Þórólfur um samninginn við Pfizer: „Þetta er hið sanna“

Sótt var að sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag um hver raunveruleg staða á samningaviðræðum við lyfjafyrirtækið Pfizer væri. Hann varðist fimlega en gaf upp það sem er í hendi.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Margar flökku­sögur hafa verið á kreiki um rann­sókn­ar­verk­efni íslenskra yfir­valda við lyfja­fyr­ir­tækið Pfiz­er, sagði Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag. Sumar væru skemmti­legar en aðrar ekki. „Hið sanna er“ að „við höfum ekki fengið nein samn­ings­drög frá Pfiz­er,“ sagði hann og því lægi ekki fyrir hvort af verk­efn­inu verð­ur, hvenær bólu­efni myndi þá koma og hversu mik­ið. „Ég get full­vissað alla um að réttar upp­lýs­ingar verða gefnar um leið og þetta liggur fyr­ir.“

Frétta­menn höfðu engu að síður mestan áhuga á að fá botn í flökku­sög­urn­ar. Þórólfur var meðal ann­ars spurður um þær sögu­sagnir að Pfizer gerði kröfu um að ef öll íslenska þjóðin yrði bólu­sett yrðu landa­mærin opnuð til að sjá hver áhrif hjarð­ó­næmis heillar þjóðar gætu ver­ið. Þórólfur sagð­ist hvorki geta svarað þessu ját­andi eða neit­andi þar sem samn­ings­drögin lægju ekki fyr­ir. Hann sagði að fyrst yrði að sjá drögin til að sjá hvort að þar væru sett fram skil­yrði sem væru „ásætt­an­leg fyrir okk­ur. Ýmsir þættir eru ásætt­an­legir fyrir okkur en aðrir ekki.“

AuglýsingYfir­völd hafa, sagði Þórólf­ur, hingað til komið fram með stað­reyndir sem lægju á borð­inu en ekki óljós skila­boð. Slíkt verður að sögn Þór­ólfs áfram við­haft hvað varðar samn­inga­við­ræður við Pfiz­er. „Við höfum komið með ákveðna til­lögu til Pfiz­er, hún er til með­höndl­unar þar og þeir eru að koma með drög að samn­ingi sem er ekki kom­inn og þá er ekki meira um það að segja í sjálfu sér.“ Þegar þar að komi „þurfum við að skoða þau samn­ings­til­boð sem þar eru, hvort þau séu ásætt­an­leg fyrir okkur og íslenska þjóð – og eftir það verður þetta bara til­kynnt: Já eða nei.“

En færi svo að allt bólu­efnið kæmi í þess­ari viku – hvað mynd­i ­ger­ast? „Ja, þá yrði bara bólu­sett,“ svar­aði Þórólfur að bragði. „Það er bara ekk­ert flókn­ara en það.“

Heilsu­gæsla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hefur lengi haft til­búnar ýmsar sviðs­mynd­ir, eftir því hversu mikið bólu­efni mun koma á hverjum tíma. Sagði hann fréttir helg­ar­innar af því að verið væri að und­ir­búa bólu­setn­ingar í Laug­ar­dalnum hafa verið túlk­aðar sem skref að fjölda­bólu­setn­ingu en að þar hefði verið að „skoða sviðs­myndir sem hafa verið í gangi frá upp­hafi“.

62 greinst með breska afbrigðiðHvað varðar þróun far­ald­urs­ins inn­an­lands sagði sótt­varna­læknir að hún væri góð. Einn greind­ist með veiruna í gær og sá var í sótt­kví við grein­ingu. Síð­ast­liðna viku hafa fimm greinst inn­an­lands og þar af voru þrír í sótt­kví. Þeir sem greindust utan sótt­kvíar voru allir með gömul smit.

Síð­ast­liðna viku hafa fimmtán greinst jákvæðir á landa­mær­unum í annað hvort fyrstu eða annarri sýna­töku en aðeins helm­ingur var með virkt smit.

62 hafa greinst með breska afbrigði veirunn­ar, þar af fjórtán inn­an­lands og voru þeir allir í nánum tengslum við þá sem greindust með afbrigðið á landa­mær­un­um. Eng­inn hefur greinst með suð­ur­a­fríska afbrigðið eða það brasil­íska.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent