Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta

Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.

vestmannaeyjar_20094974738_o.jpg
Auglýsing

Nýr vinnu­pappír eftir hag­fræð­ing­ana Jón Steins­son, Emi Naka­mura og Jósef Sig­urðs­son um Vest­manna­eyja­gosið sýnir hvernig ytri áföll í eins­leitum bæj­ar­fé­lögum geta leitt til meiri atvinnu­tæki­færa íbúa sem flytja það­an. Höf­und­arnir segja eld­gosið vera ein­stakan atburð sem gerir þeim kleift að finna orsaka­sam­hengi, en Nóbels­verð­launa­hafar hafa vitnað í grein­ina í umræðu um flótta­fólk. 

Nýjasta útgáfa papp­írs­ins, sem ber heit­ið The Gift of Mov­ing, var birt fyrr í mán­uð­in­um, en fyrsta útgáfa hans var birt árið 2016. Sam­kvæmt honum hafði Vest­manna­eyja­gosið árið 1973 langvar­andi áhrif á efna­hag Eyja­manna sem sett­ust að ann­ars staðar í kjöl­far þess. Þetta sést á skóla­göngu barn­anna sem fluttu frá Eyj­um, en hún lengd­ist að með­al­tali um fjögur ár vegna flutn­ing­anna. 

Áhrifin voru þó ekki jákvæð fyrir alla íbúa Vest­manna­eyja sem fluttu, en hagur for­eldra í þeim fjöl­skyldum sem fluttu í kjöl­far goss­ins versn­aði nokk­uð. Að mati Jóns Steins­son­ar, eins höf­unda grein­ar­inn­ar, virð­ist ástæða þess vera að for­eldr­arnir beri kostn­að­inn af því að flytja á meðan börnin njóta ábatans. 

Auglýsing

Vest­manna­eyjar ekki „slæmur stað­ur“

Hins vegar bætir Jón við að nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar þýði ekki að öllum hefði vegnað betur ef þau hefðu flutt frá Vest­manna­eyj­um, þar sem með­al­tekjur þar eru hærri en t.d. í Reykja­vík. Hins vegar hafi atvinna í bænum verið eins­leit og nær ein­ungis tengd sjáv­ar­út­vegi. Með gos­inu var þeim sem ekki höfðu hæfi­leika í þeirri grein gef­inn hvati til þess að færa sig um set, og höfðu þannig meiri tæki­færi á að finna sér vinnu sér við hæfi. 

Jósef Sig­urðs­son, annar höf­unda grein­ar­inn­ar, bætir við að eld­gosið hafi verið ein­stakur atburður sem geri þeim kleift í að leiða í ljós ákveðið orsaka­sam­hengi sem ekki hefði náðst ef ein­ungis væri horft til tekjumunar þeirra sem flytj­ast búferlum og þeirra sem sitja eft­ir. 

Afkom­end­urnir græddu meira

Til við­bótar við að skoða áhrif á íbú­ana sem fluttu vegna goss­ins skoð­uðu grein­ar­höf­undar áhrif á afkom­endur þeirra. Þetta var gert með hjálp gagna­söfn­unar frá Íslenskri erfða­grein­ingu, og er Kára Stef­áns­syni for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins þakkað sér­stak­lega fyrir hjálp sína. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum voru afkom­endur barn­anna sem fluttu vegna goss­ins að með­al­tali sex árum lengur í skóla en þau hefðu verið ef gosið hefði ekki átt sér stað. 

Notuð í umræðu um flótta­fólk

Nóbels­verð­launa­haf­arnir Abhi­jit Banerjee og Esther Duflo minnt­ust á rann­sókn Jóns, Jós­efs og Naka­mura í bók sinni Good Economics for Hard Times sem kom út í fyrra, sem sönnun þess að fólk flytji ekki auð­veld­lega frá heim­ilum sín­um, þótt þeir ættu betri efna­hags­leg tæki­færi ann­ars stað­ar. Sam­kvæmt Banerjee og Duflo er þetta mik­il­vægt inn­legg í umræð­unni um flótta­fólk, sem sýnir að meira þurfi til heldur en hag­rænir hvatar til þess að margir færi sig um set.

Jón Steins­son og Emi Naka­mura eru hjón og hag­fræði­pró­fess­orar við Berkel­ey-­skól­ann í Háskól­ann í Kali­forn­íu, en Jósef Sig­urðs­son er hag­fræði­lektor við Norweg­ian School of Economics. Naka­mura vann í fyrra virtu John Bates Clark hag­fræði­verð­launin og Jósef vann Peggy & Ric­hard Mus­gra­ve-verð­launin í síð­asta mán­uði, líkt og mbl.is greindi frá

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar