Getum við tryggt að fórnir þriðju bylgjunnar verði ekki til einskis?

Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður segir að strembinn hálfur vetur sé að baki og miklar fórnir hafi verið færðar til að berja þriðju bylgjuna niður. Ísland sé nú í öfundsverðu dauðafæri til þess að leika sama leik og Nýja-Sjáland. Þá leið verði að ræða.

Auglýsing

Nú í upp­hafi árs, þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn geisar sem aldrei fyrr í mörgum ríkjum Evr­ópu og víð­ar, hefur hug­myndin um að stefna skuli að „út­rým­ingu veirunn­ar“ úr sam­fé­lag­inu sum­staðar fengið aukið vægi í opin­berri umræð­u. 

Það hefur þó ekki gerst hér á landi, þrátt fyrir að rök virð­ist vera fyrir því að við höfum nú á ný tæki­færi til að tryggja að ný bylgja rísi ekki áður en þorri þjóð­ar­innar öðl­ast ónæmi eftir bólu­setn­ingu. Það mætti segja að við værum í dauða­færi.

Útrým­ing eða áfram­hald­andi bæl­ing?

Stefnan um útrým­ingu veirunnar (e. elimination stra­tegy), ­felur í sér að útrýma fyrst smiti úr sam­fé­lag­inu með hörðum aðgerð­um, aflétta þeim svo í skrefum eftir að til­teknum fjölda algjör­lega smit­lausra daga hefur verið náð (til dæmis 15-30 dög­um) og fara svo í kjöl­farið að leyfa dag­legu lífi að ganga að mestu sinn vana­gang.

Um leið þarf að reyna að tryggja að ný smit kom­ist ekki inn fyrir landa­mæri með hörðum aðgerð­um; skimunum og strangri sótt­kví. Sömu­leiðis þarf að fylgj­ast vel með og grípa snöggt og ákveðið til aðgerða ef ein­hver smit grein­ast inn­an­lands og kæfa útbreiðslu í fæð­ingu með öfl­ugri smitrakn­ingu og sótt­kvíum, jafn­vel stað­bundnum harð­ari tak­mörk­unum ef útbreiðsla virð­ist á leið úr bönd­un­um.

Við virð­umst ekki þurfa að breyta miklu varð­andi okkar far­sælu sótt­varna­stefnu til þess að vera í raun komin á þessa braut, en okkar stefna hefur miðað að því að bæla niður veiruna eins og hægt er. En ekki að stefna að útrým­ingu. Á þessu er mun­ur.

Auglýsing

Leið­ar­stef þeirra sem talað hafa fyrir útrým­ing­ar­leið­inni er að hug­myndir um að hægt sé að „lifa með veirunni“ og reyna að bæla hana niður með tíma­bundnum hörðum aðgerðum og per­sónu­legum sótt­vörnum þess á milli gangi ekki upp. Nýjar bylgj­ur, síend­ur­tekin útgöngu­bönn og aðrar hömlur á eðli­legt líf borg­ar­anna renna stoðum undir þetta.

Það hefur einnig árangur þeirra ríkja sem hafa farið þessa leið gert, en þetta er hafa ríki á borð við Nýja-­Sjá­land, Ástr­al­íu, Taí­van og Víetnam að mestu náð að gera mán­uðum sam­an.

Hér að neðan má sjá mynd­band af nýárs­fögn­uði í Nýja-­Sjá­landi:Eyríki með algjör­lega ein­staka stöðu

Eins og rakið var í umfjöllun Kjarn­ans í gær hefur þessi hug­mynd komið af tölu­verðum krafti inn í meg­in­straum­s-­stjórn­mála­um­ræð­una á Írlandi að und­an­förnu, eftir að hafa áður verið á jaðr­in­um. Einnig hefur henni nokkuð verið haldið á lofti í Bret­landi, meðal ann­ars af kjörnum full­trúum í rót­tæk­ari armi Verka­manna­flokks­ins.

Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart að umræða um þessa hug­mynd fer aðal­lega fram í eyríkj­um, sem eiga eðli máls sam­kvæmt auð­veld­ast um vik með að stjórna flæði fólks inn og út úr land­inu. Það koma jú allir með flug­vélum eða bát­um.

Skýringarmynd um mismunandi leiðir til að takast á við veiruna úr grein vísindamannanna frá Eyjaálfu. Mynd: BMJ

Sér­fræð­ingar frá Nýja-­Sjá­landi og Ástr­al­íu, sem hafa verið stjórn­völdum í þessum ríkjum til leið­sagn­ar, birtu afar eft­ir­tekt­ar­verða grein í breska lækna­tíma­rit­inu Brit­ish Med­ical Journal 22. des­em­ber. Þar eru færð rök fyrir því að útrým­ing veiru og úti­lokun hennar gæti verið fýsi­leg­asta við­bragðs­leið­in, ekki bara í glímunni gegn COVID-19 nú heldur einnig far­sóttum fram­tíð­ar. 

Skil­greint er hvað ríki þurfi að gera til þess að ná settu marki og fram kemur að útrým­ing sé lík­legri til þess að takast fljótt ef upp­lýst vís­inda­legt fram­lag og póli­tískar skuld­bind­ingar hald­ist hönd í hönd og gripið sé til afdrátt­ar­lausra aðgerða.

Ísland í sér­stak­lega ein­stakri stöðu

Nú þegar fá smit eru að grein­ast á Íslandi og bylgja hausts­ins loks­ins gengin yfir að mestu, horfir staðan við algjörum leik­manni eins og mér þannig að við séum í dauða­færi til þess að forð­ast aðra bylgju. Ísland eitt fyrir opnu marki.

Á Írlandi er staðan enn þannig, varð­andi nýgengi smita, að langan tíma gæti tekið að kom­ast á þann stað að ný smit í sam­fé­lag­inu kæmust í námunda við núll. Það hafa verið nefnd sem rök gegn því að stefna að útrým­ingu veirunn­ar.

Hér á landi erum við búin að vinna erf­iðu vinn­una, færa fórn­irn­ar, taka á okkur höggin og beygja þriðju bylgj­una af leið. Staðan er gjör­ó­lík.

Ísland státar nú af því að vera eina „græna svæð­ið“ í skil­grein­ingum sótt­varna­stofn­unar Evr­ópu sem horfir til 14 daga nýgengis smita. Glíman er þung nær alstaðar ann­ars stað­ar. 

Þetta nýja kort frá sóttvarnastofnun Evrópu er lýsandi fyrir þá einstöku stöðu og öfundsverðu stöðu sem Ísland er í.

Á Íslandi væri ef til vill hægt að kveðja mögu­leik­ann á annarri bylgju á þessu ári, með ögn hertum aðgerðum á landa­mærum (t.d. sótt­kví á hót­elum eins og mörg nágranna­ríki hafa gripið til af illri nauð­syn) og með því að halda lengur út inn­an­lands innan óbreyttra tak­mark­ana á mann­líf­ið.

Lands­menn gætu þá haft eins­konar gul­rót fyrir framan sig: Ef við héldum út örlítið lengur og næðum t.d. mán­uði án sam­fé­lags­smita væru auknar líkur á að í kjöl­farið þyrftum við ekki að upp­lifa meiri tak­mark­anir á lífi okkar þar til bólu­setn­ing klárað­ist.

Ræðum þetta alla­vega

Þetta virð­ist vel geta verið ger­legt, ef hugur þeirra sem ráða för myndi stefna í þá átt­ina. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði í vik­unni að hann teldi að þessu yrði ekki auð­veld­lega stýrt með því einu að taka ákvörðun um að stefna að útrým­ing­u.

Hann sagð­ist því ekki hlynntur harð­ari aðgerðum á þess­ari tíma­punkti og taldi stjórn­völd ekki vera það held­ur.

Sjálfum þykir mér þessi leið hið minnsta eiga skilið alvar­lega skoðun og umræðu. Nægu púðri hefur verið varið í umræðu um algjör­lega óraun­hæfar jað­ar­hug­myndir eins og Great Barr­ington-heila­vírus­inn sem þjak­aði ákveðnar kreðsur hér á landi síð­asta haust og langt fram eftir vetri.

End­ur­tökum ekki leik­inn

Mark­mið yfir­valda í fyrstu bylgj­unni var að fletja út kúr­f­una og verja heil­brigð­is­kerfið gegn þess­ari ógn sem við vissum þá mun minna um en núna. Það gekk vel, fyrstu bylgj­unni var grandað og í sumar nutum við ávaxta þess. Landið var meira og minna smit­frítt í maí og júní. Lengsta smit­­lausa tíma­bilið frá upp­­hafi far­ald­­ur­s­ins var síðan í júlí, en þá liðu 20 dagar án þess að nokkur greind­ist með veiruna inn­­an­lands.

Rifjum upp hvernig þetta þró­að­ist. Í sumar opn­uðum við landa­mærin meira og meira til þess að bjarga yfir­vof­andi hruni ferða­þjón­ust­unnar og bregð­ast við tak­mark­aðri getu til landamæra­skim­ana. Stjórn­völd blésu líka til mörg­hund­ruð millj­óna króna mark­aðsátaks til þess að koma atvinnu­grein­inni aftur í gang og reyna að bjarga störfum og við sögðum erlendum stór­blöðum frægð­ar­sögur af því hvernig við sigruðum veiruna.

Síðan fengum við hingað fáa ferða­menn, en þó því miður nógu marga sýkta ferða­langa sem virtu ekki sótt­kví til þess að veiran kæm­ist á ný á flakk í sam­fé­lag­inu og landið lam­að­ist á ný. Eftir alla sam­stöð­una og fórn­irnar sem búið var að færa.

Innan við tveimur vikum eftir að ein­hverjir gulir hátal­arar með öskrum frá pirr­uðu fólki utan úr heimi voru fjar­lægðir af helstu ferða­manna­stöðum lands­ins lang­aði íbúum á Íslandi eflaust mörgum að öskra út í tómið. Fárán­leik­inn var á þeim tíma­punkti sting­andi.

Varn­að­ar­orð voru sett fram fyr­ir­fram

Ágætt er að muna að varað var við því sem síðar gerð­ist, áður en ákvarð­anir voru tekn­ar. Í upp­hafi síð­asta sum­ars voru bæði Gylfi Zoëga hag­fræð­ingur og Bryn­dís Sig­urð­ar­dóttir smit­sjúk­dóma­læknir með erindi á ráð­stefn­unni Út úr kóf­inu, sem haldin var í fámenni og félags­forðun í hátíð­ar­sal Háskóla Íslands.

Þau voru bæði á því máli að veiru­frítt sam­fé­lag og gæðin sem því fylgdu væri mik­il­væg­ara en ferða­lög og ferða­mennska sem atvinnu­grein. Í bil­i. 

Bryn­dís tal­aði sem smit­sjúk­dóma­læknir og var fremur afdrátt­ar­laus: „Það er ekki ljóst hversu fórn­fús við verðum í næstu bylgju,“ sagði hún meðal ann­ars og klykkti út með því að segja að „við sem þjóð ættum að fá að njóta veiru­leysis aðeins leng­ur.“

Gylfi kom því á fram­færi að það væri ekki víst að það yrði í raun hag­rænn ábati af því að leyfa fólki að koma til Íslands, ef svo færi að lands­menn þyrftu á móti að sætta sig við við sam­fé­lags­legar tak­mark­anir sem tak­mörk­uðu umsvif inn­an­lands á ný og þau marg­vís­legu gæði sem ekki er endi­lega auð­velt að setja nákvæm­lega inn þjóð­hag­fræði­líkön í krónum og aur­um. 

Hið sama á að mörgu leyti við nú og gerði þá.

Ákvarð­anir voru teknar af stjórn­völdum sem virð­ast í bak­sýn­is­spegl­inum hafa verið rang­ar. Það er auð­velt að vera vitur eftir á. En það er í góðu lagi að halda því til haga að á þetta var bent áður en ákvarð­anir voru tekn­ar.

Fórn­irnar mega ekki verða til einskis

Mér finnst sjálf­sagt að kalla eftir því að núna, þegar stremb­inn hálfur vetur er að baki með und­ar­legum jólakúlu­jól­um, lösk­uðu skóla­starfi, nán­ast engu íþrótta­lífi, gríð­ar­legum fórnum ungs fólks og allra þeirra sem vinna með við­kvæmum hópum í sam­fé­lag­inu – að ógleymdri mik­illi leið­in­legri inni­veru – að leitað verði leiða til þess að tak­marka með öllum fýsi­legum ráðum að fjórða bylgja veirunnar geti farið af stað.

Stjórn­völd ættu að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að veita almennum borg­urum þessa lands frelsi og and­rými inn­an­lands þangað til hjarð­ó­næmi hefur náðst. Þó það þýði að þau þurfi fyrst að biðja okkur um að sætta okkur við lífið eins og það er örlítið leng­ur.

Það virð­ist vera tæki­færi núna til þess að útrýma þess­ari veiru úr sam­fé­lag­inu. Byrjum alla­vega að tala af alvöru um hvort það sé hægt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlutdeild erlendra aðila á íslenskum auglýsingamarkaði hefur vaxið mjög á undanförnum rúmum áratug.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiÁlit