Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni

Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Auglýsing

Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Dan­mörk hafa kynnt stór­huga áætl­anir til þess að bregð­ast við efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veirunnar í vetur og á næsta ári. Fjár­mála­ráð­herra Sví­þjóðar segir að pen­ingar séu engin hindrun fyrir hið opin­bera, á meðan starfs­bróðir hennar í Dan­mörku talar um „stríðskistu“ og Norð­menn beina sjónum sínum að ferða­þjón­ust­unni.

Pen­ingar engin hindrun

Fjár­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Magda­lena And­ers­son, lagði í dag fram fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar á sænska þing­inu. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir inn­spýt­ingu að and­virði 200 millj­arða sænskra króna, eða um 3 þús­und millj­arða íslenskra króna, fyrir næstu tvö árin. 

í við­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT er haft eftir And­er­son að far­ald­ur­inn krefj­ist for­dæma­lausra aðgerða til að sporna gegn enn frek­ari hækkun atvinnu­leysis og fá hjól sænska hag­kerf­is­ins til að snú­ast aft­ur. „­Pen­ingar munu ekki standa í vegi þess,” segir hún.

Auglýsing

Fjár­lögin gera ráð fyrir að um 105 millj­arðar sænskra króna verði not­aðar í efna­hags­að­gerðir gegn kór­ónu­krepp­unni á næsta ári, en það jafn­gildir tveimur pró­sentum af lands­fram­leiðslu lands­ins í fyrra. Sömu­leiðis er gert ráð fyrir 85 millj­örðum sænskra króna fyrir árið 2022. 

Fjár­lögin inni­halda meðal ann­ars lækkun skatta á unga starfs­menn og flýt­ingu á fjár­fest­ingum í umhverf­is­vænum verk­efn­um, sem rík­is­stjórnin reiknar með að geti skapað allt að 75 þús­und störf í land­in­u. 

Vegna auk­inna útgjalda rík­is­sjóðs er búist við halla­rekstri á næstu árum, þannig að hlut­fall opin­berra skulda af lands­fram­leiðslu muni hækka úr 35 pró­sentum í 42 pró­sent. 

Inn­spýt­ing fyrir ferða­þjón­ust­una

Á sama tíma og fjár­laga­frum­varp sænsku rík­is­stjórn­ar­innar var lagt fram í morgun til­kynnti iðn­að­ar­ráð­herra Nor­egs, Iselin Nybø, ásamt sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herr­anum Linda Hell­eland, sér­stakan krísu­pakka fyrir ferða­þjón­ust­una þar í landi. Pakk­inn inni­heldur lækkun virð­is­auka­skatts, leng­ingu brú­ara­lána og styrki fyrir föstum kostn­aði, eins og greint er frá á vef Túrista.

Ráð­herr­arnir bentu á að þessi krísu­pakki kæmi ekki í stað­inn fyrir áður til­kynntar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem eru að and­virði 124 millj­arða norskra króna, eða um 3,5 pró­sent af lands­fram­leiðslu lands­ins. 

Hins vegar er nýi pakk­inn, sem mun gefa ferða­manna­iðn­að­inum rúman millj­arð norskra króna, eða 15 millj­arða íslenskra króna, lagður fram til að kom­ast til móts við versn­andi skil­yrði í atvinnu­grein­inni. Í því sam­hengi nefndu ráð­herr­arnir sér­stak­lega fækkun ferða­manna í kjöl­far fjölg­unar smita í Evr­ópu í ágúst­mán­uð­i. 

Fjár­lög norsku rík­is­stjórn­ar­innar verða svo kynnt þann 7. októ­ber, en sam­kvæmt norska miðl­inum E24 ríkir mikil óvissa um hvers eðlis hann verð­ur. Fjár­mála­ráð­herra Nor­egs, Jan Tore Sann­er, sagði það vera sér­stak­lega erfitt að gera fjár­lög á kreppu­tím­um. Sam­kvæmt honum verður þó lögð áhersla á að við­halda atvinnustig­inu í land­inu.

Opin stríðs­kista í Dan­mörku

Með fyr­ir­heitum sínum um aukin útgjöld hins opin­bera til að draga úr áhrifum kór­ónu­krepp­unnar feta Norð­menn og Svíar í fót­spor Dana, sem kynntu fjár­laga­frum­varp sitt um síð­ustu mán­að­ar­mót.

Frum­varpið inni­heldur neyð­ar­sjóð, sem rík­is­stjórnin kall­ar „­stríðskist­una“, að and­virði 9,2 millj­arða danskra króna, en það jafn­gildir um hálfu pró­senti af árlegri lands­fram­leiðslu lands­ins.

Stríðskistan svo­kall­aða á að fara í efna­hags­að­gerðir til að sporna gegn kór­ónu­krepp­unni í vet­ur, en ekki liggja fyrir frek­ari útfærslur á það hvert pen­ing­arnir muni fara. Nico­lai Wammen, fjár­mála­ráð­herra Dan­merkur útskýrir hins vegar að rík­is­stjórnin vilji nota pen­ing­ana í heil­brigð­is­kerfið og atvinnu­líf­ið, þar sem áherslan er sett á að draga úr atvinnu­leysi. 

„Þetta eru mjög miklir pen­ingar sem eru klárir til að hjálpa dönskum fyr­ir­tækj­um. Og sem renna til heil­brigð­is­kerf­is­ins okk­ar, sem stendur frammi fyrir miklum áskor­un­um. Það gæti til dæmis komið bólu­efni sem þyrfti að eða pen­ingum í. Við vitum ekki hvaða áskorun við stöndum frammi fyrir en við höfum pen­ing­ana til­bún­a,” segir Wammen.

Danska rík­is­stjórnin reiknar með fjár­laga­halla sem nemur 0,4 pró­sentum af lands­fram­leiðslu, sem er hámark þess sem gera má ráð fyrir sam­kvæmt fjár­mála­stefnu lands­ins. Með því hefur rík­is­stjórnin nið­ur­fært spá sína um rekstur fjár­mála um 0,8 pró­sentu­stig frá síð­ustu spá sinn­i. 

Búist er við 4,5 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu Dan­merkur í ár, miðað við síð­asta ár. Atvinnu­leysi í land­inu stóð í 4,8 pró­sentum í júlí og hafði þá lækkað frá yfir 5 pró­sentum yfir vor­mán­uð­ina. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar