Samdráttur í flugi meginástæða þess að losun íslenska hagkerfisins minnkar hratt

Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska hagkerfinu dróst verulega saman í fyrra. Það var annað árið í röð sem það gerist. Stærst ástæðan: samdráttur í umfangi flugs á vegum íslenskra flugfélaga.

Icelandair
Auglýsing

Losun hit­un­ar­gilda, svo­kall­aðra CO2-í­gilda, frá íslenska hag­kerf­inu dróg­ust saman um 16,3 pró­sent milli áranna 2019 og 2020. Frá því að árs­losun Íslands náði hámarki, 2018, hefur los­unin dreg­ist saman um tæp 28 pró­sent. 

Þetta kemur fram í nýjum bráða­birgða­tölum um losun gróð­ur­húsa­lofts frá hag­kerfi Íslands sem Hag­stofa Íslands heldur utan um.

Töl­urnar eru byggðar á ofts­lags­bók­haldi hag­kerf­is­ins (AEA bók­haldi) sem Hag­stofan gefur út árlega í sam­ræmi við reglur Eurostat, hag­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins. AEA bók­haldið byggir meðal ann­ars á lofts­lags­skýrslu Íslands (NIR), sem Umhverf­is­stofnun skilar til lofts­lags­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna, og orku­bók­haldi Íslands sem Orku­stofnun skilar til Alþjóða orku­ráðs­ins (IEA).

Minna flug lyk­il­breyta

Stærsta ástæðan fyrir minni losun er að slík vegna flug­rekstrar hefur dreg­ist gríð­ar­lega saman á skömmum tíma. Losun hér tekur ein­­göngu til­­lit til rekst­­urs íslenskra félaga, en ekki los­unar vegna flug­­­ferða erlendra flug­­­fé­laga sem hafa við­komu á Íslandi.

Einn fylg­i­­fiskur þess mikla vaxtar sem var í ferða­­þjón­­ustu á árunum 2011 og fram á árið 2019, var mikil aukn­ing los­unar á gróð­­ur­húsa­­loft­teg­und­um, vegna vaxtar í flugi.

Auglýsing
Ferða­mönnum fjölg­aði úr um 450 þús­und á ári árið 2010 í 2,3 millj­­ónir árið 2018. 

Losun vegna flug­rekstrar náði hámarki á því ár, 2018, þegar þrjú íslensk flug­fé­lög buðu upp á milli­landa­flug milli Íslands og ann­arra landa: Icelanda­ir, WOW air og Pri­mera Air. 

Pri­mera Air varð hins vegar gjald­þrota seint á árinu 2019 og WOW air for í þrot snemma árs 2019. Auk þess dróst flug Icelandair saman á árinu 2019 vegna kyrr­setn­ingar á 737 MAX vélum félags­ins frá Boein­g-fram­leið­and­an­um. Milli áranna 2018 og 2019 dróst losun vegna flugs enda saman um 44 pró­sent.

Losun vegna flugs og heim­il­is­bíla mæld­ist minni

Sú þróun hélt áfram á síð­asta ári, en nú var helsti áhrifa­vald­ur­inn kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn sem lam­aði flug­sam­göngur út um allan heim og leiddi af sér stór­tækar ferða­tak­mark­an­ir. Þar er nán­ast ein­vörð­ungu um sam­drátt á flugi á vegum Icelandair að ræða. Alls fækk­aði ferða­mönnum sem heim­sóttu Ísland úr tæpum tveimur millj­ónum árið 2019 í 479 þús­und í fyrra, eða um 76 pró­sent. 

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar var losun á fjórða árs­fjórð­ungi síð­asta árs 25,5 pró­sent minni en á sama árs­fjórð­ungi árið áður. 

Losun vegna akst­urs heim­il­is­bíla mæld­ist sjö pró­sent minni og losun vegna flug­rekstrar var 36,3 pró­sent minni á fjórða árs­fjórð­ungi en hún var á sama árs­fjórð­ungi árið 2019. losun frá iðn­aði jókst hins vegar um 6,8 pró­sent milli ára þegar horft er á síð­ustu þrjá mán­uði hvers árs ein­vörð­ungu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent