Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu

Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?

Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Auglýsing

Nú er að ljúka tveggja ára for­mennsku Íslands í Norð­ur­skauts­ráð­inu en Rússar munu taka við kefl­inu á ráð­herra­fundi sem hald­inn verður í Reykja­vík nú í vik­unni, dag­ana 19. og 20. maí. Far­ald­ur­inn hefur sett mark sitt á for­mennsku­tíð Íslands en þó hefur tek­ist að halda sam­starf­inu gang­andi með hjálp tækn­inn­ar.

Sam­vinna á norð­ur­slóðum – Norð­ur­skauts­ráðið

Sam­vinna á norð­ur­slóðum hefur við­geng­ist síðan í kalda stríð­inu en árið 1973 und­ir­rit­uðu Sov­ét­rík­in, Kana­da, Dan­mörk, Nor­egur og Banda­ríkin Hvíta­bjarn­ar­samn­ing­inn sem bann­aði notkun á þyrlum við veiðar á hvíta­björn­um. Segja má að þar hafi grunn­ur­inn að Norð­ur­skauts­ráð­inu verið lagður með sam­starfi vest­rænna ríkja og Sov­ét­ríkj­anna, síðar Rúss­lands.

Árið 1982 leiddu Banda­ríkin og Sov­ét­ríkin samn­inga­við­ræður um haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna sem inni­heldur ákvæði sem hafa bein áhrif á norð­ur­slóð­ir, þar á meðal meng­un­ar­varnir á haf­svæðum undir ís og grein um land­grunns­rétt­indi sem teygja sig meira en 200 sjó­mílur frá strand­línu. Norð­ur­slóða­sam­starf jókst eftir því sem dró að lokum kalda stríðs­ins og árið 1987 hvatti Mik­haíl Gor­batsjev þáver­andi Sov­ét­leið­togi til upp­bygg­ingar stofn­ana til efl­ingar umhverf­is­verndar á svæð­inu. Það leiddi til að lokum til stofn­unar Norð­ur­skauts­ráðs­ins árið 1996. Þar eiga fast sæti átta ríki: Banda­rík­in, Kon­ungs­ríkið Dan­mörk með Græn­land og Fær­eyjar inn­an­borðs, Finn­land, Ísland, Kana­da, Nor­eg­ur, Rúss­land og Sví­þjóð.

Auglýsing

For­mennska Íslands

Málefni norð­urslóða snerta nær alla þætti ís­lensks sam­félags. Fá ríki hafa því jafn mikla hags­muni af hag­felldri þróun á svæð­inu og Ísland, enda telst landið allt og stór hluti efna­hagslögsög­unnar liggja innan hefð­bund­inna marka norð­ur­slóða. Í stefnu­miðum Íslands vegna for­mennsku­hlut­verks­ins hefur því verið leit­ast við að styrkja starf­semi Norð­ur­skauts­ráðs­ins enn frekar, jafnt inn á við sem út á við.

Í starfsáætlun ráðs­ins fyrir for­mennsku­tíð Íslands eru talin upp hátt í hund­rað verk­efni sem ýmist hafa verið á dag­skrá ráðs­ins eða ný sem kynnt hafa verið til sög­unn­ar. Sjálf­bær þróun er grund­vall­ar­stef norð­ur­slóða­sam­vinnu og með það að leið­ar­ljósi hefur ís­lenska for­mennskan beint kast­ljós­inu sér­stak­lega að þremur áherslu­svið­um: málefnum hafs­ins, lofts­lags­málum og end­ur­nýj­an­legri orku, og fólk­inu á norð­urslóðum – þar sem jafn­rétt­is­mál eru veiga­mik­ill þátt­ur.

Sam­kvæmt Utan­rík­is­ráðu­neyt­inu hefur almennt gengið vel að vinna að fram­gangi þeirra stefnu­mála sem lagt var upp með í for­mennsku­tíð Íslands. Áður en hún var hálfnuð setti COVID-19 heims­far­ald­ur­inn strik í reikn­ing­inn en í flestum til­fellum reynd­ist unnt að halda áfram vinnu við verk­efni ráðs­ins og ljúka þeim á til­settum tíma. Svo dæmi séu nefnd leiddi Ísland verk­efni um kynja­jafn­rétti á norð­ur­slóðum og um mögu­leika í bláa líf­hag­kerf­inu, sem bæði eru á áætlun og verða loka­skýrslur þeirra lagðar fyrir kom­andi ráð­herra­fund.

Fundir emb­ætt­is­manna­nefndar Norð­ur­skauts­ráðs­ins, vinnu­hópa og und­ir­nefnda voru færðir á fjar­funda­form, sem og ýmsar ráð­stefnur og við­burð­ir. Ísland efndi t.d. til alþjóð­legrar vís­inda­ráð­stefnu um plast­mengun í norð­ur­höfum og gekkst einnig fyrir veffunda­röð um mál­efni hafs­ins sl. haust. Jafn­framt var staðið fyrir veffunda­röð um um þan­þol á norð­ur­slóðum (Arctic Res­ili­ence For­um) í sam­starfi við Harvard Kenn­edy School, en upp­haf­lega hafði staðið til að þessir við­burðir færu fram á Akur­eyri og Egils­stöðum í tengslum við fundi ráðs­ins.

Þess ber að geta að aðkoma Íslands að norð­ur­slóða­málum er langt í frá bundin við for­mennsk­una s.l. tvö ár og hafa þessi mál fengið tals­vert rými á und­an­förnum árum. Nú liggja fyrir Alþingi til­lögur nefndar sem utan­rík­is­ráð­herra Guð­laugur Þór Þórð­ars­son skip­aði til að end­ur­skoða norð­ur­slóða­stefnu Íslands, en núgild­andi stefna var sam­þykkt á Alþingi árið 2011. Einnig má nefna tvær skýrslur sem komu út í lið­inni viku, önnur um stöðu kynja­jafn­réttis á norð­ur­slóðum og hin um efna­hag­s­tæki­færi. Að ógleymdum stuðn­ingi stjórn­valda við að koma fót stofnun Ólafs Ragn­ars Grím­sonar um mál­efni norð­ur­slóða.

Her­væð­ing en ekki vopn­væð­ing – Sam­ráðs­vett­vangur mik­il­vægur

Þegar norð­ur­slóðir eru ann­ars vegar eru Rússar óhjá­kvæmi­lega fyr­ir­ferð­ar­miklir því þeir eiga mik­illa hags­muna að gæta. Aukin spenna hefur verið að fær­ast í sam­skipti Vest­ur­landa og Rússa og norð­ur­slóðir því dreg­ist inn í umræður um mögu­leg átaka­svæði. Því mætti spyrja hvort eitt­hvað gagn sé af tali um sjálf­bæra þróun og jafn­rétti þegar Rússar eru að auka hern­að­ar­lega upp­bygg­ingu á svæð­inu – og Banda­ríkja­menn að bregð­ast við – er ekki nýtt kalt stríð í upp­sigl­ingu þar sem víg­línan liggur um norð­ur­slóð­ir?

Mich­ael Byers fræði­maður sem hefur fjallað um mál­efni norð­ur­slóða um ára­bil segir marga frétta­skýrendur hafa varað við því að aukin sam­keppni á svæð­inu, m.a. um auð­lind­ir, geti leitt til nýs kalds stríðs. Þróun á norð­ur­slóðum með end­ur­nýjun her­stöðva, skipa og flug­véla sem komnar eru til ára sinna séu nefnd til vitnis um vopn­væð­ingu og illan ásetn­ing.

Hann áréttar hins vegar að slíkur mál­flutn­ingur sé helst ætl­aður til að ná athygli les­enda, með fleiri smell­um. Fólk sem ekki hefur sér­fræði­þekk­ingu, þar á meðal stjórn­mála­menn, bæði í vest­rænum ríkjum sem og í Rúss­landi, lesi þessar fregnir og líti þ.a.l. á aðgerðir and­stæð­inga með auk­inni tor­tryggni. Hættan á örygg­is­klemmu á norð­ur­slóðum sé því raun­veru­leg – þar sem rangar upp­lýs­ingar leiða til mis­skiln­ings og hugs­an­lega til rangra við­bragða sem síðan geta stig­magn­ast.

Byers segir mik­il­vægt að gera grein­ar­mun á her­væð­ingu og vopn­væð­ingu á norð­ur­slóð­um. Sú hern­að­ar­lega upp­bygg­ing sem þar eigi sér stað, m.a. af hálfu Rússa, snúi að mestu að því að tryggja öryggi á svæð­inu þar sem umsvif og umferð vegna sigl­inga eykst jafnt og þétt. Svæði sem til­heyra norð­ur­slóðum séu og verði vissu­lega vett­vangur flutn­ings á her­bún­aði, m.a. með kaf­bátum og skip­um, en svæðið sjálft þyrfti ekki að verða vett­vangur beinna átaka.

Hann setur norð­ur­slóðir í sam­hengi við geim­inn á áhuga­verðan hátt þar sem ákveðnar hlið­stæður eru fyrir hendi. Norð­ur­slóðir eru gríð­ar­lega víð­áttu­miklar, stór svæði tor­fær og hættu­leg vegna haf­íss og erf­iðra veð­ur­skil­yrða. Í því sam­hengi er vert að rifja upp ummæli yfir­manns kanadíska flot­ans þegar hann var spurður um hvernig hann myndi bregð­ast við inn­rás­ar­her sem kæmi um Íshaf­ið: „Ég myndi byrja á að fara og bjarga þeim.“

Nán­ast engar deilur um land­svæði – ríkin sjá hag af sam­starfi

Almennt gera ríkin sér því grein fyrir því að ekk­ert þeirra sé nógu öfl­ugt til að standa á eigin fótum gagn­vart áskor­unum norð­ur­slóða. Mik­il­vægt er einnig að hafa í huga að það eru nán­ast engar deilur um haf- eða land­svæði ef frá er tal­inn lít­ill hólmi í haf­inu miðja vegu milli Kanada og Græn­lands. Og einu mörk yfir­ráða á haf­svæðum sem deilt er um eru á milli NATO-landa, þ.e. Kanada og Banda­ríkj­anna, og Kanada og Dan­merk­ur. Það er því ekk­ert útlit fyrir að neitt norð­ur­skauts­ríkj­anna muni krefj­ast mik­ils meira og þaðan af síður fara að berj­ast um það.

Um svæðið gilda nú þegar skýr alþjóða­lög sem ríki leggja sig fram við að fara eftir og sjá sér hag í. Rann­sóknir fræði­manna í alþjóða­sam­skiptum sýna fram á að sam­starf eins og hefur þró­ast á vett­vangi Norð­ur­skauts­ráðs­ins getur blómstrað þrátt fyrir nún­ing og árekstra á öðrum svið­um. Þannig hefur sam­starf sem t.d. teng­ist umhverf­is­málum og samn­ingum um leit og björgun skapað það sem kall­ast gagn­hæði þar sem ríkin sjá sér aug­ljósan hag af nánu og tryggu sam­starfi.

Hér er rétt að und­ir­strika að einmitt hið hefð­bundna lagaum­hverfi alþjóða­sam­skipta, eins og t.d. end­ur­spegl­ast í Haf­rétt­ar­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, er lyk­il­þáttur í frið­sam­legum sam­skiptum Norð­ur­skauts­ríkj­anna, en setur einnig ramma um aðgengi og aðkomu ríkja utan svæð­is­ins, eins og Kína, þannig að virð­ing fyrir alþjóða­lögum er þeim ríkjum einnig í hag.

Sam­starf sem skapar stöð­ug­leika

Hið víð­tæka sam­starf í Norð­ur­skauts­ráð­inu virð­ist hafa sinn gang þrátt fyrir að hrikti í á öðrum víg­stöðv­um, t.d. vegna inn­limunar Rússa á Krím­skaga. Það kemur einmitt fram í svörum utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins að norð­ur­skauts­ríkin átta eigi almennt mjög gott sam­starf innan ráðs­ins. Þeim hafi tek­ist að vinna saman með upp­byggi­legum hætti að mál­efnum norð­ur­slóða þrátt fyrir ágrein­ings­efni sem upp hafa komið á vett­vangi alþjóða­mála.

Þrátt fyrir að hern­að­ar­mál séu sam­kvæmt stofnsátt­mála Norð­ur­skauts­ráðs­ins bein­línis und­an­skilin á þeim vett­vangi virð­ist sam­starfið geta haft jákvæð áhrif á hin hörðu örygg­is­mál. Hefur það skapað tæki­færi til opinna sam­skipta og má nefna fund Blin­kens og Lavrovs sem hitt­ast í Reykja­vík á fundi Norð­ur­skauts­ráðs­ins til marks um þetta. Nú þegar ríki heims taka umhverf­is­mál og ógnir vegna lofts­lags­breyt­inga alvar­legar verður Norð­ur­skauts­ráðið því mik­il­væg­ari vett­vangur stjórn­unar á norð­ur­slóðum og á sinn þátt í að auka stöð­ug­leika í alþjóða­mál­um.

Sendi­herra rúss­neska utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og full­trúi Rúss­lands í emb­ætt­is­manna­nefnd Norð­ur­skauts­ráðs­ins, Niko­lai Korchu­nov, tekur í sama streng. Hann segir ekki mega van­meta hætt­una á víg­bún­að­ar­kapp­hlaupi og Rússar séu því hlynntir fjöl­þjóð­legum við­ræðum um öryggi á norð­ur­slóðum og reiðu­búnir til sam­skipta á hern­að­ar­legum grunni til að draga úr spennu. Korchu­nov telur mega færa anda upp­byggi­legs sam­starfs sem birst hefur í Norð­ur­skauts­ráð­inu yfir á hið hern­að­ar­lega svið.

Fram­tíð­ar­horfur á Norð­ur­slóðum – Ganga Rússar í takt?

Norð­ur­slóðir þurfa því ekki að verða vett­vangur vopn­aðra átaka þrátt fyrir hern­að­ar­lega upp­bygg­ingu og aukna spennu í sam­skiptum Rússa og Vest­ur­landa. Hættan stafar ekki af sam­keppni eða ásælni í auð­lindir sem leitt gæti til átaka heldur mögu­legs skorts á sam­skiptum og sam­ráði.

Lofts­lags­breyt­ingar eru hin raun­veru­lega ógn á norð­ur­slóðum en á síð­ustu ára­tugum hefur hita­stig á svæð­inu hækkað nær þrefalt hraðar en heims­með­al­tal. Ummerki hlýn­unar eru hvergi jafn greini­leg, sbr. bráðnun jökla og haf­íss og þiðnun sífrera, og áhrifin á við­kvæm vist­kerfi og lífs­af­komu íbúa eru umtals­verð. Þetta eru ekki einka­mál íbúa á norð­ur­slóðum heldur mál allra jarð­ar­búa þó þau varði ekki síst frum­byggja á svæð­inu.

Því er það rök­rétt mat íslenskra ráða­manna sem koma að norð­ur­slóða­mál­um, að trygg­ing sjálf­bærrar þró­unar á svæð­inu sé það mál sem leggja þarf meg­in­á­herslu á næstu árin. Horfa þurfi jafnt til allra þriggja stoða sjálf­bærrar þró­un­ar, þ.e. umhverf­is­vernd­ar, efna­hags­þró­unar og sam­fé­lags­legrar þró­un­ar. Af ein­stökum málum sé brýn­ast að leggja áherslu á aðgerðir til að sporna gegn lofts­lags­breyt­ingum og bregð­ast við nei­kvæðum áhrifum hlýn­un­ar.

Öll standa ríkin frammi fyrir ákveðnu vali þegar kemur að því að fram­fylgja fögrum orðum í stefnu um umhverf­is­mál. Rússar hafa lík­lega mest dregið lapp­irnar en þeir hafa þó hvað mest fundið fyrir lofts­lags­breyt­ing­um, m.a. vegna bráðn­unar sífrer­ans sem hefur bæði ógnað nátt­úru, byggðum og efna­hag. Rússar hafa hins vegar talið sig eiga í vök að verj­ast gagn­vart Vest­ur­löndum og má búast við að hið fallandi heims­veldi muni fyrst um sinn að ein­hverju leyti láta tíma­bundna efna­hags­lega hags­muni ráða ferð­inni.

Hins vegar hefur orðið við­snún­ingur undir nýrri stjórn í Banda­ríkj­unum en Ant­ony Blin­ken utan­rík­is­ráð­herra hefur lýst því yfir að bar­áttan gegn lofts­lags­breyt­ingum verði leið­ar­stefið í utan­rík­is­stefn­unni og end­ur­reisn efna­hags­lífs­ins. Verður fróð­legt að sjá hvort þar muni fara saman orð og gjörðir en athygl­is­vert er að þar telja banda­rísk stjórn­völd að ekki sé verið að fórna efna­hags­legum hags­mun­um. Þvert á móti er bent á þann efna­hags­lega ávinn­ing sem felst í grænum lausnum og sjálf­bærni og mik­il­vægi for­ystu­hlut­verks Banda­ríkj­anna í þeim efn­um.

Það virð­ist vera full ástæða fyrir Ísland og Íslend­inga til að vera stoltir af og ánægðir með hvernig tek­ist hefur til við for­mennsku Íslands í Norð­ur­skauts­ráð­inu. Að sama skapi verður áhuga­vert að fylgj­ast með hvernig Rúss­landi tekst að sigla milli skers og báru í for­mennsku­tíð sinni. Sér­stak­lega þar sem oft er ekki auð­séð, hvort landið er sker eða bára, eða hvort tveggja í senn, þegar kemur að stöðu alþjóða­mála.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar