Samdráttur í flugi meginástæða þess að losun íslenska hagkerfisins minnkar hratt

Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska hagkerfinu dróst verulega saman í fyrra. Það var annað árið í röð sem það gerist. Stærst ástæðan: samdráttur í umfangi flugs á vegum íslenskra flugfélaga.

Icelandair
Auglýsing

Losun hit­un­ar­gilda, svo­kall­aðra CO2-í­gilda, frá íslenska hag­kerf­inu dróg­ust saman um 16,3 pró­sent milli áranna 2019 og 2020. Frá því að árs­losun Íslands náði hámarki, 2018, hefur los­unin dreg­ist saman um tæp 28 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýjum bráða­birgða­tölum um losun gróð­ur­húsa­lofts frá hag­kerfi Íslands sem Hag­stofa Íslands heldur utan um.

Töl­urnar eru byggðar á ofts­lags­bók­haldi hag­kerf­is­ins (AEA bók­haldi) sem Hag­stofan gefur út árlega í sam­ræmi við reglur Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. AEA bók­haldið byggir meðal ann­ars á lofts­lags­skýrslu Íslands (NIR), sem Umhverf­is­stofnun skilar til lofts­lags­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna, og orku­bók­haldi Íslands sem Orku­stofnun skilar til Alþjóða orku­ráðs­ins (IEA).

Minna flug lyk­il­breyta

Stærsta ástæðan fyrir minni losun er að slík vegna flug­rekstrar hefur dreg­ist gríð­ar­lega saman á skömmum tíma. Losun hér tekur ein­­göngu til­­lit til rekst­­urs íslenskra félaga, en ekki los­unar vegna flug­­­ferða erlendra flug­­­fé­laga sem hafa við­komu á Íslandi.

Einn fylg­i­­fiskur þess mikla vaxtar sem var í ferða­­þjón­­ustu á árunum 2011 og fram á árið 2019, var mikil aukn­ing los­unar á gróð­­ur­húsa­­loft­teg­und­um, vegna vaxtar í flugi.

Auglýsing
Ferða­mönnum fjölg­aði úr um 450 þús­und á ári árið 2010 í 2,3 millj­­ónir árið 2018. 

Losun vegna flug­rekstrar náði hámarki á því ár, 2018, þegar þrjú íslensk flug­fé­lög buðu upp á milli­landa­flug milli Íslands og ann­arra landa: Icelanda­ir, WOW air og Pri­mera Air. 

Pri­mera Air varð hins vegar gjald­þrota seint á árinu 2019 og WOW air for í þrot snemma árs 2019. Auk þess dróst flug Icelandair saman á árinu 2019 vegna kyrr­setn­ingar á 737 MAX vélum félags­ins frá Boein­g-fram­leið­and­an­um. Milli áranna 2018 og 2019 dróst losun vegna flugs enda saman um 44 pró­sent.

Losun vegna flugs og heim­il­is­bíla mæld­ist minni

Sú þróun hélt áfram á síð­asta ári, en nú var helsti áhrifa­vald­ur­inn kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn sem lam­aði flug­sam­göngur út um allan heim og leiddi af sér stór­tækar ferða­tak­mark­an­ir. Þar er nán­ast ein­vörð­ungu um sam­drátt á flugi á vegum Icelandair að ræða. Alls fækk­aði ferða­mönnum sem heim­sóttu Ísland úr tæpum tveimur millj­ónum árið 2019 í 479 þús­und í fyrra, eða um 76 pró­sent. 

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar var losun á fjórða árs­fjórð­ungi síð­asta árs 25,5 pró­sent minni en á sama árs­fjórð­ungi árið áður. 

Losun vegna akst­urs heim­il­is­bíla mæld­ist sjö pró­sent minni og losun vegna flug­rekstrar var 36,3 pró­sent minni á fjórða árs­fjórð­ungi en hún var á sama árs­fjórð­ungi árið 2019. losun frá iðn­aði jókst hins vegar um 6,8 pró­sent milli ára þegar horft er á síð­ustu þrjá mán­uði hvers árs ein­vörð­ungu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent