Tíu staðreyndir um niðurstöðu hlutafjárútboðs Icelandair

Icelandair Group lauk hlutafjárútboði sínu í síðustu viku. Umframeftirspurn var eftir nýjum hlutum í félaginu og því tókst Icelandair Group að ná markmiði sínu, að safna 23 milljörðum króna í nýju hlutafé.

cockpit.jpg
Auglýsing

Icelanda­ir Group hefur átt í miklum rekstr­­ar­­vanda und­an­farna mán­uði. Alls nam tap sam­­stæð­unnar um 45 millj­­örðum króna á fyrri hluta árs­ins 2020. Stærstan hluta þess taps, sem nemur 245 millj­­ónum króna á dag, má rekja beint til kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­s­ins. Fyrir lá að félagið átti ekki nægt laust fé til að lifa mikið lengur við óbreyttar aðstæð­ur.

Síð­­­ustu mán­uði hef­ur Icelanda­ir Group því róið líf­róður og und­ir­­búið það að sækja sér nýtt hlutafé til að standa af sér yfir­­stand­andi storm. Hluta­fjár­út­boð­inu hefur nokkrum sinnum verið frestað á meðan að stjórn­end­ur Icelanda­ir hnýttu aðra lausa enda til að gera þátt­töku í því eft­ir­sókn­ar­verð­ari. Útboðið fór loks fram í síð­ustu viku. Hér að neðan eru helstu stað­reyndir um nið­ur­stöðu þess.

1. Þátt­taka umfram vænt­ingar

Icelandair Group ætl­aði sér að safna að minnsta kosti 20 millj­örðum króna í útboð­inu. Hægt yrði að hækka þá fjár­hæð í 23 millj­arða króna ef umfram­eft­ir­spurn yrð­i. 

Alls bár­ust yfir níu þús­und áskriftir upp á alls 37,3 millj­arða króna. Umfram­eft­ir­spurn var því 85 pró­sent, bæði frá fag­fjár­festum og almennum fjár­fest­um. Nýjum hlutum mun líka fylgja 25 pró­sent áskrift­ar­rétt­indi, eða sem nemur 5,75 millj­örðum hluta. Það þýðir að hver og einn sem keypti mun geta bætt við sig 25 pró­sent af því sem við­kom­andi skráði sig fyrir í við­bót á sama gengi og var í hluta­fjár­út­boð­inu, en það var ein króna á hlut. 

2. Þurfa að borga í vik­unni

Stjórn Icelandair Group ákvað að sam­þykkja ekki allar áskrift­ir, heldur ein­ungis fyrir 30,3 millj­arða króna. Það þýðir að áskriftum fyrir sjö millj­arða króna var hafnað af stjórn­inn­i. 

Nýir hlut­hafar þurfa að borga fyrir hlut­ina sem þeir skráðu sig fyrir í síð­asta lagi 23. sept­em­ber, eða á morg­un. Hlut­irnir verða svo teknir til við­skipta á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands í síð­asta lagi 12. októ­ber næst­kom­and­i. 

3. Hlut­falls­leg skerð­ing flestra er 37 pró­sent

Þeir sem keyptu fyrir eina milljón króna eða minna í útboð­inu verða ekki skertir þrátt fyrir umfram­eft­ir­spurn. Þ.e. þeir fá að kaupa nákvæm­lega það magn hluta sem þeir skráðu sig fyr­ir. Hlut­falls­leg skerð­ing ann­arra áskrifta, hvort sem er á meðal fag­fjár­festa eða almennra er um 37 pró­sent. Það þýðir að sá sem ætl­aði að kaupa bréf fyrir t.d. 100 millj­ónir króna fær að kaupa fyrir 63 millj­ónir króna. 

4. Ein­hverjir núver­andi hlut­hafa þynn­ast niður

Núver­andi eig­end­ur, sem áttu hluta­bréf fyrir 5,4 millj­arða króna, þynn­ast strax niður um 80,9 pró­sent. Sú þynn­ing mun vænt­an­lega aukast þegar nýir hlut­hafar nýta áskrift­ar­rétt­indi sín. 

Það þá þó ein­ungis við þá núver­andi hlut­hafa sem ákváðu að taka ekki þátt í útboð­inu nú. Þeir úr hópi þeirra sem vörðu eign­ar­stöðu sína verða hlut­falls­lega á svip­uðu róli og þeir voru áður, en hafa vit­an­lega borgað nýja pen­inga inn í Icelandair Group.

5. Konan sem keypti WOW vöru­merkið mætti með hvelli

Banda­ríska athafna­­konan Michele Roos­evelt Edwards, einnig þekkt sem Michele Ball­ar­in, skráði sig fyrir sjö millj­­arða hlut í hluta­fjár­­út­­­boði Icelandair Group. Hún braut sótt­varn­ar­reglur sem gilda í land­inu á meðan að á veru hennar hér stóð, meðal ann­ars með því að fara á kaffi­hús í Borg­ar­tún­i. 

Auglýsing
Edwards er þekkt hér á landi fyrir að hafa keypt eignir úr þrota­­búi WOW air í fyrra, meðal ann­­ars sjálft vöru­­merki hins fallna flug­­­fé­lags, en hún boð­aði til blaða­­manna­fundar fyrir rösku ári síðan þar sem hún boð­aði end­­ur­komu WOW air. Hún áform­aði að flug myndi hefj­­ast á milli Dul­les-flug­vallar í Was­hington í Banda­­ríkj­unum og Kefla­vík­­­ur­flug­vallar í októ­ber í fyrra. ­Síðan þá hefur lítið heyrst af fram­­gangi hins end­­ur­nýj­aða WOW air. Hún ætl­aði sér, sam­kvæmt heim­ild­um, mikil ítök í félag­inu og að slá vöru­merki  WOW air saman við Icelandair Group.

6. Ball­arin einni hafnað

Áskrift Ball­arin að hlutum í Icelandair Group var hafnað af stjórn félags­ins. Svo virð­ist sem að hún hafi verið eini áhuga­sami fjár­festir­inn sem hafi ekki fengið áskrift sína sam­þykkta. Þær ástæður hafa verið gefnar að Ball­arin hafi ekki getað sýnt fram á nægj­an­legar trygg­ingar fyrir því að eiga það fjár­magn á lausu sem til þyrfti til að greiða fyrir áskrift henn­ar. 

Gunnar Steinn Páls­son, almanna­teng­ill sem unnið hefur náið með Ball­arin hér­lend­is, sagði í sam­tali við Vísi um helg­ina að það hefðu verið mikil von­brigði fyrir hana að „drífa ekki alla leið með Icelanda­ir-verk­efn­ið“.

7. Sam­setn­ing eig­enda­hóps­ins

Mikil eft­ir­spurn var hjá almennum fjár­festum í útboð­inu. Eign­ar­hlutur þeirra verður um 50 pró­sent nú og fjöldi hlut­hafa í félag­inu verður yfir ell­efu þús­und. Hlut­höfum Icelandair Group er  því að fjölga um sjö þús­und. 

Líf­eyr­is­sjóðir lands­ins voru áður stærstu eig­endur félags­ins með sam­tals 53,3 pró­sent eign­ar­hlut.

Á meðal þeirra sem þynn­ist mest niður er banda­ríski fjár­­­­­­­­­fest­ing­­­­­ar­­­­­sjóð­­­­­ur­inn PAR Capi­tal Mana­gement. Sá sjóður sér­hæfir sig í fjár­fest­ingum í flug­fé­lögum og er því í vanda víðar en á Íslandi. Hann kom inn í eig­enda­hóp Icelandair í hluta­fjár­aukn­ingu í apríl í fyrra þegar hann keypti 11,5 pró­sent á 5,6 millj­arðar króna. Síðar bætti sjóð­ur­inn við sig hlutum og átti þegar mest var 13,5 pró­sent. Síð­ustu mán­uði hefur PAR verið að selja sig niður í Icelandair Group á hrakvirði og fyrir lá fyrir nokkrum síðan að þar væru ekki til pen­ingar til að styðja frekar við íslenska flug­fé­lag­ið.

8. Nokkrir úr núver­andi eig­enda­hópi tóku ekki þátt

Mikil spenna var um hvaða líf­eyr­is­sjóðir sem áttu þegar í Icelandair Group myndu taka þátt í útboð­inu, en þátt­taka þeirra var talin lyk­il­at­riði í því að það tæk­ist að ná mark­miðum þess. Á end­anum varð nið­ur­staðan sú að sumir tóku þátt, en aðrir ekki. Af fjórum stærstu sjóðum lands­ins, sem allir voru á meðal stærstu eig­endur Icelandair Group fyrir útboð­ið, tóku tveir (Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Gildi líf­eyr­is­sjóð­ur) þátt en tveir (Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna og Birta líf­eyr­is­sjóð­ur) sögðu pass. Auk þess vakti athygli að bæði Frjálsi líf­euris­sjóð­ur­inn og Festa líf­eyr­is­sjóður ákváðu að taka ekki þátt. 

Fjöldi sjóða í stýr­ingu hjá fjár­mála­fyr­ir­tækjum tók þátt. Þar voru sjóðir í stýr­ingu Stefn­is, sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tækis Arion banka, umsvifa­mest­ir. 

9. Ekki þörf fyrir að virkja sölu­trygg­ingu

Þann 1. sept­­em­ber var greint frá því að Icelandair Group hefði náð sam­komu­lagi við rík­­is­­bank­ana tvo, Íslands­­­banka og Lands­­bank­ann, um að þeir sölu­­tryggðu sam­tals sex millj­­arða króna í kom­andi hluta­fjár­­út­­­boði. Hvor bank­inn skuld­batt sig til að sölu­­tryggja þrjá millj­­arða króna.

Það þýddi á manna­­máli að Icelandair Group þurfti í raun ekki að selja nema 14 millj­­arða króna af útgáf­unni vegna þess að rík­­is­­bank­­arnir tveir höfðu þegar skuld­bundið sig til að kaupa fyrir sex ef 14 millj­­arða króna markið næð­ist. Hefði það gengið eftir hefði íslenska ríkið orðið óbeinn eig­andi að Icelandair Group í gegnum banka sem það á að öllu leyt­i. 

Í ljósi þess að umfram­eft­ir­spurn var eftir hlutum reyndi ekki á sölu­trygg­ing­una. Rík­is­bank­arnir eru samt sem áður í lyk­il­hlut­verkum í fram­tíð­ar­þróun Icelandair Group, sem helstu kröfu­hafar félags­ins og þeir bankar sem þegar hafa skuld­bundið sig til að veita því bæði rekstr­ar­lána­línu upp á sjö nýja millj­arða króna og þraut­ar­vara­lána­línu upp á 16,5 millj­arða króna sem er með 90 pró­sent rík­is­á­byrgð.

10. Kvartað yfir rík­is­á­byrð

Eitt af lyk­ilpúsl­unum sem þurfti að falla til í aðdrag­anda hluta­fjár­út­boðs­ins var að ríkið myndi gang­ast í ábyrgð fyrir 90 pró­sent af 16,5 millj­arða króna lána­línu til Icelandair Group. Hún var sam­þykkt á Alþingi í ágúst. 

Sú sam­þykkt mun hafa eft­ir­mála, en Kjarn­inn greindi frá því á föstu­dag að flug­fé­lagið PLAY hafi sent kvörtun til ESA, eft­ir­lits­­stofn­unar EFTA, þar sem kraf­ist er aft­­ur­köll­unar á leyf­­is­veit­ingu rík­­is­á­­byrgðar á lána­línu Icelandair Group. Fjár­­­mála­ráðu­­neytið hefur þegar brugð­ist við kvörtun­inni og sagt leyf­­is­veit­ing­una hafa verið á sama laga­­lega grund­velli og í mörgum sam­­bæri­­legum mál­­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar