Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup

COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.

Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Auglýsing

Almennt er hægt að segja að fólk á Vest­ur­löndum búi við aðstæður í sínu dag­lega lífi sem telja má mun betri og örugg­ari en fyrr á tím­um. Ýmsir hlutir sem ekki voru til stað­ar, jafn­vel aðeins fyrir nokkrum ára­tug­um, eru orðnir ómissandi, hvort sem það eru nútíma þæg­indi; sam­göng­ur, inter­net, tölvur og far­símar, eða mann­rétt­indi; lýð­ræði, kosn­inga­réttur og jafn­rétti. Allt þykja þetta nú sjálf­sagðir hlutir en voru jafn­vel óþekkt eða ómótuð fyr­ir­bæri fyrir aðeins ríf­lega manns­aldri. 

Til þess að þetta flókna sam­fé­lag megi ganga áfalla­laust er komið upp enn flókn­ari kerfum til að verja það áföll­um. Oft­ast virka þær varnir eins og til er ætl­ast en stundum erum við þó minnt óþægi­lega á hversu varn­ar­laus heimur okkar er. Nú síð­ast í yfir­stand­andi heims­far­aldri, þegar veiru­sýk­ing sem ekki virðir landa­mæri setur allt bók­staf­lega á hlið­ina. Varn­ar­kerfin duga skammt, allra síst allar her­varn­irn­ar. Landa­mærum er lok­að, sam­göngur stöðvast, hag­kerfin kólna svo kreppu­á­stand ríkir og heilu sam­fé­lögin eru sett í stofu­fang­elsi – allt vegna einnar veiru. 

Mörkin milli innri og ytri öygg­is­mála

Mörkin á milli ytri og innri og harðra og mjúkra örygg­is­mála eru því orðin ógreini­legri og örygg­is­hug­takið mun víð­tækara. Enda hefur það sem helst raskar gang­verki nútíma sam­fé­lags; allt frá bil­unum í tölvu- og sam­skipta­kerfum til þurrka, upp­skeru­brests og hung­ursneyða, nú eða heims­far­aldra, oft­ast lítið með hefð­bundin vopn að gera. Auk þess sem víg­vellir hefð­bund­ins hern­aðar geta nú færst inn á inter­net­ið, þar sem í raun má gera árásir á ríki og sam­fé­lög.  

Auglýsing
Varhugavert er þó að úti­loka ógnir sem þarfn­ast hefð­bund­ins hern­að­ar­legs við­bún­að­ar. Þær eru enn til stað­ar, eða geta komið upp með stuttum fyr­ir­vara. Það sem gerir hinar nýju ógnir mögu­lega erf­ið­ari við­fangs er að þær eru óljós­ar, óhefð­bundnar og virða ekki landa­mæri. Miklu skiptir í viður­eign við slíkar ógnir að almenn­ingur missi ekki traust á þeim stoðum sam­fé­lags­ins sem eiga að veita vernd og tryggja það sem kalla mætti sam­fé­lags­ör­yggi eða almanna­ör­yggi. Þar eru almanna­varnir mik­il­væg­ar, að hver og einn bregð­ist sem rétt­ast við og sem mestur sam­hljómur náist um við­brögð, jafnt meðal yfir­valda sem og borg­ar­anna sjálfra. 

Íslend­ingar hafa sýnt að þrátt fyrir smæð búum við yfir styrk þegar almanna­ör­yggi er ógnað á þennan hátt: sam­taka­mætti, félags­legri sam­heldni og trausti til stofn­ana og eru við­brögð við COVID-19 nær­tækt dæmi. Einnig mætti nefna ástandið sem skap­að­ist í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins 2008 þar sem sann­ar­lega hrikti í stoðum sam­fé­lags­ins og fólk upp­lifði mikið óör­yggi, jafn­vel beinar ógn­ir. Gagn­stætt því sem halda mætti, þá sýndu mót­mælin í bús­á­halda­bylt­ing­unni, sem sumir myndu kalla óeirð­ir, einmitt styrk íslensks sam­fé­lags frekar en veik­leika. Það nægði að hrekja rík­is­stjórn­ina frá völdum því treysta mátti á að haldnar yrðu lýð­ræð­is­legar kosn­ingar að því loknu.Fjöldi manns mótmælti á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni svokölluðu.

Þarna geta við­brögð yfir­valda og ekki síður sam­fé­lags­ins í heild skipt sköp­um, því röng við­brögð geta farið að ógna sam­fé­lag­inu innan frá og verða í raun ógn í sjálfu sér. Fólk hættir að treysta yfir­völdum sem og sam­borg­urum sín­um, virð­ing fyrir lögum og reglu þverr og óeirðir og átök geta brot­ist út. Því er ekki nóg að koma upp tækni­legum varn­ar­við­bún­aði því varn­irnar liggja einnig í sam­fé­lags­gerð­inni sjálfri, að fólk geti treyst við­brögðum þeirra sem bregð­ast eiga við, að þrátt fyrir ham­far­ir, kreppu og jafn­vel óeirðir og átök verði öryggi áfram tryggt og rétt­indi virt. 

Auk­inn við­bún­aður við nýjum ógnum

Það er því ljóst að ný nálgun á örygg­is­mál eru ekki bara fræði­legar vanga­veltur heldur kallar hún á mark­vissa stefnu­mót­un, skýra umgjörð og aðgerð­ir. Íslensk stjórn­völd hafa vissu­lega tekið mark­verð skref í átt að víð­tæk­ari nálgun í örygg­is­málum og tekur þjóðar­ör­ygg­is­stefnan að ein­hverju leyti mið af hinum nýjum og breyttu ógn­um. Þó hefur verið bent á að Ísland gæti gert meira í net­ör­ygg­is­málum sem sífellt verða viða­meiri og flókn­ari við­fangs.

Norð­ur­löndin hafa einnig haft uppi áætl­anir um umfangs­mikið sam­starf í örygg­is- og varn­ar­málum og nýlega kom út skýrsla sem Björn Bjarna­son vann fyrir utan­rík­is­ráð­herra Norð­ur­land­anna, þar sem sam­fé­lags­legt öryggi er í for­grunni. Skýrslan var gerð í til­efni af því að 10 ár eru liðin frá því sam­bæri­leg skýrsla Thor­valds Stol­ten­berg kom út, en margt af því sem þar var lagt fram hefur komið til fram­kvæmda. Stefnu- og sam­starfs­yf­ir­lýs­ingar eru þó eitt en síðan er mik­il­vægt að tryggja sam­ræmda laga­lega umgjörð hvers ríkis fyrir sig, svo hægt sé að nýta þau úrræði sem til­tæk eru á sam­eig­in­legum vett­vang­i. 

Aðild að NATO ásamt varn­ar­samn­ingi við Banda­ríkin hefur þó lengst af verið þunga­miðjan í örygg­is- og varn­ar­málum Íslands. Banda­lag­ið, sem byggt er á hern­að­ar­legum grunni með skýr grunn­gildi um frið, frelsi og lýð­ræði, hefur reynt að end­ur­skil­greina hlut­verk sitt með til­liti til aðstæðna síðan það var stofnað fyrir meira en 70 árum. Því fær sam­fé­lags­legt öryggi og varnir gegn netárásum og upp­lýs­inga­fölsun nú meira pláss á þeim vett­vangi en áður. Nú sem fyrr liggur mikið við að Ísland tali þar með skýrum hætti, því ýmsar blikur eru á lofti vegna for­ystu­hlut­verks Banda­ríkja­manna.

Aukin fram­lög til her­mála 

Frá lokum kalda stríðs­ins dróg­ust fram­lög ríkja til her­mála jafnt og þétt sam­an. Þetta hefur þó verið að breyt­ast því síð­ustu ár hefur verið tals­verður vöxtur í fram­lögum og árið 2019 var hann sá mesti milli ára síðan 2010. Það má að ein­hverju leyti má tengja við þá stöðu sem komin er upp með kóln­andi sam­skiptum á milli Banda­ríkj­anna og Rúss­lands, og þeirra fyrr­nefndu gagn­vart Kína. Banda­ríkja­menn draga þarna vagn­inn eins og við má búast, en þeir hafa lengi þrýst mjög á NATO-­ríkin um að standa við tveggja pró­senta markið af lands­fram­leiðslu til her­mála, sem þau höfðu skuld­bundið sig til – og sum hver hafa reynt að upp­fylla á und­an­förnum árum.   

Auglýsing
Auk Banda­ríkj­anna hafa t.d. Ung­verja­land, Pól­land og Tyrk­land aukið fram­lög sín til her­mála umtals­vert meira en almennt ger­ist. Mál­flutn­ingur leið­toga þess­ara ríkja og ann­arra á það að ein­hverju leyti sam­merkt að þar er haldið á lofti popúl­ískum skoð­un­um; alþjóða­sam­starf er gert tor­tryggi­legt, varað er við að útlend­ingar séu ýmist hættu­legir eða grafi undan sam­fé­lag­inu, mann­rétt­indi eru skert í nafni þjóð­legra eða trú­ar­legra gilda, bein­línis er ýtt undir upp­lýs­inga­óreiðu og þrengt er að fjöl­miðlum og þeir gerðir ótrú­verð­ug­ir. Þess­ari þróun má stilla upp sem aft­ur­för frá þeim lýð­ræð­isum­bótum sem náðst hafa og eru í raun horn­steinn­inn að NATO-­sam­starf­inu.

Þolir NATO annað kjör­tíma­bil Trumps

Sá þrýst­ingur sem Banda­ríkja­menn hafa sett á banda­lags­ríkin til að auka fram­lag til hern­að­ar­legrar upp­bygg­ingar NATO kann að ein­hverju leyti að vera rétt­mæt­ur. Hins vegar ættu þau Evr­ópu­ríki sem vilja verja frjáls lýð­ræð­is­sam­fé­lög álf­unnar að spyrna við fótum ef Banda­ríkin ætla fylgja stefnu for­set­ans, að gera stór­velda­stjórn­mál og vopna­kapp­hlaup að for­gangs­máli. Þar er rétt­mæt spurn­ing hvort NATO, sem hefur haft að leið­ar­ljósi að tryggja stöð­ug­leika og verja lýð­ræði og frelsi, eigi að vera undir for­ystu ríkis hvers for­seti gerir sér far um að grafa undan alþjóða­sam­starfi og upp­hefja ein­ræð­is­herra.Donald Trump rekur utanríkisstefnu sem hefur reynt á samstarf Bandaríkjanna innan margra alþjóðastofnana, meðal annars NATO.

Ætli NATO að takast að við­halda hlut­verki sínu sem örygg­is- og varn­ar­banda­lag í Evr­ópu á trú­verð­ugan hátt, þar sem raun­veru­lega eru tekin skref í átt­ina að því að fást við hinar nýju ógn­ir, gæti því þurft að end­ur­skoða for­ystu­hlut­verk Banda­ríkja­manna. Þarna geta úrslit í kom­andi for­seta­kosn­ingum í Banda­ríkj­unum skipt miklu því nái Don­ald Trump end­ur­kjöri gæti það þýtt var­an­legar breyt­ingar á heims­mynd­inni. End­ur­kjör hans þýðir ekki bara fjögur ár til við­bótar fyrir hann og hans stefnu, heldur öðl­ast mál­staður hans og yfir­lýs­ing­ar, sem hingað til hafa um margt gengið þvert á ríkj­andi hefðir í banda­rískri utan­rík­is­stefnu, ákveðið lög­mæti. Fátt fær hann þá stöðv­að.

Heim­ur­inn stendur frammi fyrir ýmsum sam­eig­in­legum ógnum sem ekki virða landa­mæri. Í því sam­hengi má líta til Banda­ríkj­anna og hversu illa hefur tek­ist þar til með að tryggja almanna­ör­yggi í bar­átt­unni við COVID-19. Þar er ljóst að öfl­ug­ustu her­varnir heims duga ákaf­lega skammt – að Banda­ríkin sem eyða jafn miklu og öll ríki heims­ins sam­an­lagt til her­mála standa van­máttug og sundruð í bar­átt­unni við veiruna.

Oft er spurt hvert fram­lag hins her­lausa smá­ríkis Íslands geti verið í alþjóð­legu örygg­is­mála­sam­starfi, sér­stak­lega til varn­ar­banda­lags eins og NATO. Þarna gæti einmitt verið gott tæki­færi til að sýna í raun hvernig rétt við­brögð, félags­leg sam­heldni og vel skipu­lagðar almanna­varnir í sam­fé­lagi sem upp­hefur lýð­ræði, geta skipt mun meira máli en öfl­ugur her, þegar hinar nýju ógnir kveða dyra og almanna­ör­yggi er ann­ars veg­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira eftir höfundinnBjarni Bragi Kjartansson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar