Er Ísland til sölu?

Fyrrverandi utanríkisráðherra skrifar um auðlindapólitík.

Auglýsing

1. Auð­lindapóli­tík í almanna­þágu

Vissir þú, að þegar olía og gas fannst í umtals­verðu magni í lög­sögu Nor­egs upp úr 1970, ákváðu Norð­menn, að olíu­auð­hring­arnir sem buðu í nýt­ing­ar­rétt­inn að hinni nýju auð­lind yrðu að greiða fyrir það leigu­gjald – auð­linda­gjald – sem rynni í  Þjóð­ar­sjóð Norð­manna.

Vissir þú, að þessi þjóð­ar­sjóður er nú öfl­ug­asti fjár­fest­ing­ar­sjóður í heimi? Og að Norð­menn eru fyrir löngu skuld­laus þjóð? Og að jafn­vel eftir að olíu- og gaslindir þeirra verða upp­urn­ar, mun arð­ur­inn af fjár­fest­ingum þjóð­ar­sjóðs­ins halda áfram að mala þeim gull. 

Vissir þú, að Alaska – nyrsta fylki Banda­ríkj­anna -  fór að dæmi Norð­manna, þegar olía fannst innan þeirra lög­sögu? Þeir létu auð­linda­gjöldin renna í sam­eig­in­legan þjóð­ar­sjóð. Hluti af arði þjóð­ar­sjóðs Alaska er reyndar greiddur út sem mán­að­ar­leg borg­ara­laun íbúa fylk­is­ins. Þess vegna sker Alaska sig úr meðal 50 fylkja Banda­ríkj­anna að því leyti, að þar ríkir meiri efna­hags­legur jöfn­uður en ann­ars staðar í Banda­ríkj­un­um.

Það er ólíku saman að jafna auð­lindapóli­tík Norð­manna (og Ala­ska­bú­a)  eða botn­lausu arðráni mold­ríkrar og ger­spilltrar yfir­stéttar víð­ast hvar í alræð­is­ríkjum (eins og Rúss­landi) eða fyrr­ver­andi nýlendum (eins og í fursta­dæmum Mið-Aust­ur­landa). Í Nor­egi nýtur þjóðin öll arðs­ins af auð­lind­inni. Einka­væð­ing auð­linda Rúss­lands fyrir spott­prís, í skjóli póli­tísks valds, hefur verið kennd við „þjófnað ald­ar­innar“.  

2. Lærum af reynsl­unni

Hvorum hópnum viljum við Íslend­ingar til­heyra? Getum við eitt­hvað af þessu lært? Íslend­ingar eru ríkir af nátt­úru­auð­lind­um. Við búum við auðug fiski­mið, hreina og end­ur­nýj­an­lega orku í fall­vötnum og jarð­varma, óþrjót­andi (?) upp­sprettur af tæru og hreinu vatni, fyrir utan róm­aða nátt­úru­feg­urð,  sem laðar að fjölda ferða­manna. 

Auglýsing
SPURN­ING: Hvers vegna höfum við ekki mótað okkur fram­sýna auð­linda­stefnu eins og grannar okk­ar, Norð­menn? Í auð­linda­stefnu fel­st, að lög­festa grund­vall­ar­reglur um eign­ar­hald, umráða­rétt og nýt­ingu auð­linda, með það að mark­miði að tryggja sjálf­bærni; og að arð­ur­inn af nýt­ingu auð­lind­anna renni til þjóð­ar­innar allrar – en ekki til spilltrar for­rétt­inda­stétt­ar.

VISSIR ÞÚ, að nú þegar er svo kom­ið, vegna offjölg­unar íbúa í mörgum helstu stór­borgum heims­ins, sem telja tugi millj­óna íbúa, að drykkj­ar­hæft vatn er á þrot­um? Öll vitum við, að hrein og end­ur­nýj­an­leg orka verður æ verð­mæt­ari með hverjum degi sem líð­ur, vegna þess að meng­andi orku­gjafar eru á þrot­um, eða áfram­hald­andi nýt­ing þeirra kyndir undir ógn­andi lofts­lagsvá í náinni fram­tíð?

VIÐ JAFN­AЭAR­MENN höfum fyrir löngu mótað okkur skýra auð­linda­stefnu. Aðal­at­riðið er, að allt land, utan bújarða í einka­eign, er rétt eins og fiski­mið­in, skil­greint í lögum sem sam­eign þjóð­ar­inn­ar. Það þýðir í reynd, að umráða­réttur og nýt­ing auð­linda ræðst ekki af gróða­sjón­ar­miðum ein­stak­linga til skamms tíma, heldur af almanna­hags­munum til lengri tíma. 

Einka­væð­ing auð­linda þjóð­ar­innar kemur ekki til greina, enda reynslan af því á alþjóða­vísu hörmu­leg

Er Ísland til sölu?

Ásókn fjár­festa, inn­lendra jafnt sem erlendra, í kaup á landi, virkj­un­ar­kostum og vatns­rétt­ind­um, klingir þegar við­vör­un­ar­bjöll­um. Umræðan um „Orku­pakka þrjú“ um að inn­leiða lög­gjöf um orku­markað meg­in­lands Evr­ópu í inn­lenda lög­gjöf, þrátt fyrir að Ísland hafi engin tengsl við þann mark­að; og hafi óvé­fengdan rétt skv. EES-­samn­ingnum til að hafna lög­gjöf, sem á ekki við hér á landi, eða sam­ræm­ist ekki íslenskum þjóð­ar­hags­mun­um, er af sama toga. 

Ísland var ekki nauð­beygt til að inn­leiða þessa lög­gjöf. Okkur er í sjálfs­vald sett að hafna einka­væð­ingu orku­linda og að reka orku­vinnslu og dreif­ingu sem sam­fé­lags­þjón­ustu, eins og við höfum gert hingað til með góðum árangri.

Það er ekki ráð nema í tíma sé tek­ið. 

Við þurfum að ná um það sam­stöðu með meiri­hluta á Alþingi eftir næstu kosn­ingar að móta okkur auð­linda­stefnu til fram­tíðar að norskri fyr­ir­mynd. Tak­ist það ekki, getur það orðið um sein­an.

Ætlar þú að bera ábyrgð á því?

Höf­undur er fyrr­ver­andi for­maður Alþýðu­flokks­ins – flokks íslenskra jafn­að­ar­manna og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Segir að nú þurfi „að hvetja frjósemisgyðjuna til dáða“ og hækka þar með fæðingartíðni
Þingmaður Viðreisnar hvatti fólk til að ferðast í svefnherberginu á þingi í dag því velferðarsamfélagið geti ekki staðið undir sér ef fólk hættir að eignast börn. Fæðingartíðni er nú um 1,7 en þarf að vera 2,1 til að viðhalda mannfjöldanum.
Kjarninn 14. apríl 2021
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs.
Samþykkt að lækka hámarkshraðann víða í Reykjavíkurborg
Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag tillögu um að lækka hámarkshraða á götum á forræði borgarinnar niður í 40 eða 30 víðast hvar, til dæmis á Suðurlandsbraut, Bústaðavegi og víðar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Samgöngustofa brást í eftirliti með WOW air
Samgöngustofa hafði viðskiptalega hagsmuni WOW air að leiðarljósi í einhverjum tilvikum í ákvörðunartöku sem snéri að flugfélaginu. Þá veitti stofnunin ráðuneyti sínu misvísandi upplýsingar. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar.
Kjarninn 14. apríl 2021
Erlendir fjárfestar pökkuðu saman og fluttu 115 milljarða úr landi
Fjármagnsflótti hefur verið frá Íslandi síðasta hálfa árið. Þá hafa erlendir fjárfestar sem áttu hér eignir, meðal annars hlutabréf í banka, farið út með 92,6 milljarða króna umfram það sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest hér.
Kjarninn 14. apríl 2021
Jóhann Páll Jóhannsson og Ragna Sigurðardóttir
Er mesta aukning atvinnuleysis meðal OECD-ríkja til marks um „góðan árangur“?
Kjarninn 14. apríl 2021
Borgarfulltrúi ráðinn framkvæmdastjóri Icelandic Startups
Kristín Soffía Jónsdóttir hefur verið borgarfulltrúi í Reykjavík frá árinu 2014 en tekur nú við starfi framkvæmdastjóra Icelandic Startups.
Kjarninn 14. apríl 2021
AGS metur nú umfang boðaðra opinberra stuðningsaðgerða íslenskra stjórnvalda rúm 9 prósent, en mat það áður 2,5 prósent.
AGS uppfærði mat sitt á umfangi aðgerða eftir ábendingar íslenskra stjórnvalda
Íslensk stjórnvöld sendu inn ábendingar til AGS vegna gagna sjóðsins um umfang stuðningsaðgerða vegna veirufaraldursins. Umfang boðaðra aðgerða á Íslandi er nú metið á um 9 prósent af landsframleiðslu 2020.
Kjarninn 14. apríl 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Seðlabankinn kallar eftir endurskipulagningu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum
Seðlabankinn segir brýnt að huga að endurskipulagningu skulda ferðaþjónustufyrirtækja, þar sem greiðsluvandi þeirra fari að breytast í skuldavanda þegar greiða á upp lánin sem tekin voru í upphafi faraldursins.
Kjarninn 14. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar