Hamast gegn lýðræðinu

Finnur Torfi Stefánsson segir að starfsfólk á skrifstofu verkalýðsfélags sem ekki getur stutt lýðræðislega kjörna félagsstjórn í baráttunni eigi þar ekki heima.

Auglýsing

Mikil áróð­urs­her­ferð er í gangi hjá RÚV, hinum hlut­lausa fjöl­miðli íslenskra skatt­borg­ara, gegn Sol­veigu Önnu Jóns­dóttur for­manni Efl­ing­ar, félags lág­launa­fólks á Ísland­i. Henni eru gefnar þær sakir að hafa sagt upp fólki á skrif­stofu félags­ins, en jafn­framt boðið þeim sem þess æskja að sækja um end­ur­ráðn­ingu. Ekki fyrir mörgum árum var farið í svip­aða aðgerð hjá rík­is­stofn­un­inni RUV,  þegar nýr útvarps­stjóri var ráð­inn. Hann rak stóran hluta dag­skrár­fólks og réði vini sína í stað­inn. Mun­ur­inn var sá að þeim sem reknir voru var ekki boðið upp á end­ur­ráðn­ingu. Enn­fremur var þeim ekk­ert til saka fund­ið. Aðeins duttl­ungar ungs for­stjóra réðu ferð.

Árásir RUV hafa fengið stuðn­ing víða í sam­fé­lag­inu og margir virð­ast hafa miklar áhyggjur af þeim fersku vindum sem nú blása um þetta stóra verka­lýðs­fé­lag á Íslandi. Meðal þeirra eru verka­lýðs­for­ingjar í félögum vel­meg­andi launa­fólks,  þ.m.t. Drífa Snædal, for­seti ASÍ. Það er engu lík­ara en menn ótt­ist að fátæk­ustu laun­þeg­arnir og þeir skatt­píndustu, ef miðað er við lífs­kjör, fari að stíga upp á bekk.

Auglýsing

Sterkt lýð­ræð­is­legt umboð

Mun­ur­inn á Sol­veigu Önnu og frú Snæ­dal er sá að sú fyrr­nefnda hefur í tvígang unnið kosn­ingar í félagi sínu með á þriðja þús­und atkvæða og afger­andi meiri­hluta. Frú Snæ­dal hefur engan slíkan stuðn­ing. Hún er kerfis­kona, full­trúi atvinnu­manna í verka­lýðs­bar­áttu, en ekki almennra laun­þega. 

Í síð­ustu sig­ur­kosn­ingum Sol­veigar Önnu var meðal ann­ars tek­ist á um stöðu starfs­fólks á skrif­stofu félags­ins og þá klass­ísku spurn­ingu í verka­lýðs­bar­átt­unni hvort félagið eigi að snú­ast um starfs­fólkið á skrif­stof­unni eða almenna félags­menn úti í atvinnu­líf­inu. Einn mót­fram­bjóð­anda Sol­veigar Önnu studdi fyrr­greinda sjón­ar­miðið og fékk nán­ast ekk­ert fylgi í kosn­ing­un­um. 

Bar­áttu­tæki alþýðu­fólks

Verka­lýðs­fé­lag eins og Efl­ing er hvorki rík­is­stofnun né gróða­fyr­ir­tæki heldur bar­áttu­tæki alþýðu­fólks. Starfs­fólk á skrif­stofu sem ekki getur stutt lýð­ræð­is­lega kjörna félags­stjórn í þeirri bar­áttu á þar ekki heima. Frú Snæ­dal hefur nú gengið fram fyrir skjöldu til að berj­ast fyrir kerf­is­fólk gegn almennu félags­fólki. Það er áhættu­samur leikur fyrir for­seta ASÍ. Það er einnig hættu­legt fyrir RÚV að leggj­ast gegn lág­launa­fólki í land­inu og virða ekki nið­ur­stöðu í lýð­ræð­is­legum kosn­ing­um. Hinir póli­tísku vindar geta breyst hratt og vel er hugs­an­legt að nýr for­stjóri komi til RÚV og kjósi að reka starfs­fólk með hóp­upp­sögnum sam­kvæmt þeirri hefð sem nú þegar hefur skap­ast hjá stofn­un­inni.

Höf­undur er tón­skáld og lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar