Neytendasamtökin boða dómsmál gegn öllum stóru bönkunum

Í fyrrahaust fóru Neytendasamtökin fram á að Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn breyttu skilmálum allra lána á breytilegum vöxtum sem þeir hafa veitt íslenskum heimilum. Bankarnir neituðu og nú ætla samtökin að fara með með málin fyrir dóm.

Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakana.
Auglýsing

Neyt­enda­sam­tökin ætla að stefna öllum stóru við­skipta­bönk­unum þremur og hafa opnað heima­síðu til að safna lán­tökum sem vilja fara með sín mál fyrir dóm. Ástæðan er sú að sam­tökin telja að lán sem Arion banki, Íslands­banki og Lands­bank­inn hafa veitt íslenskum heim­ilum með breyti­legum vöxtum stand­ist ekki lög. 

Vinn­ist slík mál gæti átt sér stað mikil til­færsla á fjár­munum frá bönkum til þeirra heim­ila sem eru með lán á breyti­legum vöxt­um. Í lok mars síð­ast­lið­ins námu útlán við­skipta­bank­anna til heim­il­anna til dæmis um  1.550 millj­örðum króna. Neyt­enda­sam­tökin telja að stærstur hluti þess­ara lána sé með ólög­legum skil­mála um breyti­lega vexti. Þannig nemur hvert pró­sentu­stig til eða frá 15,5 millj­örðum króna.

Höfn­uðu kröfum

Neyt­enda­sam­tökin kröfðu alla bank­ana um breyt­ingar á skil­málum lána þeirra í fyrra­haust í kjöl­far þess að sam­tökin létu vinna grein­ingu sem sýndi að vaxta­á­lag bank­anna hefði auk­ist. Sömu­leiðis kröfð­ust Neyt­enda­sam­tökin þess að hlutur þeirra neyt­enda sem hallað hefði verið á með ákvörð­unum um vaxta­breyt­ingar sem teknar höfðu verið á grund­velli óskýrra og ófull­nægj­andi skil­mála yrði leið­rétt­ur. 

Auglýsing
Bankarnir höfn­uðu þessum kröfum og því hafa Neyt­enda­sam­tökin ákveðið að stefna þeim. 

Sam­tökin ætla að fara með að minnsta kosti þrjú mál fyrir dóm hér­lendis til að fá nið­ur­stöðu og skapa for­dæmi fyrir önnur lán sem veitt hafa verið á breyti­legum vöxt­um. Á heima­síð­unni sem Neyt­enda­sam­tökin opn­uðu í morgun kemur fram að bönk­unum þremur verði stefnt til ógild­ingar skil­mál­anna og end­ur­greiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. „Ef málin vinn­ast gæti end­ur­greiðsla hlaupið á mörg hund­ruð þús­undum króna fyrir hvert lán, jafn­vel millj­ón­um.“

Miklir hags­munir

Í ein­földu máli þá kom fram í grein­ingu Neyt­enda­sam­tak­anna á lánum með breyti­legum vöxtum að ákvörðum um það hvernig þeir séu ákvarð­aðir séu óskýrir og að neyt­endur séu ekki í aðstöðu til að meta þær breytur sem þar liggi til grund­vall­ar. Bank­arnir sjálfir, í krafti fjár­hags­legra yfir­burða og þekk­ingar sem mynd­ast hafi innan þeirra, viti hins vegar nákvæm­lega hvað þeir séu að gera. Fyr­ir­sjá­an­leiki og gegn­sæi þurfi að vera til staðar í skil­málum og því hvernig vaxta­breyt­ingar eru ákvarð­að­ar, en svo sé ekki í núver­andi kerfi.

Á síð­unni sem Neyt­enda­sam­tökin hafa opnað vegna yfir­vof­andi dóms­mála segir að stóra málið sé að lán­takar verði ekki útsettir fyrir ein­hliða ákvörð­unum um vaxta­breyt­ingar lána sinna í fram­tíð­inni. „Lík­lega munu vextir á Íslandi hækka aftur að loknu Covid sam­drátt­ar­skeið­inu og þá þarf að vera alveg skýrt hvað ræður vöxt­un­um, enda um mikla hags­muni að tefla fyrir lán­taka, eins og sést hér að ofan.“

VR lagði til veg­lega upp­hæð

Sam­tökin hafa samið við Lög­fræði­stofu Reykja­víkur um að stofan veiti þjón­ustu í mála­rekstr­inum gegn árang­urstengdri þókn­un. Sú þjón­usta er fólgin í að meta rétt­ar­stöðu lán­tak­anda, útreikn­ingum krafna og send­ingu kröfu­bréfa til lána­fyr­ir­tækja til að tryggja að drátt­ar­vextir reikn­ist á kröf­una, veita ráð­gjöf um slit fyrn­ingar ef þörf kröf­ur, og sjá um upp­gjör á grund­velli fyr­ir­liggj­andi dóma þegar nið­ur­staða liggur fyr­ir. Öllum félags­mönnum er þó frjálst að leita til eigin lög­manna kjósi þeir svo. Þeir eru ekki bundnir því að nýta sér þá lög­manns­stofu sem sam­tökin hafa samið við. 

VR, stærsta stétt­ar­fé­lag lands­ins, hefur lagt Neyt­enda­sam­tök­unum til það sem er sagt vera „veg­leg upp­hæð“ til mála­rekst­urs­ins. Auk þess hafa Neyt­enda­sam­tökin fengið styrk frá Sam­tökum fjár­mála­fyr­ir­tækja og er hann veittur á grund­velli þess að fjár­mála­fyr­ir­tæki hafi aug­ljósa hags­muni á því að fá úr því skorið hvort vaxta­á­kvarð­an­irnar séu ólög­mætar eða ekki. Þessi fram­lög munu þó ekki duga til og ljóst að kostn­aður mun falla á Neyt­enda­sam­tökin einnig. 

Sam­tökin búast ekki við því að málið leys­ist hratt. Lík­leg­ast er að það muni taka nokkur ár. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar