Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta

Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.

vestmannaeyjar_20094974738_o.jpg
Auglýsing

Nýr vinnu­pappír eftir hag­fræð­ing­ana Jón Steins­son, Emi Naka­mura og Jósef Sig­urðs­son um Vest­manna­eyja­gosið sýnir hvernig ytri áföll í eins­leitum bæj­ar­fé­lögum geta leitt til meiri atvinnu­tæki­færa íbúa sem flytja það­an. Höf­und­arnir segja eld­gosið vera ein­stakan atburð sem gerir þeim kleift að finna orsaka­sam­hengi, en Nóbels­verð­launa­hafar hafa vitnað í grein­ina í umræðu um flótta­fólk. 

Nýjasta útgáfa papp­írs­ins, sem ber heit­ið The Gift of Mov­ing, var birt fyrr í mán­uð­in­um, en fyrsta útgáfa hans var birt árið 2016. Sam­kvæmt honum hafði Vest­manna­eyja­gosið árið 1973 langvar­andi áhrif á efna­hag Eyja­manna sem sett­ust að ann­ars staðar í kjöl­far þess. Þetta sést á skóla­göngu barn­anna sem fluttu frá Eyj­um, en hún lengd­ist að með­al­tali um fjögur ár vegna flutn­ing­anna. 

Áhrifin voru þó ekki jákvæð fyrir alla íbúa Vest­manna­eyja sem fluttu, en hagur for­eldra í þeim fjöl­skyldum sem fluttu í kjöl­far goss­ins versn­aði nokk­uð. Að mati Jóns Steins­son­ar, eins höf­unda grein­ar­inn­ar, virð­ist ástæða þess vera að for­eldr­arnir beri kostn­að­inn af því að flytja á meðan börnin njóta ábatans. 

Auglýsing

Vest­manna­eyjar ekki „slæmur stað­ur“

Hins vegar bætir Jón við að nið­ur­stöður rann­sókn­ar­innar þýði ekki að öllum hefði vegnað betur ef þau hefðu flutt frá Vest­manna­eyj­um, þar sem með­al­tekjur þar eru hærri en t.d. í Reykja­vík. Hins vegar hafi atvinna í bænum verið eins­leit og nær ein­ungis tengd sjáv­ar­út­vegi. Með gos­inu var þeim sem ekki höfðu hæfi­leika í þeirri grein gef­inn hvati til þess að færa sig um set, og höfðu þannig meiri tæki­færi á að finna sér vinnu sér við hæfi. 

Jósef Sig­urðs­son, annar höf­unda grein­ar­inn­ar, bætir við að eld­gosið hafi verið ein­stakur atburður sem geri þeim kleift í að leiða í ljós ákveðið orsaka­sam­hengi sem ekki hefði náðst ef ein­ungis væri horft til tekjumunar þeirra sem flytj­ast búferlum og þeirra sem sitja eft­ir. 

Afkom­end­urnir græddu meira

Til við­bótar við að skoða áhrif á íbú­ana sem fluttu vegna goss­ins skoð­uðu grein­ar­höf­undar áhrif á afkom­endur þeirra. Þetta var gert með hjálp gagna­söfn­unar frá Íslenskri erfða­grein­ingu, og er Kára Stef­áns­syni for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins þakkað sér­stak­lega fyrir hjálp sína. Sam­kvæmt nið­ur­stöð­unum voru afkom­endur barn­anna sem fluttu vegna goss­ins að með­al­tali sex árum lengur í skóla en þau hefðu verið ef gosið hefði ekki átt sér stað. 

Notuð í umræðu um flótta­fólk

Nóbels­verð­launa­haf­arnir Abhi­jit Banerjee og Esther Duflo minnt­ust á rann­sókn Jóns, Jós­efs og Naka­mura í bók sinni Good Economics for Hard Times sem kom út í fyrra, sem sönnun þess að fólk flytji ekki auð­veld­lega frá heim­ilum sín­um, þótt þeir ættu betri efna­hags­leg tæki­færi ann­ars stað­ar. Sam­kvæmt Banerjee og Duflo er þetta mik­il­vægt inn­legg í umræð­unni um flótta­fólk, sem sýnir að meira þurfi til heldur en hag­rænir hvatar til þess að margir færi sig um set.

Jón Steins­son og Emi Naka­mura eru hjón og hag­fræði­pró­fess­orar við Berkel­ey-­skól­ann í Háskól­ann í Kali­forn­íu, en Jósef Sig­urðs­son er hag­fræði­lektor við Norweg­ian School of Economics. Naka­mura vann í fyrra virtu John Bates Clark hag­fræði­verð­launin og Jósef vann Peggy & Ric­hard Mus­gra­ve-verð­launin í síð­asta mán­uði, líkt og mbl.is greindi frá

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira eftir höfundinnJónas Atli Gunnarsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar