Neytendasamtökin boða dómsmál gegn öllum stóru bönkunum

Í fyrrahaust fóru Neytendasamtökin fram á að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn breyttu skilmálum allra lána á breytilegum vöxtum sem þeir hafa veitt íslenskum heimilum. Bankarnir neituðu og nú ætla samtökin að fara með með málin fyrir dóm.

Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Auglýsing

Neytendasamtökin ætla að stefna öllum stóru viðskiptabönkunum þremur og hafa opnað heimasíðu til að safna lántökum sem vilja fara með sín mál fyrir dóm. Ástæðan er sú að samtökin telja að lán sem Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa veitt íslenskum heimilum með breytilegum vöxtum standist ekki lög. 

Vinnist slík mál gæti átt sér stað mikil tilfærsla á fjármunum frá bönkum til þeirra heimila sem eru með lán á breytilegum vöxtum. Í lok mars síðastliðins námu útlán viðskiptabankanna til heimilanna til dæmis um  1.550 milljörðum króna. Neytendasamtökin telja að stærstur hluti þessara lána sé með ólöglegum skilmála um breytilega vexti. Þannig nemur hvert prósentustig til eða frá 15,5 milljörðum króna.

Höfnuðu kröfum

Neytendasamtökin kröfðu alla bankana um breytingar á skilmálum lána þeirra í fyrrahaust í kjölfar þess að samtökin létu vinna greiningu sem sýndi að vaxtaálag bankanna hefði aukist. Sömuleiðis kröfðust Neytendasamtökin þess að hlutur þeirra neytenda sem hallað hefði verið á með ákvörðunum um vaxtabreytingar sem teknar höfðu verið á grundvelli óskýrra og ófullnægjandi skilmála yrði leiðréttur. 

Auglýsing
Bankarnir höfnuðu þessum kröfum og því hafa Neytendasamtökin ákveðið að stefna þeim. 

Samtökin ætla að fara með að minnsta kosti þrjú mál fyrir dóm hérlendis til að fá niðurstöðu og skapa fordæmi fyrir önnur lán sem veitt hafa verið á breytilegum vöxtum. Á heimasíðunni sem Neytendasamtökin opnuðu í morgun kemur fram að bönkunum þremur verði stefnt til ógildingar skilmálanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. „Ef málin vinnast gæti endurgreiðsla hlaupið á mörg hundruð þúsundum króna fyrir hvert lán, jafnvel milljónum.“

Miklir hagsmunir

Í einföldu máli þá kom fram í greiningu Neytendasamtakanna á lánum með breytilegum vöxtum að ákvörðum um það hvernig þeir séu ákvarðaðir séu óskýrir og að neytendur séu ekki í aðstöðu til að meta þær breytur sem þar liggi til grundvallar. Bankarnir sjálfir, í krafti fjárhagslegra yfirburða og þekkingar sem myndast hafi innan þeirra, viti hins vegar nákvæmlega hvað þeir séu að gera. Fyrirsjáanleiki og gegnsæi þurfi að vera til staðar í skilmálum og því hvernig vaxtabreytingar eru ákvarðaðar, en svo sé ekki í núverandi kerfi.

Á síðunni sem Neytendasamtökin hafa opnað vegna yfirvofandi dómsmála segir að stóra málið sé að lántakar verði ekki útsettir fyrir einhliða ákvörðunum um vaxtabreytingar lána sinna í framtíðinni. „Líklega munu vextir á Íslandi hækka aftur að loknu Covid samdráttarskeiðinu og þá þarf að vera alveg skýrt hvað ræður vöxtunum, enda um mikla hagsmuni að tefla fyrir lántaka, eins og sést hér að ofan.“

VR lagði til veglega upphæð

Samtökin hafa samið við Lögfræðistofu Reykjavíkur um að stofan veiti þjónustu í málarekstrinum gegn árangurstengdri þóknun. Sú þjónusta er fólgin í að meta réttarstöðu lántakanda, útreikningum krafna og sendingu kröfubréfa til lánafyrirtækja til að tryggja að dráttarvextir reiknist á kröfuna, veita ráðgjöf um slit fyrningar ef þörf kröfur, og sjá um uppgjör á grundvelli fyrirliggjandi dóma þegar niðurstaða liggur fyrir. Öllum félagsmönnum er þó frjálst að leita til eigin lögmanna kjósi þeir svo. Þeir eru ekki bundnir því að nýta sér þá lögmannsstofu sem samtökin hafa samið við. 

VR, stærsta stéttarfélag landsins, hefur lagt Neytendasamtökunum til það sem er sagt vera „vegleg upphæð“ til málarekstursins. Auk þess hafa Neytendasamtökin fengið styrk frá Samtökum fjármálafyrirtækja og er hann veittur á grundvelli þess að fjármálafyrirtæki hafi augljósa hagsmuni á því að fá úr því skorið hvort vaxtaákvarðanirnar séu ólögmætar eða ekki. Þessi framlög munu þó ekki duga til og ljóst að kostnaður mun falla á Neytendasamtökin einnig. 

Samtökin búast ekki við því að málið leysist hratt. Líklegast er að það muni taka nokkur ár. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
Kjarninn 24. júní 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Brynjari snýst hugur – og býður fram krafta sína fyrir næstu kosningar
„Eftir að hafa legið undir feldi á þriðju viku, kófsveittur og illa lyktandi hef ég ákveðið að þiggja sæti á listanum, ef það stendur þá enn til boða,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar