100 þúsund tonn af auglýsingapésum

Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.

Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
Auglýsing

Líklega kannast flestir við auglýsingapésana, fjölpóstinn svonefnda, sem ýtt er gegnum póstlúguna, stundum oft í viku. Í mörgum löndum er áratugahefð fyrir auglýsingum af þessu tagi en hér á Íslandi er þetta fyrirbæri ekki ýkja gamalt. Pésaflóðið náði hámarki á árunum fyrir bankahrunið og í 100 ára afmælisriti póstmanna árið 2019 var sagt frá viðtali og frétt sem birtist í dagblaði árið 2007. Í viðtalinu var fjallað um póstkassa, sem séu yfirfullir af auglýsingapésum og vandræði póstburðarfólks við að koma bréfum í kassana.

Árið 2020 hætti pósturinn að dreifa svonefndum frípósti á suðvesturhorninu en þá hafði dregið verulega úr bæklingaflóðinu. Í áðurnefndu viðtali árið 2007 nefndi viðmælandinn, póstmaður, að vandamálið með yfirfulla póstkassa sé síður en svo séríslenskt fyrirbæri og vitnar í frétt danska dagblaðsins Politiken frá sama ári. Þar lýsti viðmælandi blaðsins nákvæmlega sama vandamálinu, póstkassarnir gætu engan veginn rúmað alla bæklingana.

Átta þúsund tonn á mánuði

Skrifari þessa pistils bjó um átta ára skeið í Kaupmannahöfn, 2010- 2018, í stóru íbúðablokkahverfi. Vikulega, oftast á miðvikudögum, stundum á fimmtudögum, kom sendibíll hlaðinn auglýsingapésum á bílastæði við blokkirnar. Hópur ungra manna tók svo til við að hlaða bæklingum á stórar handkerrur, sem fylgdu bílnum. Síðan voru kerrurnar dregnar að húsunum og piltarnir kepptust við að dreifa pésunum í póstkassa í húsunum. Allt gekk þetta hratt fyrir sig, tíminn er jú peningar! Og líkt og árið 2007 var engin leið að koma öllum pésunum í póstkassana og því iðulega skilinn eftir stafli á gólfinu innan við aðalinnganginn.

Auglýsing

Pistlaskrifari var, satt að segja, undrandi á öllu þessu bæklingaflóði. Lauslegar athuganir, á netinu, leiddu í ljós að í hverri einustu viku ársins er í Danmörku dreift auglýsingapésum sem samtals vega rúmlega tvö þúsund tonn. Það gerir samtals um 100 þúsund tonn af pappír á hverju ári.

Dæmigerðir póstkassar í blokk. Mynd: Wikimedia/Philippe Alès

Mörgum hefur blöskrað

100 þúsund tonn af pappír er stór haugur. Væri þó enn stærri ef ekki væri hin svokallaða „Nej tak ordning“. Í henni felst að eigandi póstkassa getur sett sérstakt merki, sem á stendur „Nej tak“ á kassann þar sem auglýsingapóstur er afþakkaður. Þessi „Nej tak ordning“ hefur verið við lýði um langt árabil og um það bil helmingur allra póstkassa í Danmörku er nú merktur með þessum hætti. Fyrir tíu árum var nei takk miðinn á sjöunda hverjum póstkassa þannig að breytingin er mikil. Rétt er að nefna að einnig er til merking sem nefnist „Nej tak+“. Sú merking þýðir að sá sem hefur slíkt merki á póstkassanum hefur valið, og skráð hjá dreifingarfyrirtækinu og póstinum, hvaða pésa hann vill fá í kassann, ásamt kannski hverfis- eða svæðisblöðum.

Coop reið á vaðið

Árið 2016 tilkynnti Coop, ein stærsta verslanasamsteypa Danmerkur, að innan tveggja ára yrði prentun og dreifingu auglýsingapésa á vegum fyrirtækisins hætt, framvegis yrðu þeir á netinu. Þessi ákvörðun vakti athygli og skoðanir um hana skiptar. Samkvæmt könnunum var það einkum eldra fólk sem vildi halda í prentuðu auglýsingapésana sem, vel að merkja, eru oft tugir blaðsíðna. Forsvarsmenn Coop sögðu tímana einfaldlega breytta, í dag væri allt á netinu. Fleiri fyrirtæki hafa fylgt fordæmi Coop þótt enn láti mörg fyrirtæki, einkum verslanir prenta, og dreifa bæklingunum.

Nei eða já

Síðastliðinn þriðjudag var í danska þinginu rædd (førstebehandlet) þingsályktunartillaga frá Sósíalíska þjóðarflokknum, SF. Tillagan, verði hún samþykkt, gerir ráð fyrir þeirri grundvallarbreytingu að framvegis þurfi Danir að setja svokallað já merki á póstkassann vilji þeir fá auglýsingapóst. Eins og áður sagði er í dag hægt að hafna því að fá auglýsingapóst, með sérstöku nei merki. Kannanir sýna að margir sem ekki eru með nei merkið kæra sig þó ekkert um auglýsingarnar og henda pésunum beint í ruslið. Með því að setja já merki (ég vil auglýsingarnar) á póstkassann fá þeir einir auglýsingapésana, sem kæra sig um þá, segir talsmaður SF.

Sýnishorn af merkingum á póstkössum.

Þessi hugmynd er reyndar ekki ný. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Helle Thorning-Schmidt (2011-2015) var kveðið á um að kanna möguleikana á því fyrirkomulagi, að setja já merki á póstkassa. Þá vildi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ekki samþykkja slíka merkingu. Rökin voru þau að slíkt fyrirkomulag myndi hindra fyrirtæki innan ESB í að kynna vörur sínar fyrir Dönum, væri viðskiptahindrun, eins og það var orðað. Þá voru umhverfissjónarmið ekki talin jafn mikilvæg og þau eru í dag.

Já merkið leyfilegt í Amsterdam

Ein meginástæða þess að þingmenn SF telja að ESB muni ekki standa í vegi fyrir já merkingunni í Danmörku er sú að slík merki eru við lýði í Amsterdam, með samþykki ESB. Þar voru já merkin tekin í notkun í ársbyrjun 2018. Þá hafði Héraðsdómur í Amsterdam úrskurðað að heimilt væri að nota já merkið. Rökin voru umhverfissjónarmið. Hæstiréttur Hollands er með málið til meðferðar og reiknað er með að dómur verði kveðinn upp 2. júlí næstkomandi.

Neytendasamtökin hlynnt já merkingunni

Dönsku neytendasamtökin Tænk hafa árum saman verið hlynnt já merkingunni. Lögfræðingur samtakanna segir að samtökin líti svo á að eigandi póstkassa eigi að ráða, og samþykkja hvað í hann fari.

Í fylgiskjölum með þingsályktunartillögu SF kemur fram að samkvæmt tölum dönsku Umhverfisstofnunarinnar séu auglýsingapésar 35% af öllum pappír og pappa sem frá dönskum heimilum kemur.

Eins og nefnt var framar í þessum pistli er þingsályktunartillaga SF um breyttar merkingar póstkassa nú til meðferðar í danska þinginu. Nái hún fram að ganga þýðir það líklega mikla breytingu hjá þeim sem útbúa, prenta og dreifa auglýsingapésunum. En þangað til niðurstaða þingsins liggur fyrir detta áfram tvö þúsund tonn af auglýsingapappír í danska póstkassa í viku hverri.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar