtök fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi.

Töluvert var fjallað um málefni flóttafólks í fjölmiðlum landsins í síðustu viku en Kjarninn greindi frá því að ungir Palestínumenn, sem hingað komu og sóttu um alþjóðlega vernd, hefðu misst húsnæði sem þeir voru í á vegum Útlendingastofnunar sem og framfærslu frá stofnuninni. Mál þeirra voru ekki tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi á þeim rökum að þeir hafi þegar fengið dvalarleyfi og stöðu flóttamanna í Grikklandi.

Auglýsing

Samtökin Refugees in Iceland taka það sérstaklega fram á Facebook að umrætt fólk sé með öllu einkennalaust og að enginn grunur sé um að þau séu smituð af COVID-19. Benda þau á að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun vill senda fólkið í skimun sé til þess að hægt sé að senda þau úr landi. „Þar sem aðstæður í Grikklandi eru óviðunandi fyrir flóttafólk, líkt og Rauði Krossinn og fleiri mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á, hefur fólkið ekki viljað fara í COVID-19 próf þar sem það væri ígildi þess að aðstoða við eigin brottvísun. Vegna þessa hefur Útlendingastofnun ákveðið að refsa flóttafólkinu með því að senda þau á götuna, húsnæðislaus, framfærslulaus og kennitölulaus.“

Bíður ekkert nema heimilisleysi, atvinnuleysi og skert eða ekkert aðgengi að heilbrigðisþjónustu

Benda þau enn fremur á að mörg í þeim hópi sem nú eru á götunni hér á landi séu frá Palestínu. „Eins og allir vita hefur heimaland þeirra orðið fyrir loftárásum nýverið þar sem saklaust fólk hefur látið lífið í hrönnum. Á þessum tímapunkti ákveða íslensk yfirvöld að senda þau aftur til Grikklands. Önnur sem vísað hefur verið á götuna koma frá stríðshrjáðum svæðum líkt og Afganistan, Írak, Sýrlandi, Sómalíu og Kúrdistan.

Líkt og fyrr segir eru aðstæður flóttafólks í Grikklandi bæði ómannúðlegar og óöruggar. Þar bíður þeirra ekkert nema heimilisleysi, atvinnuleysi, skert eða ekkert aðgengi að heilbrigðisþjónustu, menntun og annarri grunnþjónustu. Einnig þarf flóttafólk þar að búa við fordóma og ofbeldi af hálfu almennings sem og yfirvalda. Þorsteinn Gunnarsson, staðgengill forstjóra ÚTL, hefur sagt að flóttafólkið sem sent var á götuna hafi haft val, en það kallast ekki val að neyða fólk til að velja um líf á götunni í Grikklandi eða líf á götunni á Íslandi. Það kallast kúgun,“ segir í færslunni.

„Nú þurfum við að ákveða hvoru megin í sögunni við ætlum að vera. Tökum við afstöðu með náungakærleika og samkennd eða fylgjum við í blindni óttaáróðri og íhaldssemi stjórnvalda?“ spyrja þau.

Samtökin telja það á ábyrgð Íslendinga að aðstoða og sýna samkenndina í verki. Tekist hafi að skjóta þaki yfir þau sem búið er að henda á götuna en enn sé von á að bætist í hópinn og hafi þau ekkert á milli handanna.

NEYÐARSÖFNUN FYRIR HÚSNÆÐISLAUSA FLÓTTAMENN Á ÍSLANDI! Fjórtán einstaklingar hafa nú misst þjónustu á vegum...

Posted by Refugees in Iceland on Tuesday, May 25, 2021

Efnahagslegar ástæður ekki nægjanlegar einar og sér svo að mál hælisleitenda séu tekin til efnislegrar meðferðar

Íris Kristinsdóttir, sviðsstjóri verndarsviðs Útlendingastofnunar, sagði í samtali við Kjarnann í síðustu viku að ákvarðanir um að synja hópi Palestínumanna um alþjóðlega vernd hefðu verið teknar „áður en yfirstandandi átök brutust út á Gaza“ og að stríðið þar hefði „ekki endilega áhrif“ á flutning þeirra úr landi sem nú standi fyrir dyrum. „Við förum ekki út í þessar aðgerðir að gamni okkar,“ sagði hún um þá ákvörðun að stöðva framfærslu til mannanna og vísa þeim út á götu eftir að þeir neituðu að fara í sýnatöku. „Það er búið að reyna að vinna með þeim.“

Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi stofnunarinnar, sagði enn fremur við Kjarnann að vissulega væru „sérstakar aðstæður“ í Palestínu en að þangað væri ekki verið að vísa þeim heldur aftur til Grikklands þar sem þeir hefðu þegar fengið dvalarleyfi. Hún viðurkenndi þó að ástandið í því landi væri ekki gott, á því léki enginn vafi. En efnahagslegar ástæður á borð við húsnæðis- eða atvinnuleysi, eru að sögn Írisar ekki nægjanlegar einar og sér svo að mál hælisleitenda séu tekin til efnislegrar meðferðar hér á landi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent