Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta

Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.

vestmannaeyjar_20094974738_o.jpg
Auglýsing

Nýr vinnu­pappír eftir hag­fræð­ing­ana Jón Steins­son, Emi Naka­mura og Jósef Sig­urðs­son um Vest­manna­eyja­gosið sýnir hvernig ytri áföll í eins­leitum bæj­ar­fé­lögum geta leitt til meiri atvinnu­tæki­færa íbúa sem flytja það­an. Höf­und­arnir segja eld­gosið vera ein­stakan atburð sem gerir þeim kleift að finna orsaka­sam­hengi, en Nóbels­verð­launa­hafar hafa vitnað í grein­ina í umræðu um flótta­fólk. 

Nýjasta útgáfa papp­írs­ins, sem ber heit­ið The Gift of Mov­ing, var birt fyrr í mán­uð­in­um, en fyrsta útgáfa hans var birt árið 2016. Sam­kvæmt honum hafði Vest­manna­eyja­gosið árið 1973 langvar­andi áhrif á efna­hag Eyja­manna sem sett­ust að ann­ars staðar í kjöl­far þess. Þetta sést á skóla­göngu barn­anna sem fluttu frá Eyj­um, en hún lengd­ist að með­al­tali um fjögur ár vegna flutn­ing­anna. 

Áhrifin voru þó ekki jákvæð fyrir alla íbúa Vest­manna­eyja sem fluttu, en hagur for­eldra í þeim fjöl­skyldum sem fluttu í kjöl­far goss­ins versn­aði nokk­uð. Að mati Jóns Steins­son­ar, eins höf­unda grein­ar­inn­ar, virð­ist ástæða þess vera að for­eldr­arnir beri kostn­að­inn af því að flytja á meðan börnin njóta ábatans. 

Auglýsing

Vest­manna­eyjar ekki „slæmur stað­ur“

Hins vegar bætir Jón við að nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar þýði ekki að öllum hefði vegnað betur ef þau hefðu flutt frá Vest­manna­eyj­um, þar sem með­al­tekjur þar eru hærri en t.d. í Reykja­vík. Hins vegar hafi atvinna í bænum verið eins­leit og nær ein­ungis tengd sjáv­ar­út­vegi. Með gos­inu var þeim sem ekki höfðu hæfi­leika í þeirri grein gef­inn hvati til þess að færa sig um set, og höfðu þannig meiri tæki­færi á að finna sér vinnu sér við hæfi. 

Jósef Sig­urðs­son, annar höf­unda grein­ar­inn­ar, bætir við að eld­gosið hafi verið ein­stakur atburður sem geri þeim kleift í að leiða í ljós ákveðið orsaka­sam­hengi sem ekki hefði náðst ef ein­ungis væri horft til tekjumunar þeirra sem flytj­ast búferlum og þeirra sem sitja eft­ir. 

Afkom­end­urnir græddu meira

Til við­bótar við að skoða áhrif á íbú­ana sem fluttu vegna goss­ins skoð­uðu grein­ar­höf­undar áhrif á afkom­endur þeirra. Þetta var gert með hjálp gagna­söfn­unar frá Íslenskri erfða­grein­ingu, og er Kára Stef­áns­syni for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins þakkað sér­stak­lega fyrir hjálp sína. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum voru afkom­endur barn­anna sem fluttu vegna goss­ins að með­al­tali sex árum lengur í skóla en þau hefðu verið ef gosið hefði ekki átt sér stað. 

Notuð í umræðu um flótta­fólk

Nóbels­verð­launa­haf­arnir Abhi­jit Banerjee og Esther Duflo minnt­ust á rann­sókn Jóns, Jós­efs og Naka­mura í bók sinni Good Economics for Hard Times sem kom út í fyrra, sem sönnun þess að fólk flytji ekki auð­veld­lega frá heim­ilum sín­um, þótt þeir ættu betri efna­hags­leg tæki­færi ann­ars stað­ar. Sam­kvæmt Banerjee og Duflo er þetta mik­il­vægt inn­legg í umræð­unni um flótta­fólk, sem sýnir að meira þurfi til heldur en hag­rænir hvatar til þess að margir færi sig um set.

Jón Steins­son og Emi Naka­mura eru hjón og hag­fræði­pró­fess­orar við Berkel­ey-­skól­ann í Háskól­ann í Kali­forn­íu, en Jósef Sig­urðs­son er hag­fræði­lektor við Norweg­ian School of Economics. Naka­mura vann í fyrra virtu John Bates Clark hag­fræði­verð­launin og Jósef vann Peggy & Ric­hard Mus­gra­ve-verð­launin í síð­asta mán­uði, líkt og mbl.is greindi frá

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar ætlar að hætta sem formaður Blaðamannafélags Íslands
„Tímabært að ný kynslóð taki við,“ sagði Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, á aðalfundi hans í kvöld. Hann mun ekki vera í framboði á næsta aðalfundi sem fram fer á næsta ári.
Kjarninn 29. október 2020
Mikill hagnaður hjá ríkisbönkunum
Bæði Landsbankinn og Íslandsbanki skiluðu yfir þriggja milljarða króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Í báðum bönkunum hefur rekstrarkostnaður minnkað og húsnæðislánum fjölgað.
Kjarninn 29. október 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Segir fullyrðingar Bjarna rangar
„Það er ánægjulegt að fá loks að ræða þessi mál við þig, og við erum tilbúin til þess hvenær sem er, eins og ósvaraðir tölvupóstar síðustu þriggja ára í innhólfi tölvu þinnar bera vott um,“ segir í bréfi formanns ÖBÍ til fjármálaráðherra.
Kjarninn 29. október 2020
Jeremy Corbyn, fyrrverandi leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn vikið úr Verkamannaflokknum
Fyrrverandi formanni breska Verkamannaflokksins var í dag vikið tímabundið úr flokknum vegna viðbragða sinna við nýrri skýrslu um gyðingaandúð innan flokksins. Corbyn sagði þau mál öll hafa verið blásin upp í pólitískum tilgangi.
Kjarninn 29. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
Kjarninn 29. október 2020
Sjómenn hafa á undanförnum árum ítrekað kvartað til Verðlagsstofu skiptaverðs yfir því hve lágt hráefnaverðið á uppsjávartegundum er á Íslandi.
Margt gæti skýrt að miklu meira sé greitt fyrir síld í Noregi en hér
Verðlagsstofa skiptaverðs birti á dögunum samanburð á síldarverðum í Noregi og á Íslandi, sem sýndi að hráefnisverð síldar var að meðaltali 128 prósentum hærra í Noregi en hér á landi á árunum 2012-2019, á meðan að afurðaverðið var svipað.
Kjarninn 29. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Boðar hertar aðgerðir á landsvísu „sem fyrst“
Sóttvarnalæknir boðar hertar aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og vill að þær verði samræmdar um allt land. Langflest smit hafa komið upp á höfuðborgarsvæðinu en þeim fjölgar nú á Norðurlandi. Á Austurlandi er ekkert smit.
Kjarninn 29. október 2020
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar