Samdráttur í flugi meginástæða þess að losun íslenska hagkerfisins minnkar hratt

Losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenska hagkerfinu dróst verulega saman í fyrra. Það var annað árið í röð sem það gerist. Stærst ástæðan: samdráttur í umfangi flugs á vegum íslenskra flugfélaga.

Icelandair
Auglýsing

Losun hitunargilda, svokallaðra CO2-ígilda, frá íslenska hagkerfinu drógust saman um 16,3 prósent milli áranna 2019 og 2020. Frá því að árslosun Íslands náði hámarki, 2018, hefur losunin dregist saman um tæp 28 prósent. 

Þetta kemur fram í nýjum bráðabirgðatölum um losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands sem Hagstofa Íslands heldur utan um.

Tölurnar eru byggðar á oftslagsbókhaldi hagkerfisins (AEA bókhaldi) sem Hagstofan gefur út árlega í samræmi við reglur Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. AEA bókhaldið byggir meðal annars á loftslagsskýrslu Íslands (NIR), sem Umhverfisstofnun skilar til loftslagsráðs Sameinuðu þjóðanna, og orkubókhaldi Íslands sem Orkustofnun skilar til Alþjóða orkuráðsins (IEA).

Minna flug lykilbreyta

Stærsta ástæðan fyrir minni losun er að slík vegna flugrekstrar hefur dregist gríðarlega saman á skömmum tíma. Losun hér tekur ein­göngu til­lit til rekst­urs íslenskra félaga, en ekki losunar vegna flug­ferða erlendra flug­fé­laga sem hafa við­komu á Íslandi.

Einn fylgi­fiskur þess mikla vaxtar sem var í ferða­þjón­ustu á árunum 2011 og fram á árið 2019, var mikil aukn­ing los­unar á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, vegna vaxtar í flugi.

Auglýsing
Ferða­mönnum fjölg­aði úr um 450 þús­und á ári árið 2010 í 2,3 millj­ónir árið 2018. 

Losun vegna flugrekstrar náði hámarki á því ár, 2018, þegar þrjú íslensk flugfélög buðu upp á millilandaflug milli Íslands og annarra landa: Icelandair, WOW air og Primera Air. 

Primera Air varð hins vegar gjaldþrota seint á árinu 2019 og WOW air for í þrot snemma árs 2019. Auk þess dróst flug Icelandair saman á árinu 2019 vegna kyrrsetningar á 737 MAX vélum félagsins frá Boeing-framleiðandanum. Milli áranna 2018 og 2019 dróst losun vegna flugs enda saman um 44 prósent.

Losun vegna flugs og heimilisbíla mældist minni

Sú þróun hélt áfram á síðasta ári, en nú var helsti áhrifavaldurinn kórónuveirufaraldurinn sem lamaði flugsamgöngur út um allan heim og leiddi af sér stórtækar ferðatakmarkanir. Þar er nánast einvörðungu um samdrátt á flugi á vegum Icelandair að ræða. Alls fækkaði ferðamönnum sem heimsóttu Ísland úr tæpum tveimur milljónum árið 2019 í 479 þúsund í fyrra, eða um 76 prósent. 

Samkvæmt tölum Hagstofunnar var losun á fjórða ársfjórðungi síðasta árs 25,5 prósent minni en á sama ársfjórðungi árið áður. 

Losun vegna aksturs heimilisbíla mældist sjö prósent minni og losun vegna flugrekstrar var 36,3 prósent minni á fjórða ársfjórðungi en hún var á sama ársfjórðungi árið 2019. losun frá iðnaði jókst hins vegar um 6,8 prósent milli ára þegar horft er á síðustu þrjá mánuði hvers árs einvörðungu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent