Staða eldri borgara í fátækt eða á hjúkrunarheimilum

Halldór Gunnarsson í Holti segir að Löggjöf, sem neyði fólk vegna fátæktar til skilnaðar eða til að fara fram hjá lögum við þær eða aðrar aðstæður, verði að breyta.

Auglýsing

Með tíund­ar­lög­gjöf frá 1096 var staða fátækra að nokkru tryggð til nauð­þurftar allt til 1914, þegar fátækt­ar­tí­und var afnum­in, en í þess stað átti að taka við kerfi til meiri hjálpar með sjúkra­sam­lög­um, alþýðu­trygg­ingum og síðar almanna­trygg­ingum (TR) 1936, sem fólk greiddi til af launum sín­um, einnig til sjúkra­sam­laga. 1986 var stað­greiðsla skatta tekin upp, en þá var skatt­pró­senta hækkuð sam­svar­andi þessum greiðsl­um. 1990 voru eignir sjúkra­sam­laga yfir­teknar til (TR), sem greiddu síðan út sjúkra­bæt­ur, örorku­bætur og ákveðið grunn­gjald til allra eldri borg­ara, sem þeir höfðu greitt til alla starfsævi sína með þessum iðgjöldum til TR og sjúkra­sam­laga. Þegar líf­eyr­is­kerfið var lög­fest 1969 var úti­lokað að ein­hver teng­ing gæti orðið á þeim greiðslum með skerð­ingum til eldri borg­ara frá TR. Þetta var óbreytt til hruns­ins 2009, en þá voru settar á miklar skerð­ingar á greiðslum TR frá 2009 til 2013. Reglurnar 2009 voru t.d. þær, að aðeins mátti vinna fyrir kr. 25.000 á mán­uði án skerð­inga frá TR og fjár­magnstekjur og líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur skertu greiðslur TR umfram kr. 25.000 á mán­uð­i.  

 Eftir það var létt að nokkru á skerð­ing­um, en þær síðan teknar upp að nýju 1. mars 2017. og þá mátti vinna að kr. 100.000 á mán­uði án skerð­inga. Ef fólk reyndi að vinna sér til bjargar umfram þessa upp­hæð, myndu greiðslur almanna­trygg­inga skerða umfram­greiðslu um 45%, og með frá­dregnum tekju­skatti væri eftir um kr. 20.000 af hverjum kr 100.000. Líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur og fjár­magnstekjur umfram kr. 25.000 á mán­uði skertu greiðslur TR um 45%.

Auglýsing
Greiðslur frá TR hafa ekki fylgt launa­þróun frá hruni og skerð­ing­arnar hafa staðið óbreyttar frá 2017 þótt allar aðrar greiðslur í sam­fé­lag­inu hafi árlega tekið mið af verð­lagi og launa­þró­un. Þetta hvoru tveggja bitnar mest á fátæku fólki og er að mínu mati verri með­ferð, en það sem tíund­ar­lög­gjöfin bauð upp á til nauð­þurftar frá 1096 til 1914 miðað við lífs­kjör okkar almennt í dag. Þess vegna hefur þetta fólk, sem verst er farið með, rétt til að grípa til neyð­ar­réttar við hvaða aðstæður sem mögu­legt er, sér til bjarg­ar. 

Neyð­ar­úr­ræði hjóna eða sam­búð­ar­fólks

Hjón eða sam­búð­ar­fólk, sem búa við þær aðstæður að hafa aðeins um 380 til 420 þús­und á mán­uði sam­an­lagt, eru lík­lega um 4 þús­und tals­ins. Þrátt fyrir þessa stöðu hafa þau greitt í líf­eyr­is­sjóð, bæði eða ann­að, meiri hluta starfsævi sinn­ar. Hvaða neyð­ar­úr­ræði geta þau átt, til að lifa af með fjár­hags­legri reisn? Lík­lega aðeins það að skilja og leigja síðan öðrum aðil­anum með leynd aðstöðu í íbúð sinni, sem þau eiga eða leigja í dag. Þannig bættu þau fjár­hag sinn fyrir utan skatt um 134.450 krónur á mán­uði. Þetta hlyti að telj­ast neyð­ar­réttur þessa fólks. sem býr við ofur­skerð­ingar á greiðslum almanna­trygg­inga gagn­vart vinnu- og líf­eyr­is­sjóðs­tekj­um. Gift­ast síðan á ný þegar leið­rétt­ing hefur náðst fram.

Neyð­ar­úr­ræði þess ein­stak­lings sem býr einn

Þessi ein­stak­lingur nýtur greiðslu frá TR að upp­hæð kr 333.258 á mán­uði. Vilji hann hjálpa afkom­anda, frænda eða frænku með því að fá að búa á heim­il­inu eða að fá hjálp sjálfur með því að fá afkom­anda til að búa hjá sér, er hann skertur um kr 67.225 á mán­uði, og ef TR kemst ekki að því strax, þá er skerð­ingin aft­ur­virk til greiðslu. Neyð­ar­rétt­ur­inn felst í því að skrá ekki þennan ein­stak­ling á heim­il­inu og reyna að láta sem minnst á honum ber­a. 

Neyð­ar­úr­ræði fólks sem flytur á dval­ar­heim­ili eða hjúkr­un­ar­heim­ili

Nauð­vörn getur eldra fólk átt, sem flyst á dval­ar­heim­ili eða hjúkr­un­ar­heim­ili. Grunn­greiðsla TR fellur þá nið­ur, en við­kom­andi fær kr. 79.859.- á mán­uði til nauð­syn­legra útgjalda s.s. fyrir bif­reiða­kostn­aði, fatn­aði, ólyf­seð­ils­skyldum lyfj­um, heilsu­vörum, hár­snyrt­ingu, fót­snyrt­ingu, ferða­lög­um, snyrti­vörum, gler­aug­um, heyrn­ar­tækj­um, inn­bús­trygg­ingu, efni í fönd­ur­vör­ur, sæl­gæti, tóbaks­vörum, tæki­fær­is­gjöf­um, jóla­gjöf­um, ofl, - þar með end­an­lega að hætta að reka eða leigja hús­næði. Allar aðrar tekjur við­kom­andi ein­stak­lings, s.s. líf­eyr­is­sjóðs­greiðslur og fjár­magnstekjur eru þá teknar upp í þennan dval­ar­kostn­að, allt að kr 454.542 á mán­uði. Við þessar aðstæður væri neyð­ar­úr­ræði, til að geta átt fyrir eðli­legum útgjöld­um, að taka út úr banka sparnað sinn og geyma ann­ars stað­ar.

Komum í veg fyrir neyð fólks og breytum skerð­ing­ar­lög­gjöf á greiðslum TR 

Lög­gjöf, sem neyðir fólk vegna fátæktar til skiln­aðar eða til að fara fram hjá lögum við þær eða aðrar aðstæð­ur, verður að breyta. Lög og reglu­gerð­ir, sem heim­ila TR að hafa eft­ir­lit með öllum fjár­mála­hreyf­ingum við­kom­andi og hvar við­kom­andi býr og með hverj­um, jaðrar við njósn­ir, sem verður einnig að breyta.

Höf­undur er for­­maður kjara­ráðs félags eldri borg­­ara í Rang­ár­valla­­sýslu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar