Bára Huld Beck

„Stríðið sem nú geisar kemur alltaf aftur – það er ekki hægt að lífa eðlilegu lífi á Gaza“

Margir hælisleitendur sem hingað koma í leit að skjóli þurfa frá að hverfa þegar þeir hafa þegar fengið hæli í Grikklandi. Þriggja barna faðir í leit að mannsæmandi lífi er einn þeirra en hann kemur frá Gaza þar sem stríðsátök geisa nú um dagana – sem svo oft áður.

Eina sem ég óska mér er að lifa mínu lífi með börn­unum mín­um. Ég hugsa mikið til þeirra núna. Stríðið sem nú geisar kemur alltaf aftur og það er ekki hægt að lífa eðli­legu lífi á Gaza. Ég sé ekki neina fram­tíð þar og það eina sem ég hugsa núna er að konan mín og börnin mín geti lifað eðli­legu lífi. Það er það eina sem ég hugsa um nún­a.“

Þetta segir Ahmed Irheem 28 ára gam­all Palest­ínu­maður sem synjað hefur verið um hæli á Íslandi en hann flúði frá heima­land­inu til Tyrk­lands árið 2018 og þaðan til Grikk­lands. Hann á eig­in­konu og þrjú ung börn sem búa nú við skelfi­legar aðstæður á Gaza en þar hafa átt sér stað loft­árásir Ísra­els­manna síð­ast­liðna viku.

Ahmed kom til hingað til lands um miðjan sept­em­ber á síð­asta ári. Nú, eftir synjun frá kæru­nefnd Útlend­inga­mála, fer í gang ferli fyrir dóm­stól­um. Lög­maður hans segir að ef fer sem horfir þá muni hann enda á göt­unni eftir fjórar til fimm vikur – en hann dvelur nú í íbúð ásamt öðrum hæl­is­leit­endum í Reykja­vík.

Auglýsing

Vist­ar­verur frekar ætl­aðar dýrum en mönnum

Dvöl­inni í Grikk­landi lýsir Ahmed sem hræði­legri – og voru vist­ar­verur hans frekar ætl­aðar dýrum frekar en mönn­um, að hans sögn. Hann seg­ist þess vegna ekki hafa séð neina fram­tíð fyrir sig eða fjöl­skyldu sína þar í landi.

Flúði hann til Belgíu í kjöl­farið enda taldi hann sig ekki eiga ann­arra kosta völ. Hann seg­ist ekki hafa viljað fara til baka til Palest­ínu – og í reynd lítur hann ekki á það sem val – heldur vildi hann reyna áfram að finna sér og fjöl­skyldu sinni skjól. Nú eru öll fram­tíð­ar­á­form enn og aftur í upp­námi eftir synj­un­ina.

Meidd­ist í sprengju­árás árið 2008

Ahmed er alinn upp í Gaza og þegar hann var ungur drengur árið 2008 voru stríðs­á­tök á svæð­inu, sem svo oft áður. Hann lýsir því þegar sprengjum var varpað á bygg­ing­ar, þar á meðal á blokk nálægt skól­anum sem hann gekk í. „Einn vinur minn dó í þessum árásum og ég meidd­ist mikið – sér­stak­lega á utan­verðu hægra lær­in­u,“ segir hann og bendir niður eftir fæt­in­um. Var hann með skerta heyrn eftir þetta.

Hann segir að síðan þetta gerð­ist hafi honum oft liðið mjög illa og verið þung­lynd­ur. Hann seg­ist þó hafa fengið lækn­is­þjón­ustu á ákveðnum tíma­bilum í líf­inu sem hafi látið honum líða ögn bet­ur. Segir hann að tím­inn í Grikk­landi hafi verið skelfi­legur hvað þetta varð­ar. Hann hafi ekki fengið þá aðstoð sem hann þurfti þá sjö mán­uði sem hann var þar.

Í úrskurði kæru­nefndar kemur fram að nefndin telji gögn máls­ins ekki bera með sér að heilsu­far kær­anda sé með þeim hætti að hann telj­ist glíma við mikil eða alvar­leg veik­indi, s.s. skyndi­legan og lífs­hættu­legan sjúk­dóm og með­ferð við honum sé aðgengi­leg hér á landi en ekki í við­töku­ríki. „Af þeim gögnum sem kæru­nefnd hefur kynnt sér um aðstæður í Grikk­landi verður ráðið að kær­andi hafi aðgang að grunn­heil­brigð­is­þjón­ustu þar í land­i,“ segir í úrskurð­in­um.

Mynd­bandið hér að ofan sýnir vist­ar­verur Ahmed í Grikk­landi þar sem hann bjó í her­bergi með 15 öðrum mönnum en hann er einn þeirra sem liggur í rúm­inu.

Hvað olli því að þú ákvaðst að flýja heima­land­ið?

„Síðan árið 2010 hef ég hugsað um að flýja og ég fann að ég var mjög veik­ur. Svo skall á annað stríð árið 2014 sem hafði slæmar afleið­ing­ar. Aðal­at­riðið hjá mér núna er nátt­úru­lega að ég og fjöl­skylda mín fái athvarf til að lifa og til að ég nái heilsu.“

Ahmed segir að eina landið sem hann sjái sem öruggt fyrir sig og fjöl­skyldu sína sé Ísland. „Ég vil búa hér á Íslandi. Mig langar að fá börnin mín hing­að. Ég er ekki að segja að Grikk­land sé slæmt land en mér leið ekki vel þar og aðstæður þar eru ekki góð­ar.“

„Það er alltaf stríð heima og maður veit aldrei hvað gerist næst,“ segir Ahmed.
Bára Huld Beck

Strák­ur­inn hans alltaf að tala um stríð

Eig­in­kona hans íhug­aði það að flýja með honum en Ahmed seg­ist ekki hafa viljað gera ungum börnum sínum það. „Ég hugs­aði með mér að ég myndi fara fyrst og síðan myndu þau fylgja á eftir síð­ar. Við myndum finna leið til að koma fjöl­skyld­unni til mín.“ Seg­ist hann vera að reyna að gera allt sem í hans valdi stendur til að bjarga fjöl­skyld­unni sinni en börnin eru fjög­urra, sex og sjö ára göm­ul. „Það er alltaf stríð heima og maður veit aldrei hvað ger­ist næst. Mið­dreng­ur­inn minn er alltaf að tala um stríð – og honum líður alls ekki nógu vel.“

Ahmed, börnin hans þrjú og eiginkonan Hanan Myndir: Aðsendar

Fáum dylst að ástandið í Gaza er grafal­var­legt en að minnsta kosti 217 Palest­ínu­menn hafa látið lífið í árásum Ísra­els­manna síð­ast­liðna viku, þar af 63 barn, en rúm­lega 1.500 hafa særst í átök­un­um.

Ahmed hefur ekki heyrt í eig­in­konu sinni í rúma viku en hann fékk sent mynd­band frá öðrum fjöl­skyldu­með­limum sem sýnir hvernig það er að búa á þessu svæði. Frændi kon­unnar hans tók mynd­bandið sem um ræðir frá þaki húss­ins sem hann býr.

„Fyrir viku síðan lang­aði mig ekki að lifa lengur og vildi ég enda þetta allt sam­an. Ég var að reyna að hafa sam­band við fjöl­skyld­una mína en náði ekki í gegn. Það var raf­magns­laust á mörgum stöðum en vinur minn náði að senda mér sms þar sem hann greindi frá slæmu ástandi í Gaza. Mér líður alveg hræði­lega nún­a.“

Þegar Ahmed er spurður út í líðan fjöl­skyldu hans seg­ist hann ekki almenni­lega vita það. Móðir hans býr á Gaza og þrír bræður hans og fjöl­skyld­ur. „Það er ekk­ert sam­band, og ekk­ert raf­magn. Þetta ástand er búið að vera núna í níu daga þar sem á mörgum stöðum er ekk­ert raf­magn. Það er mjög erfitt.

Það eina sem mér hefur borist er sms. Ég var alltaf að reyna að hafa sam­band en það eina sem ég heyrði var að það væri í lagi með þau en mér skilst að þau séu búin að koma sér saman í einu her­berg­i,“ segir hann.

Auglýsing

Vilja „frekar deyja á göt­unni á Íslandi en að fara aftur til Grikk­lands“

Kjarn­inn greindi frá því í gær að fimm ungir Palest­ínu­menn, sem hingað komu og sóttu um alþjóð­lega vernd, hefðu misst hús­næði sem þeir voru í á vegum Útlend­inga­stofn­unar sem og fram­færslu frá stofn­un­inni. Mál þeirra voru ekki tekin til efn­is­legrar með­ferðar hér á landi á þeim rökum að þeir hefðu þegar fengið dval­ar­leyfi og stöðu flótta­manna í Grikk­landi. Tveimur öðrum mönnum í sömu stöðu var vísað út í fyrra­dag.

„Við tókum eftir því í dag að búið var að loka fyrir fram­færsl­una,“ sagði Suliman Al Marsi í sam­tali við Kjarn­ann í gær. Hann sagði að þeir hefðu fengið hálf­tíma fyr­ir­vara. Ástæðan fyrir þess­ari aðgerð stofn­un­ar­innar er sú að ungu menn­irnir eiga sam­kvæmt ákvörðun stjórn­valda að yfir­gefa landið og fara aftur til Grikk­lands. Það vilja þeir hins vegar ekki gera, þeir ótt­ast um öryggi sitt þar, og hafa af þeim sökum neitað að fara í COVID-­próf sem er for­senda þess að hægt sé að senda þá úr landi.

Allir eiga þeir ást­vini í Gaza í Palest­ínu eins og Ahmed og hafa þeir einnig lítið heyrt í fjöl­skyldum sínum vegna stop­uls net­sam­bands.

Suliman sagði við Kjarn­ann í gær að starfs­menn Útlend­inga­stofn­unar hefðu sagt að þeir gætu fundið hús­næði í Grikk­landi en hann þekkti það af eigin reynslu að það er ill­mögu­legt. Lík­lega ómögu­legt. Á götum Aþenu og ann­arra grískra borga væri ofbeldi dag­legt brauð og þess vegna ótt­uð­ust þeir um öryggi sitt. „Þar eru líka miklir for­dómar í garð Palest­ínu­manna,“ bætti hann við.

„Hvernig get ég snúið til bak­a?“

Ahmed hefur eins og margir hæl­is­leit­endur gengið í gegnum mörg áföll og dynja þau ekki ein­ungis yfir í stríðs­hrjáðu landi eða á götum Grikk­lands heldur jafn­framt hér á Íslandi. „Ég hef gengið í gegnum þrjú áföll núna á stuttum tíma. Ég hef verið veik­ur, fengið synjun og svo þetta stríð. Mér líður svo illa út af þessu og stundum langar mig bara að læsa mig inni í her­bergi og ekki koma út. Bara vera þar. Ég hef ekki kraft til að taka allt þetta á mig.“

Hann bætir því við að núna í þrjá daga hafi hann ekki getað borðað – ekki haft lyst til þess. „Lyfin sem ég hef tekið und­an­farið hafa virkað en núna finnst mér þau ekki gera það. Þau virka ekki í þessum erf­ið­leik­um. Þau gera ekk­ert gagn nún­a.“

Vonin sem Ahmed eygði um betra líf hér á landi hvarf þegar hann fékk synj­un­ina. „Þá hætti ég að sjá fram­tíð­ina fyrir mér og mér líður hræði­lega út af því. Hvernig get ég snúið til baka? Ég sé enga fram­tíð leng­ur.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiViðtal