Hvers virði er ...?

Guðrún Sigríður Tryggvadóttir, bóndi í Svartárkoti í Bárðardal, skrifar hugleiðingu um samfélagslega umræðu og Skjálfandafljót.

Auglýsing

Það er flókið að setja verð­miða á margt í líf­inu, eig­in­lega flest ef út í það er far­ið. Hvert er raun­veru­legt virði hlut­anna? Stundum fer það eftir fram­boði og eft­ir­spurn og því hvað fólk er til­búið að greiða fyr­ir. Það má líka spyrja hvort sé yfir­leitt hægt að setja verð­miða á margt sem kannski skiptir okkur mestu máli: Líf og dauða, heilsu, vellíð­an, nátt­úru og umhverfi.

Hvers virði er er til dæmis fljót sem rennur úr Von­ar­skarði og niður í sjó innan sama sveit­ar­fé­lags og hefur frá því að land byggð­ist skipt byggð­inni? Var hér áður fyrr veru­legur far­ar­tálmi á ferða­lögum fólks en í nútím­anum brúað og rennur að mestu óáreitt fram­hjá lífi okkar sem þeyt­umst yfir það fram og til baka og veitum því án efa mis­mikla eft­ir­tekt. Er það þá ein­hvers virði? Er hægt að setja verð­miða á það eins og vörur sem við kaupum í búð eða pöntum á net­inu? Er hægt að verð­leggja hlut­deild þess í lífi okkar og til­veru?

Auglýsing

Þegar þetta er ritað bendir ýmis­legt til að Ein­búa­virkjun í Skjálf­anda­fljóti fari inn á aðal­skipu­lag Þing­eyj­ar­sveit­ar. Hún hefur farið í gegnum hefð­bundin ferli umhverf­is­mats þar sem m.a er fjallað um áhrif á vernduð hraun, sam­fé­lags­á­hrif og svo mætti áfram telja, af fólki sem hefur það að starfi að meta og gefa álit um slíkt. Fyr­ir­huguð fram­kvæmd var kynnt á opnum fundi í Bárð­ar­dal 22. jan­úar 2018, fyrir rétt rúmum þremur árum, og frum­mats­skýrsla kynnt í sept­em­ber 2019. Þar segir m.a.:

„Bárð­ar­dalur hefur yfir­bragð rólegs hefð­bund­ins land­bún­að­ar­lands­lags og heild­ar­svip­ur­inn er í góðu jafn­vægi. Bæir eru margir í dalnum og ekki langt á milli þeirra. Svæðið hefur ekki sér­stöðu á lands­vísu eða svæð­is­vísu vegna lands­lags­mynda, nátt­úru­minja eða sér­staks menn­ing­ar­lands­lags. Yfir­bragð svæð­is­ins telst hafa miðl­ungs gildi fyrir fjöl­breyti­leika og upp­lifun, þar sem ekki er um að ræða lands­lag með sér­staka eða mik­il­feng­lega eig­in­leika, eða ein­stök kenni­leiti sem skera sig úr lands­lags­heild­inni vegna sér­stöðu sinn­ar. Svæðið telst hafa lágt vernd­ar­gild­i“.

Sam­kvæmt Látra Björgu er Bárð­ar­dalur besta sveit „þó bæja sé langt í milli“. Hvers er að dæma? Hefur farið fram ein­hver umræða um þetta eða fram­tíð­ar­sýn og ásýnd sam­fé­lags­ins meðal íbú­anna eða skiptir þetta okkur engu máli? 

Mark­mið sam­ein­ingar

Nú standa yfir sam­ein­ing­ar­við­ræður Þing­eyj­ar­sveitar og Skútu­staða­hrepps og í sam­starfi þeirra sveit­ar­fé­laga er fram­fara­verk­efnið Nýsköpun í norðri. Þar hafa sveit­ar­stjórnir sveit­ar­fé­lag­anna tveggja sett sér mark­mið um að nýtt sveit­ar­fé­lag verði þekkt og eft­ir­sótt fyrir frá­bært mann­líf og ein­staka nátt­úru. Þar er einnig talað um að til þess að svo megi verða sé mik­il­vægt að sam­spil vernd­unar nátt­úru og verð­mæta­sköp­unar atvinnu­lífs sé skýrt. Nú þekki ég ekki umræð­una sem fram hefur farið innan sveit­ar­stjórnar en er ekki eðli­legt að sam­tal eigi sér stað meðal íbúa og sveita­stjórnar um kosti og galla fram­kvæmda sem þess­ara? Því vissu­lega eru þeir til staðar eins og gefur að skilja.

Skjálfandafljót á þeim slóðum þar sem Einbúavirkjun er fyrirhuguð. Mynd: SUNNEr ekki líka eðli­legt að velta fyrir sér kostum og göll­um, eða tæki­færum og ógn­un­um, sem fel­ast í virkjun Skjálf­anda­fljóts sem er ein fárra jök­uláa sem enn er óvirkjuð á land­inu og lagt er til að verði í vernd­ar­flokk sam­kvæmt Ramma­á­ætlun 3? Er ekki líka eðli­legt að sú umræða sé tekin á þann hátt að fólk geti velt upp þessum kostum og göllum og rætt þá fram og aftur eins og veðrið? Við erum jú ekki alltaf sam­mála um veðrið frekar en þessi stóru mál en ein­hvern veg­inn náum við að geta rætt veðrið án þess að sam­fé­lagið þurfi að skipa sér í fylk­ingar eða jafn­vel stríð­andi fylk­ing­ar. 

Svona fram­kvæmd hefur tals­verð áhrif á ásýnd dals­ins stuttu fyrir ofan Goða­foss sem er frið­lýst­ur. Finnst okkur það að hafa virkjun eða hafa ekki virkjun í fljót­inu vera ein­hvers virði? Í áliti Skipu­lags­stofn­unar frá síð­asta sumri er sagt að fram­kvæmdir raski eld­hrauni sem almennt nýtur verndar nema brýnir almanna­hags­munir krefj­ist ann­ars. Um hvaða almanna­hags­muni erum við að tala hér og hvers virði teljum við þá vera? Ekki virð­ist vera svo yfir­vof­andi orku­skortur í land­inu að svona virkjun skipti þar máli. Er hér kannski um að ræða hagnað orku­fyr­ir­tækis frekar en brýna almanna­hags­muni? Krapa­söfnun er algengt vanda­mál í virkj­unum hér norð­an­lands ekki hvað síst í rennsl­is­virkj­un­um. Er þetta áhættu­söm fram­kvæmd hvað það varðar eða er það til­raun­ar­innar virði?

Það er mín skoðun að við sem sam­fé­lag eigum og þurfum að geta tekið umræð­una og vegið kosti og galla fram­kvæmda sem þess­ara frá mörgum hliðum og á mál­efna­legan og yfir­veg­aðan hátt. Hvers virði er sam­fé­lagið ef við getum það ekki? Er mann­lífið enn frá­bært og nátt­úran ein­stæð ef farið verður í fram­kvæmd af þessu tagi án vand­aðrar umræðu?

Höf­undur er bóndi.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Heimild verði til að skikka alla frá áhættulöndum í sóttvarnahús
Ríkisstjórnin leggur til lagabreytingu sem felur í sér að heimilt verði að skikka alla frá áhættusvæðum í sóttvarnarhús við komuna til landsins og einnig að hægt verði að banna ferðalög frá löndum þar sem faraldurinn geisar hvað mest.
Kjarninn 20. apríl 2021
Jóhann Sigmarsson
Ef það er ekki vanhæfi þá heiti ég Júdas
Kjarninn 20. apríl 2021
Myndir af nokkrum fórnarlömbum þjóðarmorðsins í Rúanda.
„Franska ríkisstjórnin var hvorki blind né meðvitundarlaus“
Frönsk stjórnvöld „gerðu ekkert“ til að stöðva blóðbaðið í Rúanda á tíunda áratug síðustu aldar. Eftir voðaverkin reyndu þau svo að hylma yfir þátt sinn sem m.a. fólst í því að veita gerendum vernd.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar