Kverkatak Pútíns á rússneskum almenningi

Fjölmiðlamaðurinn og rithöfundurinn Peter Pomeransev fjallar um Pútín og Rússland í aðsendri grein. Hann telur að lausn vandamálsins með Pútín felist í að losa um sálfræðilegt kverkatak sem hann hefur á rússneskum almenningi. Ástþór Jóhannsson þýddi.

Auglýsing

Í síð­asta mán­uði hljóp þátta­stjórn­andi á aðal­frétta­tíma rúss­neskrar rík­is­sjón­varps­stöðvar inn í settið á útsend­ing­ar­tíma og veif­aði spjaldi þar sem inn­rás Rússa í Úkra­ínu var mót­mælt og hvatti áhorf­endur að taka sjón­varps­rás­ina sem hún starf­aði á ekki trú­an­lega, þar væri rek­inn lyga­á­róð­ur. Hún var í fram­hald­inu fjar­lægð úr útsend­ing­unni og dvaldi næstu tvo sól­ar­hring­ana í varð­haldi lög­regl­unn­ar. Hún lýsti þessum gjörn­ingi sínum sem örvænt­ing­ar­fullri til­raun til að hreinsa sam­visku sína af því að hafa tekið þátt í heila­þvotti sem breytti rúss­neskum almenn­ingi í „dauð­yfli“.

Sumir hafa kallað hana hetju, aðrir segja að þetta breyti engu úr þessu. En hver sem skoð­unin á því er, þá er ljóst að til að leysa vanda­málið sem stafar af stjórn­ar­fari Pútíns og koma af stað breyt­ingum í Rúss­landi þá verður að horfast í augu við sál­fræði­legt helj­ar­tak sem Pútín hefur á sam­löndum sín­um.

Hug­ræn sam­setn­ing Pútín­ism­ans (sem er aðferða­fræði frekar en hug­mynda­fræði) er heims­mynd sem byggð er upp með áróðri orða og athafna til að halda Rússum í skefj­um. Hún hefur ákveðnar und­ir­stöð­ur: Hún höfðar til for­tíð­ar­þrár; með sam­sær­is­sjón­ar­horni og þess er kraf­ist að Pútín kom­ist upp með hvað sem er, að það séu engir aðrir val­kostir en Pútín. Rússar sem eru gagn­rýnir á stjórn­ar­far­ið, lýð­ræð­is­sinn­aðir fjöl­miðl­ar, aðgerða­sinnar í borg­ara­legu sam­fé­lagi og vest­rænir stjórn­ar­er­ind­rekar, sem leit­ast eftir að ná sam­tali við rúss­nesku þjóð­ina, þurfa að átta sig á styrk­leika eða veik­leika þess­arar und­ir­stöðu. Því þótt Pútín tak­ist að skerða rúss­neskra inter­netið enn frekar (hann hefur þegar lokað Instagram, Face­book, Twitter og síð­ustu óháðu útvarps- og sjón­varps­stöðv­un­um), þá verða alltaf til leiðir sem ná til rúss­nesku þjóð­ar­inn­ar, allt frá VPN til gervi­hnatta­sjón­varps­rása (svo er alls ekki víst að Kín­verjar geri neitt í að loka sínum sam­skipta­miðli TikTok sem ungt fólk um allan heim skoðar og not­ar). Spurn­ingin er hins­vegar um hvað eigi að tala við óbreytta íbúa Rúss­lands.

Auglýsing

Sem stendur styður meiri­hluti Rússa stríðið og upp­gefnar ástæður Pútíns fyrir því. Það er erfitt að treysta skoð­ana­könn­unum þar sem ein­ræði ríkir og 15 ára fang­elsi getur fylgt því að nefna orðið „stríð“. Þar að auki er alltaf þægi­legt að fela sig á bak við áróð­ur: Að láta eins og þú vitir ekki hvað er að ger­ast. Hann gerir þér kleift að forð­ast ábyrgð og taka erf­iðar eða hættu­legar ákvarð­an­ir. En jafn­vel þótt þessi vits­muna­lega hlut­drægni, ótti og hvati til að forð­ast raun­veru­leik­ann breyt­ist ekki á stund­inni, þá eru nú þegar veik­leikar í helstu áróð­urs­að­ferðum Pútíns.

Byrjum að skoða notkun Pútíns á nostal­gíu – for­tíð­ar­þrá. Hann hefur alltaf litið svo á að hlut­verk sitt sé að „reisa Rúss­land á fæt­ur“, útgáfa Kreml­verja af „Make Amer­ica Great aga­in“. Þetta hefur nú náð hámarki: Í sam­heng­is­lausri sögu­legri ræðu sinni sem ætlað var að rétt­læta inn­rás­ina í Úkra­ínu gerði hann mikið úr því hlut­verki sínu að end­ur­reisa rúss­neska heims­veldið og lagði sitt stríð að jöfnu við orr­ustu seinni heims­styrj­ald­ar­innar gegn (hreinum goð­sögn­um) nas­ist­um.

Fyrir utan ánægj­una af því að velta sér upp úr (oft og tíðum upp­spunn­inni) for­tíð­ar­dýrkun er þessi nostal­g­íu­á­róður sál­fræði­lega áhrifa­ríkur á annan hátt. Þar er því haldið fram að hin mikla rúss­neska þjóð hafi verið nið­ur­lægð af ill­gjörnum útlendum valds­mönnum og nú sé Pútín að end­ur­heimta stolt­ið. Stóra nið­ur­læg­ingin sem Rússar upp­lifa, hvort heldur sögu­lega eða í núinu, kemur auð­vitað innan frá. En nostal­gíska sögu­skýr­ingin gerir Kreml­verjum kleift að færa eigin grimmd yfir á skugga­legan utan­að­kom­andi „óvin“ og hjálpa síðan íbú­unum að létta á bældri reiði sinni með yfir­gangi. Mein­yrtur sadískur tónn­inn í ræðum Pútíns og helstu áróð­urs­manna hans í sjón­varpi, eins og Vla­dimirs Solovíjov, veitir fólki til­finn­inga­lega leið til að orða og sann­reyna myrk­ustu og ofbeld­is­fyllstu kenndir sín­ar. Það er í lagi að vera grimmur og vond­ur, sam­kvæmt því sem þessi áróður gefur til kynna. Þetta sé allt sög­unni að kenna.

En þessum nostal­g­íu­á­róðri er einnig ætlað að hylja hinn mikla akki­les­ar­hæl Pútíns: Skort hans á fram­tíð­ar­sýn. Fram­tíðin er löngu horfin úr rúss­neskri stjórn­mála­um­ræðu.

Að hugsa um fram­tíð­ina þýðir að það þarf að ein­beita sér að póli­tískum umbót­um, hreinsa til í dóm­stól­um, afnema spill­ingu – allt það sem Pútín getur ekki áork­að, þar sem slíkar umbætur myndu setja hans eigið kerfi í hættu. Með nýjum efna­hags­legum veru­leika eftir inn­rás­ina hefur allri fram­tíð­ar­von verði algjör­lega eytt. En fólk mun ekki kom­ast hjá því að hugsa um það. Hvað þýða refsi­að­gerð­irn­ar, sem eru rétt að byrja að láta finna fyrir sér, fyrir fram­tíð barna þeirra?

Fjöl­miðlar og sam­skipti við rúss­nesku þjóð­ina þurfa að bein­ast að þessum spurn­ingum um fram­tíð­ina. Bæði á per­sónu­legum vett­vangi, en einnig hvað varðar fram­tíð lands­ins. Að síð­ustu þarf að velta fyrir sér hvert fram­tíð­ar­hlut­verk Rúss­lands eigi að vera í heim­in­um. Ein setn­ing sem mest hljómar í rúss­neskum fjöl­miðlum er: „Hver er til­gang­ur­inn með heim­inum ef það er eng­inn staður fyrir Rúss­land í hon­um?“ Það „Rúss­land“ sem hér er kallað eftir er bundið við sjálfs­mynd sem brýtur aðra undir vilja sinn. Er ein­hver önnur leið?

Til að opna enn frekar fyrir slíkar spurn­ingar leggur hópur rúss­neskra fræði­manna undir for­ystu Alex­and­ers Etkind sagn­fræð­ings til að stofna háskóla í Eystra­salts­lönd­unum sem tekur við stúd­entum frá Rúss­landi og nágranna­löndum þess til að vinna að sam­eig­in­legum áskor­unum eins og umhverf­is­mál­um. Verk­efni sem þessi eru auð­vitað lang­tíma­mark­mið, en án tungu­máls og hug­mynda til að tala um fram­tíð­ina getum við ekki einu sinni byrjað að marka leið­ina í átt að henni.

Þessa hug­mynd um fram­tíð Rúss­lands verður að þróa í sam­starfi við nágranna Rúss­lands, þannig að hún komi jafn­vægi á þarfir þeirra allra og sleppi undan þeirri sam­sær­is­hyggju og núllsummu­leik heims­ins sem áróður Pútíns stuðlar að. Sam­sær­is­hugsun er annar grunnur í leikja­bók Pútís og nýt­ist í ýmis­legt. Sam­sær­is­hugsun er gagn­leg við að styrkja sam­fé­lagið og stuðla að til­finn­ing­unni um „okk­ur“ sem sætum árásum frá „þeim“. Hún hjálpar einnig til við að útskýra rugl­ings­legan heim. Og fjar­lægir einnig alla ábyrgð­ar­til­finn­ingu. Á stórum nýjum vegg­spjöldum í kringum Moskvu er full­yrt að Rússar hafi „ekki átt neitt annað val“ en að hefja stríð­ið, sem gefur til kynna að allt sé óvina­veld­unum að kenna. Á end­anum dreifir sam­sær­is­hugsun líka til­finn­ingu um að fólk sé of van­mátt­ugt til að geta breytt neinu í heim­in­um, sem aftur leiðir til aðgerð­ar­leys­is. Það er oft og tíðum fyrir þá í Kreml. Kremlverjar vilja þæga íbúa.

En slík hugsun getur einnig unnið gegn stjórn­völd­um. Það nærir menn­ingu tor­tryggni og van­trausts. Þannig að á tímum COVID-­sýk­ingar neit­uðu fjöl­margir Rússar að taka bólu­efni frá Kreml, þá grun­aði að sjálf rík­is­stjórnin væri að skipu­leggja eitt­hvað illt gegn þeim.

Þegar refsi­að­gerð­irnar taka að bíta og almenn­ingur fær að finna fyrir því með sárs­auka­fullum hætti að lífs­bar­átta þeirra er orðin enn erf­ið­ari en hjá elít­unni, gæti kviknað á innri hvatn­ingu í krepp­unni sem skap­ast. Kerfi Pútíns hefur alltaf ýtt við fólki með því að gefa sneið af hinni hvers­dags­legu spill­ing­ar­köku: Allt frá umferð­ar­lög­reglu upp í ráð­herra. Svo lengi sem þú sýndir holl­ustu annað slag­ið, þegar við átti, var þér frjálst að grípa í að sinna þínum eigin fjár­hags­legu mark­mið­um. Nú er þessi hvatn­ing í upp­námi og óbreyttum íbúum er ætlað færa miklar fórnir fyrir sam­sær­is­lega gervi­hug­mynda­fræði. Menn gætu ein­fald­lega gef­ist upp á að halda kerf­inu gang­andi. Þetta er það sem gerð­ist við enda­lok Sov­ét­ríkj­anna, þegar fjöld­inn hætti í raun­inni að sinna fag­legri ábyrgð sinni. Ekki að allt log­aði í verk­föllum heldur meira bara skortur á hvatn­ingu og almenn örvænt­ing.

Til að leiða í ljós þennan mis­mun milli yfir­stétt­ar­innar og venju­legs fólks mun þurfa sjálf­stæða rúss­neska rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Frá því stríðið hófst er hún að mestu leyti unnin erlend­is. Hún verður að geta treyst á að rekja gögn og opna rann­sókn á þeim. Við þurfum að árétta það sem rúss­neski blaða­mað­ur­inn og rit­stjór­inn Roman Badan­in, stofn­andi rann­nsókn­ar­net­mið­ils­ins Agentsvo, kallar „aflands­frétta­mennsku“: útlægir frétta­miðlar sem not­færa sér nútíma­tækni til að geta verið eins nálægt heima­land­inu og kostur er á.

Eftir því sem efna­hags­á­standið versnar og áróð­ur­inn veik­ist mun Pútín snúa sér til valda­ráðu­neyt­anna til að nota kúgun fremur en hug­mynd­ir. Það hafa alltaf verið lokarök hans; að hann geti framið hvaða glæp sem er heima fyr­ir, hvaða inn­rás sem er erlend­is, hvaða stríðs­glæp sem er frá Grosní til Aleppó eða Mari­apol og kom­ist upp með það. Í Úkra­ínu er Pútín mark­visst að miða á mann­úð­ar­göng­ur, sprengja flótta­menn og sjúkra­hús til að brjóta vilja fólks­ins. Það eru skila­boð til heims­ins að allar yfir­lýs­ingar um mann­úð­ar­gildi, „ábyrgð SÞ til að vernda“ og örugg svæði séu þvæla. Rök hans eru að aflið sé réttur og í hinum fram­tíð­ar­lausa nýja heimi munu þeir sem eru mis­kunn­ar­lausast­ir, frá Beijing til Riyadh og Moskvu standa með pálmann í hönd­un­um.

Eitt lít­ið, það fyrsta, en von­andi mik­il­vægt skref hefur verið stigið af mann­rétt­inda­lög­fræð­ingnum og rit­höf­und­inum Phil­ippe Sands, sem reynir að setja saman dóm­stól að hætti Nürn­berg fyrir þá sem hófu þetta stríð, ekki bara fyrir stríðs­glæpi heldur fyrir að hafa hafið algjör­lega til­efn­is­lausa inn­rás í fyrsta lagi. Í milli­tíð­inni er hins­vegar brand­ari í gangi á meðal stuðn­ings­manna Pútíns innan Rúss­lands: Tveir rúss­neskir her­menn sitja og drekka kampa­vín í Par­ís, sem er her­numin af Rússum, þar sem öll Evr­ópa er sigruð. „Varstu búinn að heyra um það?“ Annar rúss­neski her­mað­ur­inn glottir til hins: „Við biðum ósigur í upp­lýs­inga­stríð­in­u.“

Þess háttar húmor er í sjálfu sér áróð­urs­form: Að hjálpa til við að ýta Rússum frá þeirri hugsun að „sér­staka aðgerð­in“ gangi ekki alveg sam­kvæmt áætl­un. En brand­ar­inn varpar ljósi á dýpri sann­leika: Á stríðs­tímum vegur áróður þar sem verkin tala, þyngra en áróður orðs­ins.

Höf­undur er fjöl­miðla­maður og rit­höf­undur fæddur 1977 í Kyiv í Úkra­ínu. Hann ólst upp í Þýska­landi og starf­aði um ára­bil í Moskvu en er nú búsettur í London. Hann er höf­undur Not­hing is True and Everyt­hing is Possi­ble: The Sur­r­eal Heart of the New Russia og This is Not Propag­anda: Adventures in the War Aga­inst Rea­lity.

Ást­þór Jóhanns­son þýddi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar