Far vel, Falwell

Jerry Falwell yngri, einn áhrifamesti stuðningsmaður Donalds Trumps, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Vegna hneykslismála hefur hann nú sagt sig af sér sem forseti Liberty háskóla sem faðir hans, sjónvarpspredikarinn Jerry Falwell eldri, stofnaði.

Jerry Falwell yngri í ræðustól á lokadegi landsþings repúblikana árið 2016. Skömmu síðar varð Donald Trump útnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum sem þá voru yfirvofandi.
Jerry Falwell yngri í ræðustól á lokadegi landsþings repúblikana árið 2016. Skömmu síðar varð Donald Trump útnefndur forsetaefni flokksins í kosningunum sem þá voru yfirvofandi.
Auglýsing

Hneyksli á hneyksli ofan skekja nú einn áhrifa­mesta mann meðal trú­aðra íhalds­manna í Banda­ríkj­un­um, Jerry Falwell yngri. Á dög­unum sagði hann af sér sem for­seti Liberty háskóla í Virg­iníu en hann hefur gegnt þeirri stöðu frá árinu 2007 er hann tók við kefl­inu af föður sínum sem stofn­aði skól­ann. Afsögn Falwell yngri kemur í kjöl­far frétta­flutn­ings af ást­ar­þrí­hyrn­ingi milli Falwell hjón­anna og Giancarlo Granda nokk­urs sem staðið hafði yfir í nokkur ár. Fyrr í mán­uð­inum hafði Falwell ákveðið að stíga til hliðar sem for­seti Liberty háskóla vegna myndar sem hann birti á Instagram og þótti ósæmi­leg.Afsögn Falwells kemur í kjöl­far umfjöll­unar Reuters af áður­nefndum ást­ar­þrí­hyrn­ingi milli Falwell hjón­anna og Giancarlo Granda. Í við­tali við Reuters segir Granda frá því að hann hafi fyrst hitt þau Becki og Jerry Falwell í mars árið 2012 á Fontainebleau hót­el­inu á Miami Beach, þá tví­tug­ur. Á þeim tíma hafi hann starfað á hót­el­inu sem sund­laug­ar­vörð­ur. Sam­band á milli þeirra þriggja hafi haf­ist í þeim sama mán­uði og staðið allt til árs­ins 2018.Í við­tal­inu segir Granda frá því hvernig sam­bandi þeirra þriggja var hátt­að. Hann hafi stundað kyn­mök með Becki á meðan Jerry hafi fylgst með. Frá­sögn sína studdi Granda með því að sýna blaða­mönnum Reuters tölvu­pósta og sms skila­boð. „Við Becki þró­uðum með okkur náið sam­band og Jerry naut þess að horfa á okkur úr horni her­berg­is­ins,“ sagði Granda í sam­tali við blaða­menn Retu­ers. Þau hafi hist þrjú saman oft á ári, ýmist á hót­elum í Miami og New York sem og á heim­ili Falwell hjón­anna í Virg­in­íu.

Auglýsing


Á end­anum trosn­aði upp úr vin­átt­unni milli Granda og Falwell hjón­anna, hann vildi ekki halda áfram að hitta þau undir sömu for­merkjum auk þess sem deilur hefðu sprottið upp í fyr­ir­tækja­rekstri sem þau stóðu þrjú saman að.Voru einnig við­skipta­fé­lagar

Granda komst fyrst í kast­ljósið fyrir tveimur árum síðan þegar Buzz­Feed fjall­aði um deilur Falwell hjón­anna og Granda vegna við­skipta sem þau stóðu saman í. Þau höfðu þá keypt far­fugla­heim­ili í Miami sem einkum var ætlað ungum ferða­löng­um. Í umfjöllun Buzz­Feed var haft eftir tals­manni Falwell fjöl­skyld­unnar að Granda hefði verið boð­inn hlutur í far­fugla­heim­il­inu vegna þess að hann væri búsettur í Miami og hann myndi sjá um rekstur þess.Þegar meg­in­drættir upp­haf­legrar umfjöll­unar Reuters voru bornir undir Falwell hjónin tjáði lög­maður þeirra sig fyrir þeirra hönd og sagði þau neita öllu því sem þar væri haldið fram. Nokkrum dögum síð­ar, um það leyti sem Reuters ætl­aði að birta sína umfjöllun birt­ist yfir­lýs­ing frá Jerry Falwell í Was­hington Exa­miner. Þar sagði hann eig­in­konu sína hafa átt í leyni­legu ást­ar­sam­bandi við Granda og að hann hafi ætlað að kúga út úr hjón­unum fé. Þessu neitar Granda, hann hafi ein­ungis átt í við­ræðum við þau um við­skipta­leg erind­i. Í yfir­lýs­ingu sinni fjall­aði Jerry Falwell ekki um ásak­anir Granda á hendur hon­um, að hann hafi setið og fylgst með atlotum Becki Falwell og Granda. Öllu heldur sagði hann sig ekki hafa komið þar að. „Becki átti í óvið­eig­andi per­sónu­legu sam­bandi við þennan ein­stak­ling, eitt­hvað sem ég var ekki við­rið­inn,“ sagði í yfir­lýs­ingu hans.Ber­aði bumb­una á Instagram

Falwell sagði af sér sem for­seti Liberty háskóla í kjöl­far umfjöll­un­ar­innar um ást­ar­æv­in­týri þeirra hjóna og Giancarlo Granda. Vand­ræði hans innan veggja háskól­ans voru þá þegar haf­in. Í fyrri hluta mán­aðar fór Falwell í leyfi frá háskól­anum vegna myndar sem hann birti á Instagram og eyddi skömmu síð­ar. 

Myndin umdeilda sem Jerry Falwell eyddi skömmu eftir birtingu. Mynd: Skjáskot.Á mynd­inni umdeildu eru buxur Falwells frá­hnepptar auk þess sem hann hefur dregið stutt­erma­bol sinn upp yfir kvið­inn. Slíkt hið sama gerir kona sem stendur honum við hlið. Falwell sagði síðar að um mis­heppnað grín væri að ræða og að konan sem stæði við hlið hans væri aðstoð­ar­kona eig­in­konu sinn­ar, en aðstoð­ar­konan er barns­haf­andi.Það sem vekur athygli við afsögn Falwells, sam­kvæmt skýr­ingu Was­hington Post, er sú stað­reynd að hann virð­ist hafa verið ósnert­an­legur meðal evang­elista um nokk­urt skeið. Það kunni að helg­ast af því að bæði kemur hann úr áhrifa­mik­illi fjöl­skyldu auk þess sem hann á í góðu sam­bandi við ýmsa áhrifa­menn úr banda­rísku þjóð­lífi. Þar er kannski merkastur Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, en for­set­inn nýtur mik­ils stuðn­ings hvítra evang­elista í Banda­ríkj­un­um. Þennan stuðn­ing getur for­set­inn að ein­hverju leyti þakkað Falwell.Naut aðstoðar frá Mich­ael Cohen

Nýlegar ásak­anir Granda hafa end­ur­vakið áhuga á ummælum Mich­ael Cohens, fyrrum lög­manns Trumps, frá því í maí í fyrra. Þá sagð­ist hann hafa aðstoðað Falwell nokkrum árum áður vegna til­raunar til fjár­kúg­un­ar. Þá hafi ein­hver hótað Falwell því að koma ósæmi­legum myndum í dreif­ingu. Það hefði Falwell hins vegar getað stöðvað með því að reiða fram fé.Í skýr­ingu Was­hington Post segir að Falwell hafi stað­fest það við mið­il­inn að hann hafi notið aðstoðar Cohen. Hins vegar gaf hann ekk­ert upp um hver það var sem átti að hafa kom­ist yfir mynd­irnar ósæmi­legu, Cohen hafi haft sam­band við lög­menn við­kom­andi og hótað því að alrík­is­lög­reglan, FBI, tæki málið upp ef mynd­irnar yrðu opin­ber­að­ar. „Þetta voru ekki nekt­ar­mynd­ir,“ sagði Falwell í sam­tali við Was­hin­gon Post, „þetta voru bara myndir af eig­in­konu minni. Ég var stoltur af útliti henn­ar.“Was­hington Post hafði líka sam­band við Cohen sem hafi gefið það í skyn að Granda hafi verið við­rið­inn mál­ið. Hann hafi haft sam­band við lög­mann Granda til þess að „sjá til þess að mynd­irnar kæmu ekki fyrir augu almenn­ings.“ Tals­maður Granda sagði lög­mann hans ekki hafa rætt við Cohen á sínum tíma.Skömmu eftir að Cohen aðstoð­aði Falwell við að koma í veg fyrir mynd­birt­ing­una bað hann Falwell hjónin um greiða, Trump þurfti þeirra aðstoð að halda í kosn­inga­bar­átt­unni. Jerry Falwell lýsti yfir stuðn­ingi við Don­ald Trump þegar bar­áttan um for­val repúblik­ana stóð sem hæst og hefur Falwell verið öfl­ugur og hávær stuðn­ings­maður for­set­ans æ síð­an. Í grein­ingu Was­hington Post er stuðn­ingur Falwell hjón­anna sagður hafa valdið straum­hvörfum í bar­áttu Trumps. Stuðn­ingur evang­elista við Trump í for­vali repúblik­ana hafi auk­ist gíf­ur­lega á kostnað ann­arra fram­bjóð­anda, þökk sé Falwell hjón­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á þriðja tug smita greindust í gær
Í fyrsta sinn frá því í nóvember 2020 greindust fleiri en 20 COVID-19 smit á Íslandi á einum degi. Fjöldinn sem greindist í gær er meiri en sá sem greindist síðast þegar aðgerðir voru hertar.
Kjarninn 19. apríl 2021
Eiríkur Ragnarsson
Hvaða frelsi er yndislegt?
Kjarninn 19. apríl 2021
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
Meira eftir höfundinnGrétar Þór Sigurðsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar