Framtíðin og menntun

Birna Gunnlaugsdóttir grunnskólakennari og formannsframbjóðandi í Kennararafélagi Reykjavíkur skrifar um framtíðina og menntun.

Auglýsing

Á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar varð Nýald­ar­hreyf­ingin (New Age Movem­ent) til og varð sífellt sýni­legri á Íslandi um ára­tug síðar og fram til þessa dags. Hreyf­ingin felur í sér heild­ræna sýn á heim­inn þannig að andi og efni séu sam­of­in. Áhersla er á ein­stak­lings­bundna and­lega iðkun, frjálst sjálf, heilun og orkuflæði.

Við sjáum þessa dags dag­lega stað í kristöllum og orku­steinum sem sumir nota til heil­un­ar, svetti, Qui quong og almennri ástundun jóga og hug­leiðslu, notkun jurta til lækn­inga, kakóat­höfn­um, höf­uð­beina- og spjald­hryggs­jöfnun og jafn­vel sham­an­isma. Í þess­ari hugs­un, sem er á heims­vísu, tengj­ast saman ýmsar trú­ar­hug­myndir og vís­inda­kenn­ing­ar. Áhersla er á sjálfið og að ein­stak­ling­ur­inn breyti sjálfum sér til hins betra sem mann­eskja og þannig hafi hann síðan áhrif til breyt­inga út í sam­fé­lag­ið.

Í Búdd­isma síð­ari tíma lög­máls­ins, sem kallað er og er kennt við Lótus Sút­runa, segir að ef við gaum­gæfum þessa nýju sýn vel þá hætti menn að sjá landið og umhverfið sem frá­brugðið og aðskilið frá mann­eskj­unni sem þar býr. Þrátt fyrir að andi og efni virð­ist vera tveir aðskildir hlutir eða þættir í líf- og orku­keðj­unni, þá sé veru­leik­inn sá að þeir eru ekki aðskilj­an­leg­ir.

Auglýsing

Vita­skuld getur mann­fólkið ekki lifað í tóma­rúmi, við þurfum umhverfi til að geta lif­að. Við þurfum stað til að lifa á og umhverfið styður okkur í að lifa þar, útvegar okkur loft, vatn, mat ásamt því að skapa stöð­ug­leika til að við getum lifað lífi okk­ar.

„Nafnið á þessu lög­máli ein­ingar ein­stak­lings og umhverfis er á japönsku esho funi. E er stytt­ing fyrir eho eða umhverfið sem styður lífið og sho er stytt­ing á shoho óháðri ein­ingu lífs­ins eða með öðrum orðum sjálf­inu. Þar sem líf mann­eskj­unnar hefur áhrif á og er háð umhverfi sínu þá er það sem virð­ist vera aðskildar ein­ingar lífs í raun óað­skilj­an­leg­ar. Þrátt fyrir að ein­ing­arnar virð­ast vera sitt hvor hlut­ur­inn þá eru þær, þegar grannt er skoðað ekki tveir hlut­ir. Þessi „ekki-tví­skipt­ing“ er merk­ing orðs­ins funi, sem hægt er að þýða sem „tveir hlutir en ekki tveir hlut­ir“. Þannig að umhverfi okkar og líf ein­stak­lings­ins er á gagn­kvæman hátt háð hvert öðru. Við nán­ari athugun eru þau eitt vegna þess að umhverfið og fólkið sem lifir þar á hvoru­tveggja upp­tök sín í lífs­krafti alheims­ins.“ - (Ham­ingja í þessum heimi Mann­úð, tíma­rit SGI Búddista á Íslandi. Sept­em­ber 2015).

Sam­fé­lög mann­anna eru að miklu leyti gagn­tekin af æsifrétta­mennsku og ill­kvittni og tölu­vert er um falskar og vill­andi upp­lýs­ing­ar. Það eru margir spilltir ein­stak­lingar sem blekkja aðra og margir nei­kvæðir áhrifa­valdar sem draga fólk niður í óham­ingju og eymd. Þrátt fyrir það skynja fjöl­margir kjarna lífs­ins á jákvæðan hátt.

Þónokkrir eðl­is­fræð­ingar og aðrir vís­inda­menn hall­ast að því, í ljósi skammta­fræð­inn­ar, að líf­eðl­is­fræði og frum­spekin sjálf eigi sam­leið, en frum­spekin fæst við að útskýra grund­vall­ar­at­riði um eðli og umgjörð sjálfrar til­ver­unnar á heim­speki­legan hátt.

Eitt er að rann­sóknir á starf­semi heil­ans hafa leitt til þess að öreind­ir, sem hafa hingað til aðeins verið taldar efn­is­legar séu jafn­framt bylgj­ur, og því líf­fræði­leg heila­starf­semi mæl­an­leg á sam­bæri­legan hátt við breytta til­finn­inga­lega og and­lega líðan manna. Það er að segja að við and­lega og til­finn­inga­legar breyt­ingar hjá ein­stak­lingi geti hann mögu­lega breytt eigin skynj­un, lík­ams­starf­semi og haft ætluð áhrif á aðra ein­stak­linga. Að sterkar viðjar van­ans, þ.e. ríkj­andi hug­form og hugsun sem líkja má við fíkn­ir, haldi helst aftur af þróun og notkun þess­ara mögu­leika manns­ins til að virkja heila­starf­sem­ina til fulls.

Tek­ist er á um þessa túlkun og efa­semdir eru miklar um að rann­sókn­ar­að­ferð­irnar séu vís­inda­leg­ar, en hugs­unin ein og sér koll­varpar alda­gömlum vest­rænum gildum meðal millj­óna núlif­andi manna og jafn­vel hug­tak­inu raun­vís­indi, eins og við þekkjum það. Mögu­legt er að pró­fessor sem þurfti fyrir um 10 árum að velja á milli þess að láta af þjóð­fé­lags­stöðu sinni og tekjum eða snúa sér að rann­sóknum í skammta­fræði og dul­ar­fullri hug­ar­orku manns­ins, segði eitt­hvað sam­bæri­legt og Kópern­ikus á að hafa sagt á 16. öld: „Hún snýst nú sam­t“.

Hvað geta kenn­arar og aðrir full­orðnir gert fyrir börn og ung­menni ef þetta er raun­in? Hvernig menntum við kom­andi kyn­slóðir best?

Margt er svo sem til ráða, en sem umsjón­ar­kenn­ari á yngsta stigi með afar prúðan hóp legg ég áherslu á að hlusta á börn­in, tengj­ast þeim og mæta þeim þar sem þau eru stödd. Við vinnum líka eftir ein­kunn­ar­orðum skól­ans „Ábyrgð, traust og til­lits­semi“ og leggjum ríka áherslu á vin­átt­una, en umsjón­ar­nem­andi dags­ins fær að hafa bangs­ann Blæ sem táknar hana. Það er hægt að hafa kennslu­hætt­ina skap­andi og fjöl­breyti­lega. Við erum með Byrj­enda­læsi, þar sem verk­efni eru sam­þætt og gjarnan skap­andi, PALS sem er sam­vinna og para­lest­ur, reglu­lega hringekjur svo engum leið­ist ein­hæfn­in, lært er um til­finn­inga­læsi um leið og lýs­ing­ar­orðin eru num­in, við syngj­um, dönsum og tökum reglu­lega slök­un. Nem­enda­lýð­ræði er loks ástundað svo sem náms­efni og hvernig er hægt að leika meira, en fylgja samt náms­skránni, og að end­ingu eru reglu­lega bekkj­ar­fund­ir. Á síð­asta bekkj­ar­fundi, sem var auka­fundur að beiðni nem­anda, kom fram hugmynd um að lengja skóla­dag­inn.

Hvað annað getum við svo sem gert en að reyna að rækta and­ann og sam­skipti sjálf og leið­beina ung­við­inu í að gera það sama. Eða eins og kveðja svo margra hljómar í dag; Ást og frið­ur, verðum góð hvort við ann­að.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari og for­manns­fram­bjóð­andi í Kenn­ara­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar