Neytendasamtökin boða dómsmál gegn öllum stóru bönkunum

Í fyrrahaust fóru Neytendasamtökin fram á að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn breyttu skilmálum allra lána á breytilegum vöxtum sem þeir hafa veitt íslenskum heimilum. Bankarnir neituðu og nú ætla samtökin að fara með með málin fyrir dóm.

Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin ætla að stefna öllum stóru við­skipta­bönk­unum þremur og hafa opnað heima­síðu til að safna lán­tökum sem vilja fara með sín mál fyrir dóm. Ástæðan er sú að sam­tökin telja að lán sem Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn hafa veitt íslenskum heim­ilum með breyti­legum vöxtum stand­ist ekki lög. 

Vinn­ist slík mál gæti átt sér stað mikil til­færsla á fjár­munum frá bönkum til þeirra heim­ila sem eru með lán á breyti­legum vöxt­um. Í lok mars síð­ast­lið­ins námu útlán við­skipta­bank­anna til heim­il­anna til dæmis um  1.550 millj­örðum króna. Neyt­enda­sam­tökin telja að stærstur hluti þess­ara lána sé með ólög­legum skil­mála um breyti­lega vexti. Þannig nemur hvert pró­sentu­stig til eða frá 15,5 millj­örðum króna.

Höfn­uðu kröfum

Neyt­enda­sam­tökin kröfðu alla bank­ana um breyt­ingar á skil­málum lána þeirra í fyrra­haust í kjöl­far þess að sam­tökin létu vinna grein­ingu sem sýndi að vaxta­á­lag bank­anna hefði auk­ist. Sömu­leiðis kröfð­ust Neyt­enda­sam­tökin þess að hlutur þeirra neyt­enda sem hallað hefði verið á með ákvörð­unum um vaxta­breyt­ingar sem teknar höfðu verið á grund­velli óskýrra og ófull­nægj­andi skil­mála yrði leið­rétt­ur. 

Auglýsing
Bankarnir höfn­uðu þessum kröfum og því hafa Neyt­enda­sam­tökin ákveðið að stefna þeim. 

Sam­tökin ætla að fara með að minnsta kosti þrjú mál fyrir dóm hér­lendis til að fá nið­ur­stöðu og skapa for­dæmi fyrir önnur lán sem veitt hafa verið á breyti­legum vöxt­um. Á heima­síð­unni sem Neyt­enda­sam­tökin opn­uðu í morgun kemur fram að bönk­unum þremur verði stefnt til ógild­ingar skil­mál­anna og end­ur­greiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. „Ef málin vinn­ast gæti end­ur­greiðsla hlaupið á mörg hund­ruð þús­undum króna fyrir hvert lán, jafn­vel millj­ón­um.“

Miklir hags­munir

Í ein­földu máli þá kom fram í grein­ingu Neyt­enda­sam­tak­anna á lánum með breyti­legum vöxtum að ákvörðum um það hvernig þeir séu ákvarð­aðir séu óskýrir og að neyt­endur séu ekki í aðstöðu til að meta þær breytur sem þar liggi til grund­vall­ar. Bank­arnir sjálfir, í krafti fjár­hags­legra yfir­burða og þekk­ingar sem mynd­ast hafi innan þeirra, viti hins vegar nákvæm­lega hvað þeir séu að gera. Fyr­ir­sjá­an­leiki og gegn­sæi þurfi að vera til staðar í skil­málum og því hvernig vaxta­breyt­ingar eru ákvarð­að­ar, en svo sé ekki í núver­andi kerfi.

Á síð­unni sem Neyt­enda­sam­tökin hafa opnað vegna yfir­vof­andi dóms­mála segir að stóra málið sé að lán­takar verði ekki útsettir fyrir ein­hliða ákvörð­unum um vaxta­breyt­ingar lána sinna í fram­tíð­inni. „Lík­lega munu vextir á Íslandi hækka aftur að loknu Covid sam­drátt­ar­skeið­inu og þá þarf að vera alveg skýrt hvað ræður vöxt­un­um, enda um mikla hags­muni að tefla fyrir lán­taka, eins og sést hér að ofan.“

VR lagði til veg­lega upp­hæð

Sam­tökin hafa samið við Lög­fræði­stofu Reykja­víkur um að stofan veiti þjón­ustu í mála­rekstr­inum gegn árang­urstengdri þókn­un. Sú þjón­usta er fólgin í að meta rétt­ar­stöðu lán­tak­anda, útreikn­ingum krafna og send­ingu kröfu­bréfa til lána­fyr­ir­tækja til að tryggja að drátt­ar­vextir reikn­ist á kröf­una, veita ráð­gjöf um slit fyrn­ingar ef þörf kröf­ur, og sjá um upp­gjör á grund­velli fyr­ir­liggj­andi dóma þegar nið­ur­staða liggur fyr­ir. Öllum félags­mönnum er þó frjálst að leita til eigin lög­manna kjósi þeir svo. Þeir eru ekki bundnir því að nýta sér þá lög­manns­stofu sem sam­tökin hafa samið við. 

VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, hefur lagt Neyt­enda­sam­tök­unum til það sem er sagt vera „veg­leg upp­hæð“ til mála­rekst­urs­ins. Auk þess hafa Neyt­enda­sam­tökin fengið styrk frá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja og er hann veittur á grund­velli þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki hafi aug­ljósa hags­muni á því að fá úr því skorið hvort vaxta­á­kvarð­an­irnar séu ólög­mætar eða ekki. Þessi fram­lög munu þó ekki duga til og ljóst að kostn­aður mun falla á Neyt­enda­sam­tökin einnig. 

Sam­tökin búast ekki við því að málið leys­ist hratt. Lík­leg­ast er að það muni taka nokkur ár. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar