100 þúsund tonn af auglýsingapésum

Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.

Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
Auglýsing

Lík­lega kann­ast flestir við aug­lýs­ingapé­s­ana, fjöl­póst­inn svo­nefnda, sem ýtt er gegnum póst­lúg­una, stundum oft í viku. Í mörgum löndum er ára­tuga­hefð fyrir aug­lýs­ingum af þessu tagi en hér á Íslandi er þetta fyr­ir­bæri ekki ýkja gam­alt. Pésa­flóðið náði hámarki á árunum fyrir banka­hrunið og í 100 ára afmæl­is­riti póst­manna árið 2019 var sagt frá við­tali og frétt sem birt­ist í dag­blaði árið 2007. Í við­tal­inu var fjallað um póst­kassa, sem séu yfir­fullir af aug­lýs­ingapésum og vand­ræði póst­burð­ar­fólks við að koma bréfum í kass­ana.

Árið 2020 hætti póst­ur­inn að dreifa svo­nefndum frí­pósti á suð­vest­ur­horn­inu en þá hafði dregið veru­lega úr bæk­linga­flóð­inu. Í áður­nefndu við­tali árið 2007 nefndi við­mæl­and­inn, póst­mað­ur, að vanda­málið með yfir­fulla póst­kassa sé síður en svo sér­ís­lenskt fyr­ir­bæri og vitnar í frétt danska dag­blaðs­ins Politi­ken frá sama ári. Þar lýsti við­mæl­andi blaðs­ins nákvæm­lega sama vanda­mál­inu, póst­kass­arnir gætu engan veg­inn rúmað alla bæk­ling­ana.

Átta þús­und tonn á mán­uði

Skrif­ari þessa pistils bjó um átta ára skeið í Kaup­manna­höfn, 2010- 2018, í stóru íbúða­blokka­hverfi. Viku­lega, oft­ast á mið­viku­dög­um, stundum á fimmtu­dög­um, kom sendi­bíll hlað­inn aug­lýs­ingapésum á bíla­stæði við blokk­irn­ar. Hópur ungra manna tók svo til við að hlaða bæk­lingum á stórar hand­kerr­ur, sem fylgdu bíln­um. Síðan voru kerr­urnar dregnar að hús­unum og pilt­arnir keppt­ust við að dreifa pés­unum í póst­kassa í hús­un­um. Allt gekk þetta hratt fyrir sig, tím­inn er jú pen­ing­ar! Og líkt og árið 2007 var engin leið að koma öllum pés­unum í póst­kass­ana og því iðu­lega skil­inn eftir stafli á gólf­inu innan við aðal­inn­gang­inn.

Auglýsing

Pistla­skrif­ari var, satt að segja, undr­andi á öllu þessu bæk­linga­flóði. Laus­legar athug­an­ir, á net­inu, leiddu í ljós að í hverri ein­ustu viku árs­ins er í Dan­mörku dreift aug­lýs­ingapésum sem sam­tals vega rúm­lega tvö þús­und tonn. Það gerir sam­tals um 100 þús­und tonn af pappír á hverju ári.

Dæmigerðir póstkassar í blokk. Mynd: Wikimedia/Philippe Alès

Mörgum hefur blöskrað

100 þús­und tonn af pappír er stór haug­ur. Væri þó enn stærri ef ekki væri hin svo­kall­aða „Nej tak ordn­ing“. Í henni felst að eig­andi póst­kassa getur sett sér­stakt merki, sem á stendur „Nej tak“ á kass­ann þar sem aug­lýs­inga­póstur er afþakk­að­ur. Þessi „Nej tak ordn­ing“ hefur verið við lýði um langt ára­bil og um það bil helm­ingur allra póst­kassa í Dan­mörku er nú merktur með þessum hætti. Fyrir tíu árum var nei takk mið­inn á sjö­unda hverjum póst­kassa þannig að breyt­ingin er mik­il. Rétt er að nefna að einnig er til merk­ing sem nefn­ist „Nej tak+“. Sú merk­ing þýðir að sá sem hefur slíkt merki á póst­kass­anum hefur val­ið, og skráð hjá dreif­ing­ar­fyr­ir­tæk­inu og póst­in­um, hvaða pésa hann vill fá í kass­ann, ásamt kannski hverf­is- eða svæð­is­blöð­um.

Coop reið á vaðið

Árið 2016 til­kynnti Coop, ein stærsta versl­ana­sam­steypa Dan­merk­ur, að innan tveggja ára yrði prentun og dreif­ingu aug­lýs­ingapésa á vegum fyr­ir­tæk­is­ins hætt, fram­vegis yrðu þeir á net­inu. Þessi ákvörðun vakti athygli og skoð­anir um hana skipt­ar. Sam­kvæmt könn­unum var það einkum eldra fólk sem vildi halda í prent­uðu aug­lýs­ingapé­s­ana sem, vel að merkja, eru oft tugir blað­síðna. For­svars­menn Coop sögðu tím­ana ein­fald­lega breytta, í dag væri allt á net­inu. Fleiri fyr­ir­tæki hafa fylgt for­dæmi Coop þótt enn láti mörg fyr­ir­tæki, einkum versl­anir prenta, og dreifa bæk­ling­un­um.

Nei eða já

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag var í danska þing­inu rædd (før­stebehand­let) þings­á­lykt­un­ar­til­laga frá Sós­íal­íska þjóð­ar­flokkn­um, SF. Til­lagan, verði hún sam­þykkt, gerir ráð fyrir þeirri grund­vall­ar­breyt­ingu að fram­vegis þurfi Danir að setja svo­kallað já merki á póst­kass­ann vilji þeir fá aug­lýs­inga­póst. Eins og áður sagði er í dag hægt að hafna því að fá aug­lýs­inga­póst, með sér­stöku nei merki. Kann­anir sýna að margir sem ekki eru með nei merkið kæra sig þó ekk­ert um aug­lýs­ing­arnar og henda pés­unum beint í ruslið. Með því að setja já merki (ég vil aug­lýs­ing­arn­ar) á póst­kass­ann fá þeir einir aug­lýs­ingapé­s­ana, sem kæra sig um þá, segir tals­maður SF.

Sýnishorn af merkingum á póstkössum.

Þessi hug­mynd er reyndar ekki ný. Í stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórnar Helle Thorn­ing-Schmidt (2011-2015) var kveðið á um að kanna mögu­leik­ana á því fyr­ir­komu­lagi, að setja já merki á póst­kassa. Þá vildi fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins ekki sam­þykkja slíka merk­ingu. Rökin voru þau að slíkt fyr­ir­komu­lag myndi hindra fyr­ir­tæki innan ESB í að kynna vörur sínar fyrir Dön­um, væri við­skipta­hindr­un, eins og það var orð­að. Þá voru umhverf­is­sjón­ar­mið ekki talin jafn mik­il­væg og þau eru í dag.

Já merkið leyfi­legt í Amster­dam

Ein meg­in­á­stæða þess að þing­menn SF telja að ESB muni ekki standa í vegi fyrir já merk­ing­unni í Dan­mörku er sú að slík merki eru við lýði í Amster­dam, með sam­þykki ESB. Þar voru já merkin tekin í notkun í árs­byrjun 2018. Þá hafði Hér­aðs­dómur í Amster­dam úrskurðað að heim­ilt væri að nota já merk­ið. Rökin voru umhverf­is­sjón­ar­mið. Hæsti­réttur Hollands er með málið til með­ferðar og reiknað er með að dómur verði kveð­inn upp 2. júlí næst­kom­andi.

Neyt­enda­sam­tökin hlynnt já merk­ing­unni

Dönsku neyt­enda­sam­tökin Tænk hafa árum saman verið hlynnt já merk­ing­unni. Lög­fræð­ingur sam­tak­anna segir að sam­tökin líti svo á að eig­andi póst­kassa eigi að ráða, og sam­þykkja hvað í hann fari.

Í fylgi­skjölum með þings­á­lykt­un­ar­til­lögu SF kemur fram að sam­kvæmt tölum dönsku Umhverf­is­stofn­un­ar­innar séu aug­lýs­ingapésar 35% af öllum pappír og pappa sem frá dönskum heim­ilum kem­ur.

Eins og nefnt var framar í þessum pistli er þings­á­lykt­un­ar­til­laga SF um breyttar merk­ingar póst­kassa nú til með­ferðar í danska þing­inu. Nái hún fram að ganga þýðir það lík­lega mikla breyt­ingu hjá þeim sem útbúa, prenta og dreifa aug­lýs­ingapés­un­um. En þangað til nið­ur­staða þings­ins liggur fyrir detta áfram tvö þús­und tonn af aug­lýs­inga­pappír í danska póst­kassa í viku hverri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar