Arion ekki með stefnu um innra eftirlit

Arion banki fékk athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu fyrir að hafa ekki mótað heildstæða stefnu um innra eftirlit bankans.

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Auglýsing

Fjármálaeftirlit Seðlabankans hefur gert athugasemd við að Arion banki hafi ekki sett sér stefnu um innra eftirlit. Bankinn segir að unnið sé að því að semja slíka stefnu, en að hún muni ekki breyta stefnu bankans í heild sinni. 

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki bera stjórnir þeirra ábyrgð á því að til staðar sé virkt kerfi innra eftirlits. Ríkisendurskoðun hefur gefið út leiðbeiningar um hvernig slíku eftirliti skuli vera háttað, en það ætti meðal annars að tryggja að rekstur fyrirtækjanna sé skilvirkur og að lögum og reglum sé fylgt í starfsemi þeirra. 

Í svari við fyrirspurn Kjarnans segist Arion banki vera með skilgreint innra eftirlit, sem væri skipt upp í þrjár varnarlínur. Þar gegndi regluvarsla, áhættustýring og innri endurskoðun mikilvægu hlutverki, sem og allt starfsfólk bankans.

Auglýsing

Engin stefna og skipulagi ábótavant

Í nýlega birtum niðurstöðum úr könnunar- og matsferli á Arion banka gerði Fjármálaeftirlitið (FME)  hins vegar athugasemd við að bankinn hefði ekki sett sér stefnu um innra eftirlit. Einnig gerði FME athugasemd um skipulag innra eftirlitsins, sem ekki er talið vera í samræmi við almenn viðmið Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar.

Samkvæmt Arion banka tæki stefna um innra eftirlit á þáttum svo sem framtíðarsýn þess, þróun í samræmi við ytri breytingar og skilgreiningu á eigin viðmiðum. Bankinn hafi ekki mótað sér slíka stefnu, þótt allir þessi þættir liggi fyrir hjá bankanum. Unnið sé að því innan bankans að semja sér stefnu um innra eftirlit núna. 

Aðspurður hvort slík stefnumótun muni hafa áhrif á heildarstefnu Arion banka svarar bankinn að svo sé ekki. Hins vegar muni stefna um innra eftirlit mótast af stefnu bankans. 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent