Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni

Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.

Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Auglýsing

Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Dan­mörk hafa kynnt stór­huga áætl­anir til þess að bregð­ast við efna­hags­legum áhrifum kór­ónu­veirunnar í vetur og á næsta ári. Fjár­mála­ráð­herra Sví­þjóðar segir að pen­ingar séu engin hindrun fyrir hið opin­bera, á meðan starfs­bróðir hennar í Dan­mörku talar um „stríðskistu“ og Norð­menn beina sjónum sínum að ferða­þjón­ust­unni.

Pen­ingar engin hindrun

Fjár­mála­ráð­herra Sví­þjóð­ar, Magda­lena And­ers­son, lagði í dag fram fjár­laga­frum­varp rík­is­stjórn­ar­innar á sænska þing­inu. Í frum­varp­inu er gert ráð fyrir inn­spýt­ingu að and­virði 200 millj­arða sænskra króna, eða um 3 þús­und millj­arða íslenskra króna, fyrir næstu tvö árin. 

í við­tali við sænska rík­is­út­varpið SVT er haft eftir And­er­son að far­ald­ur­inn krefj­ist for­dæma­lausra aðgerða til að sporna gegn enn frek­ari hækkun atvinnu­leysis og fá hjól sænska hag­kerf­is­ins til að snú­ast aft­ur. „­Pen­ingar munu ekki standa í vegi þess,” segir hún.

Auglýsing

Fjár­lögin gera ráð fyrir að um 105 millj­arðar sænskra króna verði not­aðar í efna­hags­að­gerðir gegn kór­ónu­krepp­unni á næsta ári, en það jafn­gildir tveimur pró­sentum af lands­fram­leiðslu lands­ins í fyrra. Sömu­leiðis er gert ráð fyrir 85 millj­örðum sænskra króna fyrir árið 2022. 

Fjár­lögin inni­halda meðal ann­ars lækkun skatta á unga starfs­menn og flýt­ingu á fjár­fest­ingum í umhverf­is­vænum verk­efn­um, sem rík­is­stjórnin reiknar með að geti skapað allt að 75 þús­und störf í land­in­u. 

Vegna auk­inna útgjalda rík­is­sjóðs er búist við halla­rekstri á næstu árum, þannig að hlut­fall opin­berra skulda af lands­fram­leiðslu muni hækka úr 35 pró­sentum í 42 pró­sent. 

Inn­spýt­ing fyrir ferða­þjón­ust­una

Á sama tíma og fjár­laga­frum­varp sænsku rík­is­stjórn­ar­innar var lagt fram í morgun til­kynnti iðn­að­ar­ráð­herra Nor­egs, Iselin Nybø, ásamt sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herr­anum Linda Hell­eland, sér­stakan krísu­pakka fyrir ferða­þjón­ust­una þar í landi. Pakk­inn inni­heldur lækkun virð­is­auka­skatts, leng­ingu brú­ara­lána og styrki fyrir föstum kostn­aði, eins og greint er frá á vef Túrista.

Ráð­herr­arnir bentu á að þessi krísu­pakki kæmi ekki í stað­inn fyrir áður til­kynntar aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem eru að and­virði 124 millj­arða norskra króna, eða um 3,5 pró­sent af lands­fram­leiðslu lands­ins. 

Hins vegar er nýi pakk­inn, sem mun gefa ferða­manna­iðn­að­inum rúman millj­arð norskra króna, eða 15 millj­arða íslenskra króna, lagður fram til að kom­ast til móts við versn­andi skil­yrði í atvinnu­grein­inni. Í því sam­hengi nefndu ráð­herr­arnir sér­stak­lega fækkun ferða­manna í kjöl­far fjölg­unar smita í Evr­ópu í ágúst­mán­uð­i. 

Fjár­lög norsku rík­is­stjórn­ar­innar verða svo kynnt þann 7. októ­ber, en sam­kvæmt norska miðl­inum E24 ríkir mikil óvissa um hvers eðlis hann verð­ur. Fjár­mála­ráð­herra Nor­egs, Jan Tore Sann­er, sagði það vera sér­stak­lega erfitt að gera fjár­lög á kreppu­tím­um. Sam­kvæmt honum verður þó lögð áhersla á að við­halda atvinnustig­inu í land­inu.

Opin stríðs­kista í Dan­mörku

Með fyr­ir­heitum sínum um aukin útgjöld hins opin­bera til að draga úr áhrifum kór­ónu­krepp­unnar feta Norð­menn og Svíar í fót­spor Dana, sem kynntu fjár­laga­frum­varp sitt um síð­ustu mán­að­ar­mót.

Frum­varpið inni­heldur neyð­ar­sjóð, sem rík­is­stjórnin kall­ar „­stríðskist­una“, að and­virði 9,2 millj­arða danskra króna, en það jafn­gildir um hálfu pró­senti af árlegri lands­fram­leiðslu lands­ins.

Stríðskistan svo­kall­aða á að fara í efna­hags­að­gerðir til að sporna gegn kór­ónu­krepp­unni í vet­ur, en ekki liggja fyrir frek­ari útfærslur á það hvert pen­ing­arnir muni fara. Nico­lai Wammen, fjár­mála­ráð­herra Dan­merkur útskýrir hins vegar að rík­is­stjórnin vilji nota pen­ing­ana í heil­brigð­is­kerfið og atvinnu­líf­ið, þar sem áherslan er sett á að draga úr atvinnu­leysi. 

„Þetta eru mjög miklir pen­ingar sem eru klárir til að hjálpa dönskum fyr­ir­tækj­um. Og sem renna til heil­brigð­is­kerf­is­ins okk­ar, sem stendur frammi fyrir miklum áskor­un­um. Það gæti til dæmis komið bólu­efni sem þyrfti að eða pen­ingum í. Við vitum ekki hvaða áskorun við stöndum frammi fyrir en við höfum pen­ing­ana til­bún­a,” segir Wammen.

Danska rík­is­stjórnin reiknar með fjár­laga­halla sem nemur 0,4 pró­sentum af lands­fram­leiðslu, sem er hámark þess sem gera má ráð fyrir sam­kvæmt fjár­mála­stefnu lands­ins. Með því hefur rík­is­stjórnin nið­ur­fært spá sína um rekstur fjár­mála um 0,8 pró­sentu­stig frá síð­ustu spá sinn­i. 

Búist er við 4,5 pró­senta sam­drætti í lands­fram­leiðslu Dan­merkur í ár, miðað við síð­asta ár. Atvinnu­leysi í land­inu stóð í 4,8 pró­sentum í júlí og hafði þá lækkað frá yfir 5 pró­sentum yfir vor­mán­uð­ina. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar