Leyndarmálið í skjalaskápnum

Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.

Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Auglýsing

Danska for­sæt­is­ráðu­neytið til­kynnti snemm­sum­ars árið 1997 að Bill Clinton Banda­ríkja­for­seti væri vænt­an­legur til Kaup­manna­hafnar 11. júlí. Engin ástæða fyrir þess­ari fyrstu heim­sókn starf­andi Banda­ríkja­for­seta var til­greind í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins. Stjórn­mála­skýrendum fjöl­miðl­anna þótti til­kynn­ingin snubb­ótt en nán­ari útskýr­ingar feng­ust ekki. 

Eins og til stóð lenti þota for­set­ans á Kastrup síð­degis 11. júlí. Tekið var á móti honum með þeirri við­höfn sem tíðkast þegar um opin­berar heim­sóknir er að ræða. Á flug­vell­inum tóku Frið­rik krón­prins og Poul Nyrup Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra á móti for­set­an­um, Hill­ary var ekki með í för. Að lok­inni mót­tök­unni á flug­vell­inum var flogið með for­set­ann að Mari­en­borg höll­inni þar sem gest­gjaf­inn, Mar­grét Þór­hildur drottn­ing ,tók á móti for­set­an­um.

Þótt Bill Clinton hefði aldrei fyrr komið til Dan­merk­ur, og ætti ekki þangað rætur að rekja, var hann mjög vin­sæll meðal Dana. Þegar heim­sóknin stóð fyrir dyrum var til­kynnt að Banda­ríkja­for­seti myndi flytja ávarp framan við dóm­húsið á Nytorv, fast við Strik­ið, 12. júlí. Mik­ill mann­fjöldi, eða um 80 þús­und manns, (tölur frá lög­reglu) mætti til að heyra og sjá for­set­ann, og komust færri að en vildu. Í ávarpi sínu lagði Banda­ríkja­for­seti áherslu á nána vin­áttu Dan­merkur og Banda­ríkj­anna, sagði að Danir væru vinir í raun. Þeir væru, þrátt fyrir að vera fámenn þjóð, öfl­ugir liðs­menn í banda­lagi vest­rænna þjóða og gott for­dæmi. 

Auglýsing
Sem dæmi um náin tengsl þjóð­anna sagði hann „Hver ein­asti Dani á ætt­ingja í Banda­ríkj­un­um. Í dag get ég sagt að allir Banda­ríkja­menn vita að þeir eigi vin í Dan­mörku“.  Það var ekki fyrr en eftir að for­set­inn var flog­inn heim á leið að ein­hverjir fóru að klóra sér í koll­inum yfir ummælum hans um gott for­dæmi. Án þess að verða nokkru nær. „Kannski mál­aði for­set­inn vinu­átt­una bara svona sterkum lit­um“ skrif­aði stjórn­mála­skýr­andi dag­blaðs­ins Information, sem þótti eft­ir­tekt­ar­vert hve vel fór á með Poul Nyrup Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra og Bill Clint­on.

Svo liðu 23 ár. 

Emb­ætt­is­menn sendir heim  

24. ágúst síð­ast­lið­inn greindi danska varn­ar­mála­ráðu­neytið frá því, í til­kynn­ingu, að Lars Find­sen yfir­maður leyni­þjón­ustu danska hers­ins, FE, hefði verið leystur frá störfum ásamt tveimur starfs­mönnum emb­ætt­is­ins. Auk þess­ara þriggja var ráðu­neyt­is­stjóri Varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem til stóð að yrði sendi­herra Dana í Þýska­landi, sendur heim. Til­kynn­ing ráðu­neyt­is­ins var stutt og án nokk­urra útskýr­inga en aug­ljóst að eitt­hvað meira en lítið alvar­legt byggi að baki, hátt­settir emb­ætt­is­menn eru ekki bara sendir heim, si svona. 

Klukku­tíma síðar þennan sama dag birt­ist önnur til­kynn­ing frá varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Þar var sagt að fram hefðu komið ásak­anir um alvar­lega mis­bresti í starf­semi leyni­þjón­ustu hers­ins. Þær hefðu  komið fram í langri og yfir­grips­mik­illi skýrslu Eft­ir­lits­stofn­unar leyni­þjón­ust­unn­ar, TET. 

24. ágúst birt­ist svo enn ein til­kynn­ing­in, að þessu sinni frá Eft­ir­lits­stofn­un­inni, TET. Þar kom meðal ann­ars fram að tölvu­sér­fræð­ingur sem starfað hefur hjá leyni­þjón­ustu hers­ins, FE, hefði um nokk­urra ára skeið haft grun um að FE hefði farið langt út fyrir verk­svið sitt með því að safna og dreifa upp­lýs­ingum um danska rík­is­borg­ara til erlends „að­ila“ en slíkt er bannað með lög­um. Hann hefði reynt að koma þessum grun sínum á fram­færi, lengi vel án árang­urs.

Það reynd­ist ekki heiglum hent að átta sig á hvað þetta þýddi, og hver hefði sagt hvað við hvern hvenær og hvar. Og hver væri hin raun­veru­lega ástæða þess að emb­ætt­is­menn­irnir fjórir voru sendir heim, án skýr­inga. Fyrir nokkrum dögum var einn til við­bót­ar, starfs­maður FE sendur heim.  Sér­fræð­ingar dönsku fjöl­miðl­anna voru fljótir að átta sig á því að á eftir A kemur B, eins og stundum er sagt, og ætl­uðu ekki að láta sér nægja yfir­borðs­kenndar yfir­lýs­ingar ráða­manna og stutt­orðar til­kynn­ing­ar.  

27. ágúst greindi Danska útvarp­ið, DR, frá náinni sam­vinnu Leyni­þjón­ustu danska hers­ins, FE, og National Security Agency (NSA) sem er ein stærsta, ef ekki stærsta leyni­þjón­usta Banda­ríkj­anna. FE hafði, sam­kvæmt frétt DR, heim­ilað banda­rísku leyni­þjón­ust­unni aðgang að flutn­ings­línum tölvu­gagna. Slíkur aðgangur gerir kleift að fylgj­ast með tölvu­pósti, sms skila­boðum og sím­töl­um. Og nú varð allt í einu ljóst hvað það var sem Bill Clinton meinti þegar hann þakk­aði Dönum á Nýja­torgi 12. júlí 1997, vin­áttu og gott for­dæmi.

Tölvukap­all í Kaup­manna­höfn

Bill Clinton Banda­ríkja­for­seti hafði sér­staka ástæðu til að þakka Dönum gott for­dæmi og náið vina­sam­band, eins og hann orð­aði það í ræðu sinni fyrir framan 80 þús­und manns og í beinni sjón­varps­út­send­ingu 12. júlí 1997. Hann gætti þess hins vegar að segja ekki of mikið og það er fyrst nú sem komið er í ljós hvað hann átti við. 

Snemma á tíunda ára­tug síð­ustu aldar hafði banda­ríska leyni­þjón­ustan NSA kom­ist að því að í Kaup­manna­höfn lægi fjar­skiptakap­all. Og það eng­inn smá kap­all. Kap­all þessi var í eigu dansks fyr­ir­tækis og um hann komu geysi­mikil tölvu og síma­sam­skipti frá Asíu, gegnum Rúss­land til tölvu­vers í Dan­mörku og þaðan áfram um allar jarð­ir.  Ónafn­greindur heim­ild­ar­maður dag­blaðs­ins Berl­ingske sagði að „þegar maður í Síberíu hringir í kunn­ingja sinn í þarnæsta húsi fer sím­talið um kap­al­inn í Dan­mörku“. Banda­ríkja­menn­irnir átt­uðu sig strax á því að með því að semja við Dani um „af­töpp­un­ar­leyfi“ gætu þeir fylgst náið með rúss­neskum tölvu- og síma­sam­skipt­um. Og sömu­leiðis kín­versk­um. Samn­ingur við Dani yrði sann­kall­aður stór­lax í njósn­a­heim­in­um. 

En átti Dan­mörk að leyfa að leyni­þjón­usta erlends ríkis fengi aðgang að tölvukapli í eigu dansks fyr­ir­tækis í Dan­mörku? Leyni­þjón­usta danska hers­ins sagði nei. En Banda­ríkja­menn gáfust ekki upp. Bill Clinton for­seti sendi Poul Nyrup Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra bréf þar sem hann bað um að þessi ákvörðun yrði end­ur­skoð­uð. Og það gerði danski for­sæt­is­ráð­herr­ann. Hann og Hans Hækk­er­up, sem var varn­ar­mála­ráð­herra á þessum tíma, voru báðir hlynntir nánu sam­starfi við Banda­ríkin og sam­vinnu NATO ríkj­anna.  

Skjalið í skápn­um 

Þegar Bill Clinton kom til Kaup­manna­hafnar í júlí 1997 hafði samn­ingur um „af­töpp­un­ar­leyfi“ verið frá­geng­inn. Til þess að koma í veg fyrir að nokkur utan­að­kom­andi gæti kom­ist í samn­ing­inn, t.d gegnum tölvu, var hann prent­aður á rit­vél (Smith Corona sagði eitt dönsku blað­anna) og hann er aðeins til í einu ein­taki. Þetta ein­tak er varð­veitt í skjala­skáp í húsa­kynnum leyni­þjón­ustu danska hers­ins. Eins og gefur að skilja hafa dönsku miðl­arnir ekki fengið að sjá samn­ing­inn sjálfan þótt þeir hafi kom­ist á snoðir um inni­hald­ið. 

Að ýmsu var að hyggja varð­andi samn­ing­inn. Mik­il­væg­ust var leynd­in, hún yrði að vera algjör. Top secret. Ekki mátti safna upp­lýs­ingum um Dani, við það hefur ekki verið staðið eins og áður var nefnt. Mjög mik­il­vægt ákvæði í þessum samn­ingi var að hann ein­skorð­að­ist ekki við þáver­andi rík­is­stjórn, heldur myndi gilda um alla fram­tíð (orða­lag Berl­ingske). Ákveðið var að í hvert skipti sem nýr varn­ar­mála­ráð­herra tæki við í Dan­mörku myndi hann setja nafn sitt á samn­ing­inn, sem síðan yrði aftur settur á sinn stað í sér­stöku hólfi í skjala­skápn­um. Þannig gæti nýr varn­ar­mála­ráð­herra séð að for­veri hans hefði ritað nafn sitt til sam­þykk­is. Mjög strangar reglur gilda um aðgang að umræddum skjala­skáp. Auk varn­ar­mála­ráð­herr­ans skal nýr for­sæt­is­ráð­herra hverju sinni upp­lýstur um samn­ing­inn og sömu­leiðis utan­rík­is­ráð­herra. Allir eru bundnir algjörum trún­aði.

Varn­ar­mála­ráð­herr­ann gagn­rýnd­ur  

Nokkrir stjórn­ar­and­stæð­ingar á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, hafa harð­lega gagn­rýnt að Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra skuli hafa heim­ilað Eft­ir­lits­stofnun leyni­þjón­ust­unn­ar, TET, að birta upp­lýs­ingar varð­andi „af­töpp­un­ar­kap­al­inn“. Sumir þeirra taka stórt upp í sig og segja að Trine Bram­sen hafi í fljót­færni stór­skaðað sam­starf banda­rísku leyni­þjón­ust­unn­ar, NSA, og þeirrar dönsku, FE. Ráð­herr­ann eigi ekki ann­arra kosta völ en segja af sér­.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar