Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta

Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.

vestmannaeyjar_20094974738_o.jpg
Auglýsing

Nýr vinnupappír eftir hagfræðingana Jón Steinsson, Emi Nakamura og Jósef Sigurðsson um Vestmannaeyjagosið sýnir hvernig ytri áföll í einsleitum bæjarfélögum geta leitt til meiri atvinnutækifæra íbúa sem flytja þaðan. Höfundarnir segja eldgosið vera einstakan atburð sem gerir þeim kleift að finna orsakasamhengi, en Nóbelsverðlaunahafar hafa vitnað í greinina í umræðu um flóttafólk. 

Nýjasta útgáfa pappírsins, sem ber heitið The Gift of Moving, var birt fyrr í mánuðinum, en fyrsta útgáfa hans var birt árið 2016. Samkvæmt honum hafði Vestmannaeyjagosið árið 1973 langvarandi áhrif á efnahag Eyjamanna sem settust að annars staðar í kjölfar þess. Þetta sést á skólagöngu barnanna sem fluttu frá Eyjum, en hún lengdist að meðaltali um fjögur ár vegna flutninganna. 

Áhrifin voru þó ekki jákvæð fyrir alla íbúa Vestmannaeyja sem fluttu, en hagur foreldra í þeim fjölskyldum sem fluttu í kjölfar gossins versnaði nokkuð. Að mati Jóns Steinssonar, eins höfunda greinarinnar, virðist ástæða þess vera að foreldrarnir beri kostnaðinn af því að flytja á meðan börnin njóta ábatans. 

Auglýsing

Vestmannaeyjar ekki „slæmur staður“

Hins vegar bætir Jón við að niðurstöður rannsóknarinnar þýði ekki að öllum hefði vegnað betur ef þau hefðu flutt frá Vestmannaeyjum, þar sem meðaltekjur þar eru hærri en t.d. í Reykjavík. Hins vegar hafi atvinna í bænum verið einsleit og nær einungis tengd sjávarútvegi. Með gosinu var þeim sem ekki höfðu hæfileika í þeirri grein gefinn hvati til þess að færa sig um set, og höfðu þannig meiri tækifæri á að finna sér vinnu sér við hæfi. 

Jósef Sigurðsson, annar höfunda greinarinnar, bætir við að eldgosið hafi verið einstakur atburður sem geri þeim kleift í að leiða í ljós ákveðið orsakasamhengi sem ekki hefði náðst ef einungis væri horft til tekjumunar þeirra sem flytjast búferlum og þeirra sem sitja eftir. 

Afkomendurnir græddu meira

Til viðbótar við að skoða áhrif á íbúana sem fluttu vegna gossins skoðuðu greinarhöfundar áhrif á afkomendur þeirra. Þetta var gert með hjálp gagnasöfnunar frá Íslenskri erfðagreiningu, og er Kára Stefánssyni forstjóra fyrirtækisins þakkað sérstaklega fyrir hjálp sína. Samkvæmt niðurstöðunum voru afkomendur barnanna sem fluttu vegna gossins að meðaltali sex árum lengur í skóla en þau hefðu verið ef gosið hefði ekki átt sér stað. 

Notuð í umræðu um flóttafólk

Nóbelsverðlaunahafarnir Abhijit Banerjee og Esther Duflo minntust á rannsókn Jóns, Jósefs og Nakamura í bók sinni Good Economics for Hard Times sem kom út í fyrra, sem sönnun þess að fólk flytji ekki auðveldlega frá heimilum sínum, þótt þeir ættu betri efnahagsleg tækifæri annars staðar. Samkvæmt Banerjee og Duflo er þetta mikilvægt innlegg í umræðunni um flóttafólk, sem sýnir að meira þurfi til heldur en hagrænir hvatar til þess að margir færi sig um set.

Jón Steinsson og Emi Nakamura eru hjón og hagfræðiprófessorar við Berkeley-skólann í Háskólann í Kaliforníu, en Jósef Sigurðsson er hagfræðilektor við Norwegian School of Economics. Nakamura vann í fyrra virtu John Bates Clark hagfræðiverðlaunin og Jósef vann Peggy & Richard Musgrave-verðlaunin í síðasta mánuði, líkt og mbl.is greindi frá

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar