Arion ekki með stefnu um innra eftirlit

Arion banki fékk athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu fyrir að hafa ekki mótað heildstæða stefnu um innra eftirlit bankans.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Auglýsing

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans hefur gert athuga­semd við að Arion banki hafi ekki sett sér stefnu um innra eft­ir­lit. Bank­inn segir að unnið sé að því að semja slíka stefnu, en að hún muni ekki breyta stefnu bank­ans í heild sinn­i. 

Sam­kvæmt lögum um fjár­mála­fyr­ir­tæki bera stjórnir þeirra ábyrgð á því að til staðar sé virkt kerfi innra eft­ir­lits. Rík­is­end­ur­skoðun hefur gefið út leið­bein­ingar um hvernig slíku eft­ir­liti skuli vera hátt­að, en það ætti meðal ann­ars að tryggja að rekstur fyr­ir­tækj­anna sé skil­virkur og að lögum og reglum sé fylgt í starf­semi þeirra. 

Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ist Arion banki vera með skil­greint innra eft­ir­lit, sem væri skipt upp í þrjár varn­ar­lín­ur. Þar gegndi reglu­varsla, áhættu­stýr­ing og innri end­ur­skoðun mik­il­vægu hlut­verki, sem og allt starfs­fólk bank­ans.

Auglýsing

Engin stefna og skipu­lagi ábóta­vant

Í nýlega birtum nið­ur­stöðum úr könn­un­ar- og mats­ferli á Arion banka gerði Fjár­mála­eft­ir­litið (FME)  hins vegar athuga­semd við að bank­inn hefði ekki sett sér stefnu um innra eft­ir­lit. Einnig gerði FME athuga­semd um skipu­lag innra eft­ir­lits­ins, sem ekki er talið vera í sam­ræmi við almenn við­mið Evr­ópsku banka­eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt Arion banka tæki stefna um innra eft­ir­lit á þáttum svo sem fram­tíð­ar­sýn þess, þróun í sam­ræmi við ytri breyt­ingar og skil­grein­ingu á eigin við­mið­um. Bank­inn hafi ekki mótað sér slíka stefnu, þótt allir þessi þættir liggi fyrir hjá bank­an­um. Unnið sé að því innan bank­ans að semja sér stefnu um innra eft­ir­lit nún­a. 

Aðspurður hvort slík stefnu­mótun muni hafa áhrif á heild­ar­stefnu Arion banka svarar bank­inn að svo sé ekki. Hins vegar muni stefna um innra eft­ir­lit mót­ast af stefnu bank­ans. Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent