Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni

Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Auglýsing

Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Dan­mörk hafa kynnt stór­huga áætl­anir til þess að bregð­ast við efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veirunnar í vetur og á næsta ári. Fjár­mála­ráð­herra Sví­þjóðar segir að pen­ingar séu engin hindrun fyrir hið opin­bera, á meðan starfs­bróðir hennar í Dan­mörku talar um „stríðskistu“ og Norð­menn beina sjónum sínum að ferða­þjón­ust­unni.

Pen­ingar engin hindrun

Fjár­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Magda­lena And­ers­son, lagði í dag fram fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar á sænska þing­inu. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir inn­spýt­ingu að and­virði 200 millj­arða sænskra króna, eða um 3 þús­und millj­arða íslenskra króna, fyrir næstu tvö árin. 

í við­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT er haft eftir And­er­son að far­ald­ur­inn krefj­ist for­dæma­lausra aðgerða til að sporna gegn enn frek­ari hækkun atvinnu­leysis og fá hjól sænska hag­kerf­is­ins til að snú­ast aft­ur. „­Pen­ingar munu ekki standa í vegi þess,” segir hún.

Auglýsing

Fjár­lögin gera ráð fyrir að um 105 millj­arðar sænskra króna verði not­aðar í efna­hags­að­gerðir gegn kór­ónu­krepp­unni á næsta ári, en það jafn­gildir tveimur pró­sentum af lands­fram­leiðslu lands­ins í fyrra. Sömu­leiðis er gert ráð fyrir 85 millj­örðum sænskra króna fyrir árið 2022. 

Fjár­lögin inni­halda meðal ann­ars lækkun skatta á unga starfs­menn og flýt­ingu á fjár­fest­ingum í umhverf­is­vænum verk­efn­um, sem rík­is­stjórnin reiknar með að geti skapað allt að 75 þús­und störf í land­in­u. 

Vegna auk­inna útgjalda rík­is­sjóðs er búist við halla­rekstri á næstu árum, þannig að hlut­fall opin­berra skulda af lands­fram­leiðslu muni hækka úr 35 pró­sentum í 42 pró­sent. 

Inn­spýt­ing fyrir ferða­þjón­ust­una

Á sama tíma og fjár­laga­frum­varp sænsku rík­is­stjórn­ar­innar var lagt fram í morgun til­kynnti iðn­að­ar­ráð­herra Nor­egs, Iselin Nybø, ásamt sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herr­anum Linda Hell­eland, sér­stakan krísu­pakka fyrir ferða­þjón­ust­una þar í landi. Pakk­inn inni­heldur lækkun virð­is­auka­skatts, leng­ingu brú­ara­lána og styrki fyrir föstum kostn­aði, eins og greint er frá á vef Túrista.

Ráð­herr­arnir bentu á að þessi krísu­pakki kæmi ekki í stað­inn fyrir áður til­kynntar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem eru að and­virði 124 millj­arða norskra króna, eða um 3,5 pró­sent af lands­fram­leiðslu lands­ins. 

Hins vegar er nýi pakk­inn, sem mun gefa ferða­manna­iðn­að­inum rúman millj­arð norskra króna, eða 15 millj­arða íslenskra króna, lagður fram til að kom­ast til móts við versn­andi skil­yrði í atvinnu­grein­inni. Í því sam­hengi nefndu ráð­herr­arnir sér­stak­lega fækkun ferða­manna í kjöl­far fjölg­unar smita í Evr­ópu í ágúst­mán­uð­i. 

Fjár­lög norsku rík­is­stjórn­ar­innar verða svo kynnt þann 7. októ­ber, en sam­kvæmt norska miðl­inum E24 ríkir mikil óvissa um hvers eðlis hann verð­ur. Fjár­mála­ráð­herra Nor­egs, Jan Tore Sann­er, sagði það vera sér­stak­lega erfitt að gera fjár­lög á kreppu­tím­um. Sam­kvæmt honum verður þó lögð áhersla á að við­halda atvinnustig­inu í land­inu.

Opin stríðs­kista í Dan­mörku

Með fyr­ir­heitum sínum um aukin útgjöld hins opin­bera til að draga úr áhrifum kór­ónu­krepp­unnar feta Norð­menn og Svíar í fót­spor Dana, sem kynntu fjár­laga­frum­varp sitt um síð­ustu mán­að­ar­mót.

Frum­varpið inni­heldur neyð­ar­sjóð, sem rík­is­stjórnin kall­ar „­stríðskist­una“, að and­virði 9,2 millj­arða danskra króna, en það jafn­gildir um hálfu pró­senti af árlegri lands­fram­leiðslu lands­ins.

Stríðskistan svo­kall­aða á að fara í efna­hags­að­gerðir til að sporna gegn kór­ónu­krepp­unni í vet­ur, en ekki liggja fyrir frek­ari útfærslur á það hvert pen­ing­arnir muni fara. Nico­lai Wammen, fjár­mála­ráð­herra Dan­merkur útskýrir hins vegar að rík­is­stjórnin vilji nota pen­ing­ana í heil­brigð­is­kerfið og atvinnu­líf­ið, þar sem áherslan er sett á að draga úr atvinnu­leysi. 

„Þetta eru mjög miklir pen­ingar sem eru klárir til að hjálpa dönskum fyr­ir­tækj­um. Og sem renna til heil­brigð­is­kerf­is­ins okk­ar, sem stendur frammi fyrir miklum áskor­un­um. Það gæti til dæmis komið bólu­efni sem þyrfti að eða pen­ingum í. Við vitum ekki hvaða áskorun við stöndum frammi fyrir en við höfum pen­ing­ana til­bún­a,” segir Wammen.

Danska rík­is­stjórnin reiknar með fjár­laga­halla sem nemur 0,4 pró­sentum af lands­fram­leiðslu, sem er hámark þess sem gera má ráð fyrir sam­kvæmt fjár­mála­stefnu lands­ins. Með því hefur rík­is­stjórnin nið­ur­fært spá sína um rekstur fjár­mála um 0,8 pró­sentu­stig frá síð­ustu spá sinn­i. 

Búist er við 4,5 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu Dan­merkur í ár, miðað við síð­asta ár. Atvinnu­leysi í land­inu stóð í 4,8 pró­sentum í júlí og hafði þá lækkað frá yfir 5 pró­sentum yfir vor­mán­uð­ina. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar