Leyniþjónustuklúður

Hún lét ekki mikið yfir sér tilkynningin sem danska varnarmálaráðuneytið sendi frá sér mánudagsmorguninn 24. ágúst. Þótt tilkynningin hafi verið stutt vakti hún margar spurningar og hefur valdið miklum titringi á danska þinginu, og í stjórnkerfinu.

Lars Findsen og Thomas Ahrenkiel. Þeir hafa nýlega verið látnir taka pokann sinn.
Lars Findsen og Thomas Ahrenkiel. Þeir hafa nýlega verið látnir taka pokann sinn.
Auglýsing

Í til­kynn­ingu varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins, sem birt var að morgni mánu­dags­ins 24. ágúst kom fram að þrem dögum fyrr hefði Lars Find­sen, yfir­maður leyni­þjón­ustu danska hers­ins, FE, ásamt tveimur hátt­settum starfs­mönnum emb­ætt­is­ins sem ekki hafa verið nafn­greind­ir, verið leystur frá störf­um. Auk þre­menn­ing­anna var Thomas Ahrenki­el, ráðu­neyt­is­stjóri varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins, og þangað til síð­ast­lið­inn mánu­dag, til­von­andi sendi­herra Dana í Þýska­landi, sendur heim. Þótt til­kynn­ingin hafi verið stutt og án útskýr­inga fór ekki á milli mála að eitt­hvað alvar­legt byggi að baki.Rúmum klukku­tíma eftir að hin stutt­orða til­kynn­ing birt­ist sendi ráðu­neytið frá sér aðra til­kynn­ingu. Þar var var greint frá því að í langri og yfir­grips­mik­illi skýrslu TET, Eft­ir­lits­stofn­unar beggja dönsku leyni­þjón­ust­anna, hers­ins, FE, og lög­regl­unn­ar, PET, til ráðu­neyt­is­ins hefðu komið fram alvar­legar ásak­anir um mis­bresti í starf­semi leyni­þjón­ustu hers­ins. Síðar þennan sama dag birti ráðu­neytið enn eina til­kynn­ingu, þar var starfs­fólki FE hrósað og und­ir­strikað að stofn­unin gegndi afar mik­il­vægu hlut­verki. Verk­efni FE snúa að upp­lýs­inga­öflun erlend­is, hern­að­ar­legu öryggi og net­ör­yggi (PET gætir innra öryggis og upp­lýs­inga­öflun innan Dan­merk­ur). 

AuglýsingTrine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra var einkar var­færin þegar hún ræddi stutt­lega við frétta­menn, sagði aðeins að um væri að ræða mál sem hún liti alvar­legum aug­um.Eft­ir­lits­stofn­unin TET

Eft­ir­lits­stofn­unin TET (Til­sy­net med Efterretn­ings­tjenester­ne) tók til starfa í árs­byrjun 2014, leysti þá af hólmi eldri stofnun (Wam­berg udval­get) sem hafði starfað frá árinu 1964. Áður en TET tók til starfa hafði FE (að talið var) brotið gegn dönskum lög­um, til dæmis með söfnun upp­lýs­inga um danska rík­is­borg­ara. TET er ekki mikið „batt­erí“ þar sitja fimm manns, skip­aðir af dóms­mála­ráð­herra í sam­vinnu við varn­ar­mála­ráð­herr­ann. For­mað­ur­inn er skip­aður sam­kvæmt til­nefn­ingu lands­rétt­anna, Eystri og Vestri, og skal vera lands­rétt­ar­dóm­ari. Auk þess örfáir starfs­menn.Svo er það eft­ir­lits­nefnd þings­ins

Fyrir utan áður­nefnda eft­ir­lits­stofnun (TET) sem ekki starfar á vegum þings­ins, er sér­stakri þing­nefnd (Fol­ket­in­gets kontrolu­dvalg) ætlað að hafa eft­ir­lit og fylgj­ast með leyni­þjón­ust­un­um. Sú nefnd hefur sér­stöðu innan þings­ins því hún hefur sér­staka heim­ild til að fá, tak­mark­aðar þó, upp­lýs­ingar um verk­efni beggja leyni­þjón­ust­anna. Nefnd­ar­menn eru bundnir trún­aði og þagn­ar­skyldu og verði þeir upp­vísir að „leka“ mega þeir búast við lög­sókn og fang­els­is­dómi.Fundir eru boð­aðir með hnipp­ingum en hvorki í síma né tölvu­pósti. Í nefnd­inni sitja fimm þing­menn, full­trúar fimm fjöl­menn­ustu þing­flokk­anna. Claus Hjort Frederiksen, þing­maður Ven­stre og fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra, hefur und­an­farið gegnt for­mennsku í nefnd­inni en hann sagði af sér eftir að til­kynn­ing varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins var birt síð­ast­lið­inn mánu­dag. Ástæð­una sagði hann þá að færi svo að eft­ir­lits­nefnd­inni yrði falin rann­sókn á vinnu­brögðum leyni­þjón­ustu hers­ins (FE), sem ráð­herra hefur nú boð­að, væri ekki heppi­legt að hann sem fyrr­ver­andi varn­ar­mála­ráð­herra sæti í nefnd­inni, hvað þá sem for­mað­ur. Á sér langan aðdrag­anda

Vitað var að Eft­ir­lits­stofn­unin TET hafði um langt skeið unnið að sér­stakri rann­sókn á starf­semi og vinnu­brögðum Leyni­þjón­ustu hers­ins (FE). Þessi rann­sókn fór fram með mik­illi leynd og það var ekki fyrr en síðar sama dag og yfir­maður FE, ráðu­neyt­is­stjór­inn og tveir hátt­settir emb­ætt­is­menn höfðu verið sendir heim að TET leysti frá skjóð­unni.Þá kom fram að FE hefði til­einkað sér óvið­eig­andi umgengni við lög­in, ekki sinnt ábend­ingum sem væru þess eðlis að rann­sókn hefði verið nauð­syn­leg. Enn fremur var í yfir­lýs­ingu TET sagt, undir rós, að FE hefði stundað njósnir um einn starfs­manna TET. Í yfir­lýs­ing­unni segir enn fremur að FE hefði dreift upp­lýs­ingum um danska rík­is­borg­ara en slíkt er bannað með lög­um. Allt var þetta alvar­legt en danskir fjöl­miðlar töldu sig vita að eitt­hvað fleira héngi á spýt­unni. Sem reynd­ist rétt.Sam­vinna við NSA og við­brögð ráð­herra

Síð­ast­lið­inn fimmtu­dag, 27. ágúst, greindi Danska útvarp­ið, DR, frá náinni sam­vinnu FE og National Security Agency (NSA) einni stærstu, ef ekki stærstu, leyni­þjón­ustu Banda­ríkj­anna. FE hafði heim­ilað NSA aðgang að flutn­ings­línum tölvu­gagna (ljós­leið­ara) en sá aðgangur gerir NSA mögu­legt að fylgj­ast með sím­töl­um, sms skila­boðum og tölvu­pósti. Sem sé öllum raf­rænum send­ingum og sam­skiptum dönsku þjóð­ar­inn­ar.Þótt FE hafi heim­ild danskra stjórn­valda til sam­vinnu við erlendar leyni­þjón­ustur nær þessi galopni aðgangur NSA að sam­skipta­upp­lýs­ingum langt út fyrir þau mörk. Og að lík­indum ástæða þess að Trine Bram­sen varn­ar­mála­ráð­herra brást svo hart við eftir að hafa lesið skýrslu Eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar, TET. Hún hefur sagt að farið verði ítar­lega í saumana á starf­semi PE, Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra hefur talað á sömu nótum og sömu­leiðis margir þing­menn. Stjórn­mála­skýr­andi DR, sagði að þetta mál yrði lík­lega mesti skandall í sögu danskrar leyni­þjón­ustu, á síð­ari tím­um.

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, og Trine Bramsen, varnarmálaráðherra.

Lars Find­sen

Eins og fram kom í upp­hafi þessa pistils var Lars Find­sen yfir­maður FE sendur heim um síð­ustu helgi. Eftir umfjöllun danskra fjöl­miðla und­an­farna daga kann­ast lík­lega margir Danir við nafnið þótt þeir hefðu tæp­ast áður heyrt mann­inn nefnd­an.Lars Find­sen er 55 ára, lög­fræð­ingur að mennt. Árið 1990 hóf hann störf sem full­trúi hjá dönsku per­sónu­vernd­inni (Data­til­sy­net). Eftir að hafa síðan um nokk­urra ára skeið unnið í danska dóms­mála­ráðu­neyt­inu var hann árið 2002 gerður að yfir­manni dönsku leyni­þjón­ust­unn­ar, PET. Þeirri stöðu gegndi hann til árs­ins 2007 þegar hann varð ráðu­neyt­is­stjóri varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins.Í sept­em­ber árið 2009 reyndi varn­ar­mála­ráðu­neytið að hindra útgáfu bók­ar­innar „Jæ­ger i krig med elit­en“ sem Thomas Rathsack, fyrr­ver­andi her­maður í Írak og Afganistan, hafði skrif­að. Dag­blaðið Politi­ken lét hins vegar prenta bók­ina og lét hana fylgja prentút­gáfu blaðs­ins 15. sept­em­ber 2009. Ástæða þess að ráðu­neytið vildi hindra útgáfu bók­ar­innar var, að sögn ráð­herra, að í henni kæmi fram ýmis­legt sem gæti gagn­ast óvinum Dan­merkur og Nato.Á frétta­manna­fundi sagði Søren Gade varn­ar­mála­ráð­herra að bókin hefði þegar verið gefin út á arab­ísku, þannig að greini­lega væri inni­haldið „eld­fimt“ eins og hann komst að orði. Síðar kom í ljós að léleg arab­ísk þýð­ing bók­ar­innar hafði verið unnin í danska varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Søren Gade sagði af sér nokkrum mán­uðum síð­ar, en Lars Find­sen ráðu­neyt­is­stjóri sat áfram á sínum stól. Í mik­illi emb­ætt­is­manna­hringekju árið 2015 flutt­ist Lars Find­sen í yfir­manns­stól PE. Nú situr hann heima og starir á gólf­fjal­irn­ar, eins og eitt dönsku blað­anna komst að orð­i.  Thomas Ahrenkiel

Eins og áður var nefnt voru þrír starfs­menn FE sendir heim sl. mánu­dag. Fjórði mað­ur­inn sem fékk skipun um að koma sér heim var Thomas Ahrenki­el. Þótt margir kann­ist kannski ekki við mann­inn er hann ekki ein­hver „Jón úti í bæ“.Thomas Ahrenkiel er 53 ára, stjórn­mála­fræð­ingur að mennt.  Hann á að baki langan starfs­aldur innan stjórn­sýsl­unn­ar, í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, sendi­ráði Dan­merkur í London og Brus­sel.Árið 2010 varð Thomas Ahrenkiel yfir­maður leyni­þjón­ustu hers­ins, FE, og gegndi þeirri stöðu til árs­ins 2015. Danskir fjöl­miðlar hafa nú und­an­farna daga rifjað upp ýmis­legt varð­andi störf hans hjá FE og þar kennir ýmissa grasa. Hann var sak­aður um að fylgj­ast illa með, láta hlut­ina dankast og stinga undir stól ýmsum mik­il­vægum mál­u­m.  Dag­blaðið Information fjall­aði ítar­lega um störf hans árið 2015 en þá var Thomas Ahrenkiel gerður að ráðu­neyt­is­stjóra í varn­ar­mála­ráðu­neyt­inu. Sú staða er við efsta þrep í virð­ing­ar­stiga dönsku stjórn­sýsl­unn­ar.Frétt­næmt þótti að árið sem Thomas Ahrenki­el  varð ráðu­neyt­is­stjóri sat hann fund þar sem fjallað var um launa­mál þáver­andi unn­ustu hans, og núver­andi eig­in­konu. Ekki stór­mál en lýsir sið­leysi sögðu danskir fjöl­miðl­ar.

Í des­em­ber á síð­asta ári kom upp alvar­legt svindl­mál í stofnun sem fer með eigna­um­sýslu varn­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins, þar á meðal hers­ins. Við rann­sókn kom í ljós að Thomas Ahrenkiel ráðu­neyt­is­stjóri hafði látið allar við­var­anir og ábend­ingar sem vind um eyru þjóta. Tveir emb­ætt­is­menn „sátu hins vegar með apann“ en ráðu­neyt­is­stjór­inn sat áfram.Vitað er að núver­andi varn­ar­mála­ráð­herra, Trine Bram­sen, hafði um skeið leitað leiða til að losna við Thomas Ahrenkiel úr stóli ráðu­neyt­is­stjóra. Í byrjun ágúst var til­kynnt um nýjan ráðu­neyt­is­stjóra og að Thomas Ahrenkiel yrði sendi­herra Dan­merkur í Berlín, einu mik­il­væg­asta sendi­ráði Dana. 

Margir þing­menn hafa í við­tölum lýst undrun á þeirri ákvörðun og talið hana í meira lagi und­ar­lega. Skipun Thom­asar Ahrenkiel í starf sendi­herra var aft­ur­kölluð fyrir nokkrum dögum og eins og Lars Find­sen situr hann nú heima, hvorki ráðu­neyt­is­stjóri né til­von­andi sendi­herra.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármagnstekjur ríkustu tíundarinnar voru 100 milljarðar í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga voru tæplega 142 milljarðar króna í fyrra. Skattur af þeim er umtalsvert lægri en af launatekjum. Rúmlega 70 prósent af öllum fjármagnstekjum fóru til ríkustu tíu prósents landsmanna.
Kjarninn 29. september 2020
Framboðslisti Miðflokksins í Múlaþingi. Sigurður er í aftari röð, þriðji frá vinstri, en Þröstur er í fremri röð, þriðji frá hægri..
Ósanngjarnt að „þurfa að svara fyrir fyllerísröfl Gunnars Braga Sveinssonar“
Miðflokksmenn í Múlaþingi, nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi, telja að Klausturmálið hafi spillt fyrir sér í nýafstaðinni kosningabaráttu. Oddvitinn segir vaxandi guðleysi í þjóðfélaginu leiða til aukinnar dómhörku, sem sé að verða stórvandamál.
Kjarninn 29. september 2020
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar