Þórólfur um samninginn við Pfizer: „Þetta er hið sanna“

Sótt var að sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag um hver raunveruleg staða á samningaviðræðum við lyfjafyrirtækið Pfizer væri. Hann varðist fimlega en gaf upp það sem er í hendi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Margar flökku­sögur hafa verið á kreiki um rann­sókn­ar­verk­efni íslenskra yfir­valda við lyfja­fyr­ir­tækið Pfiz­er, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Sumar væru skemmti­legar en aðrar ekki. „Hið sanna er“ að „við höfum ekki fengið nein samn­ings­drög frá Pfiz­er,“ sagði hann og því lægi ekki fyrir hvort af verk­efn­inu verð­ur, hvenær bólu­efni myndi þá koma og hversu mik­ið. „Ég get full­vissað alla um að réttar upp­lýs­ingar verða gefnar um leið og þetta liggur fyr­ir.“

Frétta­menn höfðu engu að síður mestan áhuga á að fá botn í flökku­sög­urn­ar. Þórólfur var meðal ann­ars spurður um þær sögu­sagnir að Pfizer gerði kröfu um að ef öll íslenska þjóðin yrði bólu­sett yrðu landa­mærin opnuð til að sjá hver áhrif hjarð­ó­næmis heillar þjóðar gætu ver­ið. Þórólfur sagð­ist hvorki geta svarað þessu ját­andi eða neit­andi þar sem samn­ings­drögin lægju ekki fyr­ir. Hann sagði að fyrst yrði að sjá drögin til að sjá hvort að þar væru sett fram skil­yrði sem væru „ásætt­an­leg fyrir okk­ur. Ýmsir þættir eru ásætt­an­legir fyrir okkur en aðrir ekki.“

AuglýsingYfir­völd hafa, sagði Þórólf­ur, hingað til komið fram með stað­reyndir sem lægju á borð­inu en ekki óljós skila­boð. Slíkt verður að sögn Þór­ólfs áfram við­haft hvað varðar samn­inga­við­ræður við Pfiz­er. „Við höfum komið með ákveðna til­lögu til Pfiz­er, hún er til með­höndl­unar þar og þeir eru að koma með drög að samn­ingi sem er ekki kom­inn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér.“ Þegar þar að komi „þurfum við að skoða þau samn­ings­til­boð sem þar eru, hvort þau séu ásætt­an­leg fyrir okkur og íslenska þjóð – og eftir það verður þetta bara til­kynnt: Já eða nei.“

En færi svo að allt bólu­efnið kæmi í þess­ari viku – hvað mynd­i ­ger­ast? „Ja, þá yrði bara bólu­sett,“ svar­aði Þórólfur að bragði. „Það er bara ekk­ert flókn­ara en það.“

Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur lengi haft til­búnar ýmsar sviðs­mynd­ir, eftir því hversu mikið bólu­efni mun koma á hverjum tíma. Sagði hann fréttir helg­ar­innar af því að verið væri að und­ir­búa bólu­setn­ingar í Laug­ar­dalnum hafa verið túlk­aðar sem skref að fjölda­bólu­setn­ingu en að þar hefði verið að „skoða sviðs­myndir sem hafa verið í gangi frá upp­hafi“.

62 greinst með breska afbrigðiðHvað varðar þróun far­ald­urs­ins inn­an­lands sagði sótt­varna­læknir að hún væri góð. Einn greind­ist með veiruna í gær og sá var í sótt­kví við grein­ingu. Síð­ast­liðna viku hafa fimm greinst inn­an­lands og þar af voru þrír í sótt­kví. Þeir sem greindust utan sótt­kvíar voru allir með gömul smit.

Síð­ast­liðna viku hafa fimmtán greinst jákvæðir á landa­mær­unum í annað hvort fyrstu eða annarri sýna­töku en aðeins helm­ingur var með virkt smit.

62 hafa greinst með breska afbrigði veirunn­ar, þar af fjórtán inn­an­lands og voru þeir allir í nánum tengslum við þá sem greindust með afbrigðið á landa­mær­un­um. Eng­inn hefur greinst með suð­ur­a­fríska afbrigðið eða það brasil­íska.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent