Gagnaöflun skattrannsóknarstjóra um rekstur félags í Belís talin lögmæt

Landsréttur komst í lok janúar að þeirri niðurstöðu að skattrannsóknarstjóra hefði verið heimilt að sækja bókhaldsgögn um félag í Belís til endurskoðunarfyrirtækis í lok maí í fyrra. Málið virðist tengjast rannsókn embættisins á Samherjasamstæðunni.

Af efnisatriðum málsins má ráða að um sé að ræða gagnaöflun sem tengist rannsókn skattrannsóknarstjóra á Samherjasamstæðunni.
Af efnisatriðum málsins má ráða að um sé að ræða gagnaöflun sem tengist rannsókn skattrannsóknarstjóra á Samherjasamstæðunni.
Auglýsing

Starfs­menn emb­ættis skatt­rann­sókn­ar­stjóra komu í höf­uð­stöðvar íslensks bók­halds- og þjón­ustu­fyr­ir­tækis þann 19. maí í fyrra með beiðni um að fá afhent gögn um félag sem skráð er í Mið-Am­er­íku­rík­inu Belís. Tek­ist hefur verið á um það fyrir dóm­stólum hvort gagna­öfl­unin hafi verið lög­mæt. Nýleg nið­ur­staða Lands­réttar er að það hafi hún ver­ið.

Theo­dóra Emils­dótt­ir, settur skatt­rann­sókn­ar­stjóri, seg­ist í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans ekki geta veitt neinar upp­lýs­ingar eða stað­fest­ingu á því um hvaða félög er að ræða, en efn­is­at­riði í úrskurðum Lands­réttar og Hér­aðs­dóms Reykja­víkur gefa þó til kynna að þarna sé fjallað um gagna­öflun sem teng­ist yfir­stand­andi rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra á Sam­herj­a­sam­stæð­unni.

Í úrskurði Lands­réttar frá 25. jan­úar og úrskurði Hér­aðs­dóms Reykja­víkur frá 15. des­em­ber eru öll nöfn fyr­ir­tækja og ein­stak­linga afmáð, en þó má lesa að eig­andi félags­ins í Belís sé félag á Kýpur sem sé í eigu íslensks manns, sem sé með skatta­lega heim­il­is­festi á Spáni og hafi ekki verið með heim­il­is­festi á Íslandi í um 16 ár.

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri lof­aði að skoða ekki gögnin fyrr en lög­mætið væri ljóst

Deilt hefur verið um heim­ild skatt­rann­sókn­ar­stjóra til þess að skoða bók­hald þessa eina fyr­ir­tækis í Belís frá því skömmu eftir að það fékkst afhent frá end­ur­skoð­and­anum í maí. 

Fram kemur í úrskurð­inum að nokkrum dögum eftir að skatt­rann­sókn­ar­stjóri fékk gögnin í hend­ur, eða 28. maí, hafi emb­ættið farið fram á að Belís-­fé­lagið og end­ur­skoð­and­inn veittu frek­ari gögn um rekst­ur­inn. Einnig var óskað var eftir því að eig­andi félags­ins kæmi til skýrslu­gjafar þann 11. júní.

Auglýsing

Félagið hafn­aði að afhenda frek­ari gögn, í svar­bréfi til skatt­rann­sókn­ar­stjóra 5. júní. Í bréf­inu frá lög­manni Belís-­fé­lags­ins var því einnig komið á fram­færi að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið mælt­ist til þess að skatt­rann­sókn­ar­stjóri end­ur­kall­aði beiðni sína eða bæri hana undir dóm­stóla. 

Þessu bréfi svar­aði skatt­rann­sókn­ar­stjóri 12. júní og sagð­ist hafa verið heim­ilt að afla umræddra gagna og taldi að rétt hefði verið staðið að öflun þeirra. Einnig sagði skatt­rann­sókn­ar­stjóri að eðli­legra væri að end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tækið færi sjálft með kröfu sína fyrir dóm. 

Emb­ættið lýsti því þó yfir að gögnin yrðu ekki skoðuð fyrr en búið væri að leysa úr ágrein­ingi um lög­mæti beiðn­ar­inn­ar, sem nú hefur verið gert.

Grunur á að raun­veru­legum yfir­ráðum hafi verið leynt

Í úrskurði Lands­réttar má lesa að rann­sókn skatt­rann­sókn­ar­stjóra bein­ist að bók­haldi og skatt­skilum íslensks félags og að því félagi hafi verið til­kynnt bréf­lega 19. maí í fyrra að rann­sókn væri hafin á skatt­skilum þess. Sú rann­sókn bein­ist meðal ann­ars að ætl­aðri skatt­skyldu vegna hagn­aðar þessa félags í Belís á árunum 2013-2017. 

Í grein­ar­gerð sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri sendi Lands­rétti og vísað er til í úrskurð­inum kemur fram að grunur leiki á því að íslenska félagið hafi leynt raun­veru­legu eign­ar­haldi eða stjórn­un­ar­legum yfir­ráðum sínum á Belís-­fé­lag­inu, sem væri skráð í lág­skatta­ríki.

Með því hefði íslenska félagið komið Belís-­fé­lag­inu undan skatt­skyldu hér á landi vegna tekna á rekstr­ar­ár­unum 2013-2016. Sam­kvæmt úrskurði Lands­réttar er það mat skatt­rann­sókn­ar­stjóra að gögn­in, sem nú hefur komið í ljós að aflað var með lög­mætum hætti, kunni að hafa „veru­lega þýð­ingu“ við rann­sókn máls­ins.

Áhöld hafa áður verið uppi um það hvort erlendum félögum innan Sam­herj­a­sam­stæð­unnar hafi sumum hverjum í reynd verið stjórnað frá Íslandi, af íslenskum ein­stak­ling­um.

Þetta var til dæmis álita­efni í máli Seðla­banka Íslands gegn Sam­herja, en að mati bank­ans var þónokkrum félögum sam­stæð­unnar í reynd stjórnað frá Íslandi og því hefðu erlendu félögin átt að skila gjald­eyri til lands­ins eins og inn­lendir aðil­ar.

„Þó að þetta væri sölu­­fé­lag sem velti millj­­örðum þá var eng­inn sem tók upp sím­ann og tók við sölupönt­un,“ sagði Jóhannes Karl Sveins­son lög­maður Seðla­bank­ans fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­víkur í sept­em­ber­mán­uði, um félagið Katla Seafood Limited, sem eitt sinn var skráð í Belís í Mið-Am­er­íku en síðar á Kýp­ur.

Eins og Kjarn­inn sagði frá um helg­ina virð­ist það hvaða ákvarð­anir í rekstri erlendra félaga Sam­herj­a­sam­stæð­unnar voru teknar á Íslandi og hverjar í útlöndum einnig skipta máli í rann­sókn emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara.

Hér­aðs­sak­sókn­ari fékk í byrjun des­em­ber bók­hald Sam­herj­a­sam­stæð­unnar afhent frá end­ur­skoð­un­ar­skrif­stof­unni KPMG með dóms­úr­skurði. Emb­ættið fékk einnig upp­lýs­ingar um vinnslu einnar skýrslu sem KPMG vann fyrir Sam­herja á árunum 2013 og 2014 og fól í sér grein­ingu á skipu­lagi sam­stæð­unnar á þeim tíma.

Sam­­kvæmt drögum að skýrslu frá sér­­fræð­ingum KPMG, sem byggði m.a. á við­­tölum við starfs­­fólk Sam­herj­­a­­sam­­stæð­unn­­ar, var for­­stjór­inn og stjórn­­­ar­­for­­mað­­ur­inn Þor­­steinn Már Bald­vins­­son nær ein­ráður í fyr­ir­tæk­inu og með alla þræði í hendi sér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent