Neytendasamtökin boða dómsmál gegn öllum stóru bönkunum

Í fyrrahaust fóru Neytendasamtökin fram á að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn breyttu skilmálum allra lána á breytilegum vöxtum sem þeir hafa veitt íslenskum heimilum. Bankarnir neituðu og nú ætla samtökin að fara með með málin fyrir dóm.

Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin ætla að stefna öllum stóru við­skipta­bönk­unum þremur og hafa opnað heima­síðu til að safna lán­tökum sem vilja fara með sín mál fyrir dóm. Ástæðan er sú að sam­tökin telja að lán sem Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn hafa veitt íslenskum heim­ilum með breyti­legum vöxtum stand­ist ekki lög. 

Vinn­ist slík mál gæti átt sér stað mikil til­færsla á fjár­munum frá bönkum til þeirra heim­ila sem eru með lán á breyti­legum vöxt­um. Í lok mars síð­ast­lið­ins námu útlán við­skipta­bank­anna til heim­il­anna til dæmis um  1.550 millj­örðum króna. Neyt­enda­sam­tökin telja að stærstur hluti þess­ara lána sé með ólög­legum skil­mála um breyti­lega vexti. Þannig nemur hvert pró­sentu­stig til eða frá 15,5 millj­örðum króna.

Höfn­uðu kröfum

Neyt­enda­sam­tökin kröfðu alla bank­ana um breyt­ingar á skil­málum lána þeirra í fyrra­haust í kjöl­far þess að sam­tökin létu vinna grein­ingu sem sýndi að vaxta­á­lag bank­anna hefði auk­ist. Sömu­leiðis kröfð­ust Neyt­enda­sam­tökin þess að hlutur þeirra neyt­enda sem hallað hefði verið á með ákvörð­unum um vaxta­breyt­ingar sem teknar höfðu verið á grund­velli óskýrra og ófull­nægj­andi skil­mála yrði leið­rétt­ur. 

Auglýsing
Bankarnir höfn­uðu þessum kröfum og því hafa Neyt­enda­sam­tökin ákveðið að stefna þeim. 

Sam­tökin ætla að fara með að minnsta kosti þrjú mál fyrir dóm hér­lendis til að fá nið­ur­stöðu og skapa for­dæmi fyrir önnur lán sem veitt hafa verið á breyti­legum vöxt­um. Á heima­síð­unni sem Neyt­enda­sam­tökin opn­uðu í morgun kemur fram að bönk­unum þremur verði stefnt til ógild­ingar skil­mál­anna og end­ur­greiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. „Ef málin vinn­ast gæti end­ur­greiðsla hlaupið á mörg hund­ruð þús­undum króna fyrir hvert lán, jafn­vel millj­ón­um.“

Miklir hags­munir

Í ein­földu máli þá kom fram í grein­ingu Neyt­enda­sam­tak­anna á lánum með breyti­legum vöxtum að ákvörðum um það hvernig þeir séu ákvarð­aðir séu óskýrir og að neyt­endur séu ekki í aðstöðu til að meta þær breytur sem þar liggi til grund­vall­ar. Bank­arnir sjálfir, í krafti fjár­hags­legra yfir­burða og þekk­ingar sem mynd­ast hafi innan þeirra, viti hins vegar nákvæm­lega hvað þeir séu að gera. Fyr­ir­sjá­an­leiki og gegn­sæi þurfi að vera til staðar í skil­málum og því hvernig vaxta­breyt­ingar eru ákvarð­að­ar, en svo sé ekki í núver­andi kerfi.

Á síð­unni sem Neyt­enda­sam­tökin hafa opnað vegna yfir­vof­andi dóms­mála segir að stóra málið sé að lán­takar verði ekki útsettir fyrir ein­hliða ákvörð­unum um vaxta­breyt­ingar lána sinna í fram­tíð­inni. „Lík­lega munu vextir á Íslandi hækka aftur að loknu Covid sam­drátt­ar­skeið­inu og þá þarf að vera alveg skýrt hvað ræður vöxt­un­um, enda um mikla hags­muni að tefla fyrir lán­taka, eins og sést hér að ofan.“

VR lagði til veg­lega upp­hæð

Sam­tökin hafa samið við Lög­fræði­stofu Reykja­víkur um að stofan veiti þjón­ustu í mála­rekstr­inum gegn árang­urstengdri þókn­un. Sú þjón­usta er fólgin í að meta rétt­ar­stöðu lán­tak­anda, útreikn­ingum krafna og send­ingu kröfu­bréfa til lána­fyr­ir­tækja til að tryggja að drátt­ar­vextir reikn­ist á kröf­una, veita ráð­gjöf um slit fyrn­ingar ef þörf kröf­ur, og sjá um upp­gjör á grund­velli fyr­ir­liggj­andi dóma þegar nið­ur­staða liggur fyr­ir. Öllum félags­mönnum er þó frjálst að leita til eigin lög­manna kjósi þeir svo. Þeir eru ekki bundnir því að nýta sér þá lög­manns­stofu sem sam­tökin hafa samið við. 

VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, hefur lagt Neyt­enda­sam­tök­unum til það sem er sagt vera „veg­leg upp­hæð“ til mála­rekst­urs­ins. Auk þess hafa Neyt­enda­sam­tökin fengið styrk frá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja og er hann veittur á grund­velli þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki hafi aug­ljósa hags­muni á því að fá úr því skorið hvort vaxta­á­kvarð­an­irnar séu ólög­mætar eða ekki. Þessi fram­lög munu þó ekki duga til og ljóst að kostn­aður mun falla á Neyt­enda­sam­tökin einnig. 

Sam­tökin búast ekki við því að málið leys­ist hratt. Lík­leg­ast er að það muni taka nokkur ár. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar