Mynd: EPA

Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið

Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru. Þórlaug Ágústsdóttir vann nýverið meistaraverkefni um netárásir Rússa á vestrænt lýðræði og reifar hér atburði og afleiðingar þessara aðgerða í fyrstu grein af nokkrum um netógnir nýrrar aldar.

Árið 2016 mun í sögu­legu sam­hengi marka vatna­skil í mann­kyns­sög­unni sem árið þegar Rússar hökk­uðu lýð­ræðið og árið þegar netheimar urðu form­lega til sem sér­stakt hern­að­ar­svæði.

Net­ör­yggi spilar mun meiri þátt í lífi okkar en flestir gera sér grein fyr­ir. Flestar netárásir eru ekki til­kynntar heldur tækl­aðar af einka­að­ilum í kyrr­þey og kom­ast ein­ungis í fréttir þegar afleið­ing­arnar eru upp­götv­að­ar. Netógnir hafa verið hluti Inter­nets­ins frá upp­hafi en árið 2016 markar skil í sögu netheima sem árið þegar netá­tök breytt­ust úr skæru­hern­aði og skemmd­ar­verkum yfir í mark­vissan nethernað og valda­jafn­vægi netheima breytt­ist til fram­búð­ar.

Ann­ars vegar áttu sér stað mik­il­vægar form­breyt­ingar á nálgun Alþjóða­sam­fé­lags­ins til netheima og hins vegar kerf­is­bundnar netárásir á lýð­ræð­is­ríki þar sem veik­leikar opins Inter­nets voru nýttir gegn sköp­urum sínum með afdrifa­ríkum afleið­ing­um. 

Fyrstu form­legu merkin um breyt­ingar í netheimum má telja í Ise-S­hima yfir­lýs­ing­unni sem var sam­þykkt á reglu­bundnum fundi G7 í maí 2016 þar sem stærstu iðn­ríki heims, nú að Rússum und­an­skild­um, sam­þykktu ein­staka yfir­lýs­ingu um frjál­st, öruggt og opið Inter­net þar sem þau skuld­bundu sig til að styðja fjöl­hag­hafa-­vald­dreif­ingu netheima (Multista­keholder mód­elið) og að virða einka­líf, gagna­varnir og net­ör­yggi eigin borg­ara og ann­arra.

Mán­uði síðar breytti NATO form­legri stefnu sinni um netheima í nokkrum mik­il­vægum skref­um. Á leið­toga­fundi sam­bands­ins í júní 2016 til­kynnti Jens Stol­ten­berg aðal­rit­ari sam­bands­ins að netárásir á ein­stök ríki gætu orðið til þess að sam­bands­ríkin virkj­uðu fimmta ákvæði varn­ar­samn­ings­ins um sam­eig­in­legar hern­að­ar­að­gerðir sem and­svar við árás. Þessi yfir­lýs­ing end­ur­speglar mik­il­væga breyt­ingu í hern­aði heims­ins og þeim hættum sem steðja að almennum borg­urum og fram­tíð lýð­ræð­is­ins. Það að netárásir geti komið af stað við­brögðum utan netheima er ekki nytt, en það að netárásir leiði til beinna hern­að­ar­að­gerða í raun­heimum markar óneit­an­leg vatna­skil.

Á leið­toga­fundi NATO 2016 var skipu­lagi varn­ar­banda­lags­ins breytt þannig að Cyber­space – netheimar voru teknir inn sem sér­stakt rými hern­aðar til jafns við land­hern­að, lofthernað og sjó­hern­að. Þar með voru netheimar form­lega við­ur­kenndir sem sér­stakt svæði þar sem fólk býr, verst og grípur til vopna alveg eins og á landi lofti og sjó.

Þessar form­legu breyt­ingar hjá stærsta varn­ar­banda­lagi jarðar voru við­brögð við þá (og enn) yfir­stand­andi tækni- og áróð­urs­stíði sem fór fram í netheimum tengt mik­il­vægum kosn­ingum hjá tveimur stofn­ríkjum sam­bands­ins: ann­ars­vegar höfðu Bret­ar, eftir margra ára vafstur og vanga­velt­ur, sæst á að halda ráð­gef­andi þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu í júní um veru sam­bands­rík­is­ins í Evr­ópu­sam­band­inu og í byrjun nóv­em­ber kusu Banda­ríkja­menn sér nýjan for­seta til að taka við af Barack Obama.

Báðar kosn­ing­arnar voru afskap­lega tæpar, svo ekki sé dýpra í árinni tek­ið, og nið­ur­stöð­urnar eftir því; Bretar sam­þykktu naum­lega að yfir­gefa ESB með tæp­lega 52% atkvæða; Eng­lend­ingar og Wales­verjar vildu fara en Skotar og N-Írar vera áfram. Nið­ur­staðan á Brexit kosn­ing­unum fyrir Bret­land varð póli­tísk og efna­hags­leg ringul­reið sem enn sér ekki fyrir end­ann á. Í byrjun nóv­em­ber var Don­ald Trump svo kos­inn for­seti Banda­ríkj­anna með minni­hluta greiddra atkvæða þar sem hann vann kosn­ing­arnar með 77 þús­und atkvæða mun í 3 fylkjum en vegna kjör­manna­kerf­is­ins tap­aði Hill­ary Clinton þrátt fyrir að hafa fengið yfir 3 millj­ónum fleiri atkvæði í heild­ina. Kjör­manna­kerfið umdeilda hefur nú kostað tvo Demókrata sig­ur­inn; Don­ald Trump árið 2016 og George Bush yngri sem sigr­aði Al Gore árið 2000 með minni­hluta kjós­enda á bak við sig en Hill­ary Clinton sagði sjálf í við­tali nokkrum dögum eftir kosn­ing­arnar að tölvu­hakk og lekar hafi kostað sig sig­ur­inn.

Hillary Clinton hefur sjálf sagt að tölvuhakk og lekar hafi kostað hana sigurinn í forsetakosningunum 2016.
Mynd: EPA

Heill her sér­fræð­inga hefur reynt að útskýra af hverju þessar fyrir fram ólík­legu nið­ur­stöður urðu reyndin og vísað í óánægju kjós­enda með eigin hag, and­stöðu við alþjóða­væð­ingu og fjölgun inn­flytj­enda en þar til nýlega, eftir til­komu Mueller skýrsl­unn­ar, hafa fáir viljað ræða alvar­lega sönn­un­ar­gögnin sem benda skýrt á áhrif rúss­neskrar hakk- og netá­róð­ur­s-ma­sk­ínu í útkomu beggja kosn­inga og ára­tuga­löng en mis­jöfn afskipti Rússa af kosn­ingum í öðrum lönd­um.

Vær­ingar á sam­fé­lags­miðlum

Vet­ur­inn 2015 til 16 urðu margir net­verjar varir við und­ar­lega og frekar pirr­andi hluti í netheimum sem virt­ust varla nógu merki­legir til að gera veður yfir þeim. Spjall­svæði í netheimum hafa frá upp­hafi verið plöguð af ein­stak­lingum sem ekki geta fylgt eðli­legum sam­skipta­reglum en þennan vetur tók stein­inn úr í fjölda trölla sem hleyptu upp umræð­unni og (ró)­botta sem dreifðu efni á sam­fé­lags­miðlum sem við nán­ari skoðun reynd­ist hauga­lygi.

Margir tals­menn frjálsra netheima héldu því fram að hér væri ekk­ert nýtt á ferð og engin ástæða væri til að hafa áhyggj­ur. Þeir héldu því fram að net­not­endur væru nógu greindir til að sjá í gegnum lyga­fréttir og að smá troll skipti engu máli, þvert á móti ættu við­kvæmu snjó­kornin sem kvört­uðu yfir net-of­beldi að læra að harka af sér. Þessi afneitun á and­legum áhrifum áróð­urs og netof­beldis á hugs­ana­gang og hegðun fólks var ekki bara röng heldur drap mik­il­vægri umræðu á dreif og kom í veg fyrir að þjón­ustu­veit­endur upp­fylltu eigin lof­orð og laga­legar skyldur gagn­vart not­end­um.

Gögn sem síðar hafa komið fram vegna leka og þrýst­ings frá stjórn­mála­mönnum hafa sýnt að sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækin voru óvið­bú­in, van­búin og óviljug til að taka á ólög­legum afskiptum af kosn­inga­bar­áttu á net­inu.

Í öllum lýð­ræð­is­ríkjum gilda lög um fram­kvæmd kosn­inga, til dæmis um opið bók­hald, um hámarks­eyðslu, um upp­runa­stað­fest­ingu, um sann­leiks­gildi o.s.frv. Kjós­endur um allan heim fá fréttir um stjórn­mál í síauknum mæli í gegnum net­ið, þar fer stjórn­mæla­um­ræðan fram og margir taka póli­tískar ákvarð­anir út frá þeirri mynd sem netheimar birta. Á sam­fé­lags­miðlum eiga að gilda sömu lög og í raun­heimum en það var ekki gert í reynd. Sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækin fylgd­ust ekki með því hvort aug­lýs­ing­arnar fylgdu lögum í hverju landi, heldur færðu neyt­endum það hlut­verk að reporta óvið­eig­andi efni og gerðu afskap­lega litlar kröfur til þess efnis sem var hleypt í gegn til til­von­andi kjós­enda. Með því að taka ekki til­lit til sér­stöðu póli­tískra aug­lýs­inga og aug­lýsenda komu sam­fé­lags­miðlar fram við póli­tíska aug­lýsendur eins og aðra aug­lýsendur - en bara þegar svo hent­aði.

Face­book sá sæng sína upp reidda við að ná til sín póli­tísku aug­lýs­inga­fé, en einn stærsti þrösk­uld­ur­inn í fram­kvæmd var að fræða þá sem stjórn­uðu eyðslu hvers fram­bjóð­anda um mik­il­vægi sam­fé­lags­miðla til að hafa áhrif á kjós­end­ur. Í stað þess að búa til betra kennslu­efni, senda sölu­pósta og fá kynn­ing­ar­fundi ein­fald­aði Face­book sölu­ferlið og bauð fram­bjóð­endum „upon request“ eigin starfs­mann til vinnu á staðnum til að sjá um að bóka aug­lýs­ingar og kenna starfs­mönnum kosn­inga­bar­átt­unnar hvernig þeir fengu mest út úr miðl­in­um. Þessi þjón­usta var í boði í fjöl­mörgum löndum án þess að allir fram­bjóð­endur vissu af mögu­leik­anum að biðja um Face­book starfs­mann að láni.

Erfitt er að sanna bein áhrif ákveð­inna net-­mark­aðs­að­gerða í auknu fylgi kjós­enda en þau gögn sem hafa verið tekin saman um þessa þjón­ustu Face­book sýna óyggj­andi fylgni milli þess að fram­bjóð­andi náði kjöri og þess að Face­book veitti við­kom­andi sér­fræði­þekk­ingu á staðn­um. Með því að senda ákveðnum póli­tískum fram­bjóð­endum sér­fræði­þekk­ingu í miðlun póli­tískra skila­boða í gegnum sam­fé­lags­miðla er meira en lík­legt að Face­book hafi vís­vit­andi haft áhrif á val kjós­enda og með aðgerðum sínum tekið virkan þátt í heim­spóli­tík­inni.

Í gegnum sam­starf Face­book, fram­bjóð­and­ans og póli­tískra starfs­manna mynd­að­ist sam­band sem fyr­ir­tækið nýtti sér síðar í póli­tískum til­gangi, til dæmis þegar við­kom­andi land hugð­ist setja reglur um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins. Fyr­ir­komu­lagið og sú nána sam­vinna og teng­ing sam­fé­lags­miðla sem mynd­að­ist við ein­staka fram­bjóð­endur hefur verið harð­lega gagn­rýnd, sér í lagi í Evr­ópu. Í fyrra breytti Face­book póli­tískri þjón­ustu sinni og aflagði per­sónu­lega aðstoð á staðnum og bjóð­ast öllum fram­bjóð­endum nú sömu upp­lýs­ing­arn­ar.

Það hefur tekið sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækin langan tíma að við­ur­kenna ábyrgð sína á sam­fé­lags­um­ræð­unni þrátt fyrir að lúra eins og ormur á gulli á ógn­ar­stórum gagna­söfnum sem sýna að til­finn­ingar smit­ast um netheima. Inn­an­húss­gögn fyr­ir­tækj­anna sýna kerf­is­bundna and­stöðu sam­fé­lags­miðl­arisanna á hvers­konar laga­setn­ingu varð­andi starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins, sér­stak­lega Face­book/In­stagram sam­stæð­unnar sem hýsir per­sónu­leg gögn yfir fjórð­ungs mann­kyns.

Línu­veiðar og hakk

Í lok júní 2016 vör­uðu full­trúar Upp­lýs­inga­sam­fé­lags­ins (e. The Intelli­g­ence Comm­unity) Obama við að Rússar hefðu hefðu bæði brot­ist inn í tölvu­kerfi Demókrata og hakkað sig inn í kosn­inga­bar­áttu og tölvu­póst­kerfi Hill­ary Clinton og væru búnir að koma gögn­unum áfram. Þá um vorið hökk­uðu Rússar sig inn í stóra hluta af tölvu­kerfi Repúblíkana­flokks­ins og stálu þaðan upp­lýs­ingum sem enn hafa ekki sést opin­ber­lega og höf­undur telur útskýra tryggð Repúblík­anskra þing­manna við Trump. Tölvu­póstar frá Demókrötum og Clint­on voru hins­vegar birtar í lok júlí í gegnum Wiki­leaks, sem Trump mærði mikið á þessum tíma en vill nú ekki kann­ast við, en það er seinni tíma saga.

Aðferða­fræðin sem Rússar beittu í það sinn er kölluð phishing og mætti líkja við línu­veiðar þar sem Rússar höl­uðu út beitu þar sem þeir sendu ákveðnu fólki eða hópi fólks tölvu­pósta sem líktu eftir þekktum þjón­ustum til þess að fá við­kom­andi til að opna slóðir og skjöl sem Rússar nýttu sér til að kom­ast inn í tölvu­kerfi við­kom­andi kosn­inga­bar­áttu eða stjórn­mála­flokks. Þannig var kosn­inga­stjóri Hill­ary Clinton gabb­aður til að opna exel skrá um skoð­anir kjós­enda á fram­bjóð­and­anum sem hleypti Rússum inn í alla tölvu­pósta og gögn kosn­inga­bar­átt­unn­ar.

27 júlí 2016 bað Don­ald Trump Rúss­land um að hakka Hill­ary Clinton til að finna „týnda“ 30.000 tölvu­pósta sem áttu að sanna þátt­töku hennar í hinum ýmsu meintu lög­brotum en hafði verið eytt sem per­sónu­legum gögnum af starfs­mönnum henn­ar. Sama dag réð­ust Rússar inn í tölvu­kerfi Clinton kosn­inga­bar­átt­unn­ar, en sá gjörn­ingur var að stærstum hluta sjón­ar­spil því Rússar voru búnir að hakka sig inn mörgum mán­uðum áður og settu nú af stað leik­rit með Trump kosn­inga­bar­átt­unni til að hámarka áhrifin og ná höggi á Hill­ary Clint­on. Í fram­hald­inu komu Rússar tölvu­póstum og skjölum yfir til Wiki­leaks sem birtu gögnin í nokkrum gusum frá júlí fram í októ­ber 2016.

Þrátt fyrir sann­anir um tölvu­inn­brot og afskipti Rússa af kosn­ing­unum var Obama ragur við að grípa til aðgerða af nokkrum ástæð­um. Ráð­gjafar hans áttu erfitt með að koma sér saman um við­brögð og sjálfur vildi hann ekki að það liti út eins og hann væri að skipta sér af kosn­inga­bar­átt­unni. Hluti vanda­máls­ins var að Banda­ríkin voru svo vön því að hafa hern­að­ar­lega yfir­burði í netheimum að þeir gerðu sér ekki grein fyrir þeim and­legu áhrifum sem hakkið hafði. Þar að auki ótt­að­ist hann að aðgerðir sínar yrðu til þess að koma af stað skriðu hefnd­ar­að­gerða sem ekki sæi fyrir end­ann á. Net­ör­ygg­is­sér­fræð­ingar telja að það ríki eins­konar ógn­ar­jafn­vægi í netheimum sem minni um margt á kalda stríðið að því leiti að báð­ir/allir aðilar hafi tæki­getu til að slökkva á raf­magni og tölvu­kerfum hins aðil­ans, en að afleið­ing­arnar yrðu svo alvar­legar að það gæti koll­varpað heims­friðn­um. Sam­fara auk­inni notkun gervi­greindar í hern­aði hafa lík­urnar á því að sjálf­virk varn­ar­við­brögð valdi gagn­verkun stig­vax­andi ógnar einnig auk­ist. Af þessum ástæðum ákvað Obama að grípa til póli­tískra vopna, gefa leyfi fyrir tak­mörk­uðum cyber gagnárásum en auka vægið á varnir og póli­tíska sam­stöðu banda­manna gegn Rúss­landi.

Barack Obama var ragur við að gríða til aðgerða þegar ljóst var að Rússar hefði ráðist inn í tölvukerfi Clinton kosningabaráttunar.
Mynd:EPA

Í Muller skýrsl­unni segir að Rússar hafi ráð­ist fum­laust og kerf­is­bundið á Banda­ríkin „in a swift and systematic mann­er“ en rann­sókn­ar­skýrslur sýna líka að árás Rússa fór fram með tveimur sam­þættum aðgerð­um; ann­ars vegar með hakki og inn­brotum í tölvu­kerfi og hins vegar áróð­ursmask­ínu sem nýtti sér gögnin og skap­aði falskan net­veru­leika fyrir hluta kjós­enda.

Kær­leiks­kveðjur frá Rúss­landi

Inn­limun Krím­skag­ans í Rúss­land 2014 var ein­ungis æfing­ar­leikur fyrir Rúss­nesku áróð­ursmask­ín­una þar sem ráð­ist var á Úkra­ínu bæði í netheimum og í raun­heimum með hefð­bundnum hern­aði. Fyrst hökk­uðu Rússar raf­orku­kerfið og slökktu á land­inu og rúss­nesku­mæl­andi ómerktir „grænir kall­ar“ réð­ust inn í landið og þánæst tóku þeir yfir fjöl­miðlun í land­inu og voru með her manna í vinnu við að búa til ringul­reið á net­inu, setja inn falskar upp­lýs­ingar og búa til sundr­ungu meðal heima­manna. Sam­tímis voru inn­lendir Rúss­neskir fjöl­miðlar nýttir til að efla lög­mæti aðgerð­anna og auka vin­sældir Pútín, sem not­aði inn­rás­ina til að styrkja eigin stöðu.

Næst snéri rúss­neska netárás­arteymið sér að vest­rænum and­stæð­ingum þar sem blönd­uðum netárásum var beitt. Ann­ars vegar ein­beitti hakkteymi sér að því að opna dyr með því að ráð­ast á kjörna full­trúa, flokka og fram­bjóð­endur með línu­veiðum og hins vegar voru reknar sér­stakar ein­ingar sem ein­beittu sér að því að vinna úr gögn­unum og stunda „óhefð­bundna póli­tíska mark­aðs­setn­ing­u“.

Þannig ein­beittu Rússar sér að því að hakka kosn­ingar og þing­menn um alla Evr­ópu með sér­stakan fókus á lönd sem eiga landa­mæri að Rúss­landi og svo þau lönd sem töl­uðu fyrir efna­hags­legum þving­unum gegn rússum og rúss­neskum fyr­ir­tækjum eftir Krím inn­rás­ina.

Árið 2016 kom svo tæki­færi til að hafa áhrif á tvo stærstu óvini Rúss­lands. Rússar hökk­uðu sig inn í tölvu­pósta 91 breskra þing­manna og reyndu sam­tímis með ‚að hafa bein og óbein áhrif á Brexit umræð­una með því að beina lygum og efni sem vekur upp til­finn­inga­við­brögð á ákveðna hópa til að reyna að ýta undir sundr­ungu. Í Bret­landi tókst Rússum ein­ungis að tryggja sér sam­vinnu minni­háttar spá­manna við mótun umræð­unn­ar, rugl­ing­inn sáu breskir stjórn­mála­menn sjálfir um. Gögn sem síðar hafa komið fram sýna að Rússar deildu millj­ónum punda til breskra sam­taka sem töl­uðu fyrir EU útgöngu auk þess að reka áróð­ur­steymi sem fram­leiddi lyga­fréttir og aug­lýs­ingar sem bent var til vel-val­inna hópa.

Aðal skot­markið var hins vegar Banda­ríkin þar sem gögnin benda til umtals­verðrar sam­vinnu milli Trump kosn­inga­bar­átt­unnar og hinna ýmsu útsend­ara Pútínskra stjórn­valda. Þegar þessi orð eru rituð hafa verið gefnar út 137 ákærur á 34 ein­stak­linga og 3 fyr­ir­tæki í rann­sókn­inni á mál­inu, þar með talið IRA. Þrír nánir sam­starfs­menn Trumps hafa verið dæmdir fyrir lygar eða að neita að segja sann­leik­ann í tengslum við mál­ið, fyrstur Paul Mana­fort fyrr­ver­andi kosn­inga­stjóri, þá næst Michael Cohen fyrr­ver­andi lög­fræð­ingur Trump og nú nýlega Michael F­lynn skamm­sætur þjóðar­ör­ygg­is­full­trúi Trump, að ógleymdum hinum lit­ríka Roger Stone sem bíður síns dóms.

Spezpropag­anda, dezin­formatsiya og sam­fé­lag­s­auður

Net­rann­sókn­ar­stofn­unin IRA (The Inter­net Res­e­arch Agency) er eitt þriggja rúss­neskra fyr­ir­tækja og 34 ein­stak­linga sem hafa verið ákærð fyrir óeðli­leg afskipti af banda­rísku for­seta­kosn­ing­unum 2016. IRA var stofnað 2014 og rekið frá Sankti Pét­urs­borg sem einka­fyr­ir­tæki og er eitt af nokkrum netá­róð­urs­fyr­ir­tækjum sem Rússar stofn­uðu um og uppúr inn­rás Rússa í Úkra­ínu og inn­limun Krím­skag­ans vet­ur­inn 2013 til 14.

Roger Stone er litríkur karakter. Hann hefur meðal annars unnið sér það til frægðar að hafa látið húðflúra andlit Richard Nixon á milli herðarblaða sinna.
Mynd: Skjáskot

Rúss­neska áróð­ursmask­ínan var stofnuð með fjár­magni frá nokkrum vell­auð­ugum óli­görkum tengdum valda­kjarna Pútín. Þekktasta dæmið er IRA sem var stofnað af Yev­geni Prygozhin vorið 2014 og hleypt af stokk­unum eins og hverju öðru nýmiðl­unar og mark­aðs­fyr­ir­tæki í netheimum þar sem tækni­fólk, for­rit­ar­ar, „blaða­menn“, graf­íkerar og netá­róð­urs­meist­arar unnu saman að því að búa til falskan veru­leika fyrir net­not­endur ann­arra landa með það fyrir augum að hafa áhrif á kosn­inga­hegðun þeirra.

Aðferð­irnar sem var beitt eru fjöl­breyttar og lyg­inni lík­astar; sam­bland af rík­is­á­róðri, spezpropag­anda, afvega­leið­andi hálf­sann­leik dezin­formatsiya og komprom­at, efni sem er notað til að kúga fólk til hlýðni. Dæmi um áhrifa­ríka aðferð var að afrita erlendar frétta­síður með graf­ík, fréttum og myndefni sem var óþekkj­an­legt frá upp­runa­síð­unni og var sett upp á léni sem líkt­ist hinu upp­haf­lega s.s. abv­news eða hufington­post þar sem raun­veru­legum fréttum mið­ils­ins var blandað saman við áróð­ursefni sem Rúss­arnir skrif­uðu sjálfir og inni­héldu hrað­frystar lygar, hálf­sann­leik og afbak­anir á raun­veru­leik­an­um. Rússar eru taldir hafa rekið tuga slíkra frétta­miðl­ara sem dældu út efni til tug millj­óna vest­rænna net­not­enda, en engar opin­berar upp­lýs­ingar hafa feng­ist um umfangið þótt sam­fé­lags­miðla­fyr­ir­tækin hafi síðar verið neydd til að upp­lýsa um hversu margar aug­lýs­ingar og efni ákveðnir aðilar hafi dreift.

Aðrir starfs­menn áróð­urs­vél­ar­innar unnu við að búa til mem­es, til dæmis af Trump í hlut­verki Jesú í sjó­mann við Hill­ary Clinton í hlut­verki djöf­uls­ins þar sem ein­ungis tak­mörk ímynd­un­araflsins réðu því hvaða lygar voru fundnar upp. Aðrir hlutar sam­steypunnar ein­beittu sér að fram­leiðslu á mynd­bands­klippum þar sem myndir af Clinton voru klipptar til svo hún liti sem heimsku­leg­ust eða ill­gjörn­ust út. Rússar fengu gögn um veik­leika Hill­ary Clinton frá stolnum gögnum frá hennar eigin kosn­inga­bar­áttu og frá her­búðum Trump sem brutu lög þegar þeir sýndu rúss­neskum full­trúum kosn­inga­gögn og kann­anir þá um sum­ar­ið.

Hvar svo sem veik­leika mátti finna í banda­rísku sam­fé­lagi voru Rússar mættir yfir netið til að höggva í knérunn og beittu sér­stak­lega aðferðum í miðlun sem not­færa sér veik­leika í mann­legri skynjun og ákvarð­ana­töku. Rússar styðj­ast við vís­inda­legar rann­sóknir og raun­gögn af net­inu við bestun á skila­boð­un­um, þeir reyndu ekki að nota rök og útskýr­ingar heldur magna upp til­finn­ingar eins for­dóma, reiði og hræðslu hjá fólki sem væri lík­legt til að „gera eitt­hvað í mál­un­um“.

Með dyggri aðstoð Trump og sam­vinnu við banda­ríska frétta­miðla eins og Breit­bart og FOX sam­steypuna varð úr geysi­sterk áróð­ursmask­ína sem spilar stóran þátt í því að hat­urs­full orð­ræða jókst stór­kost­lega og hat­urs­glæpum fjölg­aði um mörg hund­ruð pró­sent. Áróð­ursmask­ínan hætti ekki störfum þegar Trump komst til valda heldur hefur eflst síðan með fjölda­ráðn­ingum Rússa á fólki til að fram­leiða þýskt, franskt og spænskt net­efn­i. 

Það er erfitt að sanna bein áhrif þessa orð­færis en mark­miðið er að brjóta upp sam­fé­lags­auð and­stæð­ing­anna og skapa sog inn í nei­kvætt sam­fé­lags­svart­hol. Árið 2017 reynd­ist eitt blóð­ug­asta ár banda­ríkj­anna í ára­tugi þar sem hvítir karl­menn drápu vel yfir hund­rað manns í skotárásum sem var sér­stak­lega beint að börn­um, trú­ar­sam­komum, kyn­frjálsum og kon­um.

Sömu hópar voru skot­mark í netheimum og reyndu Rússar að koma sér fyrir inni í bar­áttu­hópum á net­inu til að reyna að fá þá til að grípa til gagn­að­gerða og til að skapa sundr­ungu á milli þeirra. Fréttir hafa verið fluttar af því erlendis hvernig Rússar mark­visst ólu á sundr­ungu svartra Banda­ríkja­manna og reyndu bæði að fá þá til að sýna borg­ara­lega óhlýðni við lög­regl­una og skapa þar með atvik sem gætu undið upp á sig, og hvöttu þá jafn­framt til að snið­ganga for­seta­kosn­ing­arnar til að sýna óánægju sína með kerfi sem stæði gegn þeim.

Annað dæmi sem hefur farið mun hljóðar er bar­átta Rússa til að egna femínista upp í slag við sam­fé­lag­ið, bæði með því að ala á óánægju kvenna og beina til þeirra skila­boðum um hræði­lega ofbeld­is­glæpi og með því að búa til mynd­bönd af fölskum femínistum að valda usla t.d. með mynd­bandi þar sem „femínisti“ slettir meintum klór á mann sem var að dreifa of mikið úr sér í lest. Því mynd­bandi var dreift til millj­óna net­not­enda, aðal­lega ungra karl­manna, í gegnum netaug­lýs­ingar sem eng­inn fylgist með og er 14 ára sonur höf­undar á meðal þeirra sem trúði því að um raun­veru­legt mynd­band væri að ræða.

Annað átak Rússa gegn kvenna­bar­átt­unni náði hingað til lands­ins þar sem íslenskar konur voru farnar að senda sín á milli í skila­boðum á Face­book skila­boð sem hvatti konur til að sýna sam­stöðu og mót­mæla óljósu órétt­læti sam­fé­lags­miðla með því að taka sig af net­inu í tvo sól­ar­hringa og setja upp svarta prófíl­mynd í leið­inni sem merki um að þær væru í mót­mæl­u­m.  Hverju þetta „female media blackout“ átti að skila var óljóst, en skila­boðin voru send af stað haustið 2017 þegar #metoo bylgjan stóð sem hæst og fór af stað aftur ári síðar í kringum ásak­anir í garð Brett Kavan­augh sem þá stóð til að sam­þykkja inn í Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna. Ein­hverjar konur féllu fyrir skila­boð­unum en flestar sáu þær ekki ástæðu til að taka sig af net­inu á sama tíma og rödd kvenna þurfti að heyr­ast í netheim­um. Hoax­k­ill síður sem rekja uppi falskar sögu­sagnir í netheimum úrskurð­uðu víral­skila­boðin fölsk en meðal þeirra gagna sem Face­book birti síðar um upp­lýs­inga­um­svif Rússa eru nær sam­hljóða póstar þar sem aðrir hópar voru hvattir til að mót­mæla órétt­læti með sam­fé­lags­miðla­þögn og svartri prófíl­mynd.

Rússar hafa beitt svip­uðum aðferðum frá því löngu fyrir til­komu Inter­nets­ins þegar þeir stund­uðu ekki bara að lauma sér inn í hópa til að skipu­leggja falskar and­spyrnu­að­gerðir heldur sáu til þess að mót­mæl­endur auð­greindu sig á ein­hvern hátt t.d. með klæða­burði til að auð­veld­ara væri að koma auga á þá. Þannig eru dæmi um að KGB hafi boðað til mót­mæla fyrir utan sendi­ráð í Moskvu og aust­an­tjalds­ríkj­unum til þess eins að senda her­lið á stað­inn og fram­kvæma skjótar fjölda­hand­tökur á mót­mæl­endum sem ekk­ert hefur síðan spurst til. 

Átöppun gam­alla með­ala á nýjar flöskur er eitt af sér­sviðum Rússa og óhætt er að segja að árásin á Banda­ríkin hafi verið vel heppn­uð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar