Jafnréttisstofa: Efling verði að útskýra hvernig jafnlaunavottun tengist uppsögnum

Framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu segir að Efling verði „að rökstyðja hvað það er við jafnlaunavottun sem veldur því að segja þurfi upp öllum ráðningarsamningum“. Jafnréttisstofa hefur aldrei heyrt af því að uppsögnum sé beitt sem lið í jafnlaunavottun.

Jafnréttisstofa telur „vandséð að það að öðlast vottun á að launakerfi uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins“ réttlæti þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið á skrifstofu Eflingar.
Jafnréttisstofa telur „vandséð að það að öðlast vottun á að launakerfi uppfylli kröfur jafnlaunastaðalsins“ réttlæti þær aðgerðir sem boðaðar hafa verið á skrifstofu Eflingar.
Auglýsing

Ekk­ert fyr­ir­tæki eða stofnun hér­lendis hefur leitað til Jafn­rétt­is­stofu með hug­myndir um að segja upp öllu starfs­fólki og end­ur­ráða á ný til þess að leggja grunn að því að ná jafn­launa­vottun á vinnu­staðn­um.

Jafn­rétt­is­stofa myndi ekki mæla með slíkum aðgerðum og telur þær vart rétt­læt­an­leg­ar, segir Katrín Björg Rík­arðs­dóttir fram­kvæmda­stjóri Jafn­rétt­is­stofu í skrif­legu svari til Kjarn­ans.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu.

Kjarn­inn beindi þremur spurn­ingum til Jafn­rétt­is­stofu vegna yfir­vof­andi upp­sagna hjá Efl­ingu, sem hafa sam­kvæmt því sem fram hefur komið í fjöl­miðlum og eftir heim­ildum Kjarn­ans, auk ann­ars verið settar í sam­hengi við vinnu stétt­ar­fé­lags­ins í því skyni að öðl­ast jafn­launa­vott­un.

Nei, nei, nei

Spurn­ing­arnar þrjár, sem Katrín Björg svar­aði, lutu að því hvort eitt­hvað fyr­ir­tæki eða stofnun hefði gripið til við­líka aðgerða og þeirra sem boð­aðar hafa verið hjá Efl­ingu til þess að fær­ast nær því að upp­fylla jafn­launa­stað­al­inn, hvort eitt­hvað fyr­ir­tæki hefði leitað til Jafn­rétt­is­stofu með slíkar hug­myndir og hvort Jafn­rétt­is­stofa myndi sjálf mæla með upp­sögnum og end­ur­ráðn­ingum sem tóli sem nýta mætti við inn­leið­ingu jafn­launa­stað­als­ins.

„Nei, nei, nei,“ var skrif­legt svar Katrínar Bjargar til Kjarn­ans við spurn­ing­unum þrem­ur, en stofn­unin sem hún stýrir hefur meðal ann­ars það lög­bundna hlut­verk sjá um fræðslu og upp­lýs­inga­starf­semi á sviði jafn­rétt­is­mála, veita ráð­gjöf og aðstoð á sviði jafn­rétt­is­mála og vinna gegn launa­mis­rétti og annarri mis­munun á vinnu­mark­aði, með sér­stakri áherslu á að vinna gegn launa­mis­rétti á grund­velli kyns.

Spurn­ingin aldrei komið upp

Katrín Björg segir að Efl­ing verði „að rök­styðja hvað það er við jafn­launa­vottun sem veldur því að segja þurfi upp öllum ráðn­ing­ar­samn­ing­um“ og bætir því við að frá því að jafn­launa­vottun hófst hafi „þessi spurn­ing aldrei komið upp“.

Auglýsing

Hún segir að Jafn­rétt­is­stofa telji auk þess „vand­séð að það að öðl­ast vottun á að launa­kerfi upp­fylli kröfur jafn­launa­stað­als­ins rétt­læti aðgerðir af þessu tag­i.“

Jafn­launa­vottun einn þáttur sem nefndur hefur verið

Stjórn Efl­ingar sam­­þykkti í gær til­­lögu um hóp­­upp­­­sögn vegna breyt­inga á ráðn­­ing­­ar­­kjörum allra starfs­­manna skrif­­stofu félags­­ins. Sam­­kvæmt upp­­lýs­ingum Kjarn­ans mið­aði til­lagan að því að taka á ósam­ræmi og úreltum venjum í starfs­­kjörum og leggja grunn að jafn­­­launa­vott­un, sem áður seg­ir.

Einnig verða gerðar breyt­ingar á mönn­un, verka­­skipt­ingu og hæfn­is­­kröfum starfs­­manna. Öllum laun­uðum starfs­­mönnum félags­­ins verður sagt upp í þessum aðgerðum en þeir eru um 45 til 50 tals­ins, eftir því hvernig störfin eru skil­­greind.

Allir starfs­­menn­irnir verða beðnir að vinna upp­­sagn­­ar­frest­inn og allir núver­andi starfs­­menn verða hvattir til að sækja aftur um störf­in. Sam­­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru engar und­an­­tekn­ingar á þessum fyr­ir­­mælum þannig að starfs­­manna­hóp­inn verði ekki dreg­inn í dilka. Til stendur að öll störfin verði aug­lýst.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent