Gagnaöflun skattrannsóknarstjóra um rekstur félags í Belís talin lögmæt

Landsréttur komst í lok janúar að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóra hefði verið heimilt að sækja bókhaldsgögn um félag í Belís til endurskoðunarfyrirtækis í lok maí í fyrra. Málið virðist tengjast rannsókn embættisins á Samherjasamstæðunni.

Af efnisatriðum málsins má ráða að um sé að ræða gagnaöflun sem tengist rannsókn skattrannsóknarstjóra á Samherjasamstæðunni.
Af efnisatriðum málsins má ráða að um sé að ræða gagnaöflun sem tengist rannsókn skattrannsóknarstjóra á Samherjasamstæðunni.
Auglýsing

Starfs­menn emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra komu í höf­uð­stöðvar íslensks bók­halds- og þjón­ustu­fyr­ir­tækis þann 19. maí í fyrra með beiðni um að fá afhent gögn um félag sem skráð er í Mið-Am­er­íku­rík­inu Belís. Tek­ist hefur verið á um það fyrir dóm­stólum hvort gagna­öfl­unin hafi verið lög­mæt. Nýleg nið­ur­staða Lands­réttar er að það hafi hún ver­ið.

Theo­dóra Emils­dótt­ir, settur skatt­rann­sókn­ar­stjóri, seg­ist í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans ekki geta veitt neinar upp­lýs­ingar eða stað­fest­ingu á því um hvaða félög er að ræða, en efn­is­at­riði í úrskurðum Lands­réttar og Hér­aðs­dóms Reykja­víkur gefa þó til kynna að þarna sé fjallað um gagna­öflun sem teng­ist yfir­stand­andi rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á Sam­herj­a­sam­stæð­unni.

Í úrskurði Lands­réttar frá 25. jan­úar og úrskurði Hér­aðs­dóms Reykja­víkur frá 15. des­em­ber eru öll nöfn fyr­ir­tækja og ein­stak­linga afmáð, en þó má lesa að eig­andi félags­ins í Belís sé félag á Kýpur sem sé í eigu íslensks manns, sem sé með skatta­lega heim­il­is­festi á Spáni og hafi ekki verið með heim­il­is­festi á Íslandi í um 16 ár.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri lof­aði að skoða ekki gögnin fyrr en lög­mætið væri ljóst

Deilt hefur verið um heim­ild skatt­rann­sókn­ar­stjóra til þess að skoða bók­hald þessa eina fyr­ir­tækis í Belís frá því skömmu eftir að það fékkst afhent frá end­ur­skoð­and­anum í maí. 

Fram kemur í úrskurð­inum að nokkrum dögum eftir að skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk gögnin í hend­ur, eða 28. maí, hafi emb­ættið farið fram á að Belís-­fé­lagið og end­ur­skoð­and­inn veittu frek­ari gögn um rekst­ur­inn. Einnig var óskað var eftir því að eig­andi félags­ins kæmi til skýrslu­gjafar þann 11. júní.

Auglýsing

Félagið hafn­aði að afhenda frek­ari gögn, í svar­bréfi til skatt­rann­sókn­ar­stjóra 5. júní. Í bréf­inu frá lög­manni Belís-­fé­lags­ins var því einnig komið á fram­færi að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið mælt­ist til þess að skatt­rann­sókn­ar­stjóri end­ur­kall­aði beiðni sína eða bæri hana undir dóm­stóla. 

Þessu bréfi svar­aði skatt­rann­sókn­ar­stjóri 12. júní og sagð­ist hafa verið heim­ilt að afla umræddra gagna og taldi að rétt hefði verið staðið að öflun þeirra. Einnig sagði skatt­rann­sókn­ar­stjóri að eðli­legra væri að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið færi sjálft með kröfu sína fyrir dóm. 

Emb­ættið lýsti því þó yfir að gögnin yrðu ekki skoðuð fyrr en búið væri að leysa úr ágrein­ingi um lög­mæti beiðn­ar­inn­ar, sem nú hefur verið gert.

Grunur á að raun­veru­legum yfir­ráðum hafi verið leynt

Í úrskurði Lands­réttar má lesa að rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra bein­ist að bók­haldi og skatt­skilum íslensks félags og að því félagi hafi verið til­kynnt bréf­lega 19. maí í fyrra að rann­sókn væri hafin á skatt­skilum þess. Sú rann­sókn bein­ist meðal ann­ars að ætl­aðri skatt­skyldu vegna hagn­aðar þessa félags í Belís á árunum 2013-2017. 

Í grein­ar­gerð sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri sendi Lands­rétti og vísað er til í úrskurð­inum kemur fram að grunur leiki á því að íslenska félagið hafi leynt raun­veru­legu eign­ar­haldi eða stjórn­un­ar­legum yfir­ráðum sínum á Belís-­fé­lag­inu, sem væri skráð í lág­skatta­ríki.

Með því hefði íslenska félagið komið Belís-­fé­lag­inu undan skatt­skyldu hér á landi vegna tekna á rekstr­ar­ár­unum 2013-2016. Sam­kvæmt úrskurði Lands­réttar er það mat skatt­rann­sókn­ar­stjóra að gögn­in, sem nú hefur komið í ljós að aflað var með lög­mætum hætti, kunni að hafa „veru­lega þýð­ingu“ við rann­sókn máls­ins.

Áhöld hafa áður verið uppi um það hvort erlendum félögum innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hafi sumum hverjum í reynd verið stjórnað frá Íslandi, af íslenskum ein­stak­ling­um.

Þetta var til dæmis álita­efni í máli Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja, en að mati bank­ans var þónokkrum félögum sam­stæð­unnar í reynd stjórnað frá Íslandi og því hefðu erlendu félögin átt að skila gjald­eyri til lands­ins eins og inn­lendir aðil­ar.

„Þó að þetta væri sölu­­fé­lag sem velti millj­­örðum þá var eng­inn sem tók upp sím­ann og tók við sölupönt­un,“ sagði Jóhannes Karl Sveins­son lög­maður Seðla­bank­ans fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í sept­em­ber­mán­uði, um félagið Katla Seafood Limited, sem eitt sinn var skráð í Belís í Mið-Am­er­íku en síðar á Kýp­ur.

Eins og Kjarn­inn sagði frá um helg­ina virð­ist það hvaða ákvarð­anir í rekstri erlendra félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar voru teknar á Íslandi og hverjar í útlöndum einnig skipta máli í rann­sókn emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara.

Hér­aðs­sak­sókn­ari fékk í byrjun des­em­ber bók­hald Sam­herj­a­sam­stæð­unnar afhent frá end­ur­skoð­un­ar­skrif­stof­unni KPMG með dóms­úr­skurði. Emb­ættið fékk einnig upp­lýs­ingar um vinnslu einnar skýrslu sem KPMG vann fyrir Sam­herja á árunum 2013 og 2014 og fól í sér grein­ingu á skipu­lagi sam­stæð­unnar á þeim tíma.

Sam­­kvæmt drögum að skýrslu frá sér­­fræð­ingum KPMG, sem byggði m.a. á við­­tölum við starfs­­fólk Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, var for­­stjór­inn og stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­inn Þor­­steinn Már Bald­vins­­son nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu og með alla þræði í hendi sér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent