Lítil athugasemd vegna skrifa um bókina „Málsvörn“

Einar Kárason rithöfundur gerir athugasemd við umfjöllun ritstjóra Kjarnans um nýja bók um Jón Ásgeir Jóhannesson.

Auglýsing

Þórður Snær Júl­í­us­son gerði mér þann heiður að skrifa langa grein um nýút­komna bók mína „Málsvörn Jóns Ásgeirs Jóhann­es­son­ar“ síð­ast­lið­inn föstu­dag, degi efir útkomu henn­ar. Að ein­hverju leyti fannst mér grein Þórðar bera þess merki að vera skrifuð í nokkru hasti, svo að ýmis­legt hafði þar skol­ast til sem mætti leið­rétta, en ég ætla samt að hlífa les­endum við sparða­tín­ingi. Aðeins óþægi­legt þótti mér hve tónn hennar var yfir­læt­is­leg­ur; þeir sem ekki hafa lesið bók­ina gætu fengið það á til­finn­ing­una að ég sjálfur vissi nær ekk­ert um við­fangs­efni hennar en rit­stjór­inn hins­vegar allt; „Vi Alene Vide“ sögðu danskir kon­ungar forðum í sinni rojal fleir­tölu ef aðrir menn töldu sig hafa á rétt­ara að standa um eitt­hvað mál­efni en þeir, og hefði það kannski verið passandi fyr­ir­sögn á skrifi rit­stjór­ans. 

Eina athuga­semd vildi ég samt fá að bera fram, en í grein Þórðar er klapp­aður sá steinn að skuldir Jóns Ásgeirs Jóhann­es­sonar við hrun hafi verið um eða yfir þús­und millj­arðar íslenskra króna, en svipuð stað­hæf­ing hefur oft verið borin fram í Morg­un­blað­inu, og sögð fengin úr Rann­sókn­ar­skýrslu Alþing­is. Þórður Snær segir reyndar að JÁJ hafi oft gert athuga­semd við þann útreikn­ing, sem er kannski ekki skrýtið því að þessi upp­hæð virð­ist alröng. Ástæða þessa mis­skiln­ings liggur í nokkrum atrið­um; þannig hefur verið bent á að ýmsar skuldir og ábyrgðir hafa í þeim reikn­ingi verið tví eða fjór­tald­ar; skuld eins fyr­ir­tækis er með ábyrgð í eignum ann­ars í eigu sömu aðila; dótt­ur­fyr­ir­tæki leggur fram veð í móð­ur­fyr­ir­tæki eða öfugt, og er þá sama lánið eða ábyrgðin tínd til á báðum stöðum og hækkar því í sam­lagn­ingu sem því nem­ur. Einnig hefur verið bent á að að sum­part er verið að telja til skulda Jóns Ásgeirs lán fyr­ir­tækja sem hann átti aðeins lít­inn hlut í, kannski í kringum tíu pró­sent – varla væri sann­gjarnt að telja allar skuldir Icelandair á ábyrgð ein­stakra hlut­hafa þess ágæta fyr­ir­tæk­is? Ég ætla ekki að fara að jag­ast um svona reikn­ings­dæmi, enda snýst þetta ekki um aðal­at­riði eða erindi minna bók­ars­skrifa, en vilji nú rit­stjóri Kjarn­ans heldur hafa það sem sann­ara reyn­ist vísa ég hér til þess­arar úttektar Við­skipta­blaðs­ins.

Auglýsing
En eins og lesa má kemur þar fram að sam­þykktar kröfur í þrotabú Baugs hafi numið 240 millj­örð­um, og hafa þeir útreikn­ingar enn ekki verið rengd­ir. Auð­vitað eru það fárán­lega miklir pen­ingar í augum okkar venju­legs alþýðu­fólks, en til að gæta sann­girni þá verða skuldir jafnan að skoð­ast í sam­hengi við eigna­stöðu. Við gætum tekið ein­falt dæmi af manni sem væri álit­inn eiga eina íbúð upp á 60 millj­ónir í 26 íbúða blokk, en skuld­aði á sama tíma 100 millj­ón­ir; sá maður væri aug­ljós­lega í vondum mál­um. En svo kæmi í ljós við nán­ari athugun að hann ætti ekki bara þessa einu íbúð heldur alla blokk­ina, þá breytt­ist dæm­ið; hann skuld­aði eftir sem áður jafn mikið en væri þrátt fyrir það ekki yfir­skuld­settur eða jafn­vel tækni­lega gjald­þrota, heldur þvert á móti sterk­efn­að­ur.  Því nefni ég þetta dæmi að í eigna­safni Baugs voru 84 fyr­ir­tæki heima og erlend­is, og eins og rétti­lega er sagt frá í bók­inni stóðu verð­mæti þeirra sum­ra, ein og sér, undir umræddri skuld­ar­upp­hæð, eins og sést á því verði sem þau voru keypt á skömmu eftir hrunið og krepp­una.

Ég veit að það er hálf hall­æris­legt að við, venju­legir launa­basl­arar eins og ég Þórður Snær, séum að ríf­ast um, eins og það skipti máli, hvort ein­hver maður hafi skuldað tvö­hund­ruð og fjör­tíu millj­arða, eða þús­und millj­arða. En þar sem ýmsir menn í net­spjalli og víðar um áður­nefnda Kjarna­grein, og það líka mér og bók­inni hlið­holl­ir, höfðu á orði að aug­ljóst væri að Þórður Snær væri mér greini­lega mun fremri sem við­skipta­blaða­maður (og við slíkar stað­hæf­ingar geri ég enga athuga­semd) þá vildi ég koma þess­ari leið­rétt­ingu á fram­færi. Ef minn góði kenn­ari Pálmi Pét­urs­son í tólf ára bekk Æfinga­skól­ans á lið­inni öld hefði lagt fyrir mig reikn­ings­dæmi þar sem rétt útkoma var 240 en ég hefði skrifað 1000, þá hefði hann gefið mér ein­kunn­ina núll. Og sama ein­kunna­gjöf finnst mér vera passandi hér.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirvöld eru byrjuð að birta upplýsingar sem gefa gleggri mynd af 14 daga nýgengi smita í hópi komufarþega til landsins.
Nýgengi smita á landamærum birt í samhengi við fjölda komufarþega
Nú má sjá á tölfræðivef yfirvalda upplýsingar um 14 daga nýgengi smita sem greinast í landamæraskimunum í samhengi við fjölda farþega sem koma til landsins. Nýgengið er nú yfir 450 á hverja 100 þúsund farþega.
Kjarninn 21. apríl 2021
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar